Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 12

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heimurinn er í nokkru uppnámi og það vefst fyrir mörgum að halda höfði. Nokkur mál í senn ógna tilveru mannsins á jörðinni og fátt talið til varnar. Þegar skýstrókar fara eyðandi um Bandaríkin gefur ólíklegasta fólk sér (Bid- en forseti og sérfræðingar í ís- lensku veðri) að það sé „lofts- lagshlýnun“ að kenna, en fyrirbærið er rætt í trúar- bragðastíl. Ekkert bendir þó til að fjöldi og fyrirferð skýstróka styðji þær upphrópanir. Veirufaraldurinn er annað sem kyndir undir ótta og von- leysi og þar ganga þeir lengst sem síst skyldu. Veirufaraldrar eru ekki ný bóla. Og þeir hafa komið og farið. Forðum tók þá stundum áratugi að ljúka sér af og skilja eftir sviðna jörð. Í sögu okkar og annarra hefur háska- legur faraldur staðið tiltölulega stutt, höggvið stórt skarð í fá- menna þjóð og skyndilega verið liðinn hjá. Spænska veikin fyrir rúmri öld var slíkt dæmi. Að- stæður og viðnámsþróttur voru þá mun lakari en síðar varð. Húsakostur var frumstæður, hreinlæti takmarkað enda ekki auðvelt að koma því við. Kuld- inn smó vítt enda einangrun takmörkuð og hitagjafar al- mennings þá aðeins fjarlægur draumur. Sjúkraþjónusta, þekking, tæknibúnaður og ann- að af því tagi fábreytt miðað við nútímann. Tæplega 500 létust af spænsku veikinni, og flestir dóu aðeins tveimur dögum eftir að þeir fundu fyrir henni! Talið var að 25 milljónir hefðu látist úr spænsku veikinni í heimsstyrjöldinni fyrri sem var að ljúka þegar faraldurinn gekk. (Allt að 40 milljónir segja sumir.) Talið er að rétt rúmlega 21 milljón manna, hermanna og óbreyttra, hafi látist í heims- styrjöldinni sem stóð í fjögur ár. Það vottar fyrir því að yfir- völd víða standist ekki öll að ýta undir angist og ótta við hvert tækifæri sem gefst og það sé gert í þeim „góða tilgangi“ að ýta undir að fólk láti bólusetja sig í framhaldinu. Virtist bera á þessu við nýja afbrigðið, Ómí- kron. Hræðsluáróður af því til- efni gekk of langt. Smitleiðin þar sýndist greið, en áhættan mun minni en af fyrri af- brigðum. Þótt fyrri fullyrðingar um endingartíma og virkni bóluefna hafi staðist óþægilega illa virðast þau enn, ásamt örv- unarskammti, ráða vel við Ómí- kron. Mitt í fyrrnefndum ógöngum, sem er drjúgur skammtur í einu fyrir mannkynið, gætir vaxandi titrings í samskiptum stórveld- anna. Kínverjar vekja stríðsótta vegna Taívans. Það eru 126 ár síðan „frjálst og lýðræð- islegt ríki“ var stofnað í Formósu, fyrir atbeina Jap- ans, sem réð málum þar, uns sigurvegarar síðari heimsstyrjaldar fólu þáverandi stjórn Kína að fara með yfirráð- in. Þegar Chiang Kai Shek, leið- togi Kína, varð undir í baráttu við kommúnista Maós flutti hann sig um set til Taívans og kynnti landið sem stjórnarsetur Kína og var viðurkennt sem slíkt af Sþ allt þar til Nixon venti stefnunni eftir fræga heimsókn til Kína. Ekki leið á löngu þar til Taívan tók að blómgast efnahagslega. Eyjan er aðeins þriðjungur af stærð Íslands með 24 milljónir íbúa og er eitt þéttbýlasta ríki heims. Og sjálfstraust Kína vex hratt, rétt eins og herstyrkur þess, og finnur heimurinn fyrir því. Kínastjórn prufukeyrði nýja stefnu sína þegar hún herti tök- in á Hong