Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.01.2022, Blaðsíða 11
Guðmundur Steingrímsson n Í dag Í vikunni las ég í erlendum fjölmiðli að nýjustu fræði þeirra sem mest eru á móti bólusetningum gerðu ráð fyrir að allnokkur fyrirbyggjandi lækningamáttur í viðureigninni við Covid felist í því að fólk drekki eigið þvag. Tiltekinn Christopher Key, leiðtogi samtaka sem heita upp á íslensku Bóluefnalöggan, eða Vaccine Police, mælir víst með þessu ódýra snjallræði. Ekki var útlistað nánar í greininni vegna hvers manns eigið þvag gæti reynst svo drjúgt meðal. Ef maður setur sig í stellingar getur maður hins vegar ímynda sér hvernig hægt væri að smíða áheyrilega kenn- ingu. Kannski svona: „Samkvæmt sænskum rannsóknum safnast svokallaðir mótefnahvatar fyrir í þvagi. Í stað þess að hleypa þessum hvötum út úr líkamanum er mikil- vægt að viðhalda þeim og láta þá safnast upp í líkamsstarfseminni með því að neyta þvags reglu- bundið. Þá byggist upp svokölluð mótefnahæfni sem er lykilatriði í viðureign ónæmiskerfisins við Covid.“ Hér bulla ég auðvitað. Ég hef ekki hugmynd hvernig reynt er að rök- styðja virkni þvags gegn Covid, og mér finnst ákaflega líklegt – og ég vona það jafnframt heitt og innilega – að þvagdrykkjufólk sé jaðarhópur á meðal andbólusetningarsinna. Í greininni, sem var í The Guardian, var markmiðið ekki síst að sýna fram á hið fornkveðna: Ekki er öll vitleysan eins. Og hún er svo sannarlega ekki öll eins, vitleysan, um þessar mundir. Eitt stærsta viðfangsefni samtímans varðar að stórum hluta ákveðin grundvallaratriði þegar kemur að lýðræði og mannréttind- um. Í hverju samfélagi fyrirfinnst, virðist vera, þokkalega stór hópur fólks sem aðhyllist mjög furðulegar skoðanir og skilgreinir staðreyndir á allt annan hátt en aðrir. Réttur þess til að aðhyllast furðulegar skoðanir og hugsa málin á sinn hátt er ákaflega mikilvægur og víðtækur samhljómur er um það í lýðræðissamfélögum að þennan rétt skuli verja með ráðum og dáð. Það breytir þó ekki hinu, að sam- félagsmiðlar hafa aukið mjög sýni- leika þessa fólks, sem oft fer fram með miklum hamagangi, og jafnvel hinir einörðustu varðliðar lýð- ræðislegrar, opinnar umræðu geta orðið uggandi á köflum. Er hátterni fólksins mögulega ógnandi gagn- vart öðru fólki og stefnir grunngerð samfélagsins jafnvel í hættu? Eitt er, til dæmis, að fólk aðhyllist þá skoðun, og trúi þeirri lygi, í Banda- ríkjunum að Demókratar borði börn á tilteknum pizzastöðum og drekki blóð þeirra. Þegar hópur sem er hallur undir slíka heims- mynd ræðst svo inn í þinghúsið og sýnir sig reiðubúinn að kollsteypa lýðræðislegri framvindu forseta- kosninga, er viðbúið að gamanið fari að kárna og einhverja pólitík þurfi að hanna til þess að stoppa þróunina. Gagnvart andbólusetningar- sinnum sýnist mér flestir hér á landi hafi reynt mjög að vanda sig þegar kemur að umræðunni. Skýrt er tekið fram að það sé allra réttur að hafna bólusetningu og að fyrir því kunni að vera margar ástæður. Mjög er líka hikað við það hér á landi að gera greinarmun á réttindum bólusettra og óbólusettra, með til Þvagdrykkjufólkið dæmis kröfu um bólusetningarskír- teini á fjölmennum stöðum eins og víða er