Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 21

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is LKINUGEFÐU DAGAMUN an í göngu á hverjum sunnudegi, hvernig sem viðraði. Síðustu árin hefur verið minna um gönguferðir hópsins, en meira um matarboð, tón- leika- og leikhúsferðir og ferðalög innanlands og utan.“ Meðal eftirminnilegra ferða Guð- ríðar eru göngur um Jakobsveginn á árunum 2018 og 2019. „Ferðirnar voru skipulagðar þannig að leiðinni, sem er samtals 750 km, var skipt í þrjá hluta. Ég hef nú gengið fyrsta og þriðja hluta leiðarinnar og hver veit nema ég skelli mér í miðhlutann á næsta ári.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðríðar var Stefán Reynir Kristinsson, f. 20.9. 1945, d. 10.12. 2005, viðskiptafræðingur. Stefán Reynir var um langt skeið fjármálastjóri Íslenska járnblendi- félagsins á Grundartanga, en síðast framkvæmdastjóri Spalar, rekstrar- aðila Hvalfjarðarganga. Þau bjuggu í Reykjavík. Foreldrar Stefáns Reynis voru hjónin Dagbjört Jónsdóttir, f. 20.9. 1906, d. 1.7. 1996, húsmæðra- kennari, og Kristinn Stefánsson, f. 22.11. 1900, d. 2.3. 1976, áfengis- varnaráðunautur og prestur í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Dóttir Guðríðar og Stefáns Reynis er Ingibjörg, f. 22.12. 1967, leið- sögumaður og íslenskukennari í Reykjavík. Dætur Ingibjargar eru: 1) Nína Guðríður Sigurðardóttir, f. 17.6. 1989, lögmaður. Maki: Jón Gunnar Ásbjörnsson, f. 31.10. 1986, lögmaður. Sonur þeirra er Ásbjörn Reynir, f. 14.5. 2020, dóttir Jóns Gunnars er Unnur Sigríður, f. 16.8. 2016. 2) Þorbjörg Anna Gísladóttir, f. 29.12. 2001, nemi. Systkini Guðríðar eru Ólafur Þor- steinsson, f. 9.4. 1945, d. 6.7. 1991, framkvæmdastjóri í Kópavogi, og Helga Karlsdóttir (sammæðra), f. 24.10. 1933, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík Foreldrar Guðríðar voru hjónin Guðmunda Lilja Ólafsdóttir, f. 28.5. 1911, d. 5.7. 2004, húsmóðir og Þor- steinn Pjetursson, f. 6.5. 1906, d. 12.12. 1984, starfsmaður Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Þau voru búsett í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Guðríður Þorsteinsdóttir Jóhanna Guðrún Stefánsdóttir vinnukona á Snæfellsnesi og í Borgarfirði, síðar húsmóðir í Rvík Guðmundur Þorsteinsson sjómaður á Akranesi Pjetur G. Guðmundsson bókbindari í Reykjavík Ágústína Þorvaldsdóttir húsmóðir og verkakona í Reykjavík Þorsteinn Pjetursson starfsmaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík Jórunn Erlendsdóttir húsmóðir í Litlabæ Þorvaldur Þorkelsson bóndi í Litlabæ á Mýrum Aldís Ólafsdóttir húsmóðir á Vötnum Gísli Eyjólfsson bóndi á Vötnum í Ölfusi Ólafur Gíslason bóndi Árbæ í Ölfusi Guðríður Ásgrímsdóttir vinnukona í Ölfusi og ráðskona í Reykjavík Þuríður Guðmundsdóttir húsmóðir á Stærribæ í Grímsnesi og Gljúfri í Ölfusi Ásgrímur Sigurðsson bóndi á Stærribæ í Grímsnesi og Gljúfri í Ölfusi Ætt Guðríðar Þorsteinsdóttur Guðmunda Lilja Ólafsdóttir húsmóðir í Reykjavík „Á ÉG AÐ TALA ÁFRAM UM HLUTI SEM ÉG HEF EKKI HUNDSVIT Á EÐA ERTU TILBÚIN AÐ LENDA?“ „EF ÞIÐ ERUÐ HÆTT AÐ BJÓÐA UPP Á MORGUNMAT ÆTLA ÉG AÐ FÁ SKÁL AF MORGUNKORNI Í HÁDEGISMAT.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... söngur án orða. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HUNDURINN ER VEIKUR Í DAG NÚ VERÐUR SPILUÐ UPPTAKA FRÁ ÞVÍ Í APRÍL NÚ ER LÍF MITT ENDURTEKIÐ EFNI voff! voff! voff! voff! LUMAR EINHVER Á HROLLVEKJANDI SÖGU ÚR LÍFI SÍNU? ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA YKKUR HROLLVEKJANDI SÖGUR ÚR LÍFI MÍNU Á HVERJU KVÖLDI Í NÍU DAGA SAMFLEYTT! ÞAÐ ER SANNARLEGA HROLLVEKJANDI! Jólin nálgast og þá bankar ým- islegt upp á, skrifar Helgi R. Einarsson og lætur fylgja lausn sinni á laugardagsgátunni: Hégómi Ég skil þegar skellur í tönnum kvað skessan, í dagsins önnum er leit yfir bólin blessuð, um jólin og brosti að okkur mönnum. Ekki leiðum að líkjast: Mörður frá Mælifelli markaður er af elli. Líkist helst Leppa- lúða á jeppa er út fer að keyra með kelli. Jólin nálgast og Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir í Boðnarmjöð: Blessuð jólin bljúga gleði boða öllum, Jólasveinar kampakátir klöngrast niðr af fjöllum. Ærslafengnir arka snjóinn aular þessir, koma senn til byggða bráðum brosleitir og hressir. Vaskir sveinar víða munu vekja kæti, Skatnar þessir skapa tíðum skvaldur ys og læti. Og Guðmundur Arnfinnsson seg- ir, að „jólasveinar flykkjast til byggða (sléttubönd)“: Jólasveinar fjöllum frá ferðum beina núna. Fóla greina marga má móða veina lúna. Öfugt: Lúna veina móða má marga greina fóla. Núna beina ferðum frá fjöllum sveinar jóla. Helgi Jensson er með „vangavelt- ur í skammdeginu“: Dagur styttist dofnar ljós depurð leynist víða Góðra vina hjartnæmt hrós hjálpar gagnvart kvíða Kemur eftir vetri vor þá vaknar lífsins kraftur Eykst þá bæði þrek og þor þegar sól skín aftur. Friðrik Steingrímsson hefur áhyggjur af því, að mygla er enn í skólum: Fást við smíðar færir menn á flesta má því stóla, en meinsemdirnar magnast enn í Myglulækjarskóla. Helgi Ingólfsson yrkir: Daglega í fræðum ég frétti af frumleikaþjófnaði og pretti, af sveini úr bergi sem hvikaði hvergi við hvæsið úr Urðarketti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ýmislegt bankar upp á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.