Kong. Þar hafði gilt yfirlýsingin um eitt ríki – tvö kerfi frá brottför Breta. Vestur- veldin fordæmdu Kína, en höfð- ust ekki að. Það sagði stjórn- völdum í Taívan allt sem þurfti. Útþensla á Suður-Kínahafi, og heimatilbúnar eyjar þar senda sín merki. Aðgerðir Rússa í Sýrlandi heppnuðust og viðbrögð þeirra við vanhugsuðum aðgerðum ESB í Úkraínu vöktu ugg. Sama gerðu ógnvænlegar eldflaugar umhverfis jörðina sem ógnað geta andstæðingum þeirra, hversu fjarlægir sem þeir eru. Það skapar mikinn titring. Veik stjórnvöld í Bandaríkjunum bæta ekki úr skák. Eftir útspil ESB brá Pútín hart við og tryggði sér Krímskaga, sem Nikita Krústsjov, þá Kreml- arleiðtogi, hafði afhent Úkra- ínu, sem hafði ekki raunveru- lega merkingu þá, enda þiggjandinn enn hluti af ríkis- heildinni. En Krímskagi hafði tilheyrt Rússum og Sovét í þrjár aldir. ESB greip til „efnahags- þvingana“ sem skrifstofumaður tilkynnti kollega á Rauðarárstíg að Íslandi bæri að gera líka. Þeir hlýddu enda hafa þeir í heimildarleysi vanið sig á það. Efnahagsþvingunin breytti engu, enda gera fæstir í ESB neitt með slíkt. Á meðan hinar „hörðu efnahagsþvinganir“ gilda gera Þjóðverjar risasamn- ing um gas í pípum frá Rúss- landi til sín. Nú síðast hlóð Pút- ín forseti upp herafla 100 þúsund manna að landamærum Úkraínu. Vesturveldi hóta Pút- ín ógnvænlegum efnahags- þvingunum hafi hermenn hans sig í frammi. Pútín spyr: Hvað gerðu þeir þegar ég tók Krím- skaga? Það er ekki gott ef saman fara snúnir tímar og smáir menn} Það eru erfiðir tímar Í rúm 20 ár hafa stjórnvöld svikið lof- orðið aftur og aftur. Af og til verður það svo vandræðalegt að það þarf að bæta það upp sérstaklega. Það gerð- ist árið 1998, 2000, 2002, 2009, 2012 og 2017. Loforðið snýst um kaup og kjör þeirra sem fá minna en lágmarkslaun og hafa ekki verkfallsrétt. Loforðið snýst um að þau sem hafa ekki færi á að semja um sín laun, með að- gerðum sem allir aðrir hafa, fái að minnsta kosti sömu launahækkun og allir aðrir. Þetta er loforðið sem hefur ítrekað verið brotið. Á síðasta kjörtímabili var loforðið brotið svo hressilega að þessi hópur fékk einungis þrjá fjórðu af launahækkunum allra annarra, auk þess að fá ekki lífskjarabæturnar sem var sérstaklega beint að öðrum láglaunahópum. Krónutöluhækkanirnar sem voru í lífskjara- samningunum fóru annað og þessi hópur fékk í staðinn að éta minna en meðalprósentuhækkun. Fjórðungi minna. Þessi hópur eru öryrkjar og eldra fólk sem þurfa að treysta á lífeyrisgreiðslur almannatrygginga. Loforðið til þeirra hefur verið ritað í landslög. Lögin sem segja að þau sem þurfa að treysta á lífeyri og hafa ekki rétt til kjarabaráttu eins og næstum allir aðrir fái aldrei minni launahækkun en allir aðrir og að minnsta kosti aldrei lægri hækkun en verðbólgan sem étur upp allt. Ástæðan fyrir því að það hefur aldrei verið staðið við loforðið hefur verið túlkun stjórnvalda á lögunum. Stjórnvöld hafa nefnilega alltaf spáð fyrir um hver launa- og verðlagsþróun verði fyrir næsta ár og veitt lífeyrisþegum launahækkun sam- kvæmt þeirri spá. Sú spá hefur hins vegar ítrekað verið röng – þá of lág. Yfir árin er spáin orðin samtals 50% lægri en hún hefði átt að vera miðað við raunþróun á launum. Pældu í því ef þú værir með 50% lægri