Morgunblaðið - 03.12.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
Tilkynningar
Auglýsing um skipulagsáform
í Skútustaðahreppi
Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðhrepps
2011 – 2023 og deiliskipulag Skjólbrekku
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 27. október
2021 að auglýsa skv. 2. mgr. 41. gr. og 31. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi Skjólbrekku og breyt-
ingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011–2023.
Breyting á aðalskipulagi felur í sér að 0,6 ha af land-
búnaðarlandi við Skjólbrekku á Skútustöðum er skilgreint
sem íbúðarbyggð sem nánar er útfærð í deiliskipulagi sem
unnið er samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Deiliskipulag Skjólbrekku tekur yfir 12,6 ha svæði þar sem
litið er til áhrifasvæðisins í heild og settir fram skilmálar
um þróun svæðisins, fyrirhugaða íbúðaruppbyggingu og
áhrifamat vegna framkvæmda.
Deiliskipulag Bjarkar
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 24. nóvem-
ber 2021 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 tillögu að deiliskipulagi Bjarkar. Tillagan byggir á
tillögu sem unnin var árið 2009 en tók ekki gildi. Í tillögunni
eru tilgreindar núverandi byggingar og áform um bætta
aðstöðu fyrir veitingasölu og aðstöðu ferðamanna, bygging-
arreitur undir íbúðarhús og aðkoma að svæðinu lagfærð.
Skipulagssvæðið er 4,24 ha að stærð.
Tillöguuppdrættir og greinargerðir munu liggja frammi á
skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn, frá
og með föstudeginum 3. desember 2021 með athuga-
semdafresti til og með föstudeginum 14. janúar 2022. Þá
eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútu-
staðahrepps undir flipanum skipulagsauglýsingar. Þeim
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að
gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum
skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6,
660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið:
atli@skutustadahreppur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir
við tillögunar innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Atli Steinn Sveinbjörnsson,
skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Zumba Gold
60+ kl. 10.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10,
Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda 40 kl. 10.20. Aðventubingó kl.
13.30, spjaldið kostar 350 kr. Kaffi kl. 14.30-15. Nánari upplýsingar í
síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Leikfimi og yoga með Milan. Bingó kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
Sími: 411 2600.
Boðinn Pílukast kl. 10. Línudans fyrir byrjendur kl. 14.15. Línudans
fyrir lengra komna kl. 15. Sundlaugin er opin kl. 13.30-16.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Myndlist með
Margréti Z. kl. 9.30. Boccia í salnum kl. 10.30. Stólaleikfimi með Silju
kl. 12.30 (hvetjum fólk að koma og prufa). Ættfræðigrúsk kl. 13.30.
Allir velkomnir. Opið kaffihús kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl.
9.45-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl.
10. Dansleikfimi í Sjál. kl. 9.30 komin í jólafrí. Söngstund kl. 11.10 í
Jónshúsi fellur niður. Félagsvist kl. 13 í Jónshúsi fellur niður vegna
fjöldatakmarkana. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13-16.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9-
11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Útskurður kl. 9-12.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9.45. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10.30. Bridge kl. 13.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8.30 í Borgum. Pílukast í Borg-
um kl. 9.30. Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Gönguhópur Korpúlfa
kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Bridgehópur Korpúlfa kl.
12.30 í Borgum og hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum og
tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Allir hjartanlega velkomnir og
sóttvarnir í heiðrum hafðar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag hittist föstudagshópur í handa-
vinnustofu 2. hæðar kl. 10.30-11.30. Þá er opin handavinnustofa kl. 13-
16. Hallgrímur Helgason kemur og les upp úr bók sinni, Sextíu kíló af
kjaftshöggum, kl. 12.30. Þá er bingó kl. 13.30-14.30 í matsal. Eftir það
er vöfflukaffi, kl. 14.30.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Syngjum inn jólin í
söngstundinni í dag kl. 13. Allir velkomnir. Kr. 500.- Kaffi á eftir. Spilað
í króknum kl. 13.30.
