Morgunblaðið - 03.12.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.12.2021, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021 Ylur Desember er matgæðingamánuður. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsin væri úrval hráefna, og möguleikar matreiðslumeistara, takmarkaðra enda frosin jörð ekki kjörin til ræktunar. Eggert Aldrei er of mikið rætt um fullveldi og sjálfstæði þjóðar. Það er heldur of mikið tal- að um andlag þessara hugtaka, það er þjóð- ina, sem nýtur full- veldis og sjálfstæðis. Það er jafnvel erfitt að skilgreina þjóð. Hefur þjóð eitthvað með sameiginlegan uppruna að gera? Verður þjóð skilgreind með erfða- greiningu? Á að skilgreina þjóð eftir sameig- inlegum hagsmunum? Eru þeir sem „eiga“ fiskveiðiheimildir og þeir sem ekki „eiga“ fiskveiðiheimildir tvær þjóðir? Er þjóð eitthvert safn af fólki, sem hefur sameiginlega tungu? Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. (Snorri Hjartarson) Sá er þetta ritar vandist við það í æsku, við lestur Íslandssögu, að Ís- land og íslensk tunga hefðu aðeins átt óvin af einum uppruna, það voru Danir og dönsk tunga. Næsta ógn sem kom til sögunnar var útvarps- stöð varnarliðsins með ensku og 1958 birtist einn óvinur enn, það voru Bretar og breskir veiðiþjófar. Reyndar var það um aldir að Ís- lendingurinn þoldi vel hvers kyns köpuryrði, nema ef til vill að hann væri talinn danskur. Laugi í Silfurtunglinu, nóbelsskáld og verðandi stórmeistari Hann Laugi í Silfurtunglinu sagði eitt sinn: „Við Íslendingar erum lítil og fátæk þjóð, og allir útlendingar halda að við séum skrælingjar, og þessvegna hef ég sagt: ef við getum einhverja ögn af ein- hverju tagi, alveg sama hve lítið það er, þá eigum við að vera það í augum als heims- ins.“ Þannig þótti lýð- veldinu gott að sýna Evrópu eldgos í Heklu á fyrstu árum þess. Þess vegna hefur sá er þetta ritar velt upp því álitamáli hvort Ís- land og íslensk þjóð hafi fyrst orðið frjáls og fullvalda um ára- mótin 1955 og 1956, en þá hafði Halldór Kiljan Laxness hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels og Friðrik Ólafsson teflt til sigurs á skákmóti í Hastings, en í orrustunni við Hastings bar Vilhjálmur hertogi af Normandi sigurorð af Haraldi Góðvinssyni konungi Engilsaxa árið 1066. Vilhjálmur sigurvegari og Friðrik gerðu jafntefli. Nóbelsskáld og verðandi stór- meistari gerðu Ísland að þjóð meðal þjóða. Afkoma þjóðar Það er merkilegt að lesa sér til um stjórnarfar á heimastjórnar- árum, í aðdraganda fullveldis. Öll stjórnmálabarátta einkenndist af afstöðu til Dana. Þeir voru mestir sem höfðu afdráttarlausasta afstöðu til Dana og danska konungsins. Enda fór það svo að Kristján X kon- ungur var orðinn hundleiður á Ís- landi og Íslendingum. Konungi kvað hafa sárnað þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði á meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum. Reyndar tóku Íslendingar aldrei mark á konungum, nema fjall- kóngum. Á heimastjórnarárunum þótti það mest og best í stjórnmálum að vera skáld eða eiga til skálda að telja. Virtist sem helst væri hugsað um kaffi og kvæði. Heimastjórn ein- kenndist af skelfilegu stjórnarfari. Það er aldrei talað um á hvern veg afkoma þjóðarinnar yrði. Hvernig átti þessi hópur, sem átti sameignlega tungu, að lifa af í land- inu? Það er helst að Sveinn Björns- son, síðar fyrsti forseti Íslands, gerði sér grein fyrir því