Morgunblaðið - 03.12.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 03.12.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021 ✝ Jóhanna Björg fæddist á Ytri- Bakka við Eyja- fjörð 17. ágúst 1919. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Grund 27. nóv- ember 2021. Foreldrar Jó- hönnu voru Ásta Ásgeirsdóttir og Hjalti Gunnarsson. Systkini hennar voru Gunnar Ásgeir, f. 1920, María, f. 1924, og Friðrik, f. 1929, þau eru öll látin. Jóhanna Björg giftist 1944 Birni Helgasyni, f. 1921, d. 2009. Árið 1950 fluttu þau í Hæð- argarð 24 og voru meðal frum- byggja í Bústaðahverfinu og þar bjó Jóhanna þar til fyrir einu ári er hún flutist á Grund, þá 101 árs. Börn þeirra: 1) Hjalti Ásgeir, f. 1944, d. 1988, maki Hrafnhild- ur Stefánsdóttir, f. 1946. Börn þeirra: a) Inga Björg, maki Jó- hannes Hauksson, börn Hringur Ásgeir Sigurðarson, Hildur Ylfa, Haukur Oddur. b) Björn, maki Elísabet Böðvarsdóttir, börn Ár- Daan Klemann, sonur Joelp Haukur. b) Ewout, maki Ina van Breeschoten, sonur Viðar Björn. c) Diederik, maki Nienke Buss- ing. 5) Ásta Björg, f. 1955, maki Andrés Halldór Þórarinsson, f. 1949. Börn þeirra: a) Þórarinn Örn, maki Kristín Dröfn Einars- dóttir, börn Jóhanna Lilja, Einar Andrés og Björn Helgi. b) Hall- dór Haukur, maki Rakel Rut Nóadóttir. c) Andrés Ásgeir, maki Tinna Daníelsdóttir, börn Anna Bryndís, Ásta Kristín og Haukur Orri. d) Jóhanna Krist- ín, maki Guðmundur Steinn Steinsson, sonur Steinn. Jóhanna lauk prófi frá Kennaraskólanum 1938, kenndi um tíma í Hafnarfirði og í Vest- mannaeyjum, þá aðallega handavinnu. Eftir að þau Björn giftu sig tók við barnauppeldi. Hún lærði ung að prjóna hjá ömmu sinni, Jensínu Matthías- dóttur, og heillaðist hún af því handverki. Hún hannaði margar prjónaflíkur, allt frá skírnar- kjólum til lopapeysa. Margar af lopapeysuuppskriftum hennar eru enn mikið prjónaðar. Fyrir meira en áratug varð hún lög- blind en þá kom sér vel að geta prjónað eftir minni. Garð- og blómarækt var henni einnig hugleikin. Sungin verður sálumessa í Landakotskirkju í dag, 3. desem- ber 2021, klukkan 13. dís Eva og Hjalti Ásgeir. 2) Margrét Ólöf, f. 1945, maki Kristján Þór Har- aldsson, f. 1943. Börn þeirra: a) Ása Guðrún, sonur Ólaf- ur Césarsson. b) Ólöf Birna, maki Marius Midtvik, dætur Lína Mar- grét og Hanna Ell- en. c) Matthías, maki Snæfríður Ingadóttir, dæt- ur Ragnheiður Inga, Margrét Sóley og Bryndís Brá. 3) Helgi, f. 1947, maki Þorbjörg Sveinbjarn- ardóttir, f. 1946, d. 2006. Börn þeirra: a) Ólöf Guðrún, maki Kristján Helgi Stefánsson, sonur Árni Heiðar, f. 2017, d. sama ár. b) Björn, maki Gerður Guð- mundsdóttir, synir Arnar Þor- berg og Tómas Helgi. c) Jóhanna Hólmfríður. d) Elínbjörg. e) Hjalti Sigursveinn, maki Mar- grét Kjartansdóttir, dætur Íris Björg og Fjóla Rún. Sambýlis- kona Helga er Christina Wendt, f. 1956. 