Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 19
Við kynntumst þegar nokkrir myndlistarmenn komu saman og stofnuðu Gallerí Grjót neðst á Skólavörðustígnum fyrir u.þ.b. 40 árum. Seinna eftir að Ófeigur og Hildur opnuðu gullsmíðaverk- stæði Ófeigs á Skólavörðustíg þar sem hann útbjó sýningaraðstöðu fyrir listamenn sýndi ég þar nokkrum sinnum. Allt frá byrjun var vinátta okk- ar náin enda tengdi listin og feg- urðarþráin okkur saman. Ófeigur var alltaf hjálpsamur vinum sínum og sérlega ræktarsamur, mundi t.d. alltaf eftir afmæli mínu, ólíkt mér sem man aldrei eftir þannig viðburðum. Hér áður fyrr fórum við oft saman í ferðalög um landið með konum okkar og voru það skemmtileg ferðalög sem lengi verður minnst. Má þar nefna ferð í Húsafell að skoða haustlitina og heimsækja Pál skúlptúrbónda og í Dalina á söguslóðir Íslendinga- sagna svo dæmi séu nefnd. Minn- isstæð er einnig ferð til Akureyr- ar. Í þeirri ferð áttum við ánægjulega heimsókn til Guð- mundar Ármanns listmálara og hans konu þar sem mikið var spjallað um listir og þjóðmál yfir kaffi og kökum. Tíminn flaug áfram og ég sá að Ófeigur var far- inn að ókyrrast og líta oft á klukk- una. „Hvað er nú Ófeigur minn?“ sagði ég, þá kom þessi fína skýr- ing: „Ég þarf að komast heim að taka lyfin mín.“ Svona var nær- gætnin alltaf til staðar því Ófeigur vildi engan móðga, – þetta er kall- að í dag að vera lausnamiðaður og þannig var Ófeigur. Við Jenný þökkum fyrir allar samverustundirnar gegn um árin. Margs er að minnast. Eitt sinn er ég opnaði sýningu í kjallara Nor- ræna hússins mættu Ófeigur og Hildur eins og venjulega og eftir skoðun á myndunum kemur gull- smiðurinn til mín og segir: „Á þessari sýningu þinni, Siggi minn, eru tvær myndir á heimsmæli- kvarða!“ Svona var Ófeigur góður og uppörvandi og ég trúði honum alveg. Við Jenný sendum Hildi og fjölskyldu Ófeigs okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sig. Þórir. Við Ófi, eins og hann var kall- aður, kynntumst árið 1976 við upphaf svifdrekaflugs á Íslandi. Við vorum fyrstir á Reykjavíkur- svæðinu að prófa okkur áfram í þessari nýju íþrótt. Fórum ótal könnunarferðir um heiðarlöndin austur af borginni, í leit að hlíðum og brekkum sem hentuðu til að æfa renniflug. Skrámuðum hend- ur og hné á eggjagrjótinu, brutum og beygðum upprör í harkalegum lendingum, en lærðum og lærðum. Lærðum hvaða hlíðar hentuðu best fyrir þessa eða hina vindátt- ina. Hvar og hvernig við gátum forðast ókyrrð í lofti, hvað vind- urinn mátti vera mikill eða lítill upp á öryggið, hvernig best var að standa að flugtaki og lendingu. Smátt og smátt fikruðum við okk- ur upp í hærri og brattari hlíðar í meiri vindi og flugin urðu meira en bara flugtak og lending og stund- um tók vindurinn völdin og við lentum annars staðar en við ætl- uðum og ekki eins mjúklega og við ætluðum. Ófi hafði tekið nokkra tíma í einkaflugi, og kunni því undirstöðuatriðin í flugeðlisfræði, sem var ómetanlegt, og við þáðum góð ráð hjá strákunum á Ísafirði sem höfðu byrjað æfingar nokkr- um árum fyrr. Þetta brölt okkar Ófa um fjöll og heiðar kom sér vel síðar fyrir nýliðana. Reynsla okk- ar og þekking stytti þeim leiðina og forðaði þeim frá skrámum og brotnum rörum. Síðar var þetta frumkvöðlabrölt okkar Ófa kallað að læra svifdrekaflug „the