Bækur
Bækur
Bækur úr bílskúrnum.
Opin sölusíða á Facebook
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýr 2022 Ford Transit 350 Trend
Double Cab 7 manna með palli.
Þessir bílar eru ófánlegir í dag en við
eigum þennan til afhendingar strax!
Verð: 5.300.000 án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Smá- og raðauglýsingar
Þá er elsku pabbi
farinn í sína hinstu
för, minningarnar
hrannast upp hver af
annarri. Sú fyrsta sem kemur upp
er þegar við höldumst í hendur, ég
er hægra megin, fjögurra ára
gamall, við hlið hans. Mér verður
litið upp, ég sé vangasvipinn, við
erum að labba af Snæfellsásnum
til Möggu frænku og Einars í
Naustabúðinni, það er sumar, létt-
skýjað, hægur norðanandvari,
beinaverksmiðjan komin í sum-
arfrí, rykið þyrlast upp þegar við
fetum Skólabrautina, fuglarnir
syngja, sólin hátt á lofti, lífið er
ljúft, pabbi í köflótta jakkanum
sínum, handabandið traust og
öruggt. Við erum ósigrandi. Til-
hugsunin um að pabbi sé farinn er
í senn yfirþyrmandi og óraunveru-
leg, þessi mikli orkubolti sem
hann var alla sína tíð þrátt fyrir
mörg óhöpp og slys sem stundum
virtust elta hann uppi, þá var alltaf
bara eitt í stöðunni; að halda
áfram veginn sama hvað á dundi,
uppgjöf var ekki til í hans orða-
forða. Þegar ég var fimm ára,
sumarið 1970, fékk ég að fara í
fyrsta skipti með pabba á sjóinn, á
gamla Hamri SH 224, sem var 50
tonna opinn eikarbátur, frá Rifi
yfir nótt til Njarðvíkur þar sem
Hamar fór í slipp. Ferðin tók átta
tíma, ég var sjóveikur alla leiðina
þó svo að veðrið hafi verið frekar
gott og lá ég í skipstjórakojunni
ælandi af og til í smurolíufötu sem
var með botnfylli af sjó við hlið
kojunnar, með aðstoð frá pabba
þegar þess þurfti. Við vorum þrír
sem sigldum yfir Faxaflóann
þessa nótt, sá þriðji var vélstjór-
inn og sómamaðurinn Kristján
Þorkelsson eða bara Stjáni í
Móabæ. Pabbi var mikill áhuga-
maður um sjómennsku, það var
fátt sem hann vissi ekki sem við-
kom sjó og sjávarútvegi. Hann var
farsæll skipstjóri, hamhleypa til
allra verka, engin verkefni óyfir-
stíganleg eða honum ósamboðin.
Öllum líkaði vel að vera með hon-
um sem skipstjóra það ég best
veit. Pabbi var réttsýnn og sann-
gjarn, hann átti gott með að setja
sig í spor þeirra sem sátu hinum
megin borðsins ef því var að
skipta. Pabbi hafði mikla unun af
lestri, hann las nánast allt sem
hönd var á festandi enda marg-
fróður um svo ótal margt og ein-
staklega minnugur, sem kom sér
vel í starfi hans sem skipstjóri,
hann gat þulið upp mið, lengdar-
og breiddar- og dýptartölur án
mikillar fyrirhafnar. Þrátt fyrir
bága heilsu síðustu 25 árin eða svo
Reynir
Benediktsson
✝
Reynir Bene-
diktsson fædd-
ist 5. janúar 1946.
Hann lést 11. nóv-
ember 2021.
Útför Reynis fór
fram 2. desember
2021.
bar hann sig oftast
vel og vildi ekki gera
mikið úr því, við-
kvæðið hjá honum
var oft „það er ekkert
að mér, ég hef það
fínt“.
