Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 5. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 294. tölublað . 109. árgangur .
jolamjolk.is
Pottaskefill
kemur í kvöld
dagar til jóla
9
ALFONS NOREGS-
MEISTARI ANNAÐ
ÁRIÐ Í RÖÐ
NÆSTA KYN-
SLÓÐ HÓTEL-
LAUSNA
OFSAVEÐUR
OG SKÝJA-
MYNDANIR
VIÐSKIPTAMOGGINN JÓNA HLÍF 24ÍÞRÓTTIR 22
Verktakar hafa nýtt þíðuna síðustu daga til framkvæmda sem
oft er ekki hægt að vinna við í desember vegna tíðarfars. Í
gær var kafli á Vesturgötu frá Stýrimannastíg að Bræðra-
borgarstíg malbikaður og er stefnt að opnun á föstudag. Skipt
hefur verið um lagnir í jörð síðustu mánuði og götukaflinn
verið torfær fyrir gangandi og lokaður bílum frá því í byrjun
ágúst. Áætlað var að framkvæmdum lyki í lok október. Mal-
bikunin í gær var því langþráður áfangi fyrir íbúa á þessum
slóðum og aðra sem leið eiga um Vesturbæinn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Langþráð verklok á Vesturgötu
Verktakar hafa getað malbikað og lagt hellur í þíðunni síðustu daga
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar
er að líkindum 23% vægara en Delta-
afbrigðið og bóluefni veita góða vörn
gegn því. Það eru niðurstöður fyrstu
stóru rannsóknarinnar á hinu nýja af-
brigði, sem tók til 78.000 Ómíkron-
smita í Suður-Afríku.
Miðað við fyrsta afbrigði veirunn-
ar, sem greindist í Wuhan í Kína, leið-
ir Ómíkron til 29% færri sjúkrahús-
innlagna, en 23% færri en Delta.
Miklu færri þurfa að fara á gjör-
gæslu vegna veikinda af völdum
Ómíkron eða 5%, en það átti við um
22% Delta-innlagna.
Þrátt fyrir að talsvert sé um að
bólusettir smitist af Ómíkron eru ein-
kennin almennt mun vægari. Eins
smitast börn frekar af Ómíkron en
fullorðnir, en einkennin eru yfirleitt
væg og svipuð kvefi.
Rannsóknin leiddi í ljós að bóluefni
Pfizer, sem veitt hefur 80% vörn
gegn kórónuveirusmiti, veitir aðeins
33% vörn gegn smiti Ómíkron-
afbrigðisins. Hins vegar eru einkenni
bólusettra yfirleitt mun vægari, svo
bóluefnið veitir 70% vörn gegn
sjúkrahúsinnlögn og þær yfirleitt
stuttar. Enginn lést af völdum Ómí-
kron meðan rannsóknin stóð yfir.
Ómíkron miklu
vægara en Delta
- Ný rannsókn sýnir að tvöföld bólusetning gefur góða vörn
MÁvinningurinn meiri en áhættan »4
Slysavarna-
félagið Lands-
björg hefur hafið
sölu á svissnesku
úri frá framleið-
andanum Lum-
inox fyrir fjár-
öflun félagsins.
Úrin eru sögð
framleidd fyrir
erfiðar að-
stæður.
Merki Landsbjargar mun prýða
gripina en þeir eru verðlagðir á
bilinu 69.000 til 104.000 krónur.
Samhliða sölu úranna undirbýr
Slysavarnafélagið einnig flug-
eldasölu en tafir hafa orðið á flutn-
ingi flugelda til landsins. »4
Selja úr til
að afla fjár