Morgunblaðið - 22.12.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 22.12.2021, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 300. tölublað . 109. árgangur . jolamjolk.is dagar til jóla 2 Ketkrókur kemur í kvöld SÖGUR UM ÁSTIR SEM FINNAST OG TAPAST MIKIL UPP- BYGGING Í HAFNARFIRÐI ÞÓRIR NÁÐI UNDRAVERÐ- UM ÁRANGRI VIÐSKIPTAMOGGINN SÁTTUR EFTIR SIGUR Á HM 30ÓSKILAMUNIR 33 Afganistan, þaðan til Georgíu, svo til Stokkhólms og loks til Keflavíkur. Var hann í hópi 22 flóttamanna frá Afganistan sem fá hér vernd. Khairullah var að vonum feginn að komast heim en ferðin var honum erfið, enda þekkti barnið ekki pabba sinn og grét mikið. „Þetta var erfitt, sonur minn þurfti að fara frá tengdamóður minni sem hafði hugsað um hann allan tím- ann. Ég var sem ókunnugur maður í hans augum og hann grét mikið. Það var sársaukafullt fyrir mig að horfa upp á. En ég er yfir mig glaður að fá son minn aftur,“ segir Khairullah, sem vill þakka íslenskum stjórnvöld- um og öllum þeim sem hafa aðstoðað Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Það var tilfinningaþrungin stund þegar Arsalan litli komst heim til Ís- lands eftir að hafa verið aðskilinn frá foreldrum sínum í rúma fjóra mán- uði. Hjónin Khairullah Yosufi og Zeba Sultani flúðu frá Afganistan í ágústlok en neyddust til að skilja hinn þá tveggja mánaða Arsalan eftir í Afganistan en barnið lenti í andnauð í öngþveitinu á flugvellinum í Kabúl. Þekkti ekki pabba sinn Khairullah fór til móts við barn- ið og flaug til Georgíu en þá hafði Arsalan flogið frá Kabúl til Mazar í þau í gegnum allt ferlið og ferðalag- ið. „Ég er mjög hamingjusöm“ Arsalan litli svaf vært í burðar- rúmi eftir heimkomuna og kippti sér ekki upp við atgang fjölmiðla. Hann vaknaði ekki fyrr en komið var út í bíl og sá þá mömmu sína í fyrsta sinn síðan daginn örlagaríka þegar þau urðu viðskila í ringulreiðinni. Zeba fór í gegnum allan tilfinningaskalann þegar hún sá son sinn fyrst sofandi og tár féllu. En í bílnum var hún farin að brosa breitt. „Ég get varla lýst tilfinningum mínum en ég er mjög hamingjusöm. Ég fékk að sjá son minn aftur eftir Morgunblaðið/Ásdís Sameinuð Zeba hitti son sinn loks aftur í gær þegar hann lenti á Keflavíkurvelli ásamt hópi flóttamanna frá Afganistan. Hann svaf vært þar til í bílinn var komið og brosti þá framan í mömmu sína. Faðir hans Khairullah speglast í bílrúðunni, alsæll að fá son sinn til sín. Nú er fjölskyldan komin í öruggt skjól. „Tilfinningin er ólýsanleg“ Gleði hjá flóttafólki frá Afganistan sem endurheimti son sinn í gær - Arsalan litli kominn til foreldra sinna - Gleði og tár á flugvellinum í gær fjóra og hálfan mánuð. Tilfinningin er ólýsanleg. Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu okkur.“ Það opnaðist gluggi Linda Rós Alfreðsdóttir, sér- fræðingur í málefnum flóttamanna hjá félagsmálaráðuneytinu, tók á móti hópnum í Keflavík, ásamt starfs- mönnum Rauða krossins og Fjöl- menningarsetursins. „Það er örugglega mikill léttir fyrir fólkið að komast til Íslands en svo eru líka blendnar tilfinningar því nánir vinir og ættingjar sitja eftir,“ segir Linda og segir það hafa verið mikla vinnu að koma þessum síðasta hópi Afgana heim. _ Kristján Ra. Kristjánsson, sem rekur Göta Lejon- leikhúsið í Stokk- hólmi hefur þró- að og sett upp söngleik um ævi Edith Piaf en aðalleikkonur verksins eru mæðgurnar Mel- ana Ernman og Beata Thunberg. Melana er móðir aðgerðasinnans Gretu Thunberg. Hefur sýningin hlotið góða dóma og rétturinn að henni seldur til Nor- egs. Kristján er með mörg járn í eld- inum í Svíþjóð og þeim fjölgar einn- ig hér á landi. »ViðskiptaMogginn Setur upp söngleik með móður Thunberg Kristján