Morgunblaðið - 03.12.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.12.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021 „EITTHVAÐ FLEIRA? KAFFI, EFTIRRÉTT, RÁÐLEGGINGAR UM ÁSTARSAMBÖND?“ „ÉG HÉLT AÐ ÞETTA VÆRI BARA EINN HUNDUR Í GÆLUDÝRABÚÐINNI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leggja saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann JÓN ÁRDAL , ÞÚ ERT DJÚPVITUR MAÐUR HÚN LÆTUR MIG SMAKKA KARTÖFLUFLÖGUR TIL AÐ KANNA HVORT ÞÆR ERU GAMLAR ÉG SKIPTI LÍSU MIKLU MÁLI HÚN LEITAR STÖÐUGT RÁÐA HJÁ MÉR EN VIÐÆTLUM AÐ VELJA OKKUR ALLT! TAKK! GREIFINN KEMUR VON BRÁÐAR. ÞIÐ MEGIÐ KOMA INNOG TYLLA YKKUR EF ÞIÐ VELJIÐ AÐ BÍÐA! ÞÚ + ÉG = greinar og bókakafla um rann- sóknir sínar. Árið 2011 var Bjarna veitt viðurkenning Líffræðifélags Íslands fyrir gott upphaf á starfs- ferli. Bjarni hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum tengdum sér- fræðiþekkingu og störfum sínum. Bjarni hefur sinnt fjölmörgum áhugamálum. Hann gekk í Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi árið 1994 og eftir að hann flutti norður hefur hann starfað með Björgunarsveit- inni Gretti á Hofsósi. Bjarni hefur í um 20 ár verið í svæðisstjórn björg- unarsveita í Skagafirði og um nokk- urn tíma setið í Landsstjórn björg- unarsveita. Bjarni hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum þróun björgunarsveitarmála, sérstaklega aðgerða- og leitarmála. Hann hefur t.d. stundað rannsóknir í leitarfræði og starfað með aðgerðastjórn al- mannavarna á Norðurlandi vestra. Árið 2007 stofnaði Bjarni Bjór- setur Íslands á Hólum. Bjórsetrið er áhugamannafélag um bjórmenn- ingu og rekur bæði bar og brugghús á Hólum, þar sem Bjarni sér um bruggun. „Bjórsetrið hefur staðið fyrir ýmiskonar viðburðum og fræðslu tengdri bjór og bjórgerð og ber þar hæst mánaðarlangt bjór- gerðarnámskeið sumarið 2021 og árlega bjórhátíð, sem því miður hef- ur fallið niður síðustu tvö ár.“ Fjölskylda Systkini Bjarna eru Freydís Kristjánsdóttir, f. 16.2. 1965, mynd- listarmaður í Hafnarfirði; Ólafur Þ. Kristjánsson, f. 19.1. 1966, verktaki í Hafnarfirði; Jóhanna Kristjáns- dóttir, f. 19.1. 1966, d. 14.1. 1973. Foreldrar Bjarna: Sigríður Bjarnadóttir, f. 3.7. 1945, lengst af starfsmaður í íþróttahúsi Víðistaða- skóla, búsett í Hafnarfirði, og Krist- ján Bersi Ólafsson, f. 2.1. 1938, d. 5.5. 2013, skólameistari Flensborg- arskólans í Hafnarfirði. Bjarni Kristófer Kristjánsson Ragnhildur Jensdóttir húsfreyja í Króki í Selárdal Gísli Árnason bóndi í Króki í Selárdal, Ketildölum í Arnarfirði Ragnhildur G. Gísladóttir húsfreyja í Hafnarfirði Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði Kristján Bersi Ólafsson skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði Bessabe Halldórsdóttir bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði Sigríður Ólafía Gísladóttir húsfreyja á Hóli í Bakkadal Finnbogi Jónsson bóndi á Hóli í Bakkadal, Ketildölum í Arnarfirði Ragnhildur G. Finnbogadóttir húsfreyja í Fremri-Hvestu Bjarni S. Kristófersson bóndi í Fremri-Hvestu, Ketildölum í Arnarfirði Ingibjörg Halldóra Gestsdóttir húsfreyja í Fremri- Hvestu og Reykjavík Kristófer Kristófersson bóndi í Fremri-Hvestu, seinna sjómaður í Reykjavík Ætt Bjarna K. Kristjánssonar Sigríður Bjarnadóttir fv. starfsmaður í Íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Ég fékk góðan póst: „Gestur Guðfinnsson hét maður sem las prófarkir á Alþýðublaðinu og var laglega hagorður. Hann var mikill ferðafélagsmaður og orti um náttúruna. Hann setti sumt í Al- þýðublaðið og hét þá Lómur. Esjan fékk sinn skammt, þar á meðal þetta ástarljóð: Mikið lifandis ósköp er Esjan ljót, að aftan jafnt sem að framan. Að skakklappast þar um skriður og grjót er skelfing leiðinlegt gaman. Um Esjuna margt hef ég misjafnt spurt. Mjög er hún kaunum hlaðin. Það ætti að flytja fjallið á burt og fá sér annað í staðinn. Jón Ingvar Jónsson orti þessar tvær fyrir nokkrum árum: Stjórnin hefur höfuð tvö, hún er völt á stóli. Þetta ljóð frá A til Ö orti ég á hjóli. Ort í blíðunni: Fagnar degi foldar skart og fer á stjá í einum rykk. Æðislega er Esjan smart en Akrafjallið dáldið sikk.“ Guðrún B. lét þessa athugasemd fylgja lausn sinni á vísnagátunni, sem birt verður á morgun: „Þegar ég gúglaði lausnarorðið fann ég annan Gest en Gest Pálsson, það er að segja Gest Guðfinnsson. Sá var nefndur Lómur og orti talsvert um veðurlag. Í einni bóka hans, Hundr- að skopkvæði, er ljóðið Áttavit- anámskeið og lokaerindið kannski viðeigandi núna: Á námskeiðinu er gestkvæmt … og glímt við stórt og smátt og gott er að sem flestir láti sjá sig, þar læra menn í raun og veru … að reikna út stefnu og átt. Og ríkisstjórnin hefur látið skrá sig. Mjólkurfernan fer upp í 176 krónur. Anton Helgi Jónsson yrkir í Boðnarmjöð: Af vonbrigðum víbrar allt hverfið því verðbólgan reynist svo erfið. En langi nú fólk í lítra af mjólk það lofsyngur raðgreiðslukerfið. Davíð Hjálmar Haraldsson sendir „Síðbúnar hugleiðingar um kon- ungleg málefni“: Ættarskömm síns eðla kyns Andrew þykir Bretaprins. Hann er kolsvört kartnögl á kóngafólksins stórutá. Ármann Þorgrímsson segir þetta „umhugsunarefni“: Sjálfsvorkunn ef særir þig sorgir á þig leita kannski að horfa í kring um sig kynni ýmsu að breyta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Misjafnt ort um Esjuna Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.