Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 22

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 England Norwich – Aston Villa .............................. 0:2 Manchester City – Leeds ........................ 7:0 Staðan: Manch. City 17 13 2 2 40:9 41 Liverpool 16 11 4 1 45:12 37 Chelsea 16 11 3 2 38:11 36 West Ham 16 8 4 4 28:19 28 Manch. Utd 16 8 3 5 26:24 27 Arsenal 16 8 2 6 21:22 26 Tottenham 14 8 1 5 16:17 25 Leicester 16 6 4 6 27:27 22 Aston Villa 17 7 1 9 23:25 22 Wolves 16 6 3 7 12:14 21 Brentford 16 5 5 6 21:22 20 Brighton 15 4 8 3 14:16 20 Crystal Palace 16 4 7 5 22:22 19 Everton 16 5 3 8 20:28 18 Southampton 16 3 7 6 14:24 16 Leeds 17 3 7 7 17:32 16 Watford 16 4 1 11 21:31 13 Burnley 15 1 8 6 14:21 11 Newcastle 16 1 7 8 17:34 10 Norwich City 17 2 4 11 8:34 10 Ítalía Bikarkeppnin, 2. umferð: Venezia – Ternana .................................. 3:1 - Arnór Sigurðsson lék fyrstu 76 mínút- urnar með Venezia og Bjarki Steinn Bjarkason lék fyrstu 60 mínúturnar. Svíþjóð Umspil, seinni leikur: Halmstad – Helsingborg......................... 1:3 - Böðvar Böðvarsson lék fyrstu 64 mín- úturnar með Helsingborg. _ Helsingborg vann einvígið 3:2 samanlagt og tryggði sér sæti í sænsku úrvalsdeild- inni. 4.$--3795.$ Svava Rós Guðmundsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, hefur náð samkomulagi við franska félagið Bordeaux um riftun á samningi sín- um við félagið. Hún staðfesti það í samtali við Fótbolta.net í gær. Svava Rós, sem er 26 ára sókn- armaður, er búin að vera úti í kuld- anum hjá Bordeaux á tímabilinu þar sem hún hefur ekki hlotið náð fyrir augum þjálfarans Patrice Lair. Undanfarna mánuði hefur staða hennar ekkert breyst og sá því Svava Rós sæng sína upp reidda og leitar nú að nýju félagi. Rifti samningi í Frakklandi Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Farvel Svava Rós hefur sagt skilið við Bordeaux eftir erfiða dvöl. Bjarki Már Elísson var allt í öllu hjá Lemgo þegar liðið bar sigurorð af gömlu félögum hans í Füchse Berl- ín í 16-liða úrslitum þýsku bikar- keppninnar í handknattleik karla í gærkvöldi. Bjarki skoraði 13 mörk, þar af fjögur í framlengingu. Bjarki jafnaði metin í 25:25 á ögurstundu eftir frábæra end- urkomu Lemgo undir lok leiks. Í framlengingunni reyndist Lemgo svo hlutskarpara og vann að lokum frækinn 32:29-sigur og er þar með búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Bjarki kafsigldi gömlu félagana Morgunblaðið/Unnur Karen Magnaður Bjarki Már skoraði 13 mörk fyrir Lemgo í gærkvöldi. NOREGUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Alfons Sampsted varð á sunnudaginn Noregsmeistari með félagsliði sínu Bodö/Glimt í annað sinn á tveimur árum. Bakvörðurinn, sem er 23 ára gam- all, gekk til norska félagsins frá Norrköping í Svíþjóð í febrúar 2020 og skrifaði hann undir þriggja ára samning við Bodö/Glimt. Alfons hefur verið lykilmaður í liði Bodö/Glimt undanfarin tvö tímabil en hann lék 29 af 30 deildarleikjum liðsins á tímabilinu. „Ég er mjög ánægður með þenn- an árangur og það var virkilega sætt að ná að landa þessu í lokaleik tíma- bilsins,“ sagði Alfons í samtali við Morgunblaðið. „Við unnum deildina með frekar miklum yfirburðum í fyrra þegar það voru einhverjar fimm umferðir eftir af tímabilinu. Þetta var öðruvísi í ár enda réðust úrslitin í loka- umferðinni. Mér leið samt aldrei eins og við værum að fara að missa titilinn í hendurnar á einhverjum öðrum. Allan tímann vorum við með örlögin í eigin höndum ef svo má segja og þótt við höfum verið að tapa stigum í einhverjum leikjum undir restina fann ég aldrei fyrir neinu stressi innan leikmannahópsins. Spilamennskan var heilt yfir mjög góð og við vissum að ef við héldum áfram að spila eins og við erum vanir myndu úrslitin falla með okkur á endanum, sem varð svo raunin,“ sagði Alfons en Bodö/Glimt endaði með 63 stig í efsta sæti deildarinnar, þremur stigum meira en Molde, sem hafnaði í öðru sæti. Öðlaðist dýrmæta reynslu Eins og Alfons kom sjálfur inn á var tímabilið í ár frábrugðið tíma- bilinu í fyrra enda kom Bodö/Glimt inn í leiktíðina sem ríkjandi meistari og liðið sem allir vildu vinna. „Tímabilið 2019 enduðum