Morgunblaðið - 24.11.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Björgvin Kristbjörn, bróðir
minn kæri, er horfinn á vit eilífð-
ar – svo langt síðan ég hef séð
þig, elsku Böggi. Sem betur fer
Björgvin K.
Björgvinsson
✝
Björgvin fædd-
ist á Fáskrúðs-
firði 7. nóvember
1945. Hann lést 2.
október 2021. Kjör-
foreldrar hans voru
afi hans og amma,
Björgvin Þorsteins-
son og Oddný
Sveinsdóttir.
Björgvin var
jarðsettur í Púertó
Ríkó.
gátum við alltaf tal-
að saman í síma en
búið var að eyði-
leggja bæði póst- og
tölvusamband.
Hvað veður nú
um húsið þitt fagra
og fjallið þitt? Fæ
ég aldrei að sjá það
nema í rómantískri
hugsýn?
Bróðir minn var
einn af þeim Íslend-
ingum sem hurfu af landi brott,
settist að í fjarlægu landi, fyrst í
New York í 20 ár, vann þar hjá
Flugleiðum, síðan í 27 ár í Pú-
ertó Ríkó. Saman fór ég með
þeim Bögga og Sigrúnu konu
hans í ferð um Púertó Ríkó.
Böggi var rómantískur ævin-
týramaður – hér var staðurinn!
Hér vildi hann verða listmálari
og hingað flutti hann. Sigrún
flutti til Íslands þegar hún frétti
um veikindi móður sinnar. Böggi
beið eftir að hún kæmi til baka
og Sigrún beið eftir að Böggi
kæmi til Íslands. Þannig flosnaði
hjónabandið upp. Böggi giftist
aftur nunnu úr nálægu klaustri.
Nilda, síðari kona hans, erfði
stóra landareign og þar reisti
bróðir minn draumahúsið sitt,
einn og sjálfur. Ætlaði að fylla
húsið af málverkum og tónlist og
heilla þangað ferðamenn og
landa sína. Böggi var einstakur
frístundamálari. Málverkin hans
voru mjög falleg og á hljóðfæri
spilaði hann þótt hann hefði aldr-
ei lært nótur. Smíðaverkstæði
setti hann upp og smíðaði inn-
réttingar í hótel á ströndinni og
íslensku rokkarnir hans voru
mjög vinsælir. Í fjallinu bak við
húsið ræktaði hann vínvið og
kaffi.
Böggi skilur eftir sig tvær
dætur, Huldu og Lindu, og þrjá
myndarlega syni þeirra.
Í endurminningunni lifna
myndir frá æskuárunum á Fá-
skrúðsfirði. Þar ólumst við upp
saman. Þeir eltu mig tveir, bróð-
ir minn og frændi Björgvin Bald-
ursson. Þeir voru á líkum aldri
og miklir vinir. Með þá fór ég
upp í fjall og niður í fjöru.
„Þarna fer Obba með litla og
stóra,“ sögðu þorpsbúar. Falleg-
ar og dýrmætar myndir, elsku
Böggi. Þakka þér fyrir tímann
okkar saman.
Samúðarkveðjur til Lindu og
Huldu og afadrengjanna.
Oddný Sv. Björgvinsdóttir
(Obba frá Ási).
✝
Jón Grímsson
fæddist á Ísa-
firði 21. sept-
ember 1954. Hann
lést á heimili dótt-
ur sinnar í Seattle
í Bandaríkjunum
10. október 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Grím-
ur Jónsson, loft-
skeytamaður og
flugumsjónarmað-
ur á Ísafirði, f.
6.6. 1927, d. 16.5. 1999, og Jó-
hanna Bárðardóttir húsmóðir,
f. 16.5. 1924 í Bolungarvík, d.
22.1. 2004. Jón var fjórði í
röð sjö barna þeirra hjóna.
Systkini Jóns eru Rúnar
Þröstur, f. 15.6. 1949, Sig-
urður, f. 20.3. 1951, stúlka, f.
27.9. 1952, d. 30.9. 1952, Sig-
rún, f. 13.11. 1955, Ása, f.
12.6. 1957, og Bárður Jón, f.
18.12. 1958.
Jón kvæntist Lindu Ann
Grímsson 15. júlí 1980, þau
skildu árið 2010. Dætur
þeirra eru Jóhanna Jenie
Jónsdóttir McCarthy, f. 8.9.