hard way“. Þetta ævintýri, að brjóta nýrri íþróttagrein braut, batt okk- ur Ófeig tryggum vinaböndum sem entust til æviloka. Ófeigur var kjörinn fyrsti formaður Svif- drekafélags Reykjavíkur á stofn- fundi þess árið 1978. Ófeigur Björnsson var alla tíð mikill áhugamaður um flug og flugeðl- isfræði, og sá áhugi birtist með margvíslegum hætti í list hans. Þó að seinni tíma svifdrekaflug, tuga kílómetra yfirlandsflug, bæði hér- lendis og erlendis, sé hápunktur ferilsins, þá er byrjendabröltið okkar Ófa í gamla daga alltaf kær- ast í minningunni. Nú þegar Ófeigur hefur hafið sitt síðasta flug sendi ég Hildi og strákunum samúðarkveðju, og ég veit að lend- ingin verður góð. Einar Eiríksson. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkur orð um minn góða vin og félaga, Ófeig Björnsson, og hug- leiði kynni mín af honum þessa áratugi sem við áttum samleið, finnst mér blasa við að höfuðein- kenni hans hafi verið hvað hann var einstaklega vandaður og vand- virkur. Já, Ófeigur vandaði sig við allt sem hann tók sér fyrir hendur, hann vandaði framkomu sína og hann vandaði samskipti sín við annað fólk. Ég hugsa að honum hafi verið í blóð borin fágun og smekkvísi en hann hafi svo af vandvirkni ræktað þá góðu eigin- leika alla ævi. Ófeigur bar það meira að segja utan á sér hvern dag hversu mikill fagurkeri hann var. Aldrei sá ég hann nema ein- staklega fallega og frumlega klæddan og undraðist oft hvar hann hefði orðið sér úti um þenn- an sláandi flotta og litríka fatnað sem hann setti saman af listrænni snilld. Og það lýsir Ófeigi að hon- um tókst einhvern veginn að brill- era svona í klæðaburði af fullkom- inni hógværð. Ófeigur var svo gæfusamur að finna kornungur að árum stúlku sem heillaði hann, Hildi Bolladótt- ur, Hann hefur eflaust vandað sig vel því hún játaðist honum og örk- uðu þau upp frá því sinn æviveg saman. Ég hef varla kynnst sam- lyndari eða samhentari hjónum. Hildur er yndisleg kona, hlý og traust, og auk þess gædd listræn- um hæfileikum og smekkvísi eins og Ófeigur. Og á Skólavörðustígn- um bjuggu þau saman á efri hæð- inni og unnu saman á neðri hæð- inni, hann með gullsmíðina og höggmyndirnar, hún með kjólana og hattana. Þau voru alltaf saman. Ófeigur hefur á undanförnum árum og áratugum gegnt lykil- hlutverki í þeirri þróun sem gert hefur Skólavörðustíg að einna mest sjarmerandi götunni í miðbæ Reykjavíkur, m.a. með sniðugum uppátækjum svo sem kjötsúpuhátíð og beikondögum. Ég veit að hann var afar vinsæll og mikils metinn af nágrönnum sínum og kollegum. Við félagar Ófeigs munum sakna ljúfmannlegrar návistar hans, kankvísi og hæverskrar gamansemi. Hann var ekki fyrir- ferðarmikill eða plássfrekur mað- ur en hann skilur eftir sig stórt tómarúm. Mér þótti afskaplega vænt um hann Ófeig. Við Helga sendum Hildi og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Ófeigs Björnssonar. Örnólfur Árnason. Skólavörðustígurinn, nánar til- tekið regnbogalitaður Dagsslakk- inn frá Bergstaðastræti og niður að Laugavegi, og u.