Morgunblaðið - 03.12.2021, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
✝
Ísleifur Birg-
isson fæddist í
Reykjavík 23.
febrúar 1981.
Hann lést 13. nóv-
ember 2021.
Foreldrar hans
eru Birgir Ott-
ósson, f. 17. júlí
1958, og Elsa Dóra
Ísleifsdóttir, f. 3.
nóvember 1959.
Systir Ísleifs er
Helga Fanney, f. 13. mars
1977. Eiginmaður hennar er
Rúnar Berg Eðvarðsson, f. 29.
mars 1977, en börn þeirra eru
Hilmir Snær, f. 7. júlí 2003,
Elsa Diljá, 3. júlí 2010, og Ís-
leifur Rafn, 18. ágúst 2014.
Ísleifur kvæntist hinn 6. júní
2015 Ingibjörgu Rós Kjartans-
dóttur, f. 30. desember 1982,
hjúkrunarfræðingi, en þau
höfðu þá verið í sambúð í tíu
ár. Börn þeirra eru Birgir
Kjartan, f. 10. mars 2010, og
Ólafur Ernir, f. 16. desember
2016. Ingibjörg og Ísleifur
sem hljóðtæknifræðingur.
Ísleifur var einn af stofn-
endum Sonik tækni ehf. árið
2014.
Ísleifi var margt til lista
lagt. Hann var alla tíð mjög
músíkalskur, bassaleikari um
árabil og góður söngvari.
Hann var einn af stofnendum
Karlakórsins Esjunnar, var
liðtækur golfari á yngri ár-
um, virkur fallhlífastökkvari
um skeið og mikill áhuga-
maður um veiði í ám og vötn-
um.
Ísleifur verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag, 3.
desember 2021, og hefst at-
höfnin kl. 15. Allir sem vilja
fylgja honum eru velkomnir
en þurfa að framvísa nei-
kvæðu hraðprófi við inngang-
inn vegna samkomutakmark-
ana og það má ekki vera
eldra en 48 klst. Heimapróf
eru ekki tekin gild.
Streymt verður frá útför-
inni í sal Oddfellowa í Von-
arstræti 10. Streymi má finna
á:
https://sonik.is/isleifur
https://sonik.is/isi
https://www.mbl.is/andlat
skildu árið 2017.
Sambýliskona
Ísleifs var Eva
Björk Úlfars-
dóttir, f. 23. nóv-
ember 1982, fæð-
inga- og
kvensjúkdóma-
læknir, en fyrir
átti hún soninn
Úlfar Alex, f. 17.
desember 2011.
Ísleifur og Eva
Björk eignuðust dótturina
Ylfu Sóleyju, f. 22. júní 2021.
Ísleifur var allan sinn
grunnskólaaldur í Hvassaleit-
isskóla. Hann stundaði nám í
FÍH, Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti og Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Árið
2004 fór hann í framhaldsnám
til Englands og útskrifaðist
sem hljóðtæknifræðingur frá
SAE Institute UK, árið 2006.
Ísleifur vann alla tíð við sitt
fag eftir útskrift, m.a. hjá
Þjóðleikhúsinu og Nýherja.
Með námi vann hann á NASA
Elsku pabbi.
Við bræðurnir söknum þín og
hugsum alltaf til þín. Vonandi líð-
ur þér betur núna.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Góða nótt, elsku pabbi.
Þínir bestu vinir,
Birgir Kjartan og
Ólafur Ernir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Kveðja frá
mömmu og pabba.
Elsku Ísleifur bróðursonur
minn er látinn. Sorgin er mikil en
eftir sitja minningar um fallegan
dreng sem brosti með augunum
og var svo hæfileikaríkur og flott-
ur. Sem barn man ég hann uppá-
tækjasaman en sniðugan og alltaf
svo geðgóðan, en nú eru minning-
arnar ljós í lífi okkar.
Elsku Ísleifur minn, fallegasti
engillinn, hvíl í friði.
