Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 24

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Veðurfarslýsingar fyrri alda og lofts- lagsvandi samtímans eru í forgrunni á einkasýningu Jónu Hlífar Hall- dórsdóttur, Vetrarlogn, sem var opnuð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 4. desember síðastliðinn. Sýningin stendur til 9. janúar. Á sýningunni má finna átta verk sem unnin eru í álplötur. Um er að ræða textaverk þar sem orð eru skorin út og standa út úr plötunum. Litir og lýsing verkanna mynda áferð í samspili við textann sem er valinn á verkin. Það er aðferð sem Jóna Hlíf hefur unnið með síðustu fimmtán árin. Verkin á sýningunni eru húðuð hvít en einnig er notast við blátt sprey þannig að verkin minna á skýjamyndanir á himni. Textinn byggir á lýsingum, veður- lýsingum og aldarfarslýsingum, sem eru fengnar úr annálum allt frá því um 1100 og fram til 1800. „Þetta er dramatískur texti sem lýsir harð- indum eða veðurofsa með skáldleg- um, einföldum og undarlega næmum hætti.“ Eitt verkið fjallar um það þegar veðurofsinn tók upp Holtsós, stöðuvatnið í heild hreinlega fauk í burtu og hvarf í smá tíma. „Á þessum tíma þegar við erum að upplifa miklar veðurbreytingar og loftslagsvandamál, þá er áhugavert að sjá lýsingar á því hvernig veðrið var. Þessi veðurofsi er kannski ekki svo ólíkur því sem við erum að upp- lifa núna. Í rannsóknarvinnu fyrir sýninguna lagði ég áherslu á texta þar sem orðfærið höfðaði eða talaði til mín og sem mér fannst geta átt erindi við samtímann,“ segir Jóna. Hugrenningar um loftslagsmál „Það er ríkt í Íslendingum að horfa mikið til himins og spá í veðrið. Stór hluti af því hver við erum er að við eigum auðvelt með að takast á við breytingar og ég held það sé af því við búum í landi þar sem veðrið er alls konar. Á einum degi getum við fengið sól, rigningu og snjókomu. Við látum ekki ofsaveður slá okkur út af laginu, við tökumst bara á við það.“ Verkin sýna þannig m.a. hvernig þjóðin hefur upplifað ýmis- legt þegar kemur að veðurfari. „En auðvitað býður þetta einnig upp á hugrenningar varðandi stöðuna í loftslagsmálum og hvernig tímarnir breytast,“ bætir hún við. „Í textaverkunum mínum, og textaverkum almennt, felst líka að gefa tungumálinu nýtt svið og að nýta sér rammann, þ.e. tvívíðan sýn- ingarflöt, til að upplifa íslensku á annan hátt. Þarna eru m.a. orð sem við erum hætt að nota, mjög falleg orð sem lýsa veðri og tíðarfari. Ég hef áður gert þetta í mínum verkum, að gefa tungumáli eða orðum svig- rúm og tækifæri til að sýna sig og þannig minna á mörg falleg orð sem við eigum.“ Samhliða sýningaropnuninni var gefin út bók á vegum Ástríkis sem ber titilinn Brim hvít sýn og fjallar um textaverk og myndlist Jónu Hlíf- ar síðustu tvo áratugi. „Ég vinn með marga miðla og fæst við margs kon- ar list og þetta er í raun bara einn þriðji af því sem ég hef gert. Ég lít á mig fyrst og fremst sem hugmynda- listamann svo ég vel ekki miðilinn heldur vinn ég fyrst og fremst út frá konseptinu og hverju konseptið kall- ar eftir. Ég hef unnið innsetningar, myndbandsverk, málverk, teikn- ingar, skúlptúra. En síðustu tíu ár hefur texti einhvern veginn tekið yfir. Í bókinni er einblínt á texta- verkin mín og það á auðvitað ekki heima neins staðar annars staðar en í bók.“ Þakklát fyrir ný sjónarhorn Bókin er vegleg, er bæði á ís- lensku og ensku og hefur að geyma yfir 100 ljósmyndir af verkum. „Mér finnst bókin falleg og ég er mjög spennt að fá að deila henni með fólki, sérstaklega fólki sem hefur áhuga á ljóðlist því hún er mjög ljóðræn.“ Hún segist líka vonast til þess að hún nýtist listfræðingum sem og í kennslu. „Það er margt frábært fólk sem kemur að bókinni, sem skrifar um verkin mín eða hugleiðingar um orð og hvað þau geta haft mikil áhrif á okkur.