4) Haukur, f. 1950, maki Annemarieke Gerlofs, f. 1960. Börn hennar a) Annelose, maki Jóhanna Hjaltadóttir, Hann- amma, er látin. Ömmu og afa tókst að búa til einstakt heimili sem svo gaman var að koma á alla tíð. Ávallt hefur verið gott samband innan fjöl- skyldunnar og á milli fólks. Þetta var amma alltaf ánægð með, hvað allir væru ánægðir og þætti gott að vera saman, það væri aldrei neitt vesen. Amma var einstaklega jákvæð. „Þetta hefði ekki getað verið betra“ var setning sem hún notaði oft, það skipti ekki máli hvort um var að ræða heimsókn á bráða- móttökuna fyrr í ár eða til að lýsa síðasta fjölskylduboði. Hún sá alltaf jákvæðar hliðar á málunum. Þær eru ótalmargar minning- arnar, en af þeim öllum var jóla- dagur í Hæðargarði einstakur. Þar kom öll stórfjölskyldan og átti notalega stund saman. Það var alltaf spilaði á spil, ungir og gaml- ir. Hvort sem það var Actionary þar sem leika átti Hæðargarð eða Fimbulfamb með öllum sínum bröndurum þá var alltaf mikið hlegið. Þetta eru jólin fyrir mér. Yfir öllu þessu ríkti svo amma og passaði að allir fengju nú örugglega nóg að borða. Svona mun ég muna eftir ömmu, gæðastundir saman þar sem öllum líður vel. Sjálfur hef ég reynt að lifa eftir þessu viðhorfi hennar, skapa góðar samveru- stundir og sameiginlegar minn- ingar með fjölskyldu og vinum. Það er margt að þakka fyrir nú þegar komið er að leiðarenda. All- ar lopapeysurnar og prjónaskap- inn sem hún bjó til af svo miklu listfengi. Þakklæti fyrir að börnin okkar hafi fengið að kynnast því að eiga langömmu svona lengi, umhyggju ömmu fyrir því að allir hefðu það gott. Þakklæti fyrir ótal samverustundir allt frá fyrstu kynnum til síðasta dags. Þetta hefði ekki getað verið betra. Þórarinn Örn. Þegar ég var um tvítugt þá borðaði ég hádegismat með ömmu einu sinni í viku. Oft hafði hún lax í matinn því að hún vissi að það er uppáhaldsfiskurinn minn. Borð- búnaðurinn var ekkert alltaf alveg hreinn en það skipti ekki máli. Amma var komin yfir nírætt, orð- in lögblind og sá einfaldlega ekki þegar það var smá skítugt. Þess vegna kom ég og þreif hjá henni fyrir hádegismatinn. Ég er mjög þakklát fyrir þetta fyrirkomulag því það gerði mér kleift að kynn- ast ömmu mun betur en ég hefði annars gert. Henni fannst gaman að segja mér sögur frá því í gamla daga og sýna mér það nýjasta sem hún var að prjóna. Eitt skiptið voru það lopapeysur á barna- barnabörnin. Allir fengu rauðar peysur, bekkurinn hjá stelpunum var gulur en hjá strákunum blár. Eftir matinn drukkum við kaffi saman og borðuðum smákökur. Stundum sagði hún mér sömu söguna margar heimsóknir í röð. Eins og þegar Helga tókst að laga snúningstakkann á uppþvottavél- inni með útskorinni klemmu. Mik- ið sem hún var lukkuleg með þá útsjónarsemi. Eftir kaffið hafði ég yfirleitt lausan tíma áður en ég þurfti að mæta í skólann. Þá stakk amma alltaf upp á því hvort ég vildi ekki leggja mig aðeins undir teppi. Og hvort ég vildi! Það var ekki til betri staður til að leggja sig á en á sófanum hjá ömmu. Amma var engum lík. Alltaf skýr í kollinum og alltaf glöð að sjá mann. Hæðargarðurinn á sérstakan stað í hjartanu. Allir voru vel- komnir til ykkar afa í kaffi og kök- ur. Í garðinum voru öll möguleg blóm og á vorin voru breiður af krókusum, skillum og páskalilj- um. Ég sakna þín amma mín, ná- granni, vinkona og nafna. Nú verðið þið afi saman á ný. Gangið saman hönd í hönd. Og spjallið saman við Hjalta. Þú ert falleg amma, innan sem utan. Ég elska þig. Takk fyrir allt. Jóhanna Kristín Andrésdóttir. Tengdamóðir mín er látin í hárri elli. Forsjónin gaf henni langa og farsæla ævi þar sem hún hélt góðri heilsu og skýrri hugsun