Morgunblaðið - 03.12.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 03.12.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021 _ Sex nýliðar eru í 35 manna hópi sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik tilkynnti í gær fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Nýliðarnir eru Einar Þorsteinn Ólafsson úr Val, Bjarni Ófeigur Valdi- marsson úr Skövde, Elvar Ásgeirsson úr Nancy, Óskar Ólafsson úr Dramm- en, Andri Már Rúnarsson úr Stuttgart og Hafþór Vignisson úr Stjörnunni. _ Lögmenn knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Egg- erts Gunnþórs Jónssonar sendu frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar þess að fram kom að þeir hefðu báðir farið í skýrslutöku vegna meints kynferðis- brots sem hefði átt sér stað í Kaup- mannahöfn árið 2010. Í yfirlýsingunni kemur fram að þeir hafi þegar lýst yfir sakleysi sínu, loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið, hafni því að hafa brotið af sér og reikni með því að málið verði fellt niður. _ Heimir Örn Árnason er kominn í þjálfarateymi karlaliðs KA í handknatt- leik og verður þar við hlið þeirra Jón- atans Inga Magnússonar og Sverres Jakobsens út þetta keppnistímabili. Heimir lék lengi með KA og er með mikla reynslu sem leikmaður og þjálf- ari, en hann hefur auk þess verið einn af fremstu handknattleiksdómurum landsins undanfarin ár. _ Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrver- andi landsliðsfyrirliði í handknattleik, hefur framlengt samning sinn sem þjálfari þýska liðsins Gummersbach til ársins 2025. Guðjón er á sínu öðru tímabili með liðið sem er með fjögurra stiga forystu á toppi þýsku B- deildarinnar og hefur unnið tólf af fyrstu fjórtán leikjum sínum á þessu keppnistímabili. _ Orri Hrafn Kjartansson, hinn 19 ára gamli miðjumaður úr Fylki, gekk í gær til liðs við knattspyrnulið Vals og samdi við félagið til fjögurra ára. Orri var langbesti leikmaður Fylkis á síðasta tímabili og var jafnframt besti ungi leik- maður úrvals- deild- arinnar samkvæmt einkunnagjöf Morg- unblaðsins. Hann hefur leikið 25 leiki með Fylki í úrvals- deildinni og skorað fimm mörk. Eitt ogannað „Ég er með mín markmið sem ég á ennþá eftir að ná og eitt af þeim er að standa mig vel á Ólympíu- leikunum,“ sagði Anton. „Ef ég hef ennþá gaman af sund- inu eftir leikana í París þá veit maður aldrei en kannski er líka kominn tími til þess að setja eggin sín ekki öll í sömu körfuna og snúa sér að einhverju öðru. Í dag er sundið samt það skemmtilegasta sem ég geri og á meðan ég hef gaman af því sem ég er að gera er ég ekki á þeim buxunum að hætta.“ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Eins og staðan er núna er stefnan sett á Ólympíuleikana í París 2024 og svo sjáum við til með fram- haldið,“ sagði Anton Sveinn Mckee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur ólympíufari, í Dag- málum, frétta- og menningarlífs- þætti Morgunblaðsins. Anton Sveinn, sem er 27 ára gamall, hefur verið fremsti sund- maður landsins undanfarin ár en hann var einungis 18 ára þegar hann fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London 2012. Anton Sveinn ætlaði sér stóra hluti á Ólympíuleikunum 2021 í Tókýó en í desember 2020 missti hann föður sinn og hafði það áhrif á frammistöðu hans og und- irbúning fyrir leikana í Japan. Sjáum til eftir Ólympíuleikana Ljósmynd/Simone Castrovillari 1 Anton Sveinn hefur verið fremsti sundmaður landsins undanfarin ár. Ég var mjög sáttur og stoltur auðvitað eftir að ég skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og það sýndi mér svart á hvítu að for- ráðamenn félagsins hafa bæði trú á mér og því sem ég hef verið að gera. Miðað við það hversu mikið þeir hafa stutt við bakið á mér þá er það mitt mat að þeir líti á mig sem framtíðarmarkvörð félagsins.“ Tveir íslenskir þjálfarar eiga stóran þátt í velgengni markvarð- arins unga í dag. „Ég byrjaði í FH þar sem ég skaraði aldrei neitt sérstaklega fram úr. Til að orða hlutina á sem einfaldastan hátt þá var ég aldrei einhver yfirburðamaður í yngri flokkunum og langt frá því að vera bestur. Ég var heldur aldrei al- mennilega ákveðinn með fótboltann fyrr en ég varð fjórtán ára og þá fór ég fyrst að taka þetta alvarlega. Ég gekk til liðs við HK og Arnar Halls- son, þáverandi þjálfari hjá HK, hjálpaði mér mjög mikið. Sömuleiðis Hjörvar Hafliðason sem þá var markannsþjálfari þarna. Ég gat ekki gripið bolta þegar ég byrjaði að æfa hjá Hjörvari en við tókum einn hlut fyrir í einu, sama hversu langan tíma það tók. Eftir að Hjörvar hafði svo skólað mig til komst ég að hjá unglingaakademí- unni hjá Gautaborg og þaðan varð ekki aftur snúið.“ Þakklátur foreldrum sínum Það var fyrir hálfgerða slysni sem Adam Ingi komst að hjá Gauta- borg á sínum tíma. „Ég var staddur í fjölskyldufríi í Svíþjóð árið 2019 og ég setti mig í samband við Hjálmar Jónsson sem þjálfaði U19-ára lið Gautaborgar. Við ætluðum að dvelja í Svíþjóð í tvær vikur og ég vildi því ekki missa af tveggja vikna æfinga- tímabili. Ég ætlaði fyrst og fremst að nýta tímann til æfinga og ég fékk að mæta á æfingu hjá þeim. Eftir að ég mætti á mínu fyrstu æfingu gerðust hlutirnir mjög hratt og áður en ég vissi af var ég búinn að skrifa undir samning við félagið. Ég bjóst alls ekki við því enda var markmiðið mitt bara að mæta á æfingu, sparka í bolta í eina til tvær vikur og snúa svo aftur heim til Íslands.“ Foreldrar hans, Iðunn Kjartans- dóttir og Benedikt Gunnar Ívars- son, hafa alla tíð staðið þétt við bak- ið á Adam Inga. „Fjölskyldan flutti út með mér á sínum tíma sem var algjörlega frá- bært. Foreldrar mínir voru ekki tilbúin að senda ungan pjakk einan út í alheiminn á þessum tímapunkti og þau hafa alla tíð stutt mjög vel við bakið á mér þegar kemur að fót- boltanum. Maður fær góðan töflu- fund eftir hvern einasta leik hjá pabba og gott klapp á bakið eftir öll mistök frá mömmu. Foreldrar mínir fórnuðu miklu til þess að koma með mér út en þau eru bæði komin með góða vinnu í Svíþjóð núna og systir mín hún Hanna Karen Benediktsdóttir er byrjuð í skóla hérna líka þannig að okkur fjölskyldunni gengur vel í Svíþjóð.“ Góð ákvörðun á sínum tíma Þrátt fyrir að vera á meðal efni- legustu markmanna landsins í dag byrjaði hann ekki að æfa stöðuna fyrr en hann var 14 ára gamall. „Ég er fæddur í Grundarfirði og þar byrjaði maður fyrst að leika sér í fótbolta. Ég fór reglulega út með frænda mínum og eldri strákarnir voru duglegir að láta mann finna fyrir sér á þeim tíma. Þeir gáfu líka ekkert eftir þegar kom að því að láta vaða á markið og maður þurfti bara að gjöra svo vel og verja bolt- ann. Þrátt fyrir það þá ákvað ég í raun ekki að verða markmaður fyrr en ég var í 4. flokki. Ég spilaði mikið vinstra megin á vellinum í yngri flokkunum og mér var í raun bara hent í þær stöður þar sem vantaði leikmenn hverju sinni. Ég mætti eitt sinn á æfingu með eldri bróður mínum Viktori Helga Benediktssyni og þar vantaði mark- mann. Ég stóð mig vel á æfingunni og ákvað að láta reyna á það hvort ég gæti nú ekki bara orðið ágætis markvörður. Það reyndist heldur betur góð ákvörðun á sínum tíma.“ Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Ég hef ekki verið mikið í því að setja mér einhver langtímamark- mið. Ég hef lagt meiri áherslu á það að taka einn dag fyrir í einu í þessu. Þegar ég vakna á morgnana þá er ég fyrst og fremst að hugsa um það að standa mig eins vel og ég mögu- lega get á æfingum með mínu fé- lagsliði. Við þurfum svo bara að bíða og sjá hverju það mun skila mér en ég vonast fyrst og fremst til þess að vera klár í slaginn þegar bæði þjálf- ararnir mínir hjá Gautaborg og ís- lenska landsliðinu telja að ég sé tilbúinn í þau verkefni sem fram undan eru,“ bætti Adam Ingi við í samtali við Morgunblaðið. Gat ekki gripið bolta þegar hann byrjaði - Adam Ingi Benediktsson byrjaði að æfa mark þegar hann var fjórtán ára Ljósmynd/IFK Göteborg Markvörður Adam Ingi Benediktsson skrifaði undir þriggja ára samning við Gautaborg eftir að hafa æft og spilað með U19-ára liði félagsins. SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hlutirnir hafa gerst ansi hratt hjá knattspyrnumarkverðinum unga Adam Inga Benediktssyni en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Gautaborg um síðustu helgi þegar liðið vann öruggan 4:0-sigur gegn Östersund í sænsku úrvalsdeildinni á Ullevi- vellinum í Gautaborg. Adam Ingi, sem er einungis 19 ára gamall, gekk til liðs við U19-ára lið Gautaborgar frá HK sumarið 2019 en lék með FH í yngri flokk- unum áður en hann gekk til liðs við Kópavogsliðið árið 2017. „Tilfinningin í þessum fyrsta leik var ótrúleg satt best að segja,“ sagði Adam Ingi í samtali við Morgunblaðið. „Ég var búinn að sjá þetta augna- blik fyrir mér í hausnum á mér en svo þegar maður fær loksins að upplifa það þá var þetta í raun ólýs- anlegt. Það var líka skemmtilegur bónus að halda markinu hreinu og ég get þakkað varnarmönnum Gautaborgar fyrir það enda spiluðu þeir eins og um stórleik í Meistara- deildinni væri að ræða. Ég fékk að vita það daginn fyrir leik að ég myndi spila gegn Öster- sund og ég var nokkuð rólegur í tíð- inni fyrst eftir fréttirnar. Ég sá bara fyrir mér að ég væri að fara spila venjulegan fótboltaleik með 22 leikmönnum og einum bolta. Um leið og ég steig inn á völlinn þá breyttist það hins vegar hratt og ég var mjög stressaður fyrstu tíu mín- útur leiksins. Ég fann það samt mjög fljótlega að stuðningsmenn liðsins stóðu mjög þétt við bakið á mér og þá ein- hvern veginn minnkaði allt stress. Þegar allt kemur til alls þá er þetta bara fótbolti þegar dómarinn flaut- ar til leiks og ég komst vel frá mínu. Vonandi fæ ég fleiri tækifæri áður en tímabilinu lýkur og ég á nú von á því að stressið verði talsvert minna í næsta leik,“ sagði Adam Ingi eftir fraumraunina. Skólaður til af Hjörvari Hafliða Markvörðurinn er orðinn hluti af aðalliðshóp Gautaborgar eftir að hafa æft og spilað með U19-ára lið- inu undanfarin tvö tímabil en hann skrifaði undir þriggja ára samning við sænska félagið á dögunum. „Ég er búinn að vera að æfa með aðalliðinu á tímabilinu og hef í raun verið mikið í kringum aðalliðið alveg síðan í janúar. Þjálfarateymið hefur passað vel upp á mig og þeir pöss- uðu sérstaklega vel upp á það að ég væri klár í slaginn áður en ég steig inn á völlinn um síðustu helgi. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Ljónagryfjan: Njarðvík – Vestri......... 18.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR............ 19.15 Origo-höllin: Valur – Þór Þ.................. 20.15 Meistaravellir: KR – Keflavík ............. 20.15 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – Skallagrímur................ 18 Ice Lagoon-höllin: Sindri – Haukar.... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – FH ........................ 18 Austurberg: ÍR – Stjarnan U................... 18 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ísafjörður: Hörður – Afturelding U ........ 18 Austurberg: ÍR – Kórdrengir ............. 20.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.