Morgunblaðið - 15.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Gjafakort Einstök
jólagjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
22 milljarðar í heilbrigðismál
- Fjórir milljarðar í kaup á Hótel Sögu og Mið-Fossum í Borgarbyggð - 940
millj. hækkun vegna fæðingarorlofs - Stefnir í mesta fjölda fæðinga frá 2010
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Framlög til heilbrigðismála aukast
um tæpa 22 milljarða á þessu ári skv.
frumvarpi til fjáraukalaga 2021, sem
lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar
af vega þyngst framlög vegna
kórónuveirufaraldursins en þau eru
upp á um 16 milljarða. Samtals eru
aukin útgjöld af ýmsum toga vegna
faraldursins og afleiðinga hans upp á
23,6 milljarða kr.
Í frumvarpinu er sótt um heimild
til að verja fjórum milljörðum kr. í
kaup á annars vegar Hótel Sögu
undir starfsemi Háskóla Íslands og
hins vegar á jörðinni Mið-Fossum í
Borgarbyggð vegna starfsemi Land-
búnaðarháskóla Íslands á Hvann-
eyri. Fram kemur að Hótel Saga yrði
keypt með Félagsstofnun stúdenta
og að eignarhlutur ríkisins yrði 73%.
Nýta á húsnæðið fyrir menntavís-
indasvið Háskóla Íslands að mestu
leyti. Fram kemur að fasteigninni
fylgi byggingarréttur sem hægt
væri að nýta undir aðra starfsemi
háskólans í framtíðinni.
Nýta á jörðina á Mið-Fossum í
Borgarbyggð undir kennsluaðstöðu
á sviði reiðmennsku og til að byggja
upp aukna aðstöðu fyrir tilraunir,
kennslu og nýsköpun í jarðrækt við
landbúnaðarháskólann.
Feður taka fleiri daga
en áður í fæðingarorlof
Sótt er um 940 milljóna króna við-
bótarframlag til fæðingarorlofssjóðs
í frumvarpinu. Fyrir liggur að
greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á
yfirstandandi ári munu fara talsvert
fram úr fjárheimild ársins. Í ljós hef-
ur komið að útgjöld sem rekja má til
fæðinga sem urðu á árinu 2019 eru
meiri en gert hafði verið ráð fyrir
þar sem hærra hlutfall feðra tekur
orlof á síðari hluta orlofstímabilsins
en verið hefur á árunum þar á undan.
Í öðru lagi taka feður fleiri orlofs-
daga nú á fyrstu þremur til sex mán-
uðum þessa árs vegna barna sem
fæddust á seinasta og yfirstandandi
ári en orlofið var lengt um einn mán-
uð í fyrra og um tvo á þessu ári. Auk
þess kemur fram í frumvarpinu að
fæðingarárið 2021 stefnir í að verða
hið stærsta síðan 2010 hvað fjölda
fæðinga varðar samkvæmt upplýs-
ingum frá fæðingarorlofssjóði.
Sótt er um að fjárheimildir ríkis-
ins vegna vinnumála og atvinnuleys-
is aukist um rúma 7,8 milljarða kr. á
þessu ári og þar af fer 6,1 milljarður
til að mæta auknum útgjöldum at-
vinnuleysistryggingasjóðs vegna
ráðningarstyrkja. »12
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hótel Saga Með kaupunum eru HÍ
tryggð yfirráð á svæði sem nær frá
Vatnsmýri og yfir Suðurgötuna.
Mál framkvæmdastjóra og stjórnar-
manna verktakafyrirtækjanna Brot-
afls og Kraftbindinga, sem ákærðir
eru fyrir meiriháttar brot gegn
skatta- og bókhaldslögum og pen-
ingaþvætti, var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjaness í gærmorgun.