hvað þyrfti til í landinu til að iðnvædd þjóð, þjóð sem var að skríða út úr land- búnaðar- og skútualdarsamfélag- inu, gæti lifað af. Lögmaðurinn Sveinn vissi hvað þyrfti til að við- skiptasamfélag gæti þrifist. Fljótt kom í ljós að Ísland taldi sig ekki þurfa að fara að háttum siðaðra manna í viðskiptum eftir að frjáls viðskipti urðu almenn í heim- inum með tilkomu alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Útlendir peningar voru alltaf taldir dýrmætir vegna þess að gengi innlendra peninga gagn- vart útlendum peningum var helst alltaf rangt skráð. Þjóð og menningararfur Það hefur ávallt verið hægt að sameina þjóðina gegn útlendingum vegna ógnar. Icesave var gott sam- einingarafl þegar þjóðin hafði tap- að á heimsmóti í fjármálaheim- inum. Barátta gegn þorskveiðum Breta umhverfis landið var auðveld leið til sameiningar. Bretar flúðu með togara og herskip. Arfur þess umkomulausa drengs úr Dölum, Árna Magnússonar pró- fessors, var notadrjúgur til samein- ingar. Handritasafn hans, safn ís- lenskra handrita frá fyrri öldum, var í stofnun, sem við hann var kennd í Kaupmannahöfn. Það þótti Íslendingum afleitt. Heimkoma menningararfsins, sem fólginn var í handritunum í Árnasafni, var við- burður. Þjóðin hélt niður á hafn- arbakka til móts við handritin. „Vær så god Flatøbogen“ dugði ekki til að halda lífi í ríkisstjórn. Svanir Jóns Stefánssonar „Myndin Svanir, frá 1935, er tví- mælalaust eitt af öndvegisverkum Jóns Stefánssonar og jafnframt eitt stærsta verkið hans. Okkur gefst tækifæri til að skoða list Jóns í öðru samhengi, þegar við getum sýnt þetta höfuðverk hans.“ Svo mælti dr. Ólafur Kvaran þeg- ar danska hirðin færði þjóðinni þetta öndvegisverk Jóns Stefáns- sonar árið 2004. Þá færðu Danir þjóðinni menningararf 20. aldar eft- ir að hafa fært íslensku þjóðinni menningararf fornaldar til sameig- inlegrar varðveislu. Íslendingar heiðruðu drottningu sína með því að færa henni mál- verkið að gjöf 1935. Heyrið vella á heiðum hveri, heyrið álftir syngja í veri: Íslands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskorum bruna: Íslands er það lag. (Grímur Thomsen) Hvað er þá eftir í Danmörku? Fullveldi og sjálfstæði Fullveldi og sjálfstæði byggist á því að þjóðin og valdamenn semji sig að háttum siðaðra þjóða. Full- veldi og sjálfstæði felst einnig í því að geta gert frjálsa samninga við aðrar þjóðir, jafnvel þótt í slíkum samningum felist að einhverju marki gagnkvæmt framsal sjálfs- ákvörðunarréttar. Seturéttur í al- þjóðastofnunum er af sama toga. Þjóð er fullvalda með aðild að al- þjóðastofnunum og atkvæðisrétti. Velferð þjóðar byggist á frjálsum viðskiptum og frjálsum samningum. Einn hluti fullveldis er að eiga gjaldmiðil sem nýtur trausts meðal annarra þjóða. Takist ekki að skapa þetta traust vegna innra ójafnvægis og smæðar hagkerfis kann lausnin að felast í stærra myntsvæði. Aðrar þjóðir hafa valið þá leið þótt stærri séu. Enginn efast um fullveldi þeirra. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Heimkoma menningararfsins, sem fólginn var í hand- ritunum í Árnasafni, var viðburður. Þjóðin hélt niður á hafnarbakka til móts við handritin. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Heimastjórn, fullveldi og sjálfstæði – og menningararfur Mynd/Listasafn Íslands Jón Stefánsson (1881-1962): Svanir, 1935. Olía á striga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.