Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 15

Morgunblaðið - 15.12.2021, Side 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 ✝ Jenný Bára fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 17. ágúst 1982. Hún lést 4. desember 2021. Foreldrar henn- ar eru Harpa Hrönn Gestsdóttir sjúkraliði, f. 21.1. 1965, og Sigurður Helgi Þórisson, f. 21.10. 1953. Þau slitu samvistir árið 1988. Sambýlismaður Hörpu er Run- ólfur Hjalti Eggertsson, f. 23.4. 1947. Fósturforeldrar Jennýjar eru Henný Bára Gestsdóttir bókari, f. 30.7. 1962, og Hjálmtýr Sæ- mundur Halldórsson járnsmið- ur, f. 2.12. 1958. Bróðir Jennýjar er Jóhann Sigurðarson, f. 7.9. 1986. Systkini Jennýjar sammæðra eru Aníta Runólfsdóttir sjúkra- liði, f. 13.8. 1993. Barnsfaðir hennar er Ásgeir Örn Þórsson, f. 4.1. 1993. Börn þeirra eru Þóra Gabríela Ásgeirsdóttir, f. 27.12. 2011, og Camilla Hrönn Ásgeirsdóttir, f. 12.2. 2017. Dagný Runólfsdóttir, f. 8.4. 1999. Systkini samfeðra Kol- brún Kristinsdóttir vörustjóri, f. 30.12. 1975. Fyrrverandi maki hennar er Axel Thor- arensen Hraundal, f. 26.5. 1973. Börn þeirra eru Aníta Erla Thorarensen, f. 9.10. 1993, Diljá Sól Thorarensen, f. 5.9. 1995, Adrian Máni Thor- arensen, f. 5.12. 2002, Athena Isis Thorarensen, f. 18.7. 2007. Maki Kolbrúnar er Árni Steinn Sveinsson, f. 27.7. 1970. Gylfi Ísarr Freyr Sigurðsson bifvélavirki, f. 22.8. 1977. Maki hans er María Guðbjörg Bárðardóttir, f. 12.2. 1981. Börn þeirra eru Isabella Þórey Ísarsdóttir, f. 16.9. 2016, og Sóley Bára Ísars- dóttir, f. 12.12. 2019. Anna Kristín Shumeeva, f. 27.3. 1994. Fósturbróðir Jennýjar er Kári Sæmundsson, f. 11.10. 1990. Stjúpsystir Jennýjar er Sylvía Björg Runólfsdóttir læknir, f. 16.4. 1986. Fyrrver- andi maki Friðrik Ómarsson flugstjóri, f. 11.8. 1980. Dóttir þeirra er Katrín Emilía Frið- riksdóttir, f. 27.4. 2012. Sam- býlismaður Sylvíu er Eerikki Pirkanpoika M. Elovitra forrit- ari, f. 15.11. 1982. Sonur þeirra er Mikael Úlfur Elovirta, f. 7.1. 2020. Jenný Bára giftist Árna Helga Gunnlaugssyni 9.5. 2002, f. 10.3. 1964, d. 23.11. 2021. Synir þeirra eru Elías Aron Árnason, f. 16.9. 2003, Gunn- laugur Örn Árnason, f. 25.1. 2005, og Brynjar Pálmi Árna- son, f. 9.2. 2006. Jenný Bára og Árni Helgi skildu árið 2006. Jenný Bára bjó að mestu öll sín ár í Reykjavík, mest í Breiðholtinu og seinast í Vest- urbæ Reykjavíkur. Útförin fer fram í dag, 15. desember 2021, kl. 13. Elsku fallega systir mín, nú ertu fallin frá. Þrátt fyrir veik- indi þín var það skellur að missa þig strax. Við vorum deginum áður að fylgja barns- föður þínum og fyrrverandi eiginmanni til grafar en hann hafði glímt við veikindi sem sóttu á hann með hraði. Þú varst búin að hafa miklar áhyggjur eftir fráfall hans af drengjunum þínum. Ég hafði kíkt í heimsókn til þín miðviku- deginum fyrir, þar sem við átt- um yndislega kvöldstund sam- an. Ég var svo þakklát, en þrátt fyrir að samband okkar væri alltaf einstakt, skilyrðis- laust og án nokkurra skuld- bindinga þá hafði ég sagt þér hversu mikið ég stæði með þér. Hvað þú gætir treyst mér fyrir öllu og ég væri alltaf til staðar. Þér fannst erfitt að geta