við í öðru sæti og önnur lið vissu því hvað við gátum en á sama tíma vorum við kannski ekki beint liðið sem allir vildu vinna. Við náðum strax frá- bæru flugi á tímabilinu 2020 og það tókst í raun aldrei neinu liði að stoppa okkur þannig séð. Við fund- um það strax, farandi inn í þetta tímabil, að við vorum liðið sem allir vildu vinna. Við fundum líka fyrir mikilli virðingu í okkar garð. Mörg lið einfaldlega umbyltu taktíkinni hjá sér þegar þau mættu okkur. Lið sem voru kannski vön að spila blússandi sóknarbolta lögðust hálfpartinn í vörn og voru einfald- lega að reyna að halda marki sínu hreinu gegn okkur. Þetta tímabil var því mun erfiðara að mínu mati og meira krefjandi en á sama tíma lærði maður heilan helling og því óhætt að segja að maður hafi öðlast dýrmæta reynslu í ár.“ Meiðsli herjuðu á liðið Patrick Berg, annar fyrirliði Bodö/Glimt, var útnefndur besti leikmaður deildarinnar á mánudag- inn en Noregsmeistararnir þurftu að glíma við talsverð meiðsli lykil- manna á leiktíðinni. „Eitt af því sem við gerðum mjög vel var að við héldum mjög fast í okkar hugmyndafræði allan tímann og það er þjálfaranum okkar Ketil Knutsen að þakka. Þegar þú lendir í því í mörgum leikjum að spila á móti liðum sem liggja aftarlega og freista þess að beita skyndisóknum þá kem- ur það einhvern veginn sjálfkrafa hjá manni að hugsa í lausnum, bæði utan og innan æfingasvæðisins, og við lögðum í raun aldrei neitt sér- staka áherslu á það hvernig best væri að opna andstæðinga okkar á æfingasvæðinu. Þetta tímabil einkenndist líka að- eins af því að við misstum marga lykilmenn í meiðsli. Við misstum báða kantmennina okkar og vinstri bakvörðinn í meiðsli. Sömuleiðis báða fyrirliðana okkar, þá Ulrik Saltnes og Patrick Berg, þannig að þjálfarinn þurfti að hreyfa mun meira við liðinu í ár en í fyrra. Við þurftum líka að læra að elska það að spila gegn liðum sem vörðust aftar- lega og lágu vel til baka en það var líka ný og skemmtileg áskorun.“ Bodö/Glimt lék í norsku B-deild- inni árið 2017 en uppgangur knatt- spyrnuliðsins í bænum, þar sem um 50.000 manns búa, hefur verið lyg- inni líkastur á undanförnum árum. „Þjálfarateymið á mjög stóran þátt í því sem hefur verið að gerast hérna undanfarin ár. Blandan í leik- mannahópnum er ótrúlega góð og æfingarnar hérna eru mjög vel skipulagðar. Það er lögð rík áhersla á að leikmenn bæti sig og hver ein- asti æfingadagur nýttur mjög vel. Við hugsum ekki mikið um framtíð- ina heldur einbeitum okkur að því að lifa algjörlega í núinu og það er stór ástæða þess að leikmannahópurinn hefur blómstrað líkt og hann hefur gert. Stemningin í bænum er líka frá- bær og maður er farinn að lenda mikið í því að fólk pikki í mann úti á götu og óski manni góðs gengis. Það eru allra augu á manni á jákvæðan hátt. Sem dæmi þá komum við heim á sunnudaginn eftir sigurinn gegn Mjöndalen rétt fyrir miðnætti og það voru einhverjir 8.000 manns sem tóku á móti okkur og fögnuðu með okkur. Það er því óhætt að segja að bæjarbúar taki fullan þátt í því sem er að gerast í kringum fótboltann.“ Mikill aðdáandi Mourinhos Þrátt fyrir að tímabilinu sé lokið í Noregi er leiktíðinni ekki lokið hjá Bodö/Glimt en liðið fór á kostum í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA og vann til að mynda 6:1- stórsigur gegn stórliði Roma undir stjórn Josés Mourinhos í Noregi í október. Bodö/Glimt mætir svo Celt- ic frá Skotlandi í 32-liða úrslitum keppninnar, 17. og 24. febrúar næst- komandi. „Við fáum smá frí sem minnir kannski meira á eitthvert danskt jólafrí þar sem við byrjum að æfa aftur strax í janúar. Ég hef litlar áhyggjur af því að við verðum ekki í leikæfingu þegar útsláttarkeppnin hefst enda menn mjög einbeittir á að standa sig vel í þessari keppni. Þess- ir sex leikir í riðlakeppninni gáfu okkur mikið sjálfstraust enda náð- um við þessum árangri með því að spila okkar bolta og fylgja eigin hug- myndafræði. Sigurinn gegn Roma stendur sér- staklega upp úr og hann sýndi okkur að við getum gefið hvaða liði sem er hörkuleik þegar við erum á deginum okkar. Hann gaf okkur líka mikið sjálfstraust, restina af tímabilinu, þótt það hafi verið frekar súrrealískt að standa við hliðina á José Mour- inho á hliðarlínunni. Ég er stuðn- ingsmaður Chelsea og hef alltaf haldið mikið upp á Mourinho en eftir að við skoruðum fyrsta markið gegn Roma kom aðeins upp þessi hugs- unarháttur hjá mér að sýna honum hvað ég virkilega gæti.