gert, jafnvel þótt sterk rök hnígi að því. Tölur sýna að álagið á heilbrigðiskerfið, sem við súpum núna öll seyðið af, er að stórum hluta, ef ekki stærstum, sprottið af því að allnokkur hópur fólks vill ekki bólusetja sig. Á gjörgæslu liggja mestmegnis óbólusettir. Og það er, sem sagt, þeirra réttur. Það er von að spurt sé: Er þessi réttur takmarkalaus? Ég veit ekki hvort margir af einörðustu bólu- setningarandstæðingum á Íslandi eru að drekka þvag að forskrift Christopher Key, sem er líka þeirra réttur, en hitt sækir að mér: Á ein- hvern hátt verður að fara að ræða þessi mál á öðrum nótum en bara þeim, að allir megi gera það sem þeim nákvæmlega sýnist. Þurfa ekki einarðir andbólusetningar- sinnar, sérstaklega nú þegar þeir eru farnir að mótmæla fyrir framan börn fólks, að rökstyðja mál sitt og reyna að útskýra fyrir okkur hinum hvað þeir vilja? Er það ekki lágmark? Hvaða ákvarðanir hefði frekar átt að taka í viðureigninni við heimsfaraldurinn? Hefur ekki myndast nokkur sterk og skiljanleg krafa á það að fólk standi fyrir máli sínu? Yrði manni mögulega frjálst að vona, að ef leiðtoga andbólusetn- ingarsinna yrði falið að skrifa næsta minnisblað til heilbrigðisráðherra, myndi fáránleiki málflutnings- ins hugsanlega opinberast? Yrði kannski minnisblaðið einhvern veginn svona: „Sóttvarnayfirvöld munu ekki leyfa notkun á bóluefnum við Covid-19 hér á landi. Bólusetningar eru með öllu bannaðar. Þess í stað er mælst til þess að sem flestir reyni að fá veiruna með því til dæmis að sleikja handrið, faðmast, kyssast eða anda framan í hvert annað. Þegar líkur er á að veiran hafi tekið sér bólfestu í líkamanum mælast sóttvarnayfirvöld til þess að fólk taki hrossalyf eða drekki eigið þvag.“ Væru þetta góð yfirvöld? n Reykjavíkurborg auglýsir til sölu byggingarrétt á föstu verði undir íbúðir og atvinnustarf- semi á tveimur vel staðsettum lóðum í Gufunesi. Einstakt tækifæri fyrir áhuga- sama aðila til að taka þátt í uppbyggingu til framtíðar í einstöku umhverfi Gufuness, þar sem margir skapandi aðilar hafa komið sér fyrir með starfsemi sína. Íbúabyggð fer einnig vaxandi og innan nokkurra ára er búist við að íbúafjöldi verði vel á annað þúsund manns. Vilt þú taka þátt í uppbyggingu? Spennandi tækifæri í þorpi skapandi greina Gufunes er nýjasta og eitt mest spennandi hverfi borgarinnar þar sem skapandi greinar og blómlegt mannlíf mynda einstakt samfélag. Sjá nánar um þróun svæðisins á reykjavik.is/gufunes Nánari upplýsingar um lóðirnar á reykjavik.is/lodir Byggingarréttur til sölu Gufunesvegur 36 Á lóðinni Gufunesvegi 36 er heimilt að byggja íbúðir í 2.919 m2 ofanjarðar og 556 m2 atvinnustarfsemi ofanjarðar. Heildarbyggingarmagn neðanjarðar getur verið 993 m2. Heildarbyggingarmagn ofan- og neðanjarðar er 4.468 m2. Fast verð: kr. 262.100.000 án gatnagerðargjalda. Þengilsbás 3 Á lóðinni Þengilsbás 3 er heimilt að byggja íbúðir í 1.297 m2 ofanjarðar og 247 m2 atvinnustarfsemi ofanjarðar. Heildarbyggingarmagn neðanjarðar getur verið 441 m2. Heildarbyggingarmagn ofan- og neðanjarðar er 1.985 m2. Fast verð : kr. 116.600.000 án gatnagerðargjalda. Gufunes FÖSTUDAGUR 14. janúar 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.