Elsku pabbi, það á
eftir að reynast mér
erfitt að feta lífsins
veg án þinnar nær-
veru, að sættast við
það að þú sért ekki
lengur til staðar, fá ekki að sjá
skútutattóið þitt einu sinni enn, fá
ekki að heyra röddina þína eitt
skiptið til, fá ekki að taka utan um
þig aftur. Finna ekki aftur pabba-
lyktina.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Rúnar Reynisson.
Ég var 19 ára þegar ég hitti
hann fyrst. Hæglátur, rólegur og
vinnusamur maður sem alltaf setti
aðra í fyrsta sætið. Maður sem alla
tíð forðaðist sviðsljósið og tók
aldrei heiðurinn fyrir sín dáðaverk
en benti heldur á aðra. Ég tók
strax eftir fallegu röddinni hans og
hjartahlýjunni sem af honum
skein. Ég á það víst til að dæma
fólk af framkomu þess við dýr og
þar var Reynir í sérflokki. Að sjá
þennan fullorðna mann sýna kis-
unum (og öllum öðrum lifandi ver-
um) svo mikla ástúð og virðingu.
Ég féll samstundis fyrir honum
sem manneskju. Og hann óx aðeins
í áliti eftir því sem leið á kynni okk-
ar.
Það leið ekki á löngu þar til
Reynir varð afi míns fyrsta barns
og síðar annars. Þvílík forréttindi.
Hlutverkinu tók hann fagnandi og
hvílíkur afi sem hann var. Hann
gaf sig heill að börnunum, sinnti
þeim af mikilli væntumþykju, óbil-
andi þolinmæði, skilningi og
áhuga. Hann varð besti vinur og fé-
lagi barnanna og tók þátt í hinum
ótrúlegustu uppátækjum. Dóttirin,
sem frá fyrstu stundu var ákveðin
og listræn, fékk að klæða hann upp
sem prinsessu og taka þátt í
heimatilbúnum leikritum. Svo ég
tali nú ekki um áhrifin sem hann
hafði á orkumikinn son minn sem
ekki alltaf var tilbúinn að hlýða og
hlusta. Hann róaðist alltaf um leið
og afi talaði við hann; hlustaði,
skildi og hlýddi. Enda vissi afi allt.
Afi var mikill gleðigjafi og átti
það stundum til að vera stríðinn,
börnunum til ómældrar ánægju.
Aldrei nokkurn tíma hef ég heyrt
son minn hlæja eins innilega og
þegar þeir tveir fundu upp á ein-
hverjum grallaraskap saman. Það
er ekki svo langt síðan þeir tveir
fundu upp á því að skipta út upp-
þvottaburstanum mínum fyrir
annan vel ónýtan og svo veltust
þeir um af hlátri þegar ég skildi
hvorki upp né niður. Ég held að
ekkert geti toppað þá tilfinningu
sem það vekur í móðurhjartanu að
heyra börnin hlæja frá sálinni eins
og þau gerðu með afa. Afi var með
öðrum orðum hreint út sagt ein-
stakur – en átti þó tvífara í Hafn-
arfirðinum. Við mættum þessum
tvífara á rúntinum í Hafnarfirði
fljótlega eftir að afi hætti að borða
óhollt. Þá keyrði þessi tvífari oft
um Hafnarfjörðinn með ís í hendi.
Börnin héldu að þarna færi afi en
ég hélt nú ekki, afi borðar jú ekki
ís.
Á þessari stundu finn ég fyrir
svo miklu þakklæti. Það er mér
sannur heiður að hafa fengið að
verða Reyni samferða hluta úr
lífsins vegferð og fyrir að hafa átt
hann að fyrir bæði mig og börnin
mín. Það er sannarlega ekki kom-
ið að kveðjustund, því hann mun
lifa áfram í minningunum, í hjört-
um okkar og halda áfram að vera
okkur hvatning til að vera betri
manneskjur.
Elfan dýpst að djúpi streymir,
dynur minnst, því lygn hún er.
Indælt hana ávallt dreymir,
er til hafs hún flýtir sér.