Elsku bróðir minn og mág-
kona, Birgir og Elsa, Helga
Fanney og fjölskylda, Birgir
Kjartan, Ólafur Ernir og Ylfa
Sóley og aðrir ástvinir, öll mín
samúð er með ykkur.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér,
(Vatnsenda-Rósa)
Ástar- og samúðarkveðjur,
Eva frænka.
Við kveðjum í dag Ísleif með
mikilli sorg og söknuði. Hann
kom inn í fjölskylduna okkar fyr-
ir fjórum árum þegar hann og
Eva Björk hófu samvistir. Hún
hafði nýlokið sérnámi í Svíþjóð og
Úlfar Alex sonur Evu var aðeins
sex ára gamall.
Ísleifur tók Úlfari alla tíð eins
og sínu eigin barni og reyndist
honum ómetanlegur faðir. Þeir
kepptu í hvor leysti rubikskubb
hraðar, tefldu, rifust, sættust og
Ísleifur kenndi honum bæði að
hjóla og synda. Birgir Kjartan og
Ólafur Ernir komu líka eins og
ljós inn í fjölskylduna og okkur
fannst við svo heppin að fá þá.
Það fór aldrei á milli mála hve
mikið Ísleifur elskaði drengina
sína og hve tengslin voru sterk.
Þegar Ylfa Sóley bættist í hóp-
inn varð Ísleifi tíðrætt um hversu
vel bræðurnir myndu gæta henn-
ar í lífinu. Hann hlakkaði svo
mikið til að fylgjast með börnun-
um vaxa úr grasi. Hann var búinn
að ákveða allt það fyndna og
vandræðalega sem hann ætlaði
að segja í brúðkaupunum þeirra
og var svo spenntur að eignast
litla stelpu. Næst á dagskrá var
svo að læra að greiða og flétta. Ís-
leifur small strax vel inn í sam-
heldinn fjölskylduhópinn okkar.
Það var mikið spjallað og hlegið
og Ísi átti alltaf ógrynni af
skemmtilegum sögum. Hann var
einstaklega atorkumikill og
hjálpsamur við okkur öll. Tæknin
vafðist ekki fyrir honum og var
hann snöggur að redda öllu slíku
þegar á þurfti að halda. Hugur
okkar er hjá börnunum, Evu okk-
ar, foreldrum hans og systur sem
og aðstandendum öllum. Minn-
ingin lifir um góðan dreng.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Þorbjörg Sóley Ingadóttir.
Ég var 16 ára þegar Ísi kom til
mín og spurði hvort ég vildi
kannski koma í hljómsveitina
hans. Á þessum tíma þekkti ég
hann bara úr fjarlægð en hafði al-
gjörlega heillast af hæfileika
hans til að radda öll lög að mér
fannst óaðfinnanlega. Kannski
hafði hann ekki umboð félaga
sinna til að bjóða mér í hljóm-
sveitina. Allavega kannaðist eng-
inn þeirra við að hafa viljað fá
hljómborðsleikara. En hvernig
svo sem það gerðist er ég þakk-
látur, því þar með voru fjórir af
bestu vinum mínum fundnir.
23 ára vinskapur geymir
margar birtingarmyndir og mis-
munandi tímabil. Öll ævintýrin í
kringum hljómsveitastússið, eða
þegar Ísi bókaði sig sem plötu-
snúð á Hverfisbarnum heila
helgi. Honum fannst það ekkert
tiltökumál. Guffi ætti tölvu fulla
af mp3-lögum og Villi væri með
góðan tónlistarsmekk. Við Villi
höfðum ekkert sérstaklega hugs-
að okkur að verða plötusnúðar,
hvað þá um næstu helgi. En þökk
sé Ísa tók við eitt skemmtilegasta
ár sem tvítugir drengir gátu
hugsað sér. Auðvitað vissi Ísi al-
veg hvar hann hefði okkur Villa.
En ég efast um að hann hafi
hugsað svo langt þegar hann bók-
aði sig.
