Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Svanborgar Sigmarsdóttur n Bakþankar Ég las viðtal við konu í vikunni sem er að safna Covid-afbrigðum. Bara þessum algengustu, Alfa, Delta og Omíkron. Hún hefur greinilega ekkert verið að sækjast í þessar sjaldgæfari sem hafa fundist. Til dæmis hefur hún ekkert við að vinna með Lamda, Theta eða Mu. Þetta er því ekki merki um Covid-söfnunaráráttu á háu stigi. Bara aðeins meira en meðaltalið. Lesturinn minnti mig svolítið á það þegar ég var að safna servéttum þegar ég var ung. Það var gengið á milli húsa og spurt „Áttu serv- éttur?“ svo úr varð skringilegt safn af mjög algengum pappírsbréfum í alls konar litum. Svo áttum við allar eins servéttur, því við fórum í sömu húsin og því var lítið hægt að bítta. Það var einna helst ef eldri frænkur úr öðrum bæjarfélögum komu með einhver næfurþunn afbrigði að spenningurinn hríslaðist um líkamann. Hér var komið eitthvað nýtt. Eitthvað sem bara örfáir höfðu. Aðeins meira en meðaltalið. Þrísmitaða Covid-konan hafði farið misvel út úr þessum þremur afbrigðum. En orðið veik. Og því frekar óheppin með þessa nátt- úrulegu söfnun afbrigða. Eiginlega bara mjög óheppin þegar tekið er tillit til þess að hún hefur líka fengið svínaflensu. Einhvers konar segull á vírusa í öndunarfærum. Svo heyrir man af öðru fólki sem er að reyna að safna. Bankar upp á hjá nágrönnum og spyr „Áttu Covid?“. Þar á meðal er enginn sem fær Lamda, Theta eða Mu. Engin von til að fá næfurþunna afbrigðið. Labba í mesta lagi heim með meðal- talið. Jafnvel það mikið að nóg er til skiptanna. Bæði til safnara og þeirra sem þola afbrigðin illa. n Hvaða afbrigði hefur þú fengið? FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSALA BETRA BAKS ÚTSALAN ER HAFIN STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL. QUADRO SVEFNSÓFIRÚMFÖT TIMEOUTSLOPPAR VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.