Morgunblaðið - 03.12.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
94%
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Sviðslistahópurinn Slembilukka hef-
ur samið verk sem fjallar að öllu leyti
um geymslur. Það ber titilinn Á vís-
um stað og verður frumsýnt í kvöld,
3. desember, í sýningarrýminu á
þriðju hæð í Borgarleikhúsinu.
Slembilukku skipa þrjár listakonur,
þær Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
sviðshöfundur, Eygló Höskuldsdóttir
Viborg tónskáld og Laufey Haralds-
dóttir leikkona.
Þær hafa þekkst lengi en þetta er
fyrsta verkefnið sem þær vinna að
allar þrjár. „Ég þekki Laufeyju úr
skátastarfi og Bryndís þekkir Lauf-
eyju úr leikfélagi Kvennaskólans og
ég þekki Bryndísi af því maðurinn
hennar sat við sama borð og ég í
MH,“ segir Eygló um tengslin. Bryn-
dís og Laufey höfðu unnið saman
tvær sem Slembilukka og þegar þeim
datt í hug að fara að rannsaka
geymslur og áttuðu sig á því að þær
vantaði einhvern til þess að sjá um
tónlistina höfðu þær samband við
Eygló. Hún semur hér um bil alla
tónlist sýningarinnar.
„Það voru náttúrulega fagnaðar-
fundir. Við höfðum aldrei unnið sam-
an allar þrjár áður en það var svo
kært á milli okkar og við tengdum
allar svo vel við þetta efni svo þetta
samstarf er búið að vera leikur einn
og vinnan við þetta verk er búin að
vera mjög ánægjuleg og gefandi.“
Kergja og óþægindi
Efniviður verksins er eins og áður
sagði geymslur af öllum stærðum og
gerðum og allt sem þeim viðkemur.
„Við lögðum af stað í ferðalag. Við
fórum að velta fyrir okkur ýmsum
tegundum af geymslum og hvers
vegna fólk geymir hluti. Við fundum
fyrir mikilli kergju og óþægindum í
viðhorfum fólks til geymslnanna
sinna. Þannig að þetta var eitthvað
sem okkur langaði að skoða. Við vild-
um líka velta fyrir okkur hvað fólk
áleit dýrmætast, hvað væri dýrmæt-
asti hluturinn í geymslunum. Þannig
þróaðist verkið út í það að við erum
að reyna að finna dýrmætasta hlut-
inn og sýningin í rauninni snýst um
að velja þennan dýrmætasta hlut
með hjálp áhorfenda.“
Þær lögðust í heilmikla rannsókn-
arvinnu tengda geymslum og heim-
sóttu margar slíkar. „Við auglýstum
á samfélagsmiðlum eftir geymslum
til þess að skoða og fengum margar
góðar. Það var samt yfirleitt fólk sem
var ánægt með geymslurnar sínar
sem vildi sýna okkur þær. Það er
fyndið að tala við fólk um geymslur
því það lýsir alltaf einhverri eftirsjá
eða skömm yfir því að geyma of mik-
ið eða geyma hluti sem það myndi
vilja nota meira,“ segir Eygló og tek-
ur dæmi af skíðaferðunum sem aldrei
var farið í. „Skíðin bíða þarna í
geymslunni og stara inn í sálina á
manni þegar maður kemur þangað
inn.“
Í ferlinu talaði hópurinn við ein-
stakling sem er safnari, það sem á
ensku kallast „hoarder“, til þess að
kynnast viðhorfi fólks, sem haldið er
söfnunaráráttu af þessari gerð, til
geymslna yfirhöfuð og til sinna haga.
Þær vildu kynnast því hvernig þessi
einstaklingur upplifir samfélagið og
eins hvernig samfélagið bregst við
þessum einstaklingi.
„Við töluðum líka við skipulags-
sérfræðing sem fer til fólks og hjálp-
ar því við skipulag á geymslum og
hirslum.“
Geymsla allrar þjóðarinnar
Þær heimsóttu einnig Þjóðminja-
safnið. „Einhvers staðar snemma í
ferlinu datt okkur í hug að Þjóð-
minjasafnið væri besta geymslan,
það væri dýmætasta geymslan, sam-
eiginleg geymsla allrar þjóðarinnar.