laun en þú ert með, bara af því að stjórnvöld ákveða að „túlka“ kjarasamningana þína öðruvísi en það sem stendur í þeim. Þegar þú átt að fá 6% hækkun á launum færðu bara 4% hækkun. Væri það bara í lagi? Á næsta ári á að hækka lífeyri um 5,6%. Það er ágætishækkun umfram spá, sem er 3,6%. Ástæðan fyrir því er sögð vera vanmat stjórnvalda á verðbólgu í fyrra, sem átti að vera 3,6% en varð 4,4%. Það er því verið að bæta lífeyrisþegum upp tapið á þessu ári með 0,8% hækkun að viðbættri sérstakri 1% launahækkun. Vandinn er að launavísitala hækkaði miklu meira á þessu ári, eða um 7,6%. Það vantar því heil 2% í viðbót til þess að lífeyrisþegar haldi í við launaþróun. Enn og aftur er því verið að svíkja loforðið en nú er þó verið að viðurkenna að það þurfi að leiðrétta fyrir van- mat fyrra árs. Sem er gríðarleg framför. Það fer hvergi nærri því að leiðrétta rúmlega 50% uppsafnað vanmat en það er ágætt fyrsta skref. Vandinn hefur verið viður- kenndur, næsta verkefni er að leiðrétta svikin loforð. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Veistu að það er verið að svíkja loforð? Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is F yrir liggur að útgjöld rík- isins hafa aukist stórlega á árinu umfram það sem fjárlög gerðu ráð fyrir og vega þar þyngst ófyrirséð útgjöld af margvíslegum toga vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fjármála- og efnahagsráðherra hef- ur lagt fram frumvarp til fjárauka- laga 2021, sem gerir ráð fyrir að fjárheimildir verði auknar um 46,5 milljarða. Þetta er raunar annað fjáraukalagafrumvarp ársins en hið fyrra var lagt fram í maí sl. vegna aðgerða stjórnvalda og voru þá sam- þykkt aukin útgjöld upp á um 14,9 milljarða. Verði nýja frumvarpið samþykkt í núverandi mynd hækka útgjaldaheimildir á árinu því um 61,5 milljarða umfram það sem fjár- lög ársins kváðu á um. Fjárheimildir í heilbrigðis- málum og vegna atvinnuleysisbóta vega þyngst í þeim útgjaldaauka sem lagður er til í fjáraukalaga- frumvarpinu. Breytingarnar sem rekja má til heimsfaraldursins nema samtals um 23,6 milljörðum (sjá meðfylgjandi töflu) og vega framlög í heilbrigðismálum mest en þau aukast um 16 milljarða kr. vegna heimsfaraldursins. Þar af fara 6,2 milljarðar til Landspítalans. 2,9 milljarðar fara í útgjöld vegna sótt- varnahótela og 2,2 milljarðar eru vegna kaupa á bóluefnum og öðrum aðföngum vegna veirunnar. Raunar aukast svo heildarframlög til heil- brigðismála í heild sinni um tæpa 22 milljarða á árinu skv. frumvarpinu. Þá er lagt til að veittur verði 6,1 milljarður kr. vegna aukinna út- gjalda atvinnuleysistryggingasjóðs, sem að stórum hluta eru rakin til at- vinnuátaksins Hefjum störf. Greiðslur Sjúkratrygginga Ís- lands hafa einnig aukist mikið og er lagt til viðbótarframlag til þeirra upp á 2,1 milljarð kr. vegna endur- mats á kostnaði svo sem vegna tann- lækninga og sjúkraþjálfunar. Jafn- framt aukast framlög vegna lyfjakaupa um 2,6 milljarða. Ákveðið hefur verið á árinu að ráðstafa fé úr almennum varasjóði A-hluta ríkissjóðs og hefur þegar verið ráðstafað 5,4 milljörðum úr honum m.a. vegna aurskriðanna á Seyðisfirði og styttingar vinnutíma vaktavinnufólks. Í fjáraukanum er þessu til viðbótar lagt til að milli- færðir verði um fjórir