þ.b. 100 metra radíus út frá honum, var lén Ófeigs Björnssonar gullsmiðs. Þar var hann í læri hjá Jóhannesi Jó- hannessyni, listmálara og gull- smið, forðum daga og þar tók hann þátt í sýningarstarfsemi með félögum sínum úr öllum greinum sjónmennta um árabil. Gullsmiðju sína starfrækti Ófeigur seinna meir í þungamiðju þessa svæðis, og hún varð einnig miðstöð mikils sýningarhalds þegar fram liðu stundir. Eins ber að nefna að gull- smiðju sína notaði Ófeigur einnig til að kynna skart eftir norræna starfsbræður og –systur, svo og nýjabrum ungra íslenskra gull- smiða. Fyrir vikið eiga ýmsir þeirra honum skuld að gjalda. Ófeigur var líka í fararbroddi þeirra sem vildu halda á lofti merki Skólavörðustígs með ýmiss konar uppákomum frá beikon- festivölum til kjötsúpudaga. Og ekki verra að hafa eilitla brjóst- birtu með í þessum matarveislum. Og þetta afmarkaða svæði var hlaðvarpi Ófeigs hin síðari ár. Eins og gildur íslenskur bóndi gáði hann til veðurs beggja megin Dagsslakkans upp á hvern nýtan dag, tók sér síðan stöðu úti fyrir dyrum forretningar sinnar, jafnan með léttreyktan sígarettustubb milli fingranna. Þar gaf hann sig á tal við vegfarendur, jafnt um listir, borgarpólitík sem persónufræði, og hafði jafnan eitthvað markvert til málanna að leggja. Og tók oft á sig sveig niður og upp eftir göt- unni ef hann sá skemmtilegan skrafskúm liggja vel við höggi. Það var einhvern veginn eðlilegur útúrdúr að líta inn í gullsmiðju hans. Það gerði m.a. Hillary Clinton á yfirreið einu sinni um landið, og hafði gott eitt að segja af því sem hún sá þar. Þrátt fyrir fjölmörg áhugamál, t.a.m. svifdrekaflug og seglbátaút- gerð, fann Ófeigur sér tíma til að setja sitt mark á íslenska skart- gripahönnun svo um munaði. Eins og lóhannes lærifaðir hans lagði hann fyrst í stað áherslu á grófa og áferðarmikla silfursmíð, en þróaði með tímanum fágaðri smíð, hóf m.a. að búa til nýmóðins út- gáfur af víkingasilfri og bronsi. Ófeigur var líka framarlega í hópi þeirra gullsmiða sem vildu breyta áherslum í smíðinni, draga úr inni- haldslausu „skreyti“ hlutanna og gera í staðinn skartgripaeigend- um kleift að tjá persónuleika sinn og áhugamál í ríkara mæli með smíðisgripunum sem þeir gengu með. Þetta leiddi Ófeig út í til- raunir með það sem hann nefndi „myndklæði“, verk úr hertu leðri og kopar, sem menn og konur gátu borið á herðum sér. Á latínu er talað um „genius loci“, anda sem talinn er svífa yfir tilteknum stað. Óhætt er að segja að andi Skólavörðustígs hafi nú verið burtkallaður. Og ekki ljóst hver eigi að koma í stað Ófeigs Björnssonar. Sjálfur vil ég þakka fyrir margra áratuga fölskvalausa vináttu. Hildi konu hans og helstu stoð, svo stórfjölskyldu hans, sendi ég hugheilar samúðarkveðj- ur. Aðalsteinn Ingólfsson. Við Ófeigur vorum skólabræð- ur í Austurbæjarskólanum, meðal annars hjá rithöfundunum Vil- borgu Dagbjartsdóttur og Stefáni Jónssyni. Þessir meistarar mót- uðu okkur vinina varanlega og listabrautin varð ekki umflúin. Síðar brölluðum við margt sam- an með Magnúsi Tómassyni vini okkar og mörgu góðu listafólki í Gallerí Grjóti. Kæri vinur, eftir situr ómetan- leg minning um greiðvikinn og góðan listamann sem hafði hina einstöku Hildi sér við hlið í lífinu og á listabrautinni sem þau gengu saman í takt. Elsku Hildur, við María send- um þér og fjölskyldu þinni inni- lega samúðarkveðju. Hvíl í friði góði vinur. Örn Þorsteinsson. Miðbæjarfélagið í Reykjavík kveður nú góðan félaga, Ófeig Björnsson, gullsmíðameistara og listamann. Mann sem setti svip á Skólavörðustíginn svo um munaði. Þetta var gatan