Fimm eru ákærð í málinu; Konráð
Þór Lárusson, stjórnarmaður í
Kraftbindingum, Róbert Páll Lárus-
son, framkvæmdastjóri Kraftbind-
inga, Kristján Þórisson, fram-
kvæmdastjóri Starfsmanna ehf., og
Sigurjón G. Halldórsson og Þórkatla
Ragnarsdóttir, framkvæmdastjórar
Brotafls. Konráð og Róbert voru ein-
ir ákærðra viðstaddir og neituðu sök.
Sigurjón, Þórkatla, Konráð og Ró-
bert eru ákærð fyrir að hafa staðið
skil á efnislega röngum virðisauka-
skattsskýrslum, rangfært bókhald
félagsins með því að færa tilhæfu-
lausa sölureikninga í það og fyrir
peningaþvætti. Framkvæmdastjóri
Starfsmanna ehf. er ákærður fyrir
að hafa hjálpað stjórnendum Kraft-
bindinga með bókhaldssvik og pen-
ingaþvætti.
Neita sök við þingfestingu
- Ávinningur af
brotum frá 64 og
upp í 763 milljónir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dómsalur Konráð Þór Lárusson og Róbert Páll Lárusson við þingfestingu.
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra ákvað í gær að fella brott
ákvæði úr rammasamningi Sjúkra-
trygginga Ís-
lands og sjálf-
stætt starfandi
talmeinafræð-
inga um tveggja
ára starfsreynslu
sem skilyrði fyrir
greiðsluþátttöku
sjúkratrygginga.
Sá samn-
ingur sem tal-
meinafræðingar
starfa eftir tók
gildi 1. nóvember 2017 og átti að
gilda til 31. október 2019. Hann
hefur hins vegar verið framlengdur
um einn mánuð í senn síðan þá með
samþykki beggja samningsaðila.
Ekki hefur náðst saman um
nýjan samning en nú vinnur starfs-
hópur á vegum heilbrigðisráðu-
neytisins að greiningu á þjónustu
talmeinafræðinga og gerð heild-
stæðra tillagna um framtíðarfyr-
irkomulag hennar með hliðsjón af
lögum um samþættingu þjónustu í
þágu farsældar barna. Hópnum er
ætlað að skila tillögunum fyrir 20.
desember.
Gert er ráð fyrir að unnt verði
að fella brott umrætt ákvæði í byrj-
un næsta árs og SÍ og talmeina-
fræðingar geti hafið viðræður um
nýjan samning á grundvelli vinnu
starfshópsins eftir áramót.
Geti stytt óralanga biðlista
Brynja Dögg Hermannsdóttir
talmeinafræðingur segir ákvörðun
heilbrigðisráðherra eiga að gera
talmeinafræðingum kleift að fara
beint á vinnumarkað eftir útskrift,
sem muni saxa hraðar á „óralanga
biðlista“ á öllum stofum.
„Annað hvert ár útskrifast um
það bil fimmtán talmeinafræðingar
frá HÍ, af þeim hópi velja sumir að
starfa fyrir sveitarfélög eða stofn-
anir á borð við Reykjalund og
Grensásdeild.“
Brynja segir erfitt að segja til
um hversu hratt breytingin muni
koma fram, það sé háð því hversu
margir talmeinafræðingar ákveði
að fara þá leið að starfa á samningi
við Sjúkratryggingar Íslands.
Reynslu-
skilyrði
fellt brott
Willum Þór
Þórsson
- Nýr samningur
stuttu eftir áramót
Nú þegar 15. desember er genginn í garð er inn-
an við vika í að vetrarsólstöður renni upp, þegar
sólargangur er stystur.
Þangað til heldur skammdegið áfram að
þyngjast og landsmenn verða að treysta á raf-
orku og loftljós til að lýsa upp hús og híbýli.
Þegar vetrarský hindra síðustu birtu dags-
ljóssins fá götuljósin enn betur að njóta sín svo
og jólaseríur í gluggum landsmanna.
Ásýnd Glæsibæjar nýtur sín í skammdeginu
Morgunblaðið/Árni Sæberg