“ Góð lið koma til baka Alfons á að baki sjö A-landsleiki fyrir Ísland en hann þykir líkleg- astur til þess að eigna sér hægri- bakvarðarstöðuna hjá liðinu eftir að Birkir Már Sævarsson lagði lands- liðsskóna á hilluna eftir undan- keppni HM 2022 sem lauk í nóv- ember. „Ég trúi því að ég sé einn af þeim leikmönnum sem eru í baráttunni um hægribakvarðarstöðuna núna. Vonandi fæ ég tækifæri til þess að sýna mig og sanna og þá er það bara undir sjálfum mér komið að eigna mér stöðuna og nýta það eins og best verður á kosið. Þetta var erfitt ár fyrir landsliðið og það var mikið um róteringar á liðinu. Liðið varð fyrir þungum höggum en við erum samt sem áður gott lið og góð lið koma alltaf til baka. Ég held að næsta ár verði gott ár fyrir okkur í landsliðinu og þetta er árið til þess að taka þetta víðfræga næsta skref sem er alltaf verið að tala um. Margir leikmenn liðsins í dag stóðu sig frábærlega með U21- árs landsliðinu sem tryggði sér sæti í lokakeppninni í Ungverjalandi og Slóveníu síðasta sumar. Við spil- uðum góðan fótbolta með U21-árs liðinu og getum gert það líka með A- landsliðinu. Það á eftir að koma bet- ur í ljós á næsta ári hvort tími endurnýjunarinnar sé liðinn en þetta er klárlega tími til þess að fara að ná í úrslit og sýna hvað við virki- lega getum,“ bætti Alfons við í sam- tali við Morgunblaðið. Súrrealískt að standa við hliðina á José Mourinho - Alfons Sampsted varð Noregsmeistari í annað sinn um nýliðna helgi Ljósmynd/Bodö/Glimt Noregur Alfons í baráttunni í leik Bodö/Glimt og Roma í Sambandsdeild UEFA. HM kvenna Leikið á Spáni: 8-liða úrslit: Danmörk – Brasilía .............................. 30:25 Spánn – Þýskaland............................... 26:21 Coca Cola-bikar karla 32-liða úrslit: Hörður – Fjölnir..................................... 10:0 Stjarnan – Afturelding ........... 36:35 (2x frl.) Grill 66 deild kvenna FH – ÍR ................................................. 20:24 Staða efstu liða: ÍR 9 7 1 1 228:186 15 Selfoss 9 6 1 2 254:226 13 FH 9 5 2 2 226:190 12 Fram U 9 5 0 4 254:250 10 Valur U 9 4 1 4 237:240 9 HK U 10 4 1 5 265:258 9 Grótta 8 4 0 4 203:193 8 Evrópudeild karla C-RIÐILL: Sävehof – Magdeburg......................... 26:29 - Hvorki Ómar Ingi Magnússon né Gísli Þorgeir Kristjánsson komust á blað fyrir Magdeburg. _ Magdeburg 11, Sävehof 8, Nexe 8, La Rioja 5, Gorenje 3, Aix 1. Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Lemgo – Füchse Berlín.............. 32:29 (frl.) - Bjarki Már Elísson skoraði 13 mörk fyr- ir Lemgo. Gummersbach – Nordhorn ................ 38:26 - Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach, Elliði Snær Við- arsson skoraði þrjú mörk og Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Danmörk GOG – SönderjyskE ............................ 35:26 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrjú skot í marki GOG. - Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir SönderjyskE. Frakkland Chambéry – Nancy.............................. 32:26 - Elvar Ásgeirsson var ekki í leikmanna- hópi Nancy. B-deild: Villeurbanne – Nice ............................ 30:34 - Grétar Ari Guðjónsson varði sex skot í marki Nice. %$.62)0-# 1. deild karla ÍA – Hrunamenn .................................. 82:70 Staða efstu liða: Haukar 12 10 2 1223:919 20 Álftanes 12 9 3 1133:985 18 Höttur 11 9 2 1086:929 18 NBA-deildin Cleveland – Miami.............................. 105:94 Indiana – Golden State .................... 100:102 Toronto – Sacramento ..................... 124:101 Atlanta – Houston ............................ 126:132 Boston – Milwaukee ......................... 117:103 Memphis – Philadelphia .................... 126:91 Dallas – Charlotte .............................. 120:96 Denver – Washington ...................... 113:107 LA Clippers – Phoenix....................... 111:95 4"5'*2)0-#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.