milljarðar úr sjóðnum sem fara í aukin útgjöld við breytingar á vinnutíma vakta- vinnufólks og vegna launabóta auk 800 milljóna vegna útgjalda í tengslum við eldgosið á Reykjanesi. Tekjur hafa aukist mikið Þrátt fyrir aukin útgjöld eru af- komuhorfur ríkissjóðs 32 millj- örðum kr. betri en áætlað hafði ver- ið, sem skýrist af því að tekjur aukast meira í ár en útgjöldin og eru 63 milljörðum kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Frá því að fjárlaga- frumvarp næsta árs var lagt fram í lok nóvember hafa þó frekari út- gjöld komið til eða alls upp á um sex milljarða kr. Þar er um að ræða tvo milljarða vegna kostnaðarauka hjá Sjúkratryggingum. Hins vegar nýj- ar heimildir upp á um fjóra millj- arða kr. sem sótt er um í frumvarp- inu vegna kaupa á annars vegar Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands og hins vegar á jörðinni Mið-Fossum í Borgarbyggð. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður og Fé- lagsstofnun stúdenta standi að kaupunum sameiginlega á Hótel Sögu og að hlutdeild ríkisins í kaup- verðinu verði greidd með sérstakri fjárheimild úr ríkissjóði. Fasteigna- félag háskólans, sem komið var á fót á þessu ári, á að standa straum af viðhaldi og endurbótum á þeim hluta eignarinnar sem mun tilheyra háskólanum. Einnig er sótt um heimild til að þiggja að gjöf listaverk í eigu Ís- landsbanka sem verða varðveitt af Listasafni Íslands og eiga framlögin að fara í kostnað safnsins við varð- veislu og geymslu listaverkanna. Ríkssjóður tók við listaverkunum, sem voru í eigu bankans áður en ráðist var í sölu á 35% hlut ríksins í Íslandsbanka á sínum tíma en bank- inn ákvað að gefa alls 203 verk. Í frumvarpinu er einnig að finna tillögu um aukna fjárheimild vegna þróunarsamvinnu, sem verði hækkuð um 250 milljónir og fara þau framlög öll í stuðning Íslands vegna neyðarbeiðna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá er gerð tillaga um 1,5 milljarða kr. hækkun á fram- lagi til endurgreiðslna vegna kvik- myndagerðar á Íslandi. Sótt er um 114 milljóna kr. fjár- veitingu í frumvarpinu til að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna sátta- gerðar við uppgjör á varahlutasjóði leiguþyrlna. Fram kemur að ágrein- ingi við norska fyrirtækið Heli-One lauk með sáttauppgjöri. Fjárheimildir aukast um 46,5 milljarða Aukin útgjöld vegna Covid-19 Fjáraukalög 2021 Milljónir kr. Aukinn rekstrarkostnaður Landspítala 5.158 Annar aukinn kostnaður Landspítala vegna Covid-19 1.036 Framlag til atvinnuleysisbóta 6.100 Sjúkrahótel 2.900 Kaup á bóluefnum og öðrum aðföngum vegna Covid-19 2.171 Kostnaður v. framkvæmda við bólusetningu og v. skimana á landamærum 2.100 Aðrar heilbrigðisstofnanir, ófyrirséður kostnaður vegna Covid-19 1.407 Aukin verkefni s.s. hjá Landlækni og lögregluembættum 966 Álagsgreiðslur til öldrunarstofnana 500 Ófyrirséður ýmis kostnaður Sjúkrahúss Akureyrar vegna Covid-19 395 Alþjóðleg þróunarsamvinna; áköll og neyðarbeiðnir vegna Covid-19 250 Ýmis önnur útgjöld vegna Covid-19 628 Aukin útgjöld alls 23.611 Heimild: Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2021 Morgunblaðið/Eggert Bólusetning 2,2 milljarða hækkun er vegna kaupa á bóluefnum o.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.