Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 28
Birkir Blær Óðinsson er 21 árs gamall Akureyringur sem fór með sigur af hólmi í sænska Idolinu á TV4-sjónvarps- stöðinni í desember. Sigurinn hefur opnað á ýmis tækifæri fyrir þennan fjölhæfa tónlist- armann sem hljóðritar plötu undir samningi Universal á næstu vikum. ninarichter@frettabladid.is Ariana Grande, Billie Eilish, The Weeknd. Þetta eru meðal stærstu nafna í popptónlistarheiminum og eru þau öll á mála hjá Universal- útgáfufyrirtækinu. Núna er Birkir Blær Óðinsson, rúmlega tvítugur söngvari og lagahöfundur frá Akur- eyri, með samning hjá sama fyrir- tæki, eftir sigur í sænska Idolinu. Feimni og kurteisi á Akureyri „Ég er ekki enn þá kominn með þetta allt á hreint,“ svarar Birkir Blær, jarðbundinn og hógvær að vanda, þegar blaðamaður innir hann eftir verðlaunum. „Maður vinnur ekki einhverja verðlauna- upphæð heldur er þetta svolítið f lókið. Universal gat garanterað ákveðnar tekjur undir tímabilinu sem ég myndi vera á samningi hjá þeim.“ Samningstímabilið er fyrst um sinn níu mánuðir og felur í sér upp- töku og dreifingu á nýju efni. Birkir Blær, sem búsettur er í Svíþjóð, var um jól og áramót á Íslandi. Hann segist hafa verið ánægður með að fá að verja tíma með fjölskyldunni og hvíldinni feginn þegar hann kom til Akur- eyrar, þar sem enginn truf lar hann á meðan hann er úti að sinna erindum. „Akureyringar eru svona feimnir, hálfpartinn. Fólk var ekk- ert að truf la mann of mikið.“ Þó hafi fólk vissulega óskað honum til hamingju. „Þetta var kurteislegt allt saman. Það var ekki verið að stoppa mann þegar maður er að borða.“ Lögin sem hann vildi hafa samið Nú er Birkir Blær þó kominn aftur til Svíþjóðar eftir verðskuldað jóla- frí. „Nú er ég búinn að vera að spila gigg, í einhverju sjónvarpsdóti og svoleiðis. Svo er ég að fara að byrja í stúdíóinu að búa til nýja tónlist.“ Svíar eru frægir fyrir popptón- list, og stórt hlutfall af vinsælasta bandaríska poppi heims er til að mynda samið af sænskum pródú- serum. Það má jafnvel segja að Svíar séu eins konar ókrýndir heimsmeistarar í poppi. Því kunna fulltrúar Universal í Svíþjóð vel til verka og eru þessa dagana að raða saman svokölluðu draumateymi fyrir Birki Blæ, teymi sem á að gera honum kleift að semja þá tónlist sem hann sér fyrir sér. „Ég er að skila af mér lista af lögum sem ég vildi að ég hefði samið sjálfur. Þau eru þann- ig að leita að rétta fólkinu fyrir mig til að vinna með. Ég er að ákveða hvað ég vil gera, en ég hlusta á svo mismunandi tónlist. Ég er að skoða hvaða stefnu ég vil taka.“ Vill myrkt popp Aðspurður hvaða stílar komi til greina, segist Birkir Blær vera að horfa til dekkri blæbrigða poppsins. „Ég er mikið fyrir Billie Eilish, til dæmis,“ svarar hann. „En ég vil líka að það sé mikill söngur. Mér fyndist mjög næs að geta samið lög sem eru svolítið krefjandi, sönglega séð. Eins og Adele. Þannig að ég er að reyna að blanda þessu saman.“ En hvaða sænska fagfólki vill Birkir Blær helst af öllu fá að vinna með? „Ef ég mætti velja hvern sem er væri það Max Martin,“ svarar hann. „Ég held samt að hann sé á aðeins of háu leveli,“ segir hann og hlær við. Risi í poppheiminum í salnum Þó er það ekki endilega of langsótt þar sem sænski lagahöfundurinn og pródúserinn Max Martin var í salnum á úrslitakvöldi Idolsins og horfði á Birki Blæ landa sigr- inum í eigin persónu. Max Martin er maðurinn á bak við marga af stærstu smellum poppheimsins síðustu áratugi. Má þar nefna risa- smelli með Taylor Swift, Ariönu Grande, The Weeknd, Katy Perry, Ed Sheeran, Backstreet Boys og Britney Spears. Svona mætti lengi telja. Eitt er þó víst og það er að afurð- in úr stúdíótímum Birkis Blæs næstu vikur verður algjörlega nýtt efni. „Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að geta meint það sem ég er að syngja. Þannig vil ég gera það, að semja texta sjálfur og vera eins mikill þátttakandi og ég get í að semja og pródúsera. En auðvitað með hjálp, svo að hvert lag taki ekki marga mánuði,“ segir hann og skellihlær. „En ég vil ekki fá tilbúið lag og syngja það bara og gefa það út. Ég vil semja lögin mín sjálfur.