Morgunblaðið - 24.11.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Bækur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir kl. 16 mánudaginn 29. nóvember
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður umfjöllun um nýjar bækur,
rætt við rithöfunda og birtir kaflar
úr fræðiritum og ævisögum.
–– Meira fyrir lesendur
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 3. desember
fyrir jólin
85 ÁRA Sigurður Egill Þorvalds-
son lýtalæknir fæddist 24.11. 1936 í
Reykjavík. „Að loknu 4. bekkjar
prófi í Verzló bauð Jón Gíslason
skólastjóri mér sumarstarf hjá skó-
versluninni Hvannbergsbræðrum og
þar hitti ég Jónu Þorleifsdóttur, sem
einnig var í Verzló, og felldum við
hugi saman og giftum okkur og eig-
um þrjú börn: Ingibjörgu ensku-
kennara í MH, Þorvald Egil raf-
magnsverkfræðing og Sturlu Þór
viðskiptafræðing í Osló.
Eftir stúdentsprófið 1956 fór út-
skriftarhópurinn í ferðalag til Evr-
ópu og Sigurður heillaðist af Frakk-
landi og var sumarlangt við vinnu á bóndabæ og fór síðan í frönskunám
í París. „Ég lauk svo BA-prófi í frönsku 2019 frá Háskóla Íslands eftir
starfslok.“
Á Íslandi fór Sigurður í læknisfræði og lauk læknaprófi 1964 og fékk
skömmu síðar styrk til að fara til náms við Mayo Clinic í Rochester og
lauk þar námi í almennum skurðlækningum 1970 og MS-prófi frá Uni-
versity of Minnesota. „Síðan nam ég lýtalækningar við University of
Michigan í Ann Arbor.“ Alls var hann 14 ár í Bandaríkjunum við nám og
störf og síðustu 4 árin hjá Kaiser Permanente í San Diego í Kaliforníu.
„Ég starfaði sem almennur skurðlæknir og lýtalæknir á Landakoti,
Borgarspítala og síðan sameinuðum Landspítala og Borgarspítala, í
hlutastarfi og rak skurðstofu og eigin stofu ásamt úrvalsmönnum við
Læknastöðina í Glæsibæ og hætti þegar ég varð 77 ára.“
Sigurður hefur verið virkur í félagsmálum og verið m.a. formaður í
Skurðlæknafélagi Íslands, Lýtalæknafélagi Íslands og Öldungadeild
Læknafélags Íslands. Helsta áhugamál hans er skíðaferðir. „Valdimar
Örnólfsson kom okkur nokkrum á skíði í Kerlingarfjöllum og við höfum
haldið hópinn og þar urðu synir okkar, Þorvaldur og Sturla, skíðakenn-
arar og deila nú áhuganum með fjölskyldum sínum. Svo hef ég dundað
við það undanfarin ár að kynna mér líf og störf Alberts Thorvaldsens og
sett saman nokkra fyrirlestra um hann og ætla að fagna 85 ára afmæli
mínu í Kaupmannahöfn.“
Sigurður Egill Þorvaldsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Hjartað slær hraðar þegar þú
hugsar um manneskju sem þú hittir fyrir
stuttu. Leggðu áherslu á að þér líði sem
best og þeim sem í kringum þig eru.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þegar um sameiginleg mál er að
ræða þýðir ekkert fyrir þig að ætla að
stjórna öllu. Þér eru allir vegir færir. Teldu
upp að tíu áður en þú svarar einhverjum
fullum hálsi.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er sjálfsagður hlutur að að-
stoða aðra, ef þig langar til þess. Einhver
gerir óhóflegar kröfur til þín, láttu í þér
heyra.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Losaðu þig við sektarkenndina út
af því, sem liðið er. Notaðu kvöldið fyrir
sjálfa/n þig. Reyndu að hafa áhrif þar sem
þú veist að hlustað er á þig.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ástin nær fram bæði því besta og því
versta í þér núna. Öll spjót beinast að þér,
nú þarftu að standa fyrir máli þínu.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Láttu ekki eigin vangaveltur draga
athygli þína um of frá verkefnum dagsins.
Jákvætt viðhorf þitt til lífsins heillar þá sem
eru í kringum þig.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að gæta þess að týna þér
ekki í smáatriðunum í dag. Allt er breyt-
ingum undirorpið. Þú hittir á snöggan blett
á vini.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Einhver þér náinn virðist á
suðupunkti. Forðaðu þér í tíma. Þér vefst
tunga um tönn í kvöld.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú horfir til vina þinna sem eru
að ganga í gegnum það sama og þú hefur
reynt. Heilbrigð skoðanaskipti eru af hinu
góða og sá er vinur sem til vamms segir.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þótt gott sé að vera umkringdur
jábræðrum, er það fyrst og fremst jákvæð
gagnrýni, sem kemur hlutunum á hreyf-
ingu. Ekki hreyfa þig spönn frá rassi í kvöld.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ástamál munu setja svip sinn á
næsta mánuðinn hjá þér. Sláðu striki yfir
löng liðinn atburð og horfðu til framtíðar.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Sá sem þú síst áttir von á skýtur nú
upp kollinum og réttir fram sáttarhönd.
Einhver horfir á þig með stjörnur í aug-
unum.
kennt námskeið í menningarfræði,
bókmenntafræði, fjölmiðlafræði og
fjölmiðlarétti. Þá hefur Elfa skrifað
ýmsar fræðigreinar og haldið fyr-
irlestra bæði hér á landi og erlendis.
