Morgunblaðið - 03.12.2021, Blaðsíða 26
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Selfyssingurinn Guðmundur Þór-
arinsson og samherjar hans í New
York City í bandarísku knattspyrn-
unni eru í spennandi stöðu um þessar
mundir. Liðið er eitt fjögurra sem
eftir eru í úrslitakeppninni og þarf að
vinna tvo leiki til viðbótar til að verða
meistari. Fram undan er úrslita-
leikur í Austurdeildinni á sunnudag-
inn eftir að hafa lagt New England
Revolution, lið Arnórs Ingva
Traustasonar, að velli eftir fram-
lengdan leik og vítaspyrnukeppni.
„Þetta var klikkaður leikur eftir á
að hyggja. Þarna mættust tvö hörku-
lið og kannski má segja að á heildina
litið hafi þetta verið tvö bestu liðin í
Austurdeildinni ef maður horfir yfir
tímabilið þótt auðvitað séu fleiri öflug
lið í deildinni. Við náðum í frábæran
sigur, sérstaklega þar sem við spil-
uðum á útivelli. Þetta var frekar
kaflaskiptur leikur. Við höfðum yfir-
höndina á köflum og þeir höfðu yfir-
höndina á köflum. Það voru skoruð
tvö mörk í framlengingu og svo end-
aði þetta í vítaspyrnukeppni. Ég held
að áhorfendur hafi ekki getað kvart-
að undan þessari skemmtun.“
Guðmundur tekur fram að fyrir-
komulagið varðandi úrslitakeppnina
hjálpi ekki liðinu sem hafnar í efsta
sæti sem í þessu tilfelli var New Eng-
land. Liðið sat yfir í fyrstu umferð og
hafði ekki spilað lengi þegar kom að
leiknum.
„Þeir rúlluðu yfir deildina og
misstu eiginlega aldrei dampinn. Það
má alveg gagnrýna hvernig þetta er
allt sett upp hérna í Bandaríkjunum.
New England þurfti ekki að spila í
fyrstu umferð úrslitakeppninnar og
fór beint í aðra umferð. Fyrir þá er
ekki létt að fara í leik í úrslitakeppn-
inni eftir að hafa ekki spilað leik í
hátt í mánuð. Það er svolítið sérstakt
hvernig fyrirkomulagið er. Úrslit síð-
ustu ára sýna að liðið sem hafnar í
efsta sæti dettur oft út í fyrsta leik.
Það er skiljanlegt því maður veit
sjálfur hvernig það er að spila ekki
lengi. Þá er ekki heppilegt að fara
beint í hraðan leik í útsláttarkeppni.“
„Einhver ára yfir okkur“
Guðmundur segir að þótt leikmenn
New York City komi héðan og þaðan
úr heiminum þá takist mönnum að
skilja hver annan þegar komið er á
grasið.
„Ég fer ekki ofan af því að mér
finnst við vera með besta liðið. Hóp-
urinn hjá okkur er rosalega bland-
aður og til dæmis eru margir Suður-
Ameríkumenn sem tala litla ensku.
Engu að síður er stemningin bara fín
í klefanum. Maður reynir einhvern
veginn að tengja við menn þótt við
tölum ekki sama tungumálið. Það er
hálffyndið að hugsa til þess en menn
kunna fótbolta og reyna að spila vel
saman. Mér finnst vera einhver ára
yfir okkur og ég hef trú á því að við
getum farið alla leið. Ég fann
snemma að við værum með mjög
gott lið. Þetta er mjög spennandi
staða sem við erum í og þetta eru allt
úrslitaleikir.“
Á sunnudagskvöldið mætast Phila-
delphia Union og New York City.
Árangur í deildakeppninni ræður því
hverjir fá heimaleik í úrslitakeppn-
inni en Philadelphia hafnaði í öðru
sæti í Austurdeildinni en New York í
fjórða sæti.
Auknar vinsældir
Í gegnum áratugina hafa verið
gerðar ýmsar tilraunir til að athuga
hvort knattspyrnan geti öðlast al-
mennar vinsældir í Bandaríkjunum.
Guðmundur segir að vinsældirnar
aukist hægt og bítandi þótt rót-
grónar greinar eins og hafnabolti,
ameríski fótboltinn, körfuboltinn og
íshokkí séu með sterka stöðu.
„Þetta er klárlega á eftir þeim
greinum sem Bandaríkjamenn
þekkja betur, eins og NFL, NBA,
NHL, og New York Yankees er auð-
vitað mjög stórt í borginni. En maður
finnur að áhuginn á knattspyrnunni
er að aukast mikið. Allt í kringum
íþróttina er orðið mjög flott hérna
eins og aðstaðan hjá liðunum. Hér er
miklu rólegri stemning á leikjum og
fólk horfir á leiki á annan hátt en í
Evrópu. Á leikjum hjá okkur syngja
áhorfendur reyndar oft á spænsku
sem er athyglisvert. Nú þegar lands-
lið Bandaríkjamanna er orðið svona
gott þá held ég að íþróttin verði
stærri hérna, hægt og rólega. Deildin
er líka orðin mjög góð og það hlýtur
að hafa eitthvað segja,“ sagði Guð-
mundur.