“ n Setur saman draumateymi sænskra pródúsera toti@frettabladid.is Leikarinn Ævar Þór Benediktsson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika nafna sinn, vísindamanninn, lét hressilega að sér kveða í fjórða þætti sakamálaseríunnar Svörtu sandar á Stöð 2 þar sem hann leikur rannsóknarlögreglumanninn Gústa sem lét ekki síður að sér kveða í kyn- lífssenum en morðrannsókninni sem þættirnir hverfast um. Viðbrögðin við þessari nýju hlið á leikaranum létu ekki á sér standa á samfélagsmiðlum þar sem ein- hverjum fannst þau þarna hafa séð fullmikið af Ævari vísindamanni og að sá yrði vart samur í þeirra huga. Sjálfur segist Ævar þó ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að innkoma hans í Svörtu söndum muni sverta æru vísindamannsins. „Af því að þetta er ekkert Ævar vísindamaður. Það er nefnilega munurinn. Þú getur borið saman myndir af þessum tveimur persónum og farið í leikinn finndu fimm villur og fundið fleiri vegna þess að þetta er bara alveg sitt hvor týpan,“ segir Ævar og bendir á hið augljósa. Að þarna sé ekki sena úr Ævari vísindamanni heldur úr Svörtum söndum. „Sem er bannað innan sextán og sýnt á kvöldin. Í því liggur munurinn. Hins vegar skil ég alveg viðbrögð- in og finnst þau bara afar skemmti- leg og segi bíðiði bara!“ segir Ævar og hlær áður en hann bendir á að vissulega sé ekki hægt að horfa fram hjá því að hann hafi verið Ævar vís- indamaður í mörg ár. „Þannig að ég skil þetta alveg, að ég tali nú ekki um þegar per- sónan sem maður er kannski þekktastur fyrir heitir í höf- uðið á manni sjálfum. Þegar maður er ekki frumlegri en það,“ segir hann hlæjandi. „Þá getur stundum verið dálítið erfitt að skilja á milli en það er þá bara skemmtileg áskorun fyrir mig sem leikara og listamann að koma með nýjar persónur sem vonandi eru nógu ólíkar til þess að einhver munur sé á.“ Ævar segist hafa skemmt sér afskaplega vel við gerð Svörtu sanda, enda „brjálæðislega gaman að fá að gera eitthvað svona allt annað og fá tækifæri til að búa til persónu sem er ólík öllu öðru sem ég hef gert hingað til og ég held það sé líka gaman fyrir áhorfendur að fá einhverja svona allt öðruvísi hlið.“ n Ævar vísindamaður er ekki lausgyrt lögga Finndu fimm villur. Eða fleiri. Ævar Þór eða Gústi eða Ævar vísindamaður? MYNDIR/AÐSENDAR toti@frettabladid.is Norrænar sjónvarpsstöðvar frum- sýndu sænsku sjónvarpsþáttaröð- ina En kunglig affär – berättelsen om Kurt Haijby um jólin við góðar viðtökur þar sem íslenski leikarinn Sverrir Guðnason hefur ekki síst verið ausinn lofi fyrir frammistöðu sína í öðru aðalhlutverkinu sem veitingahúsaeigandinn Kurt Haijby sem átti í leynilegu ástarsambandi við Gústaf V. Svíakon- ung. L e i k h ú s s - r ý n i r i n n eina rði Jón Viða r Jóns- son er einn þeirra sem bíða spenntir eftir að sjá þættina í íslensku sjónvarpi og eftir að hafa beint fyrirspurn á Facebook til Skarphéðins Guðmundssonar, dag- skrárstjóra RÚV, komst hann að því að biðin verður ekki mikið lengri. „Við höfum fengið nokkuð af fyr- irspurnum umfram skiljanlegt og kærkomið ákall Jóns Viðars,“ segir Skarphéðinn í samtali við Frétta- blaðið. „Þáttaröðin verður aðgengi- leg í heilu lagi í spilara RÚV á næstu dögum eða vikum. Eða um leið og þýðingin er klár,“ heldur Skar p- héðinn áfram og bendir á að þættirnir fari inn í spilarann í heilu lagi eins og aðrar nor- ræna r þát t a- raðir sem RÚV er meðframleiðandi að. Þetta mun gefa þeim áköfustu tækifæri til að taka forskot á sæluna og horfa á þættina fjóra í beit áður en þeir verða frumsýndir í línu- legri dagskrá RÚV sunnudaginn 20. febrúar. Ástmögur konungs Jón Viðar lét nokkur vel valin orð falla á Facebook þegar hann upp- lýsti að óðum styttist í að Íslending- ar fengju almennilegan aðgang að þáttaröðinni sem hefði hlotið mjög góðar viðtökur og þá þætti ekki síst „landi vor“, Sverrir Guðnason, „standa sig afburða- vel. Þetta er eitt af því sem fer á minn lista y f i r n æ s t u tilhlökkunar- efni.“ En k u ng lig a f f ä r byg g ja á s ö n n u m atburðum frá 1932 þegar forboðin og eldheit ást kviknaði milli Gústafs V. og fyrr- verandi svikahrappsins og veit- ingahúsaeigandans Kurts Haijby. Ráðgjafar konungs svífast einskis til þess að binda enda á sambandið og Kurt mætir ofuref li sem vílar ekki fyrir sér að rústa hjónabandi hans, koma honum á hæli og senda til Þýskalands nasismans. Staffan Göthe leikur konunginn og gamall Íslandskunningi, Reine Brynolfsson, úr Í skugga hrafnsins 1988, kemur einnig í við sögu. n Kóngaást Sverris kviknar fljótlega Sverrir Guðnason Jón Viðar Jónsson Skarphéðinn Guðmundsson Staffan Göthe og Sverrir Guðnason í hlutverki forboðnu elskendanna. Nú er ég búinn að vera að spila gigg, í ein- hverju sjónvarpsdóti og svoleiðis. Svo er ég að fara að byrja í stúd- íóinu að búa til nýja tónlist Að sögn Birkis Blæs eru Akureyringar kurteisir. MYND/EYÞÓR INGI JÓNSSON 20 Lífið 14. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. janúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.