Morgunblaðið - 03.12.2021, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
PON er umboðsaðili
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Tilkynnt var í gær hvaða níu bækur eru til-
nefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmennta-
verðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kyn-
segin og intersex fólks á Íslandi í ár. Dóm-
nefndir tilnefndu bækur í þremur flokkum,
þ.e. fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-
og unglingabókmenntir og fagurbókmenntir.
Fræðibækur og rit almenns eðlis
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis eru
tilnefndar bækurnar: Kristín Þorkelsdóttir
eftir Birnu Geirfinnsdóttur og Bryndísi Björg-
vinsdóttur sem Angústúra gefur út; Kvár –
hvað er að vera kynsegin? eftir Elísabetu Rún
Þorsteinsdóttur sem Nóvember gefur út og
Sigurður Þórarinsson – Mynd af manni eftir
Sigrúnu Helgadóttur sem Náttúruminjasafn
Íslands gefur út. Dómnefnd skipuðu Hafdís
Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur, Sigrún
Birna Björnsdóttir framhaldsskólakennari og
Sigrún Helga Lund tölfræðingur.
Í umsögn dómnefndar um bókina Kristín
Þorkelsdóttir segir: „Bókin er einstaklega fög-
ur og vel hönnuð, allt frá uppsetningu mynda
og texta til efnislegrar uppbyggingar. Hér er
fjallað um lífshlaup og arfleifð eins okkar af-
kastamestu listamanna með miklum sóma.“
Um Kvár – hvað er að vera kynsegin? segir:
„Nýyrðið kvár er nafnorð í hvorugkyni og
merkir ókyngreind manneskja. Bókinni, sem
er sett upp í teiknimyndaform, tekst einstak-
lega vel að fræða lesendur um kvár og um leið
um fjölbreytileikann sem býr undir regnbog-
anum.“
Um Sigurður Þórarinsson – Mynd af manni
segir: „Höfundur fer með lesandann í heillandi
ferðalag upp á jökla, í gegnum öskulög og inn í
kvikuhólf í fylgd með vísindamanninum,
söngvaskáldinu og náttúruverndarsinnanum
Sigurði. Bókina prýðir aragrúi mynda sem
gæða frásögnina lífi og dýpka skilning á efn-
inu.“
Barna- og unglingabókmenntir
Í flokki barna- og unglingabókmennta eru
tilnefndar bækurnar: Ótemjur eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur sem Bjartur gefur út;
Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggva-
dóttur og Lindu Ólafsdóttur sem Iðunn gefur
út og Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel
Gylfadóttur sem Angústúra gefur út. Dóm-
nefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir,
lektor í íslensku, Brynja Helgu Baldursdóttir
íslenskufræðingur og Hildur Ýr Ísberg,
íslensku- og bókmenntafræðingur.
Í umsögn dómnefndar um Ótemjur segir að
þar sé „velferð barna og umgengni við náttúr-
una í brennidepli. […] Glíman við ótemjurnar
í sálarlífinu og í umhverfinu er upp á líf og
dauða og því er ekki verra að njóta liðsinnis
úr hulduheimum. Höfundur skapar úr þessu
efni spennandi sögu með skemmtilegum per-
sónum sem á brýnt erindi við lesendur.“
Um Reykjavík barnanna segir: „Bókin er
ríkulega myndskreytt og er hver opna af-
mörkuð innsýn í sögu borgarinnar. Höfundar
draga fram fjölbreyttan fróðleik og gera skil á
skemmtilegan hátt í góðu jafnvægi texta og
mynda.“
Um Akam, ég og Annika segir: „Unglings-
rödd sögumannsins er sannfærandi og aug-
ljóst að höfundur hefur unnið þrekvirki í því
að setja sig í spor nútímaunglingsins. Frá-
sögnin er margþætt og allir endar eru leiddir
saman í lokin. Þetta er fyndin, krefjandi og
spennandi saga sem á erindi við ungmenni.“
Fagurbókmenntir
Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar
bækurnar: Merking eftir Fríðu Ísberg sem
Mál og menning gefur út; Dyngja eftir Sig-
rúnu Pálsdóttur sem JPV útgáfa gefur út og
Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur sem Mál
og menning gefur út. Dómnefnd skipuðu bók-
menntafræðingarnir Dagný Kristjánsdóttir,
Elín Björk Jóhannsdóttir og Júlía Margrét
Sveinsdóttir.
Í umsögn dómnefndar um Merkingu segir
að bókin kallist „skýrt á við íslenskan samtíma
þó að sagan sé vísindaskáldsaga sem gerist í
framtíðinni. […] Sagan er frumleg og stíllinn
nýskapandi og notkun tungumálsins einkar
úthugsuð og áhrifarík og styður við heild-
stæða persónusköpun verksins.“
Um Dyngju segir: „Dyngja er lágmælt saga
með magnaðan undirtexta sem höfðar sterkt
til réttlætiskenndar lesenda.“
Um Tanntöku segir: „Þessi ljóðabók á
erindi við samtímann af því að málefnin sem
hún snertir hljóta að verða lesanda hug-
leikin. Þau ber að lesa oft því ný sýn fylgir
hverjum lestri.“ Umsagnirnar má lesa í heild
á mbl.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höfundar Mikil ánægja ríkir meðal kvennanna sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna í ár.
Níu bækur tilnefndar
- Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks
á Íslandi voru fyrst veitt árið 2007 - Þeim er ætlað að vekja athygli á og hampa bókum kvenna