ekki sinnt drengjunum þínum eins mikið og þú vildir. Ég minnti þig á að þú værir eina mamma þeirra og enginn gæti tekið móðurtitilinn af þér. Öllu þessu kom ég í orð kvöld- inu fyrir nóttina örlagaríku. Við knúsuðumst þarna í síðasta sinn. Veikindi þín voru þó farin að ágerast en þú hafðir leyft mér í gegnum árin að fylgjast með framvindu þeirra, sem mér þótti afar vænt um. Ég lofaði þér að vera til staðar bæði fyrir þig og strákana þína. Þú þarft ekki að efast eitt augnablik um að strákarnir, sem nú eiga bæði pabba og mömmu á himnum, fái eins mikinn stuðning frá móð- ursystur sinni og þörf er á. Ég trúi því að þið horfið sam- an á drengina ykkar blómstra í lífinu um ókomna tíð. Minning þín um alltaf fylgja mér. Takk fyrir allar okkar stundir. Takk fyrir að treysta. Takk fyrir okkar einstaka systrasamband. Þín litla systir, Aníta Runólfsdóttir. Jenný Bára Hörpudóttir Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát ✝ Anna Karls- dóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 11. október 1947. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 28. nóvember 2021. Foreldrar henn- ar voru Helga Guð- mundsdóttir og Karl Pálsson, út- gerðarmaður í Flatey á Skjálfanda. Systkin hennar voru: Sverrir Bergmann, Guðmundur Karl, Sigurpáll Baldur, Pálmi Hannes, Ragnar, Erlingur Már og Arnþrúður. Anna ólst upp í Flatey á Skjálfanda til 13 ára aldurs en þá flutti hún með fjölskyldu sinni til Húsavíkur. Anna lauk námi við Gagnfræðaskóla Húsa- Anna giftist Sigurði Helga Jóhannssyni hinn 26. desember 1970. Börn þeirra eru: 1) Stein- ar Örn, börn hans eru Anna Margrét, Andri Már, Arnar Már og Thelma Lind. Sambýlis- kona Steinars er Karen Ósk Óskarsdóttir. 2) Karl Jóhann, synir hans eru Sigurður Óli, Jó- hann Salberg og Kristinn Örn. Eiginkona Karls Jóhanns er Dóra Birna Kristinsdóttir. Fyr- ir átti Dóra dæturnar Elínu Ósk, Evu Ósk og Eyrúnu Ósk. 3) Erna Björg, börn hennar eru Embla Björk, Valtýr Páll, Karl Jóhann og Eyþór Kári. Eig- inmaður Ernu er Stefán Reynir Pálsson. Útför Önnu verður gerð frá Laugarneskirkju í dag, 15. des- ember 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Vegna samkomutak- markana verður útförinni streymt og hægt er að nálgast vefslóðina á: https://www.mbl.is/andlat víkur. Nokkru síðar fór hún í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Að loknu námi við Hús- mæðraskólann flutti Anna til Reykjavíkur og vann við afgreiðslu- störf o.fl. Á þessum tíma kynntist hún Sigurði Helga. Þau hófu búskap í Reykjavík og fluttu að tveimur árum liðnum til Egilsstaða, þar sem Sigurður kenndi einn vetur við unglingaskólann. Að skóla- árinu loknu fluttu þau til Húsa- víkur. Árið 1986 fluttu þau Anna og Sigurður til Reykjavíkur. Síð- ustu tvö árin naut Anna að- hlynningar á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Amma Anna. Mikið á ég eftir að sakna ömmu minnar. Hún tók alltaf fagnandi á móti mér og systkin- um mínum þegar við komum í heimsókn og öllum leið mjög vel í kringum hana. Hún var kærleiks- rík og vildi allt fyrir barnabörnin sín gera. Hún þurfti að ganga í gegnum erfið veikindi þegar hún var á besta aldri