1981, og Leah Katrín Jóns-
dóttir, f. 2.6. 1983.
Jóhanna er gift Brannon
McCarthy, f. 2.8. 1981, börn
þeirra eru Lilja Breeze, f. 6.8.
2012, Johnny David, f. 30.4.
2014, Ari Thomas, f. 12.5.
2016, Bodi Tyler, f. 22.4.
2018, og Freja Spring, f 23.4.
2020. Börn Leuh eru Jon Ri-
ver og Sunneva Maple, f.
30.10. 2021.
Jón byrjaði ungur að vinna
ýmis störf á Ísafirði, m.a. við
skipasmíðar, vörubílaakstur,
trésmíðar og málningarvinnu.
Jón starfaði árið 1972 við
virkjunarframkvæmdir í
Mjólká og árið 1974 sem
vörubílstjóri á Tatra-trukkum
í Sigölduvirkjun. Ári síðar
réð hann sig á togarann Pál
Pálsson og starfaði þar sem
netamaður og bátsmaður. Jón
var formaður Sjó-
mannafélags Ís-
firðinga frá 1976
til 1978.
Jón var mikill
ævintýramaður
og byrjaði ungur
að ferðast um
heiminn. Hann
ferðaðist til Ísr-
aels þar sem hann
starfaði um tíma
á samyrkjubúi.
Jón keypti segl-
skútuna Bonný ásamt æsku-
vinum sínum frá Ísafirði á
Suður-Englandi árið 1976 og
sigldu þeir henni til Íslands
og víðar. Jón fluttist búferl-
um til Bandaríkjanna árið
1979, þar sem hann starfaði
fyrstu árin sem sjómaður á
fiskiskipum í San Francisco.
Hann fluttist ásamt fjölskyldu
sinni til Seattle í Washington
árið 1986, þar sem hann hóf
störf sem útgerðarmaður og
skipstjóri á eigin skipi. Jón
rak útgerðina til ársins 1999 í
samstarfi við félaga sinn en
þeir stunduðu fiskveiðar við
Alaska. Fljótlega eftir að Jón
seldi útgerð sína hóf hann
störf hjá Porter const-
ructions. Jón hafði umsjón
með byggingarframkvæmdum
og starfaði víða um Bandarík-
in á vegum fyrirtækisins. Eft-
ir nokkurra ára hlé frá sjó-
mennsku keypti Jón sér
seglbátinn og snekkjuna
Kvöldúlf, sem hann sigldi
meðal annars til Bresku Kól-
umbíu í Kanada til að njóta
náttúrufegurðarinnar með
vinum og fjölskyldu. Hann lét
siglingar ekki duga heldur
keypti sér flugvél sem hann
flaug á um víðáttur Banda-
ríkjanna, bæði vegna starfs
síns og sér til skemmtunar.
Jón starfaði og bjó lengst af í
Seattle. Bálför Jóns fór fram í
New Tacoma Crematory 21.
október 2021.
Uppeldisvinur minn og sálu-
félagi, Jón Grímsson, lést á
heimili dóttur sinnar í Seattle
sunnudaginn 10. október sl.
Hann var fæddur 21. september
1954. Nonni átti tvær dætur, Jó-
hönnu og Leu, og sex barna-
börn.
Líf mitt hefði orðið innihalds-
minna ef leiðir okkar Nonna
hefðu ekki legið saman. Alltaf að
basla við að verða ríkir og meðal
annars sem unglingar af útgerð
sem ekki gekk og af hagkvæm-
isástæðum var rekin í nágrenni
við slippinn hans Eggerts á
Torfnesi. Gott að fá lánuð verk-
færi á kvöldin, sem alltaf var
skilað, en fór ekki vel í eigand-
ann, sem sá bestu leiðina til
leysa málið að ráða Nonna í
vinnu. Nonni var alltaf ham-
hleypa til verka og eins og
venjulega var hann búinn að
eignast alla karlana sem bestu
vini, Kitta Gau, Óla, Simba og
Hávarð, fyrir nú utan Eggert
sjálfan sem sá ekki sólina fyrir
Nonna.
