Morgunblaðið - 03.12.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
Ógnartímamenn hafa mikið
að gera núna. Heimurinn
átti reyndar að vera full-
steiktur skv. spám „vísinda-
manna“. Sú
óstundvísi hans var
óþægileg fyrir of-
hitunarmenn og nú
þurfti veiran frá
Wuhan sitt svig-
rúm. Spáð var
þriggja mánaða
tíma í hana, og
veittum við fálkaorðuna í lok
hans. En hún þurfti svo miklu
meira. Vesturheimur, sem bar-
áttan snerist um, keyrði allt í
lok og læs og ofhitunarmenn
horfðu undrandi á.
- - -
Þarna var þá aðferðin komin.
Þeirra lokunarskeið þyrfti
auðvitað að standa lengur enda
snerist sú barátta um jörðina
alla og mannfólkið með, en
Wuhan-veiran snerist aðeins um
fólkið, og varla prósent af því
en ekki mannkynið allt eins og
í tilviki lofthitunarmanna. En
þótt gert væri lítið úr veiru-
slagnum mátti taka gleði sína á
ný þegar fréttir bárust um
Ómíkron-veiruna frá S-Afríku.
- - -
Öllu var samstundis skellt í
lás víða í hálfan mánuð og
naflastrengur heimsflugsins
slitinn við Afríku. ESB-lönd,
Bretland og ríki Bidens brugð-
ust langfyrst við. Læknirinn
sem „uppgötvaði“ Ómíkron
stundi því upp að helstu kostir
afbrigðisins væru þeir að hún
væri viðmótsþýð veira og kall-
aði ekki á sjúkrahúsvist! Hún
hefði sennilega verið lengi í
Evrópu en svo blíð og mild að
enginn tók eftir henni. Cyril
Ramaphosa, forseti S-Afríku og
áður aðalræðismaður Íslands
þar, fordæmdi óðagotið. Frakk-
ar skömmuðust sín fyrstir, en
hinir koma svo.
Cyril Ramaphosa
Forseta og aðal-
ræðismanni brá
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Veturinn hefur farið vel af stað í
skíðabrekkum Skagafjarðar og í
nóvember nýttu yfir 600 manns sér
brekkur og göngubrautir í hlíðum
Tindastóls. Fyrsti gönguskíðahóp-
urinn var á ferðinni 13. nóvember og
viku síðar var opnað í brekkurnar.
Æfingahópar barna og fullorðinna
víða að hafa verið duglegir að mæta,
einkum ungmenni af höfuðborgar-
svæðinu, að sögn Sigurðar Hauks-
sonar, umsjónarmanns skíðasvæð-
anna. Hann segir að helgarspáin sé
ágæt, sérstaklega fyrir laugardag-
inn.
Opið verður á neðra svæðið í
Tindastóli um helgina, frá klukkan
14-20 föstudag og laugardag og 10-
16 á sunnudag. Á svæðinu er troðin
rúmlega þriggja kílómetra göngu-
braut og töfrateppi fyrir yngstu
skíðamennina.
Líflegt í Tindastóli
- Yfir 600 manns á skíðum í nóvember
Ljósmynd/Sigurður Hauksson
Góð byrjun Fjölmennt var í Tindastóli um síðustu helgi.
Átta uppsjávarskip voru í gær komin
á loðnumið austur og norðaustur af
Kolbeinsey og það níunda var á leið-
inni. Fyrstu skipin köstuðu síðdegis
á miðvikudag eftir að breytt reglu-
gerð sem heimilaði veiðar með flot-
vörpu á svæðinu tók gildi. Afli var
ekki ýkja mikill, eða 60-130 tonn eftir
að hafa dregið 1-2 sinnum, sem var
undir væntingum.
Fjallað var um upphaf loðnuver-
tíðar á heimasíðu Síldarvinnslunnar í
gærmorgun og segir þar að veiðarn-
ar hafi skilað litlum árangri og hafi
það komið á óvart. „Skipin voru í
ágætis lóði en líkur eru á að veruleg-
ur hluti þess sé áta. Þegar trollin eru
tekin eru þau kafloðin af átu. Loðnan
virðist vera dreifð og þess vegna
skila holin litlu,“ segir á heimasíð-
unni.
Skipstjórnarmenn, sem rætt var
við, voru bjartsýnir á loðnuvertíðina
þrátt fyrir þessa rólegu byrjun, að
því er fram kemur á heimasíðu Síld-
arvinnslunnar. Bent var á að loðnan
hefði oft verið heldur erfið viðureign-
ar á þessum árstíma en síðan hefði
ræst úr. Loðnan er búin að vera
nokkuð kyrr á svæðinu um skeið en
hefur þó sigið örlítið í austur. Loðn-
an sem veiðst hefur virðist vera
nokkuð misjöfn að stærð. Í fyrra holi
Barkar voru 39 stykki í kílói en í hol-
inu hjá Bjarna Ólafssyni voru 47
stykki í kílóinu.
Loðnuvertíðin fer rólega af stað
- Átta skip á miðunum austur af Kolbeinsey - Loðnan dreifð og mikil áta
Morgunblaðið/Eggert
Loðna Skapar vinnu og verðmæti.
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Síður náttkjóll
8.990 kr
NÝ SENDING AF
NÁTTFÖTUM FYRIR JÓLIN
Stærðir 14-32 eða 42-60