sem svo fylgdu henni út ævina. Amma mín var alltaf jákvæð, hlý og góð. Hún kenndi mér að lífið gæti stundum verið ósanngjarnt og óskiljanlegt og ég yrði að horfa á það jákvæða í lífinu, vera þakklátur og láta ekki erfiðleika slá mig út af lag- inu. Ég á margar góðar minningar um ömmu mína. Ég átti svo mörg fótboltaspjöld því amma var allt- af að gefa mér fótboltapakka, ekki bara einn pakka heldur fimm í einu. Þetta var orðið svo mikið safn að ég þurfti að fela það fyrir mömmu því hún var alltaf að banna ömmu að dekra svona við mig. Ég gleymi aldrei þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa þegar ég var yngri. Afi skar niður rófur og radísur og amma gerði bestu eggjaköku í heimi. Meðan ég var að borða sagði amma mér alltaf fyndnar sögur frá því ég var pínu- lítill og ég man að mér fannst allt- af jafn gaman að hlusta á þær. Sérstaklega söguna þegar ég sagði þeim frá þegar ég veiddi maríulaxinn og sagði ákafur: „Ég, ég, ég veiddi sex spýtna lax.“ Þegar amma var komin inn á Skjól heimsótti ég hana reglulega og við sungum saman og skoðuð- um myndir. Hún var mjög klár og vitur kona og ég veit að hún er nú komin á betri stað. Amma mín mun alltaf lifa í hjarta mínu og einn daginn munum við aftur syngja saman Villa Vill, Bítlana, Ragga Bjarna og Cliff Richards Karl Jóhann Stefánsson. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég kveð Önnu Karlsdóttur frá Flatey á Skjálf- anda. Ég kveð þessa baráttukonu með sorg í hjarta. Anna var sannkölluð hvers- dagshetja, hress og jákvæð að eðlisfari. Þrátt fyrir að líf hennar hafi ekki alltaf verið dans á rósum tókst hún á við mótlætið eins og hvert annað verkefni sem hún þurfti að leysa. Síðasta stóra og erfiða verkefnið var alzheim- ersjúkdómurinn sem hún háði harða baráttu við, hún gerði allt sitt besta og lagði sig alla fram og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Anna var listfeng og hafði yndi af að skapa. Árið 2015 kom út ljóðabók eftir hana sem hún nefndi Ljóð. Ég vil kveðja Önnu með einu ljóða hennar sem hún nefndi „Tilveran“: Margþættar lífsins leiðir liggja um sveitir og borg. Hamingjan lífsgötu greiðir gleði færir um bæi og torg. Myndirnar margar geymast minningarfjöldinn hár, sem hefur ei fölnað né fallið í öll þessi liðnu ár. (Anna Karlsdóttir) Ég votta fjölskyldu Önnu sam- úð mína á þessum erfiðu tímum. Björk Guðjónsdóttir. Að Laugarvatni í ljúfum draumi við leiddumst tvö ein um vonarstig Fjær dægurysi og dagsins glaumi í dýrðarheima þú seiddir mig. (Jensína Halldórsdóttir ) Að hausti 1965 mættumst við fjörutíu stúlkur hvaðanæva frá öllum landshornum að Laugar- vatni til vetrarvistar í Hús- mæðraskóla Suðurlands hver og ein með sínu lagi. Tilhlökkun í lofti en náðum fljótlega saman, málfarið ólíkt … norðanstúlk- urnar vöktu athygli okkar fyrir kjarnyrt mál, þeirra á meðal var hún Anna Karls frá Húsavík sem við kveðjum í dag. Anna var gáskafull og glæsileg, litfríð og ljóshærð og góðum kostum gædd, æringi mikill og alltaf til í glens, spilaði á gítar og kunni alla texta. Hún kom fljótt inn í gítarsönghópinn sem skemmti við allskonar tækifæri á skemmtunum skólans