Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 10
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Rökleysan
í málflutn-
ingnum
er slík að
mann setur
hljóðan.
Eitt mikil-
vægasta
verk-
efnið til
að tryggja
búsetu-
öryggi er
aðgengi
að góðri
heilbrigðis-
þjónustu.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Enn skal ítrekað mikilvægi þess á
Covid-tímum að spyrja krefjandi
spurninga um sóttvarnaaðgerðir sem
hafa ekki einungis takmarkað mjög
mannréttindi einstaklinga heldur
einnig stefnt atvinnu- og fjárhagsöryggi of
margra í hættu. Svo ekki sé talað um kvíða
og þunglyndi sem grípur um sig meðal ein-
staklinga sem eru ekki harðhausar að eðlisfari.
Við búum við óeðlilegt ástand og eigum ekki
að vera sljó og dofin gagnvart þeirri staðreynd
heldur halda vöku okkar. Við megum alls ekki
gefa okkur að yfirvöld séu óskeikul. Gagnrýni
á aðgerðir á að vera sjálfsögð og umræður um
gagnsemi hafta verða að fara fram.
Það blasir við að aðgerðir stjórnvalda í Covid
hafa ýtt undir ójöfnuð í samfélaginu. Einhverjir
sjá fram á atvinnumissi, gjaldþrot fyrirtækja
sinna eða mikla tekjuskerðingu meðan sótt-
varnaaðgerðir hafa lítil sem engin áhrif á fjár-
hagslega afkomu annarra. Gagnrýni á harðar
sóttvarnaaðgerðir kemur nær eingöngu frá
hægri mönnum. Það er fjarska einkennilegt
að vinstri menn sjái flestir enga ástæðu til að
hafa áhyggjur af hörðum takmörkunum sem
augljóslega auka misskiptingu í samfélaginu.
Er þeim virkilega alveg sama um það eða eru
þeir algjörlega gjaldþrota þegar kemur að hug-
myndum um hvaða aðrar leiðir væri hægt að
fara? Talandi um hugmyndir þá ber að hrósa
þeim einstaklingum úr læknastétt sem hafa
stigið fram og bent á nýjar lausnir. Þeim finnst
við ekki geta hjakkað í sama farinu heldur vilja
reyna að feta aðra braut nú þegar flestir lands-
menn eru bólusettir. Við þurfum einmitt á
slíkri hugsun að halda.
Gagnrýni er svo sannarlega nauðsynleg
en það þarf líka að vera vit í henni. Það er til
dæmis sjálfsagt að spyrja hvort nauðsynlegt
sé að bólusetja börn við Covid og hvort það
sé með öllu hættulaust. En þegar því er haldið
fram fullum fetum að verið sé að gera börn að
tilraunadýrum með því að sprauta í þau eitri og
stefna heilsu þeirra í stórhættu þá er ástæða til
að svara á hvassan hátt.
Andstæðingar bólusetninga hafa haft hátt
undanfarnar vikur. Þeir æpa gegn vísindum,
telja lyfjafyrirtæki stunda tilraunastarf-
semi sem sé almenningi, og sérstaklega
börnum, lífshættuleg og gera sóttvarnalækni
landsins upp allar mögulegar illar hvatir.
Rökleysan í málflutningnum er slík að mann
setur hljóðan. Á erfiðum tímum þurfum við
á gagnrýnni hugsun að halda. En við höfum
alls ekkert að gera við hávaðafólk sem afneitar
vísindum. n
Ný hugsun
Grunnstefið í minni pólitík hvort sem er á vettvangi
sveitarstjórna eða á Alþingi er að jafna tækifæri
fólks, óháð búsetu. Ég vil að fólkið í landinu geti sótt
þjónustu nálægt sínum heimahögum og búið sér og
sínum gott líf. Ég vil sjá samgöngubætur og meiri
uppbyggingu á samgöngum innan byggðarlaga, til að
styrkja samfélögin sem búsetuheild. Færa fólk nær
hvert öðru, störfum sínum og þjónustu sem það sækir.