Í vikulegum fótbolta okkar
vinanna komu karaktereinkenni
Ísa rækilega fram. Hann hljóp
einfaldlega þangað til hann
sprakk gjörsamlega! En það var
fleira sem einkenndi Ísa. Hann
var jákvæður, glaðvær og sífellt
með bros á vör sem lýsti upp
hvaða herbergi sem var. Hvert
sem hann fór heillaðist fólk af
honum og hann lét öllum líða vel í
kringum sig.
Þegar árin liðu og samskiptin
minnkuðu í amstri dagsins, þá
var það Ísi sem hafði oftast frum-
kvæði að því að hafa samband.
Þegar ég stofnaði svo mína fjöl-
skyldu fann ég mjög greinilega
hvað hann samgladdist mér mik-
ið. Ísa var svo tilfinnanlega um-
hugað um vini sína.
Þegar við fjölskyldan fluttum í
Vesturbæinn jukust samskiptin
til muna. Reglulegri fjölskyldu-
og vinahittingar. Og það sem
meira er, við vinirnir fórum aftur
að hittast með hljóðfærin að spila
saman. Það urðu löng kvöld. Það
var einfaldlega frá svo mörgu að
segja og svo mikið að spila. Og
þarna var hún ennþá til staðar,
fallega röddunin hans Ísa.
Ég á eftir að sakna vinar míns.
Með lífi sínu kenndi hann mér svo
margt og ég er ríkari fyrir vikið.
Það verður gott að ylja sér við
ljúfar minningar og margar sög-
ur af kærum vini. Ég votta fjöl-
skyldu Ísleifs mína innilegustu
samúð.
Guðfinnur Einarsson.
Elsku vinur. Þegar ég hugsa
til þín fyllist ég miklum söknuði.
Þá koma óhjákvæmilega upp í
hugann allar samverustundir
okkar við víkina þína við Þing-
vallavatn þar sem þú kenndir
mér hvernig ætti að veiða við
vatnið. Veiðiferðir og allar sam-
verustundir vinahópsins voru
alltaf skemmtilegastar þegar þú
varst með í för. En það gat líka
verið erfitt að veiða með þér.
Ávallt þegar komið var í hús
varstu með mesta aflann og mað-
ur fékk alveg að vita af því enda
alltaf stutt í glensið hjá þér. Nú
get ég loksins viðurkennt að þú
ert sá fisknasti í vinahópnum og
af öllum veiðifélögum.
Þú varst traustur og góður
vinur. Þegar eitthvað bjátaði á
varstu alltaf fyrstur til að hafa
samband og gerðir það reglulega.
Þú bjóst yfir einstakri hlýju en
varst samt stuðbolti svo það var
alltaf gaman þegar þú varst ná-
lægt. Lífið verður ekki samt án
þín.
Ég veit ég mun alltaf finna þig
við víkina fögru. Í veiðiferðum
okkar vinanna munt þú áfram
verða með í för. Hvíldu í friði
elsku vinur.
Viðar Reynisson.
Elskulegur vinur minn, Ísi, er
látinn langt fyrir aldur fram.
Hans verður sárt saknað enda
var hann með skemmtilegri
mönnum. Það sem mér þótti
einkum vænt um í fari Ísa var
hvað hann var glaðlyndur, geð-
góður, brosmildur, orkumikill,
uppátækjasamur, stríðinn, hjálp-
fús, fyndinn, handlaginn, klár,
hjartahlýr, fróðleiksfús og hlát-
urmildur. Margt fleira gott mætti
segja um hann. Þannig mun ég
minnast hans, með hlýju og þakk-
læti fyrir fjölmargar góðar
stundir. Ísi var afar músíkalskur
og lék á bassa auk þess að syngja
vel. Leiðir okkar lágu ekki síst
saman í gegnum samstarf í
ábreiðuhljómsveitinni „Ölvun
ógildir miðann“. Hetjusögur og
ævintýri frá þeim tíma er rétt að
rekja á öðrum vettvangi. Ísi fékk
þá hugmynd að stofna Karlakór-
inn Esju sem hefur starfað í tæp
níu ár. Við í kórnum munum
halda minningu hans á lofti.