hans og Ófeigur oft kallaður „húsvörður Skóla- vörðustígsins“. Fáir menn í sögu bæjarins hafa unnað sinni götu jafnheitt og Ófeigur en hann starfaði og bjó á Skólavörðustíg í rúma þrjá ára- tugi. Brautryðjandi hátíða, allt skyldi gert til að efla fagurt mann- líf og þar birtist okkur hin sam- heldna fjölskylda hans, hvort sem það var á kjötsúpudaginn, blóma- daginn, á beikonhátíðinni, mat- arhátíð alþýðunnar eða blúshátíð- inni. Þá eru ótaldir allir hljómleikarnir og aðrir listvið- burðir sem hann stóð fyrir með fjölskyldunni, að ekki sé minnst á listasalinn sjálfan á efri hæðinni, eitt kunnasta og elsta gallerí borg- arinnar. Ófeigur var hagleikssmiður og gripir hans hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ýmsir heimskunnir gestir lands og þjóð- ar hafa litið í fallegu verslun þeirra Hildar þar sem finna má handverk þeirra beggja. Verslun- inni fundu þau stað í snotru timb- urhúsi neðst á Skólavörðustíg og endurreistu með miklum myndar- brag og húsið sannkölluð bæjar- prýði. Og það var ekki bara vinnu- staður heldur líka heimili þeirra. Þar ríkti einstakur andi enda Ófeigur annálað ljúfmenni og heiðursmaður fram í fingurgóma. Elsku Hildur og fjölskylda. Okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við vinir ykkar í miðbænum þökk- um allar góðu og ómetanlegu stundirnar og stuðninginn í ár- anna rás. F.h. Miðbæjarfélagsins í Reykjavík, Gunnar Gunnarsson. Kær vinur, Ófeigur Björnsson, er fallinn frá. Í fáum orðum vil ég minnast hans og þakka fyrir ein- staka vináttu og trygglyndi. Á ár- um áður, í barningi hversdagsins, var gott að leita til hans og fá ráð og aðstoð við ýmis verkefni. Sér- staklega vil ég þakka Ófeigi og konunni hans, Hildi, fyrir höfðing- leg boð um að sýna í fallega gall- eríinu í Listhúsi Ófeigs, voru það ómetanleg boð. Elsku Hildur, Bolli, Bjössi og fjölskyldur, inni- legar samúðarkveðjur. Ófeigur mun lifa áfram í listaverkum sín- um. Helga Magnúsdóttir. Ég kynntist Ófeigi Björnssyni fyrst árið 1988 á meðan ég var á Fulbright-styrk hér á Íslandi og bjó til jarðhitaknúinn skúlptúr sem að lokum var settur upp við Perluna. Vinnustofan mín var við Vesturberg í Breiðholti og Ófeig- ur og fjölskylda hans bjuggu neð- ar í götunni. Hann vann þá sem slökkviliðsmaður á Keflavíkur- flugvelli til styrktar starfi sínu sem myndhöggvari og gullsmiður. Við urðum fljótt vinir og vorum góðir vinir til æviloka hans. Eig- inkona hans, Hildur Bolladóttir, fatahönnuður og kjólameistari, og börn hans voru mér eins og fjöl- skylda næstu áratugina. Ófeigur Björnsson sýndi mikið hugrekki á öllum sviðum lífs síns. Eitt af mörgum áhugasviðum hans var svifdrekaflug og báta- siglingar. Raunverulegt hugrekki er líka sýnt í ævilangri baráttu hans gegn ofurefli. Eftir lokun Gallerís Grjóts þegar neðri hluti Skólavörðustígs varð nánast við- skiptaleg eyðimörk keyptu Ófeig- ur og Hildur Skólavörðustíg 5. Ár- ið 1992 opnuðu þau dyr sínar á nýju fyrirtæki, Gallerí Ófeigur, sem varð síðar að, „Ófeigur ís- lensk hönnun“. Það má með sanni segja að viðleitni þeirra hafi verið lífsnauðsynleg til að endurvekja líf á þessari ástkæru götu. Margir sem þekktu hann efuðust um skynsemi þeirra og von og mögu- leika og áhættu sem hann og Hild- ur tóku, en enginn getur neitað ár- angri ákvörðunar þeirra. Ófeigur