Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
94%
SÍÐASTI SÉNS AÐ SJÁ ÞESSA STÓRMYND Í BÍÓ
SÝND Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS Í EGILSHÖLLINNI Á
MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG KL. 20:00
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali
B
róðirinn er fyrsta bókin af
fjórum í bókaflokknum
Álfheimar eftir Ármann
Jakobsson. Hún stendur
tæplega ein og sér og það er aug-
ljóslega gert ráð fyrir því að lesand-
inn haldi áfram og lesi hinar þrjár
bækurnar, enda ævintýrið rétt að
byrja þegar bókinni lýkur og lesand-
inn er svolítið skilinn eftir í lausu
lofti.
Bókin segir frá Pétri sem er ný-
fluttur heim frá París til að hefja
nám í menntaskóla og fær að búa hjá
gamalli frænku sinni. Hann kynnist
fljótlega Soffíu og Konáli sem eru
með honum í bekk og nokkru síðar
tekst einnig vin-
skapur með
honum og hinni
dularfullu Dag-
nýju sem býr í
sömu götu og
hann. Hún er
sannfærð um til-
vist álfa og þótt
Pétur efist í
fyrstu þá bendir
mjög margt til
að Dagný hafi rétt fyrir sér. Til að fá
svör við spurningum sínum verða
þau að komast til Álfheima og þar
kemur ýmislegt óvænt í ljós.
Persónusköpunin í bókinni er
þokkaleg framan af og lesandinn
fyllist samkennd með Pétri sem átti
erfiða æsku vegna eineltis, en gleðst
jafnframt fyrir hans hönd þar sem
hann eignast fljótt góða vini í
menntaskólanum. Soffía, Konáll og
Dagný eru öll sterkir og áhugaverðir
karakterar og minna okkur á að fólk
er alls konar og andstæður laðast oft
hvor að annarri. Þegar kemur að
öðrum persónum bókarinnar; Sæ-
unni frænku og nágrönnunum, svo
ég tali nú ekki um álfana, þá fatast
Ármanni flugið og þær verða hálf-
tilgerðarlegar, jafnvel kjánalegar.
Eins og bókin lofar góðu í byrjun
og söguþráðurinn byggist ágætlega
upp, þá varð fléttan yfir í Álfheima
töluverð vonbrigði. Í þessari fyrstu
bók nær hann allavega ekki að skapa
þennan ævintýraheim sem þarf til að
fanga lesandann og fylla hann
óstjórnlegri þörf til að halda áfram
að lesa og komast að örlögum sögu-
persónanna.
Ég átta mig heldur ekki alveg á
því hver markhópur bókarinnar er.
Hún er eiginlega of þung fyrir 10 til
14 ára börn og unglinga, meðal ann-
ars hvað viðkemur málfari og orða-
notkun. Samt er ólíklegt að sagan
sem slík höfði til eldri hóps, þrátt
fyrir að sögupersónurnar séu á
fyrsta ári í framhaldsskóla.
Álfahugmyndin er augljóslega út-
pæld og eflaust liggur mikil rann-
sóknarvinna þar að baki, en það nær
því miður ekki að skila sér í áhuga-
verðu ævintýri.
Lesandi í lausu lofti
Morgunblaðið/Hari
Ármann Jakobsson „Ævintýrið [er] rétt að byrja þegar bókinni lýkur og
lesandinn er svolítið skilinn eftir í lausu lofti,“ segir rýnir um söguna.
Ungmennabók
Álfheimar – Bróðirinn bbbnn
Eftir Ármann Jakobsson.
Angústúra 2021, Innbundin, 205 bls.
SÓLRÚN LILJA
RAGNARSDÓTTIR
BÆKUR
Einn af tónlistargagnrýnendum
dagblaðsins The Guardian fer
fögrum orðum um tónleika Daða
Freys sem haldnir voru í Trinity
Center í Bristol um helgina. Segir
í fyrirsögn að eurovision-stjarnan
Daði hafi boðið upp á „fágaðan
kjánaskap“ á tónleikum þar sem
hann blandaði saman poppi og
leikrænum tilburðum.
Segir réttilega í fjögurra
stjarna gagnrýninni að Daði hafi
slegið í gegn með eurovision-lagi
sínu og Gagnamagnsins, „Think
About Things“, og hópurinn heill-
að alla með danssporum sínum og
framkomu. Á tónleikunum hafi
Daði leikið sér að diskói, poppi og
fáguðum lagakrækjum, klæddur í
gríðarstóran og hvítan stutt-
ermabol. Þá hafi hann líka slegið
á létta strengi og sagt mjög
marga brandara og þá oft á eigin
kostnað.
„Fágaður kjánaskapur“ í Daða
Morgunblaðið/Eggert
Fjör Daði Freyr og Gagnamagnið í Söngvakeppninni á sviði í fyrra.
Hið þekkta bandaríska ljóðskáld og
þýðandi Robert Bly er látinn, 94
ára að aldri. Hann sendi á langri
starfsævi frá sér fjölda vinsælla
ljóðabóka, stundum í samstarfi við
önnur skáld, og þótti hafa tekið
þátt í að endurnýja bandaríska ljóð-
list á seinni hluta 20. aldar en ljóð-
heiminn sótti hann gjarnan í nátt-
úruna og líf fólks í dreifbýli. Hann
ritstýrði líka bókmenntatímaritum
og var öflugur þýðandi, einkum
norrænna ljóða og skáldsagna en
foreldrar hans voru bændur í
Minnesota, innflytjendur frá Nor-
egi. Meðal skálda sem Bly kynnti
bandarískum lesendum má nefna
Tomas Tranströmer og Olav H.
Hauge en einnig þýddi hann til að
mynda Sult eftir Knut Hamsun.
Þekktasta bók Roberts Blys, og
jafnframt sú umdeildasta, er ekki
ljóðabók heldur Iron John – A Book
About Men (1990) þar sem hann
fjallaði um þá skoðun sína að karl-
menn í heimalandi hans hefðu í
seinni tíð orðið mjúkir og kven-
legir. Bókin var í 62 vikur á met-
sölulista The New York Times.
Hann sendi einig frá sér greinasöfn
þar sem hann fjallaði um bók-
menntir en einnig samfélagsleg
málefni en meðan á Víetnamstríð-
inu stóð stofnaði Bly samtök rithöf-
unda sem börðust gegn því.
Bly hafði oft viðkomu á Íslandi
og hélt til að mynda námskeið í
skáldskap í Vesturfarasetrinu á
Hofsósi árið 2002.
Skáldið og þýðandinn Robert Bly allur
Skáld Robert Bly naut mikillar virðingar í
heimi ljóðsins og skrifaði yfir 50 bækur.
Bandaríski leik-
arinn Kevin
Spacey var í
fyrradag dæmd-
ur til þess greiða
30 milljónir doll-
ara, jafnvirði um
fjögurra millj-
arða króna, í
skaðabætur fyrir
brot á samningi
við framleiðslufyrirtæki þáttanna
House of Cards. Komst dómstóll að
þeirri niðurstöðu að með kynferðis-
brotum sínum hefði Spacey brotið
gegn ákvæði um fagmannlega
hegðun, að því er fram kemur í
frétt á vef The Guardian. Spacey
fór með burðarhlutverk í þáttunum
og var rekinn eftir að upp komst
um brot hans gagnvart nokkrum
starfsmönnum við þættina en alls
lék hann í fimm þáttaröðum og var
einn af meðframleiðendum þátt-
anna að auki.
Spacey gert að
greiða 30 milljónir
fyrir samningsbrot
Kevin Spacey