fram á síðasta dag. Og forsjónin gaf henni einnig létta lund og óendanlega bjartsýni. „Það var svo heppilegt að…“ sagði hún gjarnan þegar eitthvað kom upp á, og fann jákvæða hlið hverju sinni. „Það var svo heppilegt,“ sagði hún, „að þegar ég datt og hruflaði mig og var flutt á slysa- varðstofuna á laugardagskvöldi þá var það áður en kvöldálagið á slysavarðstofuna byrjaði og því tók aðgerðin enga stund“. Hanna amma, eins og hún var kölluð af flestum, var afburða handavinnukona og ungaði út mynstrum af lopapeysum, húfum, sjölum og vettlingum, og þessi mynstur birtust í ýmsum prjóna- ritum og eru enn vinsæl. Þegar gesti bar að, hvenær sem var, sumar sem vetur, unga sem gamla, átti hún ávallt eitthvert bakkelsi, heimabakað, og var fljót að setja á borðið, kaffi og te handa þeim eldri og síder handa þeim yngri. Svo spjallaði hún við gest- ina og sýndi þeim áhuga og mundi hvað sagt var. Svo voru gestir gjarnan leystir út með lopahúfum, vettlingum eða leistum. Það er ekki skrítið að börnum hennar, barnabörnum og öllum hafi þótt gott að koma þar. Jóla- boðin voru yndisleg, og þar hittust ættingjarnir og afkomendur og fjölmenntu til hennar á jóladag í klassískan jólahátíðarmat og síð- an var tekið í spil og aðra skemmt- an. Þessi jólaboð höfðu verið alla tíð, í það minnsta eftir að ég kom í fjölskylduna. Sjón hennar var slök síðari árin en hún steikti samt laufabrauð og þreifaði þá fyrir sér, og svo prjónaði hún eftir minni. Heyrnin hafði látið undan síga, en hún missti ekki móðinn og tók heyrnartækjum vel. Síðasta jólaboðið var haldið jólin 2019 þegar hún var 100 ára en dætur hennar sáu um matargerð og frá- gang allan og höfðu gert það nokkur síðastliðin ár. Heimili sitt hélt hún fram yfir 101 árs afmælið en þá fékk hún inni á Grund og var mjög sátt. Það þarf að nefna sérstaklega hversu vel starfsfólkið á Grund reyndist henni. Við sem kynntumst Hönnu ömmu höfum hana sem fyrirmynd í okkar lífi, og þá sérstaklega vinnusemina, bjartsýnina og um- hyggjuna fyrir sínu fólki. Ég þakka samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Andrés Þórarinsson. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Þau leiddust gegnum lífið Björn föðurbróðir okkar og Jó- hanna Hjaltadóttir sem við kveðj- um í dag. Þrátt fyrir 12 ára ald- ursmun voru þeir mjög nánir bræðurnir Björn og Ólafur og mikil og góð samskipti milli Hæð- argarðs og Hamrafells. Þar bar aldrei nokkurn skugga á. Í fáeinum minningarorðum er ekki hægt að gera löngum æviferli skil en Jóhanna fagnaði 100 ára afmæli 17.8. 2019 í ógleymanlegri garðveislu umvafin fjölskyldunni. Hún var líka þeim hjónunum í Hæðargarði efst í huga, fjölskyld- an, þessi samstillti hópur sem stækkaði ár frá ári og þau máttu sannarlega vera stolt af þeim öll- um. Afi og amma voru þeim góðar fyrirmyndir í einu og öllu. Börnin á öllum aldri sóttu í þeirra fé- lagsskap allt til kveðjustundar. Það var sérstakt andrúmsloft í Hæðargarði eins og ys, þys og áreiti nútímasamfélags næði ekki þangað inn. Á því heimili voru efnishyggja, græðgi og auðsöfn- un ekki mikils metnar. Jóhanna hafði yndi af gróðri og í sameiningu ræktuðu þau hjónin einstaklega fallegan garð og blóm bæði úti og inni. Prjónarnir voru heill kapítuli þar sem hún hannaði uppskriftir