Sjálf hún speglar himin heiðan,
veitir landi björg og bót,
berst þó ávallt hafi mót.
Lund þín virtist lík því vera,
ljúf og djúp, en þó svo sterk;
á því léztu eigi bera,
er þú framdir dáðaverk.
Friðsamt var þitt hreina hjarta,
heilagt skein þar ljós guðs bjarta;
dagsverk þarft þú hafðir hér,
himinn bjó í sálu þér.
(Friðrik Friðriksson)
Sigríður Kr. Kristþórsdóttir.
Einstakur maður hefur kvatt
þessa jarðvist. Mín fyrstu kynni
við hann voru er sonur hans og
Hönnu kynntist dóttur minni fyrir
meira en 20 árum og hóf búskap
með henni. Þau gáfu þeim og okk-
ur hjónum tvö yndisleg barna-
börn. Það urðu okkar fyrstu afa-
og ömmutitlar. Við hjónin náðum
góðri tengingu við Reyni og
Hönnu alla tíð. Ég er þakklát fyrir
þær stundir sem við áttum saman.
Reynir var traustur, rólyndur
maður með góðan húmor.
Umhyggjusemi allsráðandi og
manni leið ætíð vel í hans návist.
Hann var víðlesinn og fróður um
menn og málefni. Talaði aldrei
styggðaryrði um nokkurn mann.
Hann hafði einstaklega gott lag á
börnum og þau hændust að hon-
um. Hann naut sín við leik með
þeim. Ekki aðeins barnabörnum
sínum, þau Hanna voru einnig „afi
og amma“ barna Agnesar Þóru
dóttur minnar.
Reynir var einstaklega hjálp-
samur og vildi allt fyrir aðra gera.
Hann setti sjálfan sig aldrei í
fyrsta sæti, fannst aðrir eiga það
betur skilið en hann.
Ég mun minnast Reynis með
virðingu og hlýju.
Elsku Hanna og aðrir ættingj-
ar, megi minningin um góðan
mann styrkja ykkur í sorginni.
Ása Björk Þorsteinsdóttir.
Elsku Bergþóra,
það verður mikill
tómleiki þegar þú
ert búin að kveðja
þetta líf en við vor-
um búnar að þekkjast svo lengi
og búnar að vera í svo nánum
tengslum, sérstaklega fyrstu
búskaparárin okkar Jonna. Þú
Bergþóra
Jónsdóttir
✝
Bergþóra Jóns-
dóttir fæddist
28. júní 1929. Hún
lést 18. nóvember
2021.
Útförin fór fram
29. nóvember 2021.
verður alltaf til í
huga mínum og nú
ertu farin til að
hitta Óla okkar og
Bryndísi sem fóru
allt of snemma frá
okkur. Takk fyrir
alla rúmlegu þrjá
áratugina sem við
þekktumst og
notalegu minning-
arnar. Það var allt-
af svo hlýlegt og
heimilislegt að koma í Fjólu-
götuna og búa í litlu sætu íbúð-
inni meðan við vorum að
byggja og brasa en þú vildir
alltaf hjálpa til og hjálpa öllu
fólkinu þínu og varst bara
þannig, gefandi og góð og vildir
hjálpa og styðja við fólkið þitt,
það var þitt líf og yndi. Þegar
ég hugsa til baka þá kemur
svona ilmur af sunnudagslæri
þegar við hittumst öll, amma
Kristín, Kristinn, Edda og allir
strákarnir okkar sem þú varst
svo stolt af. Svo þegar við flutt-
um suður þá komum við lengi
vel reglulega norður um jólin
og áttum notalegar stundir.
Takk fyrir allt elsku amma
Bebba, það var mikil og góð
reynsla að kynnast þér og þú
varst besta tengdamamma sem
ég hefði getað átt. Bið að heilsa
Óla og Bryndísi og að sjálf-
sögðu ömmu Kristínu og knús-
aðu þau frá mér.
Kveðja,
Ólöf Sæmundsdóttir.