“ Umfjöllun og hugleiðingar um verkin rita Becky Forsythe sýningarstjóri, Sigrún Alba Sigurð- ardóttir, menningarfræðingur og sýningarstjóri, Guðbjörg R. Jóhann- esdóttir, umhverfisheimspekingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Starkaður Sigurðarson, myndlist- armaður og rithöfundur. Inngangs- orð skrifaði Guðjón S. Tryggvason og aftast í bókinni er viðtal við Jónu Hlíf sem Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði, tók. Hún ritstýrði jafnframt bókinni. Jóna er ánægð með að aðrir hafi skrifað texta um list hennar. „Mér finnst samtal alltaf gott og frábært að fá ný sjónarhorn á verkin. Mér finnst það mikilvægt og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir hún. Textaverkin komin heim „Mér finnst öll þessi textaverk á vissan hátt vera komin heim þegar maður sér þau í bók. Það er áhuga- vert að margt sem maður gerir sem myndlistarmaður er svo tímabundið, verkin eru bundin við tiltekinn stað og tíma. Það er sýningaropnun, sýn- ingin stendur í ákveðinn tíma og svo er hún búin. Þá er mjög auðvelt að hún gleymist en um leið og þú ert kominn með bók þá ertu búinn að skrásetja og finna verkunum stað, kannski varanlega, eða að minnsta kosti á meðan bókin lifir.“ Spurð hvort textaverkin séu jafn- vel orðin að ljóðlist þegar þau eru komin á bókarform segir Jóna: „Fyrir mér er þetta myndlist en ég nýti texta sem hluta af miðlinum.“ Titill bókarinnar Brim hvít sýn þótti Jónu lýsandi fyrir bókina. „Blái liturinn hefur einhvern veginn fest við mig síðustu tíu eða tuttugu ár, hann kemur alltaf til mín. Mér hefur alltaf þótt fallegt að keyra niður Snorrabrautina að vetrarlagi og þar mætir mér sjórinn, það er hvasst og smá öldugangur og kannski snjó- koma, og hvernig hafið og fjöllin renna saman í svona blátóna lit. Mér fannst þetta svo góð lýsing á bókinni. Þetta snýr að þessari bláu birtu sem umlykur okkur á Íslandi.“ Morgunblaðið/Eggert Bókverk „Mér finnst öll þessi textaverk á vissan hátt vera komin heim þegar maður sér þau í bók,“ segir Jóna Hlíf. Veðurofsi og ljóðræna tungunnar - Vetrarlogn, einkasýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur í Hofi á Akureyri - Textaverk um veðurfar, loftslagsbreytingar og íslenska tungu - Bókin Brim hvít ský fjallar um textaverk listakonunnar Sænski þýðandinn John Sweden- mark var fyrr í vikunni verðlaunað- ur fyrir þýðingarstarf sitt á Norðurlandatungumálum við hátíð- lega athöfn í Stokkhólmi. Björn von Sydow, fyrrverandi forseti sænska þingsins og utanríkisráðherra, afhenti verðlaunin en hann er tals- maður Letterstedtska félagsins. Verðlaunin námu 100.000 sænskum kr. sem samsvarar um 1,4 millj- ónum ísl. kr. Í rökstuðningi dómnefndar segir að líta megi á Swedenmark sem helsta sendiherra og talsmann íslenskra bókmennta í Svíþjóð. Í þakkarræðu sinni sagði Sweden- mark að áhugi hans á íslenskunni hefði vaknað þegar hann nam nor- ræn tungumál í Uppsala á níunda áratug síðustu aldar. Þangað hafði nýverið verið ráðinn nýr íslenskur lektor, Þorleifur Hauksson, og Swedenmark rifjaði upp að hann hefði nánast fengið einkakennslu hjá Þorleifi vegna þess hversu fáir nemendur stunduðu námið á sínum tíma. Í lok námskeiðsins hafi Þor- leifur tilkynnt honum að hann ætti að þýða skáldsöguna Gulleyjuna eftir Einar Kárason og yrði þýð- ingin góð myndi Bonniers-útgáfan gefa hana út. Þar með hófst um- fangsmikið þýðingarstarf Sweden- marks. Hann hefur á ferlinum þýtt yfir 50 titla úr íslensku, þar á meðal skáldsögur, ljóð, nóvellur og leikrit eftir Einar Kárason, Sjón, Gerði Kristnýju, Jón Kalman Stefánsson, Gyrði Elíasson, Eirík Örn Norð- dahl, Bergsvein Birgisson og Stein- unni Sigurðardóttur. John Swedenmark verðlaunaður - Sendiherra íslenskra bókmennta Gleði John Swedenmark og Björn von Sydow í Stokkhólmi nýverið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.