Nítján ára gamlir fórum við á
Kibbuts Sharmir í Ísrael og
dvöldum þar í um hálft ár við að
tína ávexti og vinna á bómull-
arakri. Aftur héldum við á sömu
mið 1974 eftir að hafa ekið frá
Þýskalandi til Aþenu og þaðan
til Ísraels. Næsta ævintýri okk-
ar voru kaup á skútu í Bretlandi
árið 1976 sem við sigldum síðan
heim til Ísafjarðar. Nonni fór þá
á togara þar sem hann vann sig
hratt upp og var fljótur að til-
einka sér störfin um borð. Ekki
nóg með það heldur var hann
orðinn formaður í sjómannfélag-
inu. Þá gerist það árið 1979 að
vinstri menn komast til valda,
hann flýr land og sest að í San
Francisco á vesturströnd BNA.
Þar vann hann við sjómennsku
af miklum dugnaði og harð-
drægni, vann meðal annars við
stórhættulegar og erfiðar
krabbaveiðar við Alaska.
Hann gerði út togara í San
Francisco sem sökk í slæmu
veðri. Góður vinur hans fórst
með honum sem Nonni tók mjög
nærri sér. Eftir þetta flutti hann
til Seattle þar sem hann keypti
togara og gerði út næstu árin.
Þegar því lauk réð hann sig í
byggingarvinnu sem hann
stundaði til dauðadags. Nonni
átti flugvél um tíma og síðar
keypti hann sér 20 metra mót-
orsiglara, sem hann skýrði
Kveldúlf. Það gustaði ávallt af
Nonna og stundum erfitt að
komast að við samræður. Hann
var hrókur alls fagnaðar, sópaði
að sér fólki og ekki laust við að
maður öfundaði hann af þeim
eiginleika.
En allir hafa sinn djöful að
draga. Nonni átti slæman fé-
lagskap við Bakkus um tíma en
sleit þeim vinskap einn daginn.
Dóttir hans Johanna og
Brandon eiga fimm börn sem
heita öll íslenskum nöfnum,
Lilja, Jón, Ari Tómas, Boði og
Freyja. Nonna var mikið í mun
að þau fengju öll íslenskt vega-
bréf og kom ófáar ferðirnar
heim til Íslands með fjölskyld-
una vegna þessa. Hann naut
afahlutverksins í botn og fékk
það margendurgoldið frá litlu
Íslendingunum sínum sem öll
dáðu afa sinn. Ekki var hægt að
heyra á mæli Nonna að hann
hefði búið í BNA í rúm 40 ár.
Sem ungir menn og fóstbræð-
ur lofuðum við hvor öðrum að
skýra fyrsta soninn í höfuðið á
hvor öðrum, ég stóð við mitt og
á minn Nonna, en vinur minn
komst undan með því að eiga
tvær dætur.
Það er skarð fyrir skildi að
missa Nonna. Við Stína vottum
fjölskyldu hans dýpstu samúð.
Gunnar Þórðarson.
Jón Grímsson
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Kynning á vinnslutillögu á
aðalskipulagi 2020-2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að
skipulagstillaga Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar
2020-2032 verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan
samanstendur af forsenduhefti og umhverfisskýrslu,
greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin
Krossland og Melahverfi og sveitarfélagsuppdrætti.
Vegna Covid takmarkana verður ekki um einn íbúa-
fund að ræða en kynning verður á heimasíðu
sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is auk þess
sem opið hús verður í stjórnsýsluhúsinu, Innrimel 3,
Melahverfi, þar sem tillagan er til sýnis. Opið hús
verður fimmtudaginn 25. nóvember nk., föstudag-
inn 26. nóvember nk. og mánudaginn 29. nóvember
nk., frá kl. 15:00-18:00 alla dagana. Þar gefst íbúum
færi á að hitta skipulags- og umhverfisfulltrúa
sveitarfélagsins og formann umhverfis-, skipulags-
og náttúruverndarnefndar auk þess sem skipulags-
ráðgjafi frá Eflu verður á staðnum mánudaginn 29.
nóvember nk. Fylgja skal gildandi takmörkunum
varðandi Covid-19, s.s. með grímunotkun og fjölda
gesta hverju sinni.
Skipulagsgögn eru aðgengileg á heimasíðu sveitar-
félagsins, www.hvalfjardarsveit.is
Kynningarmyndband á vinnslutillögunni með
leiðbeiningum og skýringum mun birtast á heima-
síðu sveitarfélagsins mánudaginn 22. nóvember nk.
og glærukynning þann 24. nóvember nk.
Aðalskipulagið er enn á vinnslustigi, en nú gefst
íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að
koma með ábendingar og athugasemdir áður en
tillagan fer í formlegt auglýsingaferli.