Þannig mun kórinn syngja á und-
an útförinni nokkur lög. Meðal
þeirra verður lagið fallega „The
Rose“ eftir Bette Midler í útsetn-
ingu og með íslenskri þýðingu
undirritaðs, sem gerð var fyrir
kórinn í minningu Ísa sem hvílir
nú í friði. Megi ástvinir hans
finna huggun í sorg sinni.
Fræið (The Rose)
Kannski’ er ástin eins og
fljótið sem bugar lítið strá.
Kannski’ er ástin eins og
þorsti sem ekkert slekkur á.
Kannski’ er ástin eins og
hnífur sem sker í sárin mín.
Ástin er samt eins og
blómið sem blómstrar ekki’ án þín.
Hún er hjartað sem er brostið
og aldrei kemst á flug.
Hún er óttinn sem því veldur að ég vísa
þér á bug.
Hún er draumurinn sem sefur
og aldrei öðlast líf.
Eða sálin sem að grætur
er ég í burtu svíf.
Þegar myrkrið færist yfir oft
erfitt er að sjá,
að þú eigir elsku skilið.
En vinur, mundu þá
að lítið fræ í frosti sefur
þótt það sjái ekkert ljós.
En í vor er sólin kemur
– það vex og verður rós.
Kári Allansson
Ég man vel eftir því þegar ég
sá Ísa fyrst. Þetta var á mennta-
skólaárunum. Einhverju busa-
ballinu var nýlokið og skyndilega
fylltist Ingólfstorgið af „hress-
um“ unglingum. Í hópnum var
síðhærður drengur í ljósum
flauelsjakkafötum. Það var líf og
fjör í kringum hann. Maður tók
eftir honum. Þannig var Ísi.
Ég átti svo eftir að kynnast
honum betur þegar við byrjuðum
saman í hljómsveit. Eftir
skemmtilegt partí endaði ég í
hljómsveit með þeim Guffa,
Kára, Bigga og Ísa. Þeir hlustuðu
á Bítlana og allt. Við tók mikið
spilerí með hljómsveitinni Ölvun
ógildir miðann. Furðumikið. Það
var nú að mestu honum Ísa að
þakka. Hann þekkti alla og var
líka í skemmtinefnd í MH. Þar
duttum við í lukkupottinn. Upp
úr þessu fórum við Ísi að fá áhuga
á hljóðupptökum. Eins og venju-
lega var Ísi „all in“ og keypti sér
Pro Tools-hljóðupptökukerfi og
G5-makka. Þvílíkur lúxus.
Ekki svo löngu seinna
ákváðum við báðir að hefja nám í
hljóðupptökufræðum í London.
Við höfðum nú vit á því að sækja
um skólavist en planið var ekki
mikið meira en það. Við mættum
til London með fullar ferðatöskur
og mjög óljósa hugmynd um hos-
tel sem við gætum gist á. Ég
hafði ekki einu sinni komið til
London og Ísi aðeins einu sinni.
Helgina áður. En einhvern veg-
inn rættist nú úr þessu hjá okkur.
Við tók alveg frábær tími. Það
var æðislegt að fá að sinna áhuga-
málinu undir því yfirskini að
þetta væri „nám“. Um það vorum
við báðir sammála. Tæknin lék
alltaf í höndunum á Ísa. Hann sá
þetta einhvern veginn fyrir sér.
Átti svo auðvelt með þetta. Það
kom mér því ekki á óvart að hann
gerði þetta að ævistarfi.
Það var mikill gestagangur hjá
okkur í London. Við vorum orðn-
ir virkilega vel þjálfaðir í að blása
upp vindsængur, líka þessar tvö-
földu, og þótti gaman að fá fólk í
heimsókn. Við spiluðum Bítlana í
gríð og erg. Hann var Paul, spil-
aði á bassann og raddaði með
sinni háu rödd. Ég var John og
spilaði á gítarinn og söng, með
mun dýpri rödd en ég hélt. Það
sem mér þykir dýrmætast við
þennan tíma er hve auðvelt það
var fyrir okkur að tala saman um
allt á milli himins og jarðar. Enda
kynntumst við ótrúlega vel á
þessum árum.