Björnsson var mikill listamaður og ótrúlegur hand- verksmaður. Starf hans sem myndhöggvari og skartgripasmið- ur hlaut verðskuldaða innlenda og alþjóðlega viðurkenningu. Í gall- eríi hans voru margar frábærar sýningar á íslenskri og alþjóðlegri myndlist. Ófeigur Björnsson var sannur föðurlandsvinur, ekki aðeins í starfi sínu við að skapa framtíðar menningararf Íslendinga með listaverkum sínum og viðleitni til að blása nýju lífi í miðbæ Reykja- víkur. Hann var maður sem hafði mikla umhyggju fyrir því að gera heiminn betri á meðan hann var á meðal okkar. Í rúman áratug kom ég með verkfræðinema frá Coo- per Union í New York-borg til Ís- lands í tveggja mánaða starfsnám. Hann hafði alltaf gaman af því að miðla af mikilli innsýn sinni í ís- lenska menningu og sögu. Ófeigur hvatti nemendur mína til að líta á verslun sína sem vinalegt athvarf sem væri ávallt til staðar til að veita þeim góð ráð og aðstoð. Ófeigur Björnsson var ástríkur eiginmaður, faðir og afi. Hann var góður vinur margra alls staðar að úr heiminum. Hann var mér svo sannarlega góður vinur og var ótrúleg manneskja. Mörg ykkar vita miklu meira en ég um mismunandi þætti hins ótrúlega lífs hans og framlag hans til Íslands og heimsins alls. Ófeig- ur Björnsson var allra vinur, mik- ill listamaður og maður sem naut réttmætrar virðingar. Við munum sakna hans, en samt munum við að eilífu velta því fyrir okkur hversu miklu hann í raun áorkaði. Prófessor Robert Dell. Ófeigur var okkur félögunum vel kunnur. Suma okkar þekkti hann úr Breiðholtinu síðan úr barnæsku, öðrum hafði hann kynnst í gegnum starfsemi sína á Skólavörðustígnum og í tengslum við beikonhátíðina sem við og syn- ir hans, Bolli og Bjössi, stóðum að. Á Skólavörðustígnum, hjá Ófeigi og Hildi, var alltaf opið fyrir okkur félagana. Þau opnuðu fyrir okkur dyrnar að heimili sínu og vinnustað, hýstu erlenda gesti okkar, slógu upp veislu í garðinum og opnuðu galleríið á efri hæðinni undir kokkteilboð og listasýningu. Það var sama hvað okkur vantaði, alltaf var svarið jákvætt. Menn- ingar- og félagsmiðstöðin á Skóla- vörðustíg 5 stóð okkur alltaf opin í aðdraganda Reykjavík Bacon Festivals, á meðan á hátíðinni stóð og eftir hátíðina líka – sem nokk- urs konar lager fyrir óskilamuni og ýmsar græjur og leikmuni. Það var gott að eiga griðastað í miðbænum hjá verndara Skóla- vörðustígsins. Að geta stoppað við hjá Ófeigi og fengið sér fyrsta flokks kaffibolla, rætt málin og skoðað úrval fallegra skartgripa, fata og listaverka. Ófeigur sat yfirleitt í mestu makindum á skrif- stofunni og var ánægður að sjá mann. Hann var alltaf með nýj- ustu fréttir á hreinu og hafði skoð- anir á málunum, þó ávallt spakur. Við beikonbræður erum þeim hjónum ævinlega þakklátir fyrir þeirra frábæra viðmót og fyrir að styðja svona vel við bakið á okkur í öllu okkar brölti í gegnum tíðina. Við minnumst Ófeigs með mik- illi vinsemd og virðingu og vottum Hildi, Bolla, Bjössa og þeirra fjöl- skyldum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd beikonbræðra, Þorbjörn Sig. