Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Plötuumslög geta verið svo ofboðslega falleg og mikið er lagt í hönnunina á þeim flestum. odduraevar@frettabladid.is Rithöfundahjónin Bergþóra Snæ- björnsdóttir og Bragi Páll Sigurðs- son hafa bæði verið tilnefnd til íslensku hljóðbókaverðlauna Story- tel 2022. Bergþóra fyrir skáldsöguna Svínshöfuð og Bragi fyrir skáldsög- una Arnaldur Indriðason deyr. Bergþóra segir stemninguna á heimilinu góða en viðurkennir að það sé góðlátlegur rígur á milli hjónanna. Stórskotalið les upp bók Bergþóru á Storytel, þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Mikael Kaaber og Aníta Briem. „Egill Viðarsson upptökuséní er algjör snillingur og gerði þetta rosalega vel. Hann lagði rosalega mikinn metnað í þetta og var lengi að finna réttu leikarana,“ segir Berg- þóra. Hún segir sex ára dóttur sína mikinn aðdáanda Mikaels, enda annast hann Krakkaskaupið. „Hún heldur að ég þekki hann og er mikið að spyrja mig hvort hann sé sjálfur pabbi, sem ég veit ekkert um,“ segir Bergþóra hlæjandi. Hún segir þau Braga hafa gaman af samkeppninni. „Okkur finnst bara gaman að ná að vera í smá samkeppni af því að við gáfum bækurnar okkar út á sitt hvoru árinu. En hann er samt held ég sölukóngurinn á heimilinu. Hann seldi held ég aðeins meira heldur en ég síðast,“ segir Bergþóra. Hlæjandi segir hún Braga alls ekkert góðan með sig. „En ég held að hann hafi náð að mjaka mér úr hásætinu.“ n Bragi mjakaði Bergþóru úr hásætinu Bergþóra og Bragi Páll eiga í góðlát- legum ríg enda bæði prýðis rithöfundar. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Fréttaumfjöllun fyrir alla FRÉTTAVAKTIN kl. 18.30 á virkum dögum Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga kl. 18.30 á Hringbraut og frettabladid.is Ingi Bekk var í fæðingarorlofi þegar hann fékk þrívíddar- prentara í jólagjöf frá eigin- konunni og ákvað að prófa að prenta veggfestingu fyrir vínil- plötur sem hefur fengið slíkar viðtökur að hann annaði ekki eftirspurn og þurfti að finna sér framleiðanda. ninarichter@frettabladid.is „Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri eitthvað svona, í vöruhönnun,“ segir Ingi Bekk, ljósa- og myndbands- hönnuður hjá Borgarleikhúsinu, um vínilfestingu sem hann hann- aði og framleiddi á dögunum. „Ég hef alltaf haft áhuga á uppfinninga- dóti. Ég fékk 3-D prentara í jólagjöf frá konunni minni og byrjaði eitt- hvað að brasa.“ Það var þá sem hugmyndin kviknaði. „Svo fór ég að horfa á plöturnar mínar og fannst leiðin- legt að þær sætu bara ofan í kassa. Ég prófaði að búa til júnit og ákvað að athuga hvort fólk hefði áhuga á þessu. Það kom á daginn.“ Ljósin og prentið tala saman Ég er búinn að nota þrívíddarforrit mikið í vinnunni, til þess að hanna lýsingar. Það færðist rosalega vel yfir og það var auðvelt fyrir mig að koma mér inn í prentunina sem er mjög áhugaverður heimur,“ segir hann. „Plötuumslög geta verið svo of boðslega falleg og mikið er lagt í hönnunina á þeim f lestum. Það er svo mikil synd að þau sitji bara á skringilegum stað ofan í kassa eða geymslu,“ segir Ingi og bendir á að sú staðreynd hafi veitt honum innblástur að lausninni sem var að koma plötunum smekklega upp á vegg svo fólk gæti notið þess að horfa á umslögin. Gefur plötunum meira gildi Hann segir að tvær til þrjár plötur rúmist í hverri festingu. „Svo get- urðu bara svissað, þetta er bara svo- lítið lifandi listaverk. Það gefur líka vínilplötunum þínum meira gildi finnst mér, og meira hlutverk inni á heimilinu.“ Umslagið á Annarri Mósebók hljómsveitarinnar Moses High- tower, eftir eftir Sigríði Ásu Júlíus- dóttur, varð ekki síst kveikjan að hugmyndinni. „Ég fór allt í einu að velta þessu fyrir mér. Allir eru að kaupa vínilplötur núna og ég var að horfa á umslagið á þessari plötu og mig langaði að koma þessu upp á vegg. Ég bjó til prótótýpuna og hún er enn uppi á vegg hjá mér.“ Á miðvikudaginn ákvað Ingi svo að kanna áhuga fólks á að kaupa slíka festingu. „Ég kýldi á það í gær, á bríaríi í fæðingarorlofi að athuga áhugann á þessu. Nú er kominn það mikill áhugi að ég þarf að kaupa þjónustu til að prenta megnið af þessu. Ég bjóst við að geta sinnt þessu meðfram fæðingarorlofinu, en það er ekki fræðilegur.“ Hann sat og klóraði sér í höfðinu í fyrrinótt í leit að lausninni. „Ég hefði verið að afhenda síðasta parið í ágúst miðað við afköstin á prentar- anum hjá mér.“ Ingi segist næst hafa fengið 3D verk til að prenta vörurn- ar fyrir sig. „Þeir eru frábærir og ætla að prenta fyrir mig frekar stórt upp- lag til að komast yfir fyrsta hjallann. Svo fer ég að gera sérútgáfur í róleg- heitum, og sérpantanir,“ segir hann. Eitthvað alveg nýtt Ingi segist vera með fleiri hugmynd- ir í kollinum varðandi lausnamið- aðar heimilisvörur. „Ég var að segja við Aðalbjörgu, konuna mína, ég horfði á hana yfir eldhúsborðið og sagði: Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert í langan tíma. Finna eitthvað alveg nýtt.“ Ingi starfar hjá leikhúsi alla jafna, en leikhússenan hefur verið í lægð vegna heimsfaraldurs. „Það er algjör lægð í bransanum, því miður, en við höfum fengið falskar vonir af og til. Ég ákvað að taka fæðingarorlof á þessum tíma og þetta fyllir mjög vel upp í þetta kreatíva gap á meðan ég er ekki að vinna vinnuna mína. Á meðan ég skipti um bleyjur,“ segir hann sposkur. n Vínill á vegg er lifandi list Ingi Bekk segist vera með fleiri hug- myndir í koll- inum varðandi lausnamiðaðar heimilisvörur. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 22 Lífið 14. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.