Einnig hefur hún stýrt umræðum á
erlendum ráðstefnum og málþingum
um málefni tengd fjölmiðlum og sam-
félagsmiðlum. Þá var hún kosin for-
maður stýrinefndar Evrópuráðsins
um fjölmiðla og nýja miðla og gegndi
þeirri formennsku árin 2016-2017.
Elfa dvaldi með fjölskyldu sinni í
Münster í Þýskalandi árin 2016-2017.
„Maðurinn minn er prófessor við
lagadeild HÍ og var í rannsóknarleyfi
setja á laggirnar nýja nefnd innan
stjórnsýslunnar“ segir Elfa. „Mennt-
un mín og starfsreynsla gerði það að
verkum að ég gat litið til þess hvernig
slíkar stofnanir eru starfsræktar á
Norðurlöndunum, sem var mjög mik-
ilvægt, því lög hér á landi eru keimlík
fjölmiðlalögum í hinum norrænu ríkj-
unum. Við vorum reyndar síðasta rík-
ið í Evrópu til að setja á laggirnar
sjálfstæða fjölmiðlanefnd þannig að
okkur var vel fagnað í norrænu og
evrópsku samstarfi um fjölmiðlamál,
þegar nefndin tók til starfa á Íslandi.“
Elfa hefur verið stundakennari við
Háskóla Íslands í rúm tuttugu ár og
E
lfa Ýr Gylfadóttir fædd-
ist í Reykjavík 24. nóv-
ember 1971 en ólst upp
í Stokkhólmi til 11 ára
aldurs. Hún gékk í
Bergshamra-skólann og síðan í Há-
teigsskóla þegar hún flutti til Íslands.
„Það var mikil lífsreynsla að alast
upp í Stokkhólmi á þessum árum og
flytja síðan úr stórborginni til
Reykjavíkur. Ég ólst upp í nokkuð
hippalegu stúdendahverfi sem var
ansi alþjóðlegt en Reykjavík var frek-
ar einsleit borg á þeim tíma“. Á sumr-
in dvaldist Elfa oft á Akureyri hjá afa
sínum og ömmu í Helgamagrastræti.
Móðir Elfu og tveir bræður búa enn
þá í Stokkhólmi og lítur hún á borg-
ina sem sína aðra heimaborg.
Elfa varð stúdent frá Verzlunar-
skóla Íslands árið 1991 og lauk síðan
námi í bókmenntafræði við HÍ árið
1994. Elfa tók síðan diplóma í blaða-
og fréttamennsku frá sama skóla áð-
ur en hún fór í meistaranám í fjöl-
miðlafræði við University of Kent í
Canterbury sem hún lauk árið 1996.
Þá var hún gestafræðimaður við
Duke-háskóla í Norður-Karólínu vet-
urinn 1996-1997 og lauk síðan annarri
meistargráðu í fjölmiðla- og fjar-
skiptafræðum frá Georgetown Uni-
versity í Washington DC árið 2000.
Árið 2004 var Elfa ráðin ritari
nefndar menntamálaráðherra um ís-
lenska fjölmiðla sem Karl Axelsson,
nú hæstaréttardómari, var formaður
í. Starfið markaði ákveðin tímamót
því í kjölfarið hófst starfsferill hennar
í stjórnsýslunni. Að loknum störfum
fyrir nefndina hóf Elfa störf sem
deildarstjóri fjölmiðlamála í mennta-
og menningarmálaráðuneytinu þar
sem hún vann m.a. að samningu
frumvarps til laga um fjölmiðla, laga
um Ríkisútvarpið og að fyrsta þjón-
ustusamningi RÚV. Elfa dvaldi með
fjölskyldu sinni í Stokkhólmi veturinn
2009-2010 og starfaði í fjölmiðladeild
sænska menningarmálaráðuneytisins
og í sænsku fjölmiðlastofnuninni í
Stokkhólmi í norrænum starfs-
mannaskiptum.
Þegar fjölmiðlanefnd var svo kom-
ið á fót með lögum árið 2011 var Elfa
ráðin framkvæmdastjóri nefnd-
arinnar þar sem hún starfar enn.
„Það var afar mikilvæg reynsla að
þennan vetur og börnin voru í þýsk-
um skóla. Ég notaði jafnframt tæki-
færið og sökkti mér í löggjöf og
stefnumótun um fjölmiðla í Þýska-
landi meðan á dvölinni stóð. Það er
svo áhugavert hvernig fjölmiðlaum-
hverfið var byggt upp í Þýskalandi
eftir að fjölmiðlar höfðu verið misnot-
aðir í pólitískum áróðurstilgangi á
tímum þriðja ríkisins. Ég heimsótti
einnig nokkur þeirra 14 fjölmiðlaeft-
irlita sem starfrækt eru í sambands-
ríkjum Þýskalands til að kynna mér
hvernig starfsemi þeirra fer fram.
Einnig notaði ég tækifærið og heim-
sótti nokkra þýska fjölmiðla eins og
Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar – 50 ára
Vinkonurnar Í stað afmælisgjafa var ákveðið að hafa skemmtilega viðburði á afmælisdögum vinkvennanna.
Mikilvægi fjölmiðla og æðruleysis
Hjónin Ferðalag í Dimmuborgum.
Fjölskyldan Elfa Ýr og Eyvindur með börn sín, Elísu
Aðalheiði og Elías Muna á milli sín og hundurinn Nala.
Til hamingju með daginn