Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 18
Niðurstöðurnar sýndu að dagsyfja var mjög algeng hér á landi en tíðni hennar er svipuð og í nágranna- löndum okkar. Elín Helga Þórarinsdóttir Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Vansvefta fólk þjáist oft af af dagsyfju sem getur haft fjölþættar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér og dregið úr almennum lífs- gæðum. Í doktorsverkefni sínu rannsakar Elín Helga Þórarinsdóttir dagsyfju. Fyrir utan hreyfingu og hollt mataræði er góður svefn öllum mjög mikilvægur og talinn ein af meginundirstöðum góðrar heilsu og vellíðunar. Dagsyfja fylgir oft vansvefta fólki sem getur haft fjöl- þættar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér, auk þess sem hún getur dregið úr almennum lífs- gæðum og afkastagetu í námi og starfi, segir Elín Helga Þórarins- dóttir, sérnámslæknir í heimilis- lækningum og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Doktorsrannsókn hennar fjallar um dagsyfju og ber heitið „Íþyngjandi dagsyfja – tengsl við heilsufar og lífsstíl“. Hún segir dagsyfju vera mjög algenga. „Dagsyfja getur verið einkenni sjúkdóma en einnig afleiðing lífs- stílsþátta. Við upplifum öll syfju á einhverjum tímapunkti í lífinu og í f lestum tilfellum, sérstaklega hjá yngra fólki, er syfja afleiðing þess að við sofum ekki nægilega mikið. Þegar við náum svo að bæta upp þann svefn sem við skuldum þá hverfur dagsyfjan. Slík syfja er mjög algeng en ekki eitthvað sem þarf að rannsaka frekar.“ Dagsyfja er algengari en margur heldur Elín Helga Þórarinsdóttir er sérnáms- læknir í heimilis- lækningum og doktorsnemi við Háskóla Íslands. MYND/AÐSEND Dagsyfja getur farið illa með fólk á ólíkum tímum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kæfisvefn hefur mikil áhrif Hins vegar, eftir því sem við eldumst, verður algengara að dag- syfja sé afleiðing truflana á svefni, frekar en afleiðing of stutts svefns. „Þá er algengara að dagsyfjan verði bæði mikil og langvarandi og hefur þannig verulega áhrif á dag- legt líf fólks. Það geta legið margar ástæður að baki íþyngjandi dag- syfju fullorðinna einstaklinga, svo sem kæfisvefn, fótaóeirð, lyfjanotkun, verkir, kvíði og þung- lyndi.“ Hún segir algengasta sjúk- dóminn sem veldur dagsyfju hjá fullorðnum einstaklingum vera kæfisvefn. „Sjúkdómurinn ein- kennist af því að viðkomandi hefur endurtekin öndunarstopp yfir nóttina og stoppin trufla svefninn. Kæfisvefn getur einnig haft aðrar alvarlegar afleiðingar ef hann er ekki greindur og meðhöndlaður. Hann eykur meðal annars líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi og heilaáföllum. Það getur því verið til mikils að vinna að greina kæfi svefn og með- höndla.“ Engin ein aðferð dugar Margar rannsóknir hafa skoðað algengi dagsyfju að sögn Elínar Helgu. Vandamálið sé hins vegar að í dag er engin ein aðferð sem metur dagsyfju vel. „Algengasti spurningalistinn sem er notaður er svokallaður Epworth-syfjuskali en það er stuttur spurningalisti sem metur líkur viðkomandi á að sofna eða dotta við átta mismunandi aðstæður. Epworth-spurningalist- inn er meðal annars oft notaður til að meta hverjir þurfa forgang til að fá svefnöndunarvél við kæfisvefni. Syfja er mjög einstaklingsbundin og kemur fram á mismunandi hátt milli einstaklinga. Sumir lýsa því að þeir séu sífellt dottandi ef þeir setjast niður en aðrir geta upplifað mikla dagsyfju án þess að þeir séu alltaf að sofna.“ Dagsyfja mjög algeng hér á landi Fyrstu niðurstöður verkefnis hennar birtust í Journal of Sleep Research árið 2019. „Niðurstöð- urnar sýndu að dagsyfja var mjög algeng hér á landi en tíðni hennar er svipuð og í nágrannalöndum okkar. Um 23 prósent upplifa dagsyfju f lesta daga vikunnar og 14 prósent eru líkleg til að sofna að degi til. Við sáum að dagsyfjan tengdist helst svefntruflunum og fótaóeirð og að lífsgæði þeirra sem upplifðu íþyngjandi dagsyfju voru marktækt verri en hjá þeim sem ekki voru syfjaðir.“ Önnur greinin birtist í desember á síðasta ári en þar var rannsakað hvernig dagsyfja hjá kæfisvefnssjúklingum breyttist við meðferð með svefnöndunar- vél. „Niðurstöðurnar staðfestu að meðferð með svefnöndunarvél minnkar syfjuna umtalsvert hjá þeim sem þjást af kæfisvefni. Hins vegar er hluti sjúklinganna sem áfram þjáist af íþyngjandi dag- syfju þrátt fyrir meðferð. Hjá þeim virtist dagsyfjan vera afleiðing annarra þátta en kæfi svefnsins. Þessir einstaklingar voru oftar með kvartanir um svefnleysi og voru að vakna endurtekið upp yfir nóttina.“ Kvöldtýpur sofa styttra Einnig var áhugavert að hennar sögn að sjá að þeir sem svöruðu ekki meðferð með svefnöndunar- vél voru líklegri en aðrir til að vera svokallaðar kvöldtýpur. „Kvöld- týpur eru þeir einstaklingar sem eru hressir á kvöldin og fara því venjulega seinna að sofa en morguntýpur. Þar sem flestir þurfa svo að mæta til vinnu eða skóla að morgni þá hafa rann- sóknir sýnt að kvöldtýpur sofa að meðaltali styttra en þeir sem eru morguntýpur. Þegar þessir ein- staklingar eru meðhöndlaðir við kæfisvefni lagast kæfisvefninn en eftir stendur að þeir sofa of stutt og eru því áfram syfjaðir. Niður- stöðurnar benda því til þess að mikilvægt sé að huga að öðrum þáttum sem stuðla að syfju hjá þeim kæfisvefnssjúklingum sem ekki svara meðferð með svefn- öndunarvél.“ Hún segir svefnleysi skerða ein- beitingu og viðbragð og geta jafn- vel orsakað brenglun á skynjun. „Lítill svefn hefur einnig áhrif í sumum tilvikum á skaphöfn fólks. Það er því til mikils að vinna að greina vandamál sem valda dag- syfju og finna ráð til að bæta svefn og draga úr afleiðingum sem geta verið hættulegar heilsu fólks.“ Heilsugæslan er í dag fyrsti við- komustaður þeirra sem sofa illa og eru syfjaðir að degi til. „Langoftast eru svefntruflanir og dagsyfja ekki einangruð fyrirbæri heldur eru þeir sem finna fyrir slíku þegar í eftirliti hjá heilsugæslunni vegna annarra sjúkdóma, svo sem hjarta- og lungnasjúkdóma, verkja, þunglyndis og f leira. Greining og meðferð felst þá í heildstæðu mati þar sem reynsla og yfirsýn innan heilsugæslunnar kemur sér vel.“ n Sleepy 1 árs á Íslandi! Okkar stærsti afsláttur hingað til! 20% Afsláttur sleepy.is - s: 620 7200 - Ármúli 17 G Ó ÐUR S V E F N6 kynningarblað A L LT 14. janúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.