og flíkurnar urðu örugglega óteljandi því það var ekkert slegið af nánast fram á síð- asta dag. Þegar að Björn lést 2009 mátti ætla að Jóhanna legði árar í bát, 90 ára og orðin mjög sjóndöpur. En það var öðru nær hún bjó áfram í Hæðargarðinum sem sýn- ir best hversu ótrúleg seigla og kjarkur einkenndi hana ásamt léttu lundarfari alla tíð. Hláturinn var alltaf skammt undan. Við átt- um margar gæðastundir þar sem hún rifjaði upp gamla daga og alltaf beið dúkað borð með kaffi og lengst af heimabökuðu með- læti. 101 árs flutti Jóhanna á hjúkr- unarheimilið Grund og tók þeim umskiptum með sama æðruleysi og alla tíð hafði einkennt hana en þrekið var farið að minnka. Fáum er það gefið að lifa í 102 ár með óbilandi minni og áhuga á mönn- um og málefnum. Hljóðbækur voru vel nýttar síðustu árin og löngu fyrir jól var hún búin að hlusta á nýjustu bækurnar. Alltaf var fylgst vel með Hamrafellsfjöl- skyldunni og spurt frétta af ung- um jafnt sem öldnum. Lífssólin er sest en minning- arnar lifa um merka ættmóður. Við sendum fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Svíður í sárum, sorg drúpir höfði, góð er gengin á braut. Minningar mildar mýkja og lýsa og leggja líkn við þraut. (H.Z.) Guðný Margrét og Sig- ríður Birna Ólafsdætur. Með Hönnu frænku er gengin sú síðasta af hennar kynslóð í fjöl- skyldunni. Hún var elst systkina sinna, og sú sem lifði lengst. Þeg- ar við heimsóttum hana, rúmri viku fyrir andlátið, fannst okkur eins og alltaf að þetta yrði nú ekki síðasta heimsóknin til hennar. Hún var hress eins og alltaf, spurði margs og sagði frá mörgu, og vitnaði í síðustu samtöl okkar frá því nokkrum mánuðum fyrr. Hún rakti fyrir okkur hvaða bæk- ur hún væri nú að hlusta á og hvað hún væri að bíða eftir að jólabækurnar kæmu á hljóðbók- um. Við vitum að henni fannst hálfaumt að geta ekki gefið okkur neitt almennilegt, en lét kaffi og smákökur duga. En þannig var Hanna. Alltaf sami áhuginn á öllu sem að henn- ar fólki sneri. Alltaf viljinn til að segja frá og fræðast. Alltaf hugs- að um velferð fólksins síns. Alltaf léttleikinn og stutt í hláturinn. Og fallega brosið sem náði alltaf til augnanna. Hún hafði margsagt okkur að þetta væri að verða gott, hún væri orðin alltof gömul. Við vorum henni ekki sammála þótt vissu- lega megi til sanns vegar færa að 102 ár séu hár aldur. Hún saknaði þess að allir jafnaldrar hennar væru farnir, hún hefði ekki leng- ur neinn til að tala við sem hefði alist upp með henni eða á svip- uðum tíma. Hún naut þess engu að síður að hitta fólkið sitt og spjalla. Við munum minnast Hönnu með mikilli hlýju og söknuði, en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana svona lengi. Við vottum öllum ættingjum okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum almættinu fyrir Hönnu frænku. Óli, Ásta, Sigurgeir og Sigurbjörg. Jóhanna Björg Hjaltadóttir Útför í kirkju Hvernig á að standa að undir- búningi útfarar? utforikirkju.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, PÁLS PÁLMASONAR, áður til heimilis að Dverghamri 7, Vestmannaeyjum. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Vestmannaeyjum fyrir einstaka umönnun og væntumþykju í garð Páls Pálmasonar og fjölskyldu hans. Guðrún Kristín Guðjónsdóttir og fjölskylda Okkar ástkæra HREFNA SIGURSTEINSDÓTTIR, Kringlumýri 21, Akureyri, lést 12. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur Guðmundur Pét- ursson var kvaddur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. nóv- ember. Hann háði hetjulega baráttu í tvö ár. Við vágestinn mikla, sem að lokum náði tökunum. Ég á Gumma margt að þakka, svo og fjölskylda mín. Lánsöm var ég er hann kynnti mig fyrir föðurbróður sínum Jónasi Guðmundssyni stýrimanni, er síðar varð eiginmaður minn og átti ég með honum fjögur börn. Jónas lést 1985 eftir stutt veikindi og studdi Gummi okkur það vel, svo og hans fjölskylda, að seint gleymist. Hjálp- semi gleymist ekki. Hann var sér- stakur maður, barngóður með ein- dæmum og ráðagóður. Það var alltaf glatt á hjalla er Gummi birtist með spaugsyrði á vörum, tilsvör hans voru ávallt skondin og svolítið beitt. Myndavélin var oftast með ljósmyndaranum í för og áttum við gott samstarf, þar sem hann mynd- aði málverk Jónasar er síðar voru sett á kort. Hann gerði allt vel, var smekkmaður og listrænn, tranaði sér aldrei fram. Fjölskyldan var Guðmundi allt og átti hann ham- ingjusöm ár með eiginkonu sinni Jónu Jónsdóttur frá Ísafirði i ein 20 ár, sem nú sér á eftir yndislegum eiginmanni. Þakka fallega samfylgd, Guð blessi þig. Jónína Herborg Jónsdóttir, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka. Gummi frændi var pottþéttur karl. Hjartahlýr eldri bróðir pabba, jarðbundinn og yfirvegaður. Á köfl- um alvörugefinn og maður sem samþykkti ekkert kjaftæði. Okkur Guðmundur Pétursson ✝ Guðmundur Pétursson fæddist 15. mars 1947. Hann lést 2. nóvember 2021. Útför hans fór fram 16. nóvember 2021. systkinunum (sér- staklega einum aðila) þótti alltaf gaman að fá Gumma til að skella upp úr með einhverjum fíflalát- um. Því mætti hann með stóru brosi og léttri lund. Svo tókst honum að koma okk- ur niður á jörðina og var til í spjall um mál líðandi stundar. Hann mætti undantekningar- laust til að fagna með okkur nýá- unnum áföngum í lífinu, hvort sem það var afmæli, útskrift, listasýn- ing eða heimkoma úr langri reisu. Hann festi ávallt mikilvægar stundir á filmu. Náði fallegum augnablikum og deildi með okkur filmunni. Hann sýndi okkur kær- leika og umhyggju og tókst ein- hvern veginn alltaf að hitta nagl- ann á höfuðið þegar kom að gjöfum. Það var alltaf skemmtileg- ast að opna gjafirnar frá Gumma frænda. Þær voru aðsniðnar per- sónuleika okkar og létu manni líða þannig að maður væri mikils virði. Gjafmildi, örlæti og gestrisni eru kostir sem voru Gumma eðlislæg- ir. Með lifnaðarháttum sínum kenndi Gummi frændi okkur krökkunum mínimalískan lífsstíl, hvað einfaldleikinn og „stílhrein- leikinn“ er þægilegur. Þetta hefur hann eins og pabbi eflaust erft frá afa sem laumaði ósjaldan inn lífsspekifrösum eins og „less is more“ (minna er meira). Ætli fras- inn hans Gumma væri ekki „qua- lity over quantity“ (gæði umfram magn). Það hefur kannski ekki al- veg sokkið inn hjá okkur ennþá en við munum taka þetta með okkur inn í framtíðina. Kærar þakkir, elsku Gummi, fyrir margar góðar stundir. Þú munt lifa áfram í hjört- um okkar allra. Baldur Héðinsson, Heimir Héðinsson og Hrafnhildur Héðinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.