Morgunblaðið - 03.12.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík
Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is
Kveikjan að fyrri
grein höfundar um
svokallað peninga-
þvætti er herkvaðning
frá hinu háa Alþingi til
endurskoðenda um að
þeir njósni um og segi
til jafnvel smæstu við-
skiptavina sinna af
smæsta tilefni. Það
skal vera á grundvelli
laga sem eru moðsuða,
samanber óskiljanlega skilgreiningu
á peningaþvætti. Lagasetningin
missir alfarið marks þar sem sjálft
inntak laganna stenst ekki skoðun.
Getur það verið tilfellið að Ísland
hafi beygt sig í duftið fyrir einhvers
lags alþjóðlegu fyrirbæri og skilið
almenning eftir á vergangi í laga-
legu tilliti varðandi svokallað pen-
ingaþvætti? Er réttarkerfið að
sperra stél til að sýna
fyrirbærinu hvers það
er megnugt?
Nú berast í bunkum
„leiðbeiningar“ frá
eftirlitsstofnunum til
að endurmennta end-
urskoðendur. Það er að
vísu svo að grunn-
menntun endurskoð-
enda felst meðal ann-
ars í því að koma upp
um hvers konar alvar-
lega sviksemi í starf-
semi fyrirtækja. Eftir-
litsiðnaðurinn virðist hins vegar
vera í einhvers lags vímu vegna ný-
fengins tískuhlutverks sem eftirlit-
inu er fengið en oftlega eru skiln-
ingarvit sljóvguð í þessu ástandi.
Opinberi eftirlitsiðnaðurinn mun
hafa nokkrar áhyggjur af að fáar til-
kynningar berist frá endurskoðend-
um um meint peningaþvætti við-
skiptavinanna. Sú skýring að það sé
næsta lítið um peningaþvætti þykir
væntanlega ekki boðleg. Það fer
enda heldur ekki saman við allar
þær ákærur sem koma frá saksókn-
urum um peningaþvætti. Það liggur
í undruninni að ólíklegasta skýring-
in sé að raunverulegt peningaþvætti
skuli ekki vera ekki daglegt vanda-
mál á borði endurskoðenda. Auðvit-
að er í leiðinni látið að því liggja að
endurskoðendur séu að aðstoða við
peningaþvætti.
Þessi sami eftirlitsiðnaður virðist
ekki hafa minnstu meðvitund um
skavankana á lögum um peninga-
þvætti. Eftirlitið þykist þó vera fært
um að uppfræða fáfróða endurskoð-
endur um alls kyns athæfi sem þeir
eiga að kjafta frá. Endurskoðendum
ber samkvæmt þessu að selja við-
skiptavini sína undir ólög.
Endurskoðendaráð
Endurskoðendaráð framfylgir
lögum um peningaþvætti af nokk-
urri hörku. Sá sem reynir að fram-
fylgja núgildandi lögum um pen-
ingaþvætti sem fjalla ekki um
peningaþvætti er hins vegar illa átt-
aður.
Að mati endurskoðendaráðs er
enginn einstaklingur eða félag svo
lítið að þar megi ekki finna peninga-
þvætti og framkvæmdin er gagn-
stæð lögunum sjálfum og almennri
skilgreiningu á peningaþvætti, sbr.
5. gr. l. 140/2018:
Eftirlitsaðilar geta veitt undan-
þágu frá skyldu til að framkvæma
áhættumat sé sýnt fram á að tiltekin
starfsemi eða viðskipti séu þess eðl-
is að áhættuþættir eru skýrir og
þekktir og viðeigandi ráðstafanir til
að draga úr þekktri áhættu fyrir
hendi.
En engar undanþágur eru í boði
endurskoðendaráðs. Það er útlátaf-
rekt fyrir hvert þjóðfélag að láta
borgarana njósna hver um annan og
fyrirmæli endurskoðendaráðs eru
að ALLIR viðskiptavinir endur-
skoðenda skuli áhættumetnir ár-
lega. Óþarfur þjóðfélagslegur kostn-
aður sem af hlýst virðist hér algert
aukaatriði.
Í ljósi reynslunnar er kominn tími
til að lögmenn verði alfarið útilok-
aðir frá ráðinu enda kastar fyrst
tólfunum þegar umræddir lögmenn
virðast ekki alls kostar læsir á lög
og þá alls ekki endurskoðunar-
fræðin. En þessum lögmönnum fer
sem öðrum sem standa ekki föstum
fótum í fræðunum að þeir beita
valdi sínu óhóflega í vanmætti
sínum.
Sérstakur saksóknari
Sérstökum saksóknara er eins
farið og þaðan kemur nú skæðadrífa
upplýsinga sem varla eru marktæk-
ar á þessum lagagrunni sem reynd-
ar er ekki fyrir hendi. Ríkjandi
ástand skal nú vera eins og í löndum
þar sem helmingur þegnanna njósn-
ar um hinn helminginn.
Ríkisskattstjóri
Í lögum um ársreikninga má
finna dæmi um lítinn skilning varð-
andi reikningsskil, nánar hugtakið
glögg mynd í svohljóðandi texta:
Í stað ársreiknings skv. 1. mgr. er
örfélögum heimilt að semja rekstr-
aryfirlit og efnahagsyfirlit, byggð á
skattframtali félagsins. Teljast slík
rekstraryfirlit og efnahagsyfirlit
gefa glögga mynd af afkomu og
efnahag félagsins í skilningi 20.
tölul. 2. gr.
Þessi lagagrein opinberar al-
mennt skilningsleysi á reiknings-
haldi og endurskoðun. Almennar
upplýsingar úr framtölum félaga
mega samkvæmt þessu vera sá
grunnur að ársreikningaskrá gefi
álit, án fyrirvara, þess efnis að þessi
útdráttur gefi glögga mynd af ein-
hverju óendurskoðuðu fyrirbrigði.
Samkvæmt lögum er þó ljóst að
endurskoðendur einir geta eftir at-
vikum tjáð álit sitt, ekki fullyrt eins
og ívitnaður lagatextinn gerir, að
ársreikningar gefi glögga mynd,
sbr. 16. gr. L 94/2019, að lokinni
endurskoðun.
Það hlýtur að leiða til þess að
sóttar verði bætur í ríkissjóð standi
hin glögga mynd ársreikningaskrár
ekki undir nafni. En ríkisskattstjóra
líður sýnilega vel með sína glöggu
mynd.
Lokaorð
Einu hryðjuverkasamtökin sem
undirritaður hefur upplifað og ótt-
ast sem slík er hinn opinberi eft-
irlitsiðnaður með eilífum hótunum
um sektir eða sviptingu. Það þýðir
svo sem ekki að spyrja, en hvar er
fagfélag löggiltra endurskoðenda
með sína skylduaðild til skamms
tíma?
Fjórtándi jólasveinninn, Peninga-
þvættir, er greinilega kominn til
byggða.
Eftir Jón Þ.
Hilmarsson » Lagasetningin
missir alfarið
marks þar sem sjálft
inntak laganna stenst
ekki skoðun.
Jón Þ. Hilmarsson
Höfundur er endurskoðandi.
jon@vsk.is
Peningaþvætti – eftirlitsiðnaðurinn
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.