Spila á Yankee Stadium
Spurður um hvernig sé að búa í
heimsborginni þá segir Guðmundur
það vera lífsreynslu.
„New York er auðvitað mögnuð
borg. Þegar maður er á röltinu þá
getur maður alltaf séð eitthvað nýtt
hvort sem það eru kaffihús, veitinga-
staðir, verslanir eða eitthvað annað.
Maður hefur alveg lent í því tvisvar
eða þrisvar að það sé svo gaman að
skoða sig um í borginni að maður
hefur kannski gengið 25 kílómetra.
Þetta er töluvert öðruvísi borgarlíf
en ég hef upplifað áður og maður
þarf að skipuleggja hvernig maður
vill eyða tímanum. Einnig er margt
skrítið að sjá hérna enda er maður nú
bara frá Selfossi.
En svo hef ég auðvitað einnig verið
hérna á tímum þar sem heimsfarald-
urinn hafði mikil áhrif. Það voru tölu-
verð vonbrigði hérna fyrsta árið að
vera fluttur til New York þegar allt
gerbreyttist en auðvitað hafa allir
lent í því að veiran hafi haft áhrif á
lífsgæði,“ sagði Guðmundur sem spil-
ar heimaleiki á Yankee Stadium,
heimavelli hafnaboltaliðsins New
York Yankees.
New York City þarf að eignast eig-
in leikvang og forráðamenn félagsins
eru með metnaðarfullar hugmyndir í
þá veruna. „Það er auðvitað sérstakt
að spila á Yankee Stadium enda ekki
hannaður sem knattspyrnuvöllur.
Hjá félaginu átta menn sig á því að
þeir þurfa að eiga heimili en ekki fá
lánaðan heimavöll. Hugmyndir New
York City ganga út á að kaupa svæði
á Manhattan, rífa eitthvað niður og
byggja knattspyrnuvöll. Það er
markmiðið og mér skilst að vinnan
við það gangi ágætlega en það er
ekkert auðvelt að byggja völl inni á
Manhattan þar sem hver einasti fer-
metri er nýttur. Vonandi gengur það
upp hjá þeim og þá verður þetta
geggjað dæmi þótt við sem erum í
liðinu núna náum væntanlega ekki að
spila þar,“ sagði Guðmundur Þór-
arinsson í samtali við Morgunblaðið.
Á vellinum
skilja menn
hver annan
- Guðmundur Þórarinsson getur orð-
ið bandarískur meistari með New York
Ljósmynd/New York City
Sigur Guðmundur Þórarinsson fagnar Alexander Callens eftir vítaspyrn-
una sem tryggði New York City sigur og þátttökurétt í úrslitaleiknum.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
England
Tottenham – Brentford ........................... 2:0
Manchester United – Arsenal................. 3:2
Staðan:
Chelsea 14 10 3 1 33:6 33
Manch. City 14 10 2 2 29:8 32
Liverpool 14 9 4 1 43:12 31
West Ham 14 7 3 4 25:17 24
Arsenal 14 7 2 5 17:20 23
Tottenham 13 7 1 5 13:17 22
Manch. Utd 14 6 3 5 24:24 21
Wolves 14 6 3 5 12:12 21
Brighton 14 4 7 3 13:15 19
Leicester 14 5 4 5 22:25 19
Crystal Palace 14 3 7 4 19:20 16
Brentford 14 4 4 6 17:19 16
Aston Villa 14 5 1 8 19:23 16
Everton 14 4 3 7 17:24 15
Leeds 14 3 6 5 13:20 15
Southampton 14 3 6 5 13:20 15
Watford 14 4 1 9 19:26 13
Burnley 13 1 7 5 14:20 10
Norwich 14 2 4 8 8:28 10
Newcastle 14 0 7 7 16:30 7
Holland
AZ Alkmaar – Fortuna Sittard.............. 2:1
- Albert Guðmundsson lék í 87 mínútur
með AZ Alkmaar.
_ Efstu lið: Ajax 36, Feyenoord 32, PSV 31,
Utrecht 26, Cambuur 24, Vitesse 23,
Twente 22, AZ Alkmaar 20, Go Ahead 20.
Danmörk
B-deild:
Hvidovre – Esbjerg ................................. 2:0
- Ísak Óli Ólafsson lék allan leikinn með
Esbjerg en Andri Rúnar Bjarnason var
ekki í hópnum.