og í nær- liggjandi skólum og árshátíðum var gjarnan sungið ljóðið hennar Jensínu skólastýru. Hún var kröftug í verkum sínum til munns og handa og gustaði oft af henni sem húsmóður í eldhúsvik- unni. Veturinn leið við nám, glaum og gleði og einstaka sam- heldni í hópnum. Að vori kvödd- umst við með eftirminnilegri Ed- inborgarferð og ferðalagi um Skosku hálöndin, alveg ógleym- anlegt. Síðan hvarf hver og ein til sinna verka eftir veturinn inn í framtíðina, en samstaðan alltaf til staðar og tryggðin söm og jöfn í stóru klúbbunum svo eftir var tekið. Hún Anna varð fyrir hnjaski árið 1984 í saklausri bak- aðgerð og markaði það hana alla tíð eftir það, en manna fjörugust þegar við komum saman, beit á jaxlinn og veifaði hækjunni, ljóð- elsk var hún og gaf út ljóð til vina og vandamanna árið 2015, sendi okkur geisladiska, myndir og hugleiðingar, alltaf að. Síðustu árin glímdi hún við alzheim- ersjúkdóminn og var komin á hjúkrunarheimilið Skjól, en „glimtið“ var alltaf til staðar í augunum þar til yfir lauk. Elskulega Anna okkar, nú ert þú frjáls og fleyg úr fjötrum og syngur í blómabrekkunni sem við sungum svo oft um saman hópurinn. Sigga þínum og fjöl- skyldunni sendum við einlægar samúðarkveðjur. Farðu sæl að himnaborðum inn í stjörnubjarta fegurð og birtu himins, við segj- um: Takk fyrir allt og allt og gæti þín Guð, kæra skólasystir. F.h. árgangs 1965-66, Þóra Grétarsdóttir. Anna Karlsdóttir ✝ Gunnólfur Árnason fæddist í Háa- gerði á Ólafsfirði 26. mars 1941. Hann lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði 4. des- ember 2021. Foreldrar Gunnólfs voru Árni N. Gunn- laugsson, f. 17. júní 1914, d. 22. júní 1978, og Sigurbjörg Vigfúsdóttir, f. 30. september 1917, d. 16. febr- úar 2001. Alsystkin Gunnólfs eru: Þórdís, f. 1939, Soffía, f. 1942, d. 2009, Vigfús, f. 1944, Hannes, f. 1947, Álfheiður, f. 1949, Gunnþór, f. 1958, og Oddný, f. 1962. Gunnólfur gekk í desember 1965 að eiga heitkonu sína, Lilju Minný Þorláksdóttur, f. 8. janúar 1941, d. 19. nóv- ember 2013. Foreldrar Lilju Minnýjar voru Þorlákur Kristinn Ólafsson, f. 18. októ- ber 1875, d. 22. nóvember 1958, og Anna Björnsdóttir, f. 1. ágúst 1902, d. 18. ágúst 1987. Börn Gunnólfs og Minnýjar f. 2002, unnusti Halldór Jök- ull Ólafsson, f. 2002. 5) Heið- ar, f. 1974 d. 1976. 6) Heið- björt, f. 1977, maki Lúðvík Ásgeirsson, f. 1975, börn þeirra eru: a) Kristófer f. 1997, sambýliskona Gunn- hildur Ólöf Jóhannsdóttir, f. 1998. b) Ásgeir, f. 1999, sam- býliskona Mónika Hlíf Sig- urhjartardóttir, f. 1998. c) Þórunn, f. 2001, unnusti Tóm- as Þorri Þorvarðarson, f. 1997. 7) Heiðar, f. 1979, maki Júlía Gunnlaugsdóttir Poulsen, f. 1978, börn þeirra eru: a) Viktor Freyr, f. 1998. b) Dagný Lára, f. 2002. c) Aníta Lind, f. 2008. Gunnólfur starfaði lengi hjá Ólafsfjarðarbæ á ýmsum vinnuvélum og snjómokstur var eitt af verkefnum hans, m.a. í gamla Múlaveginum. Um miðjan aldur skipti hann um vettvang og gerðist sjó- maður, sem hann starfaði við allt þar til hann lenti í alvar- legu slysi um borð í togar- anum Mánabergi árið 1995 og eftir það gat hann ekki unnið almenna vinnu. Hann fann sér þó alltaf verkefni sem hann réð við og má segja að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 15. desember 2021, klukkan 13. eru: 1) Stúlka, f. 1963, d. 1963. 