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021 ✝ Rósa Bergs- dóttir fæddist á Hraunum í Fljótum 8. apríl 1942. Hún lést á Sauðárkróki 21. nóvember 2021. Foreldrar Rósu voru hjónin Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 30. júní 1917, d. 25. maí 2004, og Berg- ur Guðmundsson, f. 19 júlí 1904, d. 24. mars 1992. Systur Rósu eru Anna Björk Stefánsdóttir, f. 23. mars 1939, búsett í Reykjavík, og Jóna, f. 17. júní 1949, d. 13. sept- ember 2014. Rósa ólst upp á Nautabúi í Hjaltadal og kynntist snemma sveitastörfum sem áttu eftir að verða hennar ævistarf. Skóla- rúnu Huldu Waage. Guðrún Hulda á fyrir þrjú börn. Haukur á soninn Þórð Loga með Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur. Sigríður á fyrir soninn Stefán Snæ. 4) Sig- urlína Edda, f. 25. júní 1975, bú- sett á Sauðárkróki. Rósa vann stærstan hluta ævi sinnar við fjölbreytt sveitastörf enda mikill bóndi í sér. Flutti að Hofi í Hjaltadal með manni sín- um árið 1963 og bjó þar til ársins 1972 er þau fluttu að Marbæli í Óslandshlíð. Þar bjuggu þau lengstum með blandaðan búskap til vorsins 2002. Nokkrum mán- uðum seinna hætti Rósa með bú- skap og fluttist til Sauðárkróks þar sem hún bjó til æviloka. Útför Rósu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag, 3. desember 2021, klukkan 14. Streymt verður frá útför á fa- cebooksíðu Sauðárkrókskirkju. Hlekk á streymi má finna á: https.//www.mbl.is/andlat ganga Rósu var ekki löng en hún lauk þó einum vetri í Húsmæðraskól- anum á Löngumýri til viðbótar við barnaskólagöngu sína. Rósa giftist árið 1964 Þórði Stef- ánssyni frá Hrafn- hóli í Hjaltadal, f. 26. ágúst 1926, d. 2. apríl 2002. Börn Rósu og Þórðar eru: 1) Kolbrún, f. 23. maí 1964, búsett á Sauðárkróki, gift Her- manni Einarssyni og á með hon- um börnin Elvar Örn, Eyþór og Stefaníu. 2) Hjalti, f. 1. desember 1965, búsettur í Óslandshlíð. 3) Haukur, f. 4. september 1968, búsettur á Selfossi, giftur Guð- Elsku mamma er fallin frá. Minningarnar hrannast upp, minningar frá barnæskunni á Hofi og síðar á Marbæli. Minningar um konu sem vann ætíð mikið, bæði innan dyra og utan. Mamma var og vildi alltaf vera bóndi, henni þótti vænt um dýr af öllum stærð- um og gerðum. Helst vildi hún aldrei þurfa að farga neinni skepnu. Haustin voru henni erfið, þegar sláturtíðin byrjaði. Skóla- ganga mömmu var ekki löng, hún var nokkra vetrarparta í barna- skóla og einn vetur á Húsmæðra- skólanum á Löngumýri. Henni þóttu heimilisstörf held- ur leiðinleg þrátt fyrir veturinn á Löngumýri og vildi heldur vera við útistörf. Þrátt fyrir að skóla- gangan væri ekki löng var mamma víðlesin og fylgdist vel með því sem um var að vera. Hún var vel hagmælt og skrifaði auk þess dagbækur frá 10 ára aldri. Dagbækur sem eru okkur afkom- endum hennar ómetanlegar heim- ildir ásamt öllum myndunum sem hún skilur eftir sig. Mamma hafði ákveðnar skoðanir og henni féll illa við græðgi, eigingirni og sér- hagsmunagæslu hvers konar. Hennar heitasta ósk var að af- komendur hennar yrðu góðar manneskjur, óeigingjarnar og gjafmildar. Móðurminning Sáran söknuð finn, sorg í hjarta ber, létt ei lífið er, laugast tári kinn. Finn ei faðmlag þitt, framar lífs á slóð, þjáðum varst þú góð, þú varst skjólið mitt. Elsku móðir mín, mér þú varst svo kær. líkt og lindin tær, ljúf var ásýnd þín. Bak við himins hlið, heilsar englaval. Guðs í sælum sal, seinna hittumst við. (Kristján Runólfsson) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Kolbrún. Rósa Bergsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.