Morgunblaðið - 03.12.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
Innrömmun
Íslenskmyndlist
Málverk og eftirprenanir
eftir Tolla
Íslenskmyndlist ramma@simnet.is
Skiptust á viðvörunum
- Blinken og Lavrov ræddu saman í Stokkhólmi í gær um Úkraínudeiluna - Blinken
varar við „alvarlegum afleiðingum“ - Rússar vilja stöðva framrás NATO í austur
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Antony Blinken, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hét því í gær að
Bandaríkjastjórn og Atlantshafs-
bandalagið stæðu með Úkraínu-
mönnum gegn hvers kyns árásum og
ágengni af hálfu Rússa. Ummæli
Blinkens féllu skömmu áður en hann
fundaði með Sergei Lavrov, utanrík-
isráðherra Rússlands, en þeir voru
báðir viðstaddir ráðherrafund Ör-
yggis- og samvinnustofnunar Evr-
ópu, ÖSE, í Stokkhólmi.
Blinken sagði við Lavrov á fundi
þeirra að Bandaríkjastjórn hefði
þungar áhyggjur af fyrirætlunum
Rússa og varaði hann aftur við alvar-
legum afleiðingum ef Rússar myndu
láta til skarar skríða gegn Úkraínu.
Bætti Blinken þó við að Bandaríkin
væru einnig reiðubúin til að gera sitt
til að styðja við friðarsamkomulagið
frá Minsk, sem samþykkt var árið
2014, en hlutverk þess var að leysa
deilurnar í austurhluta Úkraínu og
koma á friði eða vopnahléi. Sam-
komulaginu hefur hins vegar aldrei
verið hlítt að fullu.
Lavrov sagði á móti við Blinken að
Rússar þyrftu á tryggingum að
halda til lengri tíma um að Atlants-
hafsbandalagið myndi ekki teygja
sig lengra til austurs til að tryggja
öryggi Rússa á vesturlandamærum
sínum. Varaði Lavrov jafnframt
Bandaríkjastjórn við að „draga
Úkraínu í leiki Bandaríkjanna í al-
þjóðastjórnmálum“.
„Martröð hernaðarátaka“
Blinken og Lavrov ávörpuðu einn-
ig ráðherrafund ÖSE og skoraði
Blinken þar á stjórnvöld í Kreml að
draga herlið sitt við landamæri
Úkraínu til baka, en Rússar hafa
komið þar upp miklum liðssafnaði á
undanförnum vikum.
Lavrov sakaði hins vegar í ræðu
sinni Atlantshafsbandalagið um að
færa hervarnir sínar sífellt nær
landamærum Rússlands, og varaði
við því að „martröð hernaðarátaka“
væri að rísa upp á ný í Evrópu. Sagði
Lavrov hins vegar einnig að Rússar
hefðu áhuga á að reyna að leysa
Úkraínudeiluna með Bandaríkja-
mönnum.
Sergei Ryabkov, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Rússlands, sagði eftir
fund þeirra Lavrovs og Blinkens að
Rússar vonuðust til þess að Vladimír
Pútín Rússlandsforseti og Joe Biden
Bandaríkjaforseti myndu ræða sam-
an um stöðuna á allra næstu dögum.
Erfitt hefði hins vegar reynst að
koma því samtali á vegna anna hjá
báðum forsetum.
Ummælin bein ögrun
Blinken ræddi einnig við Dmytro
Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu,
í Stokkhólmi í gær. Hét Kuleba því
að land sitt myndi halda að sér hönd-
um til þess að forðast að auka
spennustigið á landamærunum.
Ummæli Kuleba féllu sama dag og
rússnesk stjórnvöld vöruðu Úkra-
ínumenn við öllum tilraunum til þess
að færa Krímskagann aftur undir
yfirráð stjórnvalda í Kíev. Tilefni
viðvörunarinnar var að Volodymr
Zelenskí, forseti Úkraínu, sagði í
umræðum á úkraínska þinginu að
skaginn tilheyrði Úkraínu og að
markmið stjórnvalda væri að
„frelsa“ hann.
Þó að Zelenskí tæki fram að sú
„frelsun“ yrði að fara fram með sam-
komulagi, sagði Dmitrí Peskov, tals-
maður Pútíns, að Rússar litu á orð
hans sem beina ögrun við sig.