2) Kristín Anna, f. 1965, maki Krist- ján Hilmar Jó- hannsson, f. 1960. Þau eiga tvo syni; a) Jóhann Gunnar, f. 1986, sambýlis- kona hans er Tinna Stef- ánsdóttir, f. 1988. Þau eiga einn son, Jökul Ómar, f. 2015. b) Daníel Má, f. 1996. 3) Árni, f. 1966, maki Dídí Ásgeirsdóttir, f. 1970. Börn Árna af fyrri sam- böndum eru: a) Aðalheiður Lilja, f. 1989, maki Arnór Páll Kárason, f. 1988, þau eiga tvö börn; Kára, f. 2008, og Selmu Rós, f. 2011. b) Karen Eva, sambýlismaður Jón Helgi Tómasson, f. 1996. Börn Kar- enar Evu eru: Viktoría Alfa, f. 2017, og drengur, f. 2021. c) Viktor Svavar, f. 2003. 4) Sigurbjörg, f. 1967, maki Sig- urbjörn Ragnar Antonsson, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Lilja Minný, f. 1987, sambýlis- maður Jón Þór Ólafsson, f. 1984, börn þeirra eru: Ólafur Gísli, f. 2017, drengur, f. 2021. b) Jóhanna Ragnheiður, Elsku pabbi þá er komið að kveðjustund og þín verður sárt saknað. Þrátt fyrir veikindi síð- ustu mánuði kom kallið okkur á óvart. Mamma kvaddi okkur fyr- ir átta árum og þú áttir alltaf erfitt með að sætta þig við það. Það hjálpar okkur í sorginni að vita að þú átt eftir að hvíla við hlið hennar. Við systkinin erum búin að vera að rifja upp minn- ingar um þig og mömmu og hlæja mikið vegna þess að þú varst einstakur karakter, þrjóskur og ákveðinn. Til dæmis fórstu einn í ferðalag á húsbíln- um eftir að mamma dó og það tók þig aðeins tvo daga að fara hringinn í kringum Ísland, svo mikið þú elsku pabbi. Þú varst ótrúlega greiðvikinn og munaði ekki um að rétta öðr- um hjálparhönd ef svo bar und- ir. Pabbi tók vel á móti gestum og hafði gaman af því að spjalla við fólk um ýmis málefni sem voru honum hugleikin hverju sinni. Elsku pabbi, þú varst góður við okkur systkinin og afabörnin þín og gafst þér góðan tíma til að spjalla, stundum var það frekar á fullorðinslegum nótum en þau höfðu gaman af því. Þú varst dugnaðarforkur og varst duglegur að dunda þér við ýmis verk í bílskúrnum og á heim- ilinu. Tuskan var aldrei langt undan hvort sem það var verið að þrífa á heimilinu eða í bíl- skúrnum að dekra við bílinn þinn eða húsbílinn. Pabbi hafði gaman af því að elda hangikjöt og lambalæri og gefa okkur í fjölskyldunni eitt- hvað gott að borða. Það var oft til slátur í ísskápnum sem var sett í súr í fötu. Með þessu kenndir þú barnabörnunum að borða súrt slátur. Pabbi og mamma voru dugleg að ferðast um landið með okkur krakkana, í fyrstu með tjald og síðar með fellihýsi og svo áttu þau húsbíl síðustu ár. Eftir að mamma kvaddi okkur fór pabbi minna í ferðir. Elsku pabbi, þú varst góður faðir, tengdapabbi og afi og við munum sakna þín og samtalanna við þig, við sjáum þig fyrir okk- ur keyra um á bláum Mitsubishi Pajero í sumarlandinu. Takk fyrir allt og hvíl í friði elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Kristín Anna, Árni, Sig- urbjörg, Heiðbjört, Heiðar, tengdabörn og fjölskyldur. Gunnólfur Árnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.