Frestur til að skila inn ábendingum og athuga-
semdum rennur út mánudaginn 6. desember nk.
og skal þeim skilað skriflega á netfangið
adalskipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti
stílað á Boga Kristinsson Magnusen skipulags-
og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3,
301 Akranesi.
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Félagsstarf eldri borgara
Félagsstarf eldri borgara
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Heitt á könn-
unni, notalegt morgunspjall kl. 10. Söngstund með Helgu Gunnars kl.
13.45. Bókaspjall kl. 15, rithöfundurinn Halldór Svavarsson kemur og
les upp úr bók sinni Strand Jamestown. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari
upplýsingar. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja Kyrrðar og fyrirbænarstund hvern miðvikudag kl. 12.
Hádegisverður gegn vægu verði í safnaðarheimii kirkjunnar kl. 12.30-
13. Opið hús fullorðinsstarfs kl. 13-15.30. Boðið er upp á létta leikfimi
og ýmislegt annað á þessum samverustundum. Nánari upplýsingar á
heimasíðu kirkjunnar www. arbaejarkirkja.is
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Félagsráðsfundur kl. 11. Bónus-
bíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir.
Sími 411-2600.
Boðinn Leikfimi Qi-gong kl. 10.30. Handavinnustofa opin frá kl. 13-15.
Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara ,,Maður er manns gaman" er
kl. 13:15. Byrjum stundina kl. 12 með kyrrðar- og fyrirbænastund og
eftir hana er súpa og brauð. Í lok eldri borgara starfinu er svo kaffi og
meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Opið hús á í dag miðvikudag frá kl. 13-16, kaffið á
sínum stað, spil og handavinna. Við gætum að sóttvörnum og eigum
gott samfélag saman. Hlökkum til að sjá ykkur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qi-gong kl. 7-8. Kaffisopi og
spjall kl. 8.30-11. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9.45-10.
Ljóðahópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Heimaleikfimi á RUV kl. 13-13.10. Kapl-
ar og spil kl. 13.30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl.
14.30-15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Skák í Jónshúsi kl. 10.30. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13.
Brids og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12.30–15.30. Stólajóga kl. 11 í
Kirkjuhvoli. Gler kl. 13 í Smiðju Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi Sjálandi kl.
15 / 15.40 og 16.20. Zumba Gold kl. 16.30.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10 til
11.15 botsía, opinn tími. Kl. 12-14.30 postulínsmálun á verkstæði. Kl.
13-15 bingó í aðalsal. Kl. 16-18 námskeið, Nafnlausi leikhópurinn.
Gullsmári 13 Myndlist kl. 9. Botsía kl.10. Postulínsmálun kl. 13.
Kvennabrids kl. 13.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Ganga með Evu kl. 10-11, allir velkomnir. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið.
Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Stóla-jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl.
13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinna, opin vinnu-
stofa kl. 13-16. Brids kl. 13. Styttri ganga kl. 13.30. Hádegismatur kl.
11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu kl. 9 í Borgum, þátttöku-
skráning. Leikfimi kl. 9.45 í Borgum. Gönguhópar kl. 10, gengið frá
Borgum og inni í Egilshöll, mismunandi styrkleikar og kaffispjall á
eftir. Keila í Egilshöll kl. 10, allir velkomnir. Félagsfundur Korpúlfa sem
vera átti í dag fellur niður vegna fjöldatakmarkana, en opið fyrir kaffi-
veitingar kl. 14.30-15.30 í dag og Qi-gong með Þóru kl. 16.30.
veitingar kl. 14.30-15.30 í dag og Qi-gong með Þóru kl. 16.30.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handavinnu-
stofu 2. hæðar kl. 9-12. Bókband er í smiðju 1. hæðar kl. 9-12:30 og
aftur kl. 13-16:30. Þá verður píla í setustofu kl. 10.30-11. Myndlist
verður í handavinnustofu 2. hæðar kl. 13-16. Að endingu er dans og
söngur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15. Hlökkum til að sjá ykkur á
Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir á Skólabraut kl.
9. Botsía á Skólabraut kl. 10. Billjard í Selinu kl. 10. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12.Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Gler á neðri hæð
félagsheimilisins kl. 13. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á
Skólabraut kl. 13. Á morgun, fimmtudag, verður jólahlaðborð í
Kríunesi. Farið með rútu frá Skólabraut kl. 18.30.