Morgunblaðið - 03.12.2021, Page 1

Morgunblaðið - 03.12.2021, Page 1
F Ö S T U D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 284. tölublað . 109. árgangur . 21 dagur til jóla Jóladagatalið er á jolamjolk.is leikhusid.is Gjafakort Þjóðleikhússins FJÖLBREYTILEG UMFJÖLLUN UM BÆKUR HVAÐ ER FÓLKI DÝRMÆTT? FYRSTI LEIKURINN ÓLÝSANLEG UPPLIFUN FRUMSÝNA NÝTT VERK 29 ADAM INGI 27BÓKABLAÐ 32 SÍÐUR _ „Jól og áramót líta ágætlega út hjá okkur,“ segir Bogi Nils Boga- son, forstjóri Icelandair, um stöðu mála í kjölfar frétta af útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins. Tölur frá Isavia um komur og brottfarir í Leifsstöð yfir hátíð- arnar sýna að búast megi við að margir verði á faraldsfæti. Ef að- eins er horft til fimm stærstu dag- anna, 24.-26. desember og 31. des- ember og 1. janúar, má sjá að alls eru 246 flugferðir á áætlun. Á sama tíma í fyrra lá flug að mestu niðri vegna áhrifa kórónuveirunnar. Sömu daga í fyrra voru ferðirnar alls 18. Árið 2019 voru þær hins vegar 324 talsins. »6 Alls 246 ferðir á hátíðardögunum _ „Ríkið hefur leikið þann leik að skrifa upp á svipaðar hækk- anir og hjá öðrum sam- kvæmt lífs- kjarasamn- ingnum en hefur um leið frítt spil í gegnum stofn- anasamninga, sem eru að vísu háðir fjárveit- ingum,“ segir Stefán Ólafsson, sér- fræðingur Eflingar, í tilefni af launahækkunum. Ein afleiðingin sé að launabilið hjá ríkinu hafi minnk- að minna en í einkageiranum. »12 Fann leið til að hækka launin Stefán Ólafsson Þriðji dagur desembermánaðar er genginn í garð og annar sunnudagur aðventu væntanlegur, svo óhætt er að búa sig undir allar helstu jólahefð- irnar sem takmarkanir stjórnvalda leyfa. Snjór- inn, sem var sjaldséður í höfuðborginni síðasta vetur, hefur heiðrað marga borgarbúa með ná- vist sinni síðustu daga. Alba Davíðsdóttir er ein þeirra, en hún situr hér helsta gæðing hringekj- unnar í Húsdýragarðinum, með jólahúfu á kolli. Morgunblaðið/Eggert Desember tendrar tilhlökkun landsmanna til jólanna Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun hefur ákveðið að tak- marka afhendingu á raforku til fiski- mjölsverksmiðja í janúar. Heldur skerðingin áfram í vetur, ef aðstæður krefjast þess, en möguleikar á af- hendingu eru í stöðugri skoðun. Eftirspurn eftir raforku hjá við- skiptavinum Landsvirkjunar hefur aukist mjög. Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu, segir eftirspurnina slá öll met og hún eigi við allar greinar, svo sem fram- leiðslu á áli og kísilmálmi og starfsemi gagnavera. Afar hagfelldar ytri að- stæður hjá fyrirtækjunum og hátt heimsmarkaðsverð á afurðum veldur þessu. Nú fullnýta viðskiptavinir Landsvirkjunar almennt raforku- samninga sína og biðja um að fá að kaupa meira. Hluti viðskiptavina Landsvirkjun- ar hefur samið um kaup á skerðan- legri orku og nýtur þess í verði. Þurfa þeir því að sæta skerðingum á af- hendingu ef ekki er til næg orka. Á þetta við um fiskimjölsverksmiðjur, fiskþurrkanir og fjarvarmaveitur á köldum svæðum og samningar við stórnotendur eru einnig með skerð- ingarákvæðum. Auk mikils álags á kerfinu er ástandið í vatnsbúskap á hálendinu verra en lengi hefur verið. Hefur Landsvirkjun ákveðið að takmarka afhendingu til fiskimjölsverksmiðja við 25 megavött í janúar en á fullum afköstum geta bræðslurnar nýtt um 100 MW. Þessi skerðing heldur áfram í vetur, ef aðstæður krefjast. Verða verksmiðjurnar því væntanlega að nota olíu til að bræða hluta loðnunnar á stærstu vertíð um árabil. »4 Bræðslurnar verða skertar - Vegna orkuskorts takmarkar Landsvirkjun afhendingu til fiskimjölsverksmiðja Mismunandi samningar » Um 90% af samningum Landsvirkjunar um raforku eru um forgangsorku. » Lítill hluti viðskiptavina hef- ur átt kost á skerðanlegri orku við hagstæðara verði. Þeir þurfa að sæta takmörkun á af- hendingu ef aðstæður krefjast. Ekki hefur reynt á slíkt um ára- bil, þar til nú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.