Það er mikilvægt að efla byggðarlög með betri sam-
göngum innan þeirra ekki síður en á milli þeirra.
Eitt mikilvægasta verkefnið til að tryggja búsetu-
öryggi er aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Besta
leiðin til þess að gera það og tryggja um leið að allir
landsmenn hafi aðgang að bestu mögulegri heilbrigð-
isþjónustu, óháð efnahag, er að byggja þjónustuna
upp á félagslegum grunni. Við þurfum að halda áfram
þeirri uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu sem Svandís
Svavarsdóttir byrjaði á sem heilbrigðisráðherra, bæði
hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu á lands-
byggðinni og minni kostnaðarþátttöku sjúklinga.
Fólki þarf að líða vel og vera með öruggt aðgengi
að heilbrigðisþjónustu, menntun og fjölbreyttum
atvinnutækifærum við allra hæfi. Þá skiptir líka máli
samvinna sveitarfélaga og ríkisvaldsins til byggja upp
fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni. Lykillinn
að því er að hafa góða leik- og grunnskóla þar sem
gjöldum fyrir dvöl og holla fæðu er stillt í hóf og auðvelt
aðgengi að framhaldsmenntun. Við eigum þrjá öfluga
landsbyggðarháskóla og háskóla- og rannsóknasetur í
mínu kjördæmi sem skapa svæðinu mikla sérstöðu og
tækifæri sem við þurfum að nýta enn betur, og lands-
byggðin og landið allt nýtur sannarlega góðs af.
Við verðum að standa með sjávarbyggðunum,
með bændum og fjölbreyttri atvinnusköpun vítt og
breitt um kjördæmið, fólki sem er að skapa meira
sjálft. Frumkvöðlar eru um allt land og tækifærin
eru sannarlega til staðar. Við þurfum að skapa þeim
farveg og rétt umhverfi til að blómstra.
Það þarf að halda áfram að byggja upp á mörgum
sviðum og tryggja jöfn tækifæri fólks hvar sem það
býr. Það er okkar leiðarljós í pólitík, hvort sem er við
ríkistjórnarborðið eða í sveitarstjórn. n
Fjölskylduvænt samfélag
Bjarni Jónsson
þingmaður
Vinstri grænna
ser@frettabladid.is
Davíð?
Endurkoma Guðmundar Árna
Stefánssonar í hafnfirsk stjórn-
mál eftir langa veru í sendi-
ráðum Íslands á erlendri grundu
getur vart talist annað en
hugljómun fyrir aðra flokka en
Samfylkingu, svo sem Sjálfstæð-
ismenn í Reykjavík sem gætu
farið að dusta rykið af Davíð
Oddssyni, en síðast þegar hann
bauð sig fram í Reykjavík sópaði
hann til sín 60 prósenta fylgi og
rúllaði borginni upp með því-
líkum tilþrifum að hann gat ekki
annað en hellt sér í landsmálin
ári seinna eða svo.
Árni?
Til vara má auðvitað hugsa til
Árna Sigfússonar sem var einn
af fjölmörgum sporgöngu-
mönnum Davíðs á stóli borgar-
stjóra og líklega er heldur ekki
algerlega galið að nefna Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur á nafn,
en ef til vill er hún þó full ung
til að tilheyra þessum hópi.
En þá er hægt að stinga upp á
Markúsi Erni Antonssyni, enn
einum fyrrverandi borgarstjóra
úr röðum Sjálfstæðismanna,
til þrautavara, vönum manni á
norðurbakka Tjarnarinnar. Og
hafi menn einhverjar áhyggjur
af því að Markús Örn sé sestur
helst til huggulega í helgan stein
þá skal nefnt að hann er yngri
en Joe Biden sem nú stýrir heilu
þjóðríki handan Atlantsála. n
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................
Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
PREN
TU
N
.IS
Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433
Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. janúar 2022 FÖSTUDAGUR