Ítalía
Torino – Empoli........................................ 2:2
Lazio – Udinese ........................................ 4:4
Staða efstu liða:
Napoli 15 11 3 1 32:9 36
AC Milan 15 11 2 2 33:18 35
Inter Mílanó 15 10 4 1 36:15 34
Atalanta 15 9 4 2 32:17 31
Roma 15 8 1 6 24:16 25
Fiorentina 15 8 0 7 24:20 24
Juventus 15 7 3 5 20:16 24
Bologna 15 7 3 5 21:24 24
Lazio 15 6 4 5 29:29 22
4.$--3795.$
HM kvenna
Leikið á Spáni:
E-RIÐILL:
Þýskaland – Tékkland ......................... 31:21
Ungverjaland – Slóvakía ..................... 35:29
F-RIÐILL:
Suður-Kórea – Kongó .......................... 37:23
Danmörk – Túnis.................................. 37:23
G-RIÐILL:
Króatía – Brasilía ................................. 25:30
Japan – Paragvæ.................................. 40:17
H-RIÐILL:
Spánn – Argentína ............................... 29:13
Austurríki – Kína.................................. 38:27
Meistaradeild karla
B-RIÐILL:
París SG – Kielce................................. 32:27
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 1
mark fyrir Kielce og Haukur Þrastarson 1.
_ Kielce 14, Veszprém 12, París SG 11,
Barcelona 11, Motor Zaporzhye 8, Flens-
burg 7, Porto 5, Dinamo Búkarest 4.
Þýskaland
Leipzig – Balingen .............................. 31:24
- Daníel Þór Ingason skoraði ekki fyrir
Balingen og Oddur Gretarsson var ekki
með.
Stuttgart – Minden.............................. 35:31
- Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir
Stuttgart og átti 5 stoðsendingar og Andri
Már Rúnarsson skoraði 2 mörk.
Sviss
Kadetten – Bern .................................. 32:27
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
%$.62)0-#
1. deild karla
Hamar – Álftanes ............................... 73:106
Staðan:
Haukar 10 9 1 1037:733 18
Höttur 9 8 1 916:746 16
Álftanes 11 8 3 1028:908 16
Sindri 10 6 4 909:862 12
Selfoss 10 5 5 846:869 10
Skallagrímur 10 4 6 830:842 8
Hrunamenn 10 4 6 871:968 8
Fjölnir 9 4 5 788:830 8
Hamar 11 2 9 849:1008 4
ÍA 10 0 10 737:1045 0
NBA-deildin
Indiana – Atlanta.............................. 111:114
Orlando – Denver ............................. 108:103
Washington – Minnesota ................. 115:107
Boston – Philadelphia .......................... 88:87
Miami – Cleveland.............................. 85:111
Milwaukee – Charlotte..................... 127:125
Neew Orleans – Dallas..................... 107:139
Oklahoma City – Houston ............... 110:114
LA Clippers – Sacramento .............. 115.124
4"5'*2)0-#
er tvö á eftir Svíum en þeir fengu
58,875 stig og Íslendingar 56,250
stig. Aðeins sex þjóðir keppa í
karlaflokki á mótinu og fara allar í
úrslitin en Portúgal, Bretland,
Aserbaídsjan og Slóvenía röðuðu
sér í þriðja til sjötta sæti.
Miðað við úrslitin stefnir allt í
einvígi Svía og Íslendinga um gull-
verðlaunin í báðum flokkum.
Í dag er keppt til úrslita í ung-
lingaflokkum á mótinu og þar
verða tvö íslensk lið á ferðinni,
stúlknaliðið og blandaða liðið.
Bæði íslensku liðin í flokki fullorð-
inna höfnuðu í öðru sæti í undan-
keppni Evrópumótsins í hópfim-
leikum í Guimaraes í Portúgal í
gær og keppa til úrslita um Evr-
ópumeistaratitilinn á morgun.
Kvennalið Íslands fékk 54,150
stig og var skammt á eftir Svíum
sem urðu í fyrsta sætinu með
55,100 stig. Bretland, Finnland,
Frakkland og Austurríki komust
líka í úrslitin en níu þjóðir kepptu í
kvennaflokki á mótinu.
Í karlaflokki var Ísland líka núm-
Bæði lið Íslands voru núm-
er tvö í undankeppninni
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
EM Íslenska kvennaliðið leikur listir sínar í Guimaraes í gær.
Cristiano Ronaldo varð fyrsti knatt-
spyrnumaðurinn til að skora 800
mörk í mótsleikjum með félagsliði
og landsliði þegar hann gerði tvö
síðari mörk Manchester United í
3:2-sigri liðsins gegn Arsenal á Old
Trafford í gærkvöld.
Arsenal komst yfir með sérstöku
marki þegar Emile Smith-Rowe
skaut á meðan David de Gea lá
óvígur í markinu eftir að samherji
steig á fót hans. Martin Ödegaard
skoraði seinna mark Arsenal en
Bruno Fernandes og Ronaldo höfðu
áður komið United í 2:1. Ronaldo
skoraði síðan sigurmarkið úr víta-
spyrnu, sitt 801. mark. Manchester
United komst með sigrinum upp í
sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar.
Tottenham styrkti stöðu sína
með sigri á Brentford í slag Lund-
únaliðanna, 2:0. Fyrra markið var
sjálfsmark á 12. mínútu en Heung-
Min Son innsiglaði sigurinn með
öðru marki Tottenham á 65. mín-
útu.
AFP
Sögulegt Cristiano Ronaldo fagnar 800. markinu ásamt Alex Telles.
Ronaldo fyrstur til
að skora 800 mörk