Þá sagði rússneska leyniþjónustan
FSB í gær að hún hefði handsamað
þrjá njósnara frá Úkraínu. Sagði í
yfirlýsingu FSB að einn þeirra hefði
verið að leggja á ráðin um hryðju-
verk, en að hinir tveir væru feðgar
sem gerðir voru út af örkinni til að
taka ljósmyndir af hernaðarlega
mikilvægum samgöngumannvirkj-
um í Rússlandi.
SBU, leyniþjónusta Úkraínu,
hafnaði ásökunum FSB og sagði þær
vera hluta af „blendingshernaði“
Rússa gegn Úkraínu. Talsmaður
SBU sagði við AFP-fréttastofuna að
ásakanirnar væru settar fram í
hefndarskyni fyrir að SBU hefði
flett hulunni af útsendurum FSB
sem stæðu að netárásum í Úkraínu.
AFP
Viðræður Blinken og Lavrov ræða hér við fjölmiðla á fundi sínum í gær.
Þýsk stjórnvöld
og sam-
bandslöndin 16
ætla að setja á
víðtækar sótt-
varnaraðgerðir
sem munu hefta
frelsi þeirra sem
ekki hafa fengið
bólusetningu eða
smitast af kórónu-
veirunni.
Angela Merkel Þýskalandskanslari
sagði í gær að menningar- og afþrey-
ingarviðburðir yrðu einungis opnir
fyrir þá sem hefðu látið bólusetja sig
eða jafnað sig af Covid-19. Þá munu
verslanir sem ekki bjóða nauðsynja-
vörur þurfa að fylgja sömu reglum.
Merkel sagðist í gær einnig styðja
það að Þýskaland tæki upp bólusetn-
ingarskyldu, en gert er ráð fyrir að
sambandsþingið muni greiða atkvæði
um slíkt í næstu viku.
Óbólusettum verður alfarið meinað
að sækja bari, veitingahús og kvik-
myndir, auk þess sem þeir mega ekki
sækja jólamarkaði. Þá verða settar
samkomutakmarkanir á þá, þannig
að þeir verði að takmarka þann fjölda
sem þeir verði í samskiptum við.
Nýjar aðgerðir Þjóðverja þrengja
ekki bara að óbólusettum. Nýjar
fjöldatakmarkanir taka brátt gildi,
sem mun m.a. hafa áhrif á aðsókn að
leikjum í þýsku Bundesligunni, en
þar að auki verða flugeldasýningar
bannaðar á gamlárskvöld til að koma
í veg fyrir hópamyndun.
Útgöngu-
bann á
óbólusetta
Angela
Merkel
- Merkel mælir með
skyldubólusetningu
Novak Djokovic, sá efsti á heims-
lista karla, og Billie Jean King voru
í hópi tennisstórstjarna sem lýstu í
gær yfir stuðningi sínum við
ákvörðun Tennissambands kvenna,
WTA, um að fresta öllum mótum
sínum í Kína og Hong Kong vegna
máls Peng Shuai, sem hvarf um
tíma í nóvember eftir að hún sakaði
Zhang Gaoli, þáverandi varaforseta
Kína, um að hafa nauðgað sér árið
2014.
Kínversk stjórnvöld sökuðu í gær
WTA um að blanda stjórnmálum
við íþróttir, en Steve Simon, forseti
WTA, sagði í gær að hann hefði enn
talsverðar áhyggjur af öryggi Peng
og að brýnt væri að ásakanir henn-
ar yrðu rannsakaðar af óháðum að-
ilum.
Standa með Tennis-
sambandi kvenna
KÍNA
Frans páfi heimsótti í gær Kýpur, og
lagði þar meðal annars blómsveig að
styttu Makaríosar III. erkibiskups,
fyrsta forseta landsins, við forseta-
höllina í Níkósíu. Athöfnin markaði
upphaf fimm daga ferðar páfa til
Kýpur og Grikklands, þar sem hann
mun meðal annars ræða við leiðtoga
grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.
Frans flutti ávarp í gær þar sem
hann beindi athyglinni að þeim
mikla hópi flóttamanna sem hefðu
komið til Kýpur, en hann sagði að
íbúar eyjunnar þekktu betur en
flestir afleiðingar þess að reisa
múra. „Við þurfum að byggja saman
framtíð sem mannkynið á skilið,
komast yfir misklíð, brjóta niður
veggi og vinna að einingu,“ sagði
páfi m.a. í ávarpi sínu.
Páfinn í
heimsókn
til Kýpur
AFP