Sögurnar frá London eru æði
margar. Til dæmis þegar hryðju-
verkin áttu sér stað og íslenski
blaðamaðurinn sagði að þú hefðir
sofið yfir þig og misst af lestinni.
Eða þegar við spiluðum Daníel
og Rut á ofboðslega falskan gítar
fyrir framan Friðrik Karlsson í
kirkjunni í Grimsby … við engar
undirtektir barnanna. Eða þegar
við ætluðum að gera rokksöng-
leikinn (hér í íslenskri þýðingu):
Ég hef rokkað og rólað
út um allan bæ.
Keilutrúður rúllar,
ein fella og tvær.
Ég rokkstirni verð.
Er af þannig gerð.
(Takk, Ísi, fyrir að senda mér
„voice memo“ með laginu fyrir
ekki svo löngu!)
Textarnir voru kannski ekki
aðalatriðið hjá okkur. Það var
tónlistin. Tónlistin og gleðin. Það
er þannig sem ég minnist Ísa vin-
ar míns. Takk fyrir tónlistina og
gleðina.
Þar til næst.
Sindri Bergmann
Þórarinsson.
Ég gleymi seint þeim eftirmið-
degi einn vetrardag fyrir tæpum
25 árum þegar bankað var á
hurðina í Hlyngerðinu og fyrir
utan stóð Ísi sem hóf samtalið á
að spyrja hvort ég kynni eitthvað
á trommur, því hann langaði að
setja saman skólahljómsveit í
Hvassaleitisskóla. Eins og Ísa
einum var lagið þá tók ekki langa
stund að sannfæra mig og frá
þessum degi hófst órjúfanleg vin-
átta okkar. Ísa minnist ég sem
einstaklega orkumikils og bros-
milds vinar sem ávallt ljómaði
upp umhverfið sitt hvort sem það
var í leik eða starfi. Hann var
góður og traustur vinur sem og
hjartahlýr og ljúfur faðir svo eftir
því var tekið. Með sorg í hjarta er
ekki annað hægt en að horfa til
baka með þakklæti fyrir þær
góðu minningar sem Ísi skilur
eftir, hvort sem það er úti í nátt-
úrunni með veiðistöng, sem ung-
lingar á hljómsveitaræfingu, á
ferðalögum eða bara stundir þar
sem við spjölluðum um daginn og
veginn. Takk, elsku vinur. Fjöl-
skyldu og vinum Ísa votta ég
mína dýpstu samúð.
Birgir Örn Brynjólfsson.
Elsku vinur. Nú er skarð fyrir
skildi sem ekki verður fyllt með
öðru en öllum þeim góðu minn-
ingum sem við eigum. Vinnudag-
urinn, veiðiferðin, hljóðverið, fót-
boltinn, allt var skemmtilegra,
stærra og eftirminnilegra með
þér. Eljusemin svo hrífandi og
hláturinn bráðsmitandi. Við hlæj-
um reglulega að því þegar austrið
mætti vestri uppi í sumarbústað.
Við buðum barnaskaranum upp á
hafragraut Manneldisráðs en þú
skelltir Coco Puffs-pakka á borð-
ið. Aldrei hefur hvarflað að mér
eftir þennan ósigur að taka annað
en Coco Puffs með í ferðalög fjöl-
skyldunnar. Þú hafðir einstakt
lag á börnum og áttir auðvelt með
að mæta þeim í þeirra hugar-
heimi. Í sömu ferð áttirðu ein-
lægt samtal við Lóu okkar um að
það væru hennar mannréttindi
að hún fengi páfagauk fyrir gælu-
dýr, strax eftir helgi. Við foreldr-
arnir tókum afleiðingunum sem
voru töfrum líkastar fyrir barnið.
Það var auðfundið að þú hafðir
skarpa hugsun og stórt hjarta.
Hjá börnunum átti einfaldlega að
vera gaman og ríkja gleði. Þú lést
lítið yfir hjálpsemi þinni við okk-
ur í kringum þig en mátt vita að
hún var vel þegin og metin að
verðleikum.
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
samfylgdina og sendi ástvinum
hugheilar samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði.
Haukur Hrafn Þorsteinsson.
Elsku hjartans Ísi minn.
Oft er sagt: „Þú veist ekki hvað
átt hefur, fyrr en misst hefur.“
Mikið ofsalega kom yfir mig mikil
sorg þegar ég fékk þær fréttir að
þú værir farinn. Ég veit hrein-
lega ekki hvar ég á að byrja því
ég vissi alltaf að ég myndi eiga
þig að og alveg þangað til við
myndum ganga hlæjandi inn á
Grund eins og við vorum búin að
ákveða svona okkar á milli, lítið
samkomulag ef við myndum enda
ein. Það var alveg ótrúlegt hvað
við alveg smullum strax saman
þegar við kynntumst í æfinga-
búðunum CISV árið 1993. Þá var
ég á leið með mínum hópi til Nor-
egs, en þú til Mexíkó! Það hafði
alltaf verið draumastaður, ég átti
einhvern bækling heima þar sem
verið var að auglýsa Mexíkó og
þráði ég heitt að komast þangað
og ekki var verra að þú varst í
þeim hópi ásamt Hróari og Sig-
rúnu. Við tók ævintýri sem við
fengum öll að upplifa sem var svo
sérstakt fyrir svona ung börn að
fá að upplifa, það var og er í raun
ekki á hverjum degi sem 11 ára
gamalt barn er sent til Mexíkó í
munkaklaustur uppi í fjöllum
lengst fyrir ofan Mexíkóborg í
heilan mánuð. Það var alltaf svo
stutt í grínið, hláturinn og brosið
þitt og einhvern veginn náðir þú
öllum með þér í allskonar „vit-
leysu“. Þú hlóst svo mikið að öllu
sem við vorum að bralla saman
og vissi ég að við yrðum vinir fyr-
ir lífstíð. Ég gleymi aldrei bílferð-
inni til Keflavíkur þegar við vor-
um á leið til Danmerkur, þú
fékkst eitt verkefni og það var að
kaupa gallabuxur, eða eins og
pabbi þinn lagði mikla áherslu á
„cowboybukser“. Við hlógum og
hlógum og vorum aldrei langt
hvort frá öðru í báðum þessum
ferðum.
Ég er svo þakklát fyrir allan
þennan tíma sem við fengum
saman í seinni tíð. Orkan og
gleðin sem þú gafst mér þegar ég
heimsótti þig til London var ein-
stök. Ég er einnig svo þakklát
fyrir allar stundirnar sem við átt-
um eftir að ég flutti aftur heim
núna í seinni tíð, samtölin sem við
áttum langt fram eftir nóttu,
samtölin um heima og geima,
hvað við værum nú lík í mörgu og
hvað það var alltaf gaman hjá
okkur og eins og ein vinkona mín
skrifaði mér eftir að hún frétti af
því að þú værir farinn: „Mér
fannst mér svo æðislegt hvað þú
horfðir á hann aðdáunaraugum
og fannst allt svo fyndið og
skemmtilegt sem hann var að
segja, og hann sömuleiðis með
þig, – þið skiptust á sögum og
hlóguð svo mikið hvort með
öðru.“
Stundum hefur verið sagt að
besta fólkið fari alltaf fyrst og
það á sko sannarlega við í þínu
tilviki.
En, enn og aftur, þá er ég svo
þakklát fyrir að hafa átt þig að í
þessu lífi, elsku Ísi minn, og mun
ég bara hugsa um allt þetta góða,
enda upplifði ég ekkert annað, þú
ert engillinn minn á himnum
núna og vil ég trúa því að þú leið-
beinir mér í ýmsum efnum og
hjálpir mér þegar ég þarf á gleði
og krafti að halda frá þér.
Ég vil votta fjölskyldunni
þinni, mömmu þinni og pabba,
systur, strákunum þínum og litlu
dömunni þinni mína hinstu sam-
úð. Hvíldu í friði, elsku besti vin-
ur minn.
Þín
Ellen.
Ísleifur Birgisson