Þau eiga geymsluhúsnæði sem við
fengum að skoða alveg í bak og fyrir
sem var afskaplega áhugavert og
hjálpaði okkur að áætla hvernig væri
auðveldast að velja dýrmætasta hlut-
inn.“
Við það að reyna að velja dýrmæt-
asta hlutinn í geymslunum spretta
fram ýmsar vangaveltur um gildi
hluta. Hafa þeir tilfinningalegt gildi,
fjárhagslegt gildi eða jafnvel sagn-
fræðilegt gildi? „Það eru til hlutir
sem eru verðmætir í sjálfu sér, eins
og til dæmis gullstöng, en svo eru
líka til táneglur af Jónasi Hallgríms-
syni. Táneglur eru ekki verðmætar
nema af því þær eru af ákveðnum
einstaklingi. Við erum að velta þessu
fyrir okkur; hvort virðið sé fólgið í
sögunum sem hlutirnir geyma, hvort
sögurnar geti staðið einar og hvort
hlutirnir geti staðið án sögunnar.“
Fyrir hverja sýningu fá þær lán-
aðan kassa af dóti sem þær vita ekki
hvað er í og eigandi kassans hefur
takmarkaða hugmynd um það líka.
„Þennan kassa skoðum við síðan á
sýningunni með áhorfendum til þess
að leyfa þeim að skyggnast inn í okk-
ar ferli við að fara í ókunnugar
geymslur. Þegar maður sér bara ein-
hvern blómavasa í geymslu hjá ein-
hverjum skiptir það mann engu máli.
En síðan heyrir maður söguna af því
að amma hafi gefið eiganda geymsl-
unnar hann í tíu ára afmælisgjöf og
það hafi brotnað úr honum þegar
hann var að leika sér. Þegar maður
heyrir söguna, þótt þetta sé frekar
ómerkileg saga, þá verður vasinn
sagan. Ef maður týnir sögunni þá er
vasinn aftur orðinn bara vasi,“ segir
Eygló.
Algjör forréttindi
„Þetta er fyrst og fremst skemmti-
verk en þetta er líka rannsókn. Við
munum líka alveg snerta á erfiðu til-
finningunum. Ég held að það komist
enginn af sýningunni án þess að líta í
eigin barm og spegla sig í geymsl-
unni sinni. Ég vona að við náum að
fjalla um flestallar geymslur, að sem
flestir sjái sig í sýningunni.“
Sýningin Á vísum stað er hluti af
verkefninu Umbúðalaust. Markmiðið
með Umbúðalausu er að styrkja
grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi.
Það er vettvangur til að þróa verk-
efni og setja upp sýningar í hráu
rými með lítilli umgjörð.
Eygló segir það hafa verið magnað
að fá tækifæri til þess að setja upp
verk við þessar aðstæður. „Það eru
einhverjir galdrar sem gerast hérna.
Ég get eiginlega ekki lýst því öðru-
vísi. Það eru náttúrulega algjör for-
réttindi að fá inni í svona flottri
menningarstofnun eins og Borgar-
leikhúsið er og hafa aðgang að öllum
því sem er þar innanhúss og finna
fyrir því að það sé í alvörunni eftir-
vænting allra hérna inni fyrir ein-
hverju litlu verkefni sem við erum að
búa til. Fyrir þeim er þetta kannski
lítið verkefni en fyrir okkur er þetta
stærsta verkefnið okkar hingað til.
Þau koma fram við okkur með það í
huga. Mér hefur aldrei liðið eins og
ég sé algjört aukaatriði hérna.“
Morgunblaðið/Eggert
Slembilukka „Ég held að það komist enginn af sýningunni án þess að líta í eigin barm og spegla sig í geymslunni
sinni,“ segir Eygló um Á vísum stað. Hún er fyrir miðju, Bryndís til vinstri og Laufey hægra megin.
Hvað leynist í geymslunni þinni?
- Slembilukka frumsýnir Á vísum stað í Borgarleikhúsinu - Fjallar um geymslur og allt sem þeim
viðkemur - Leitin að dýrmætasta hlutnum - „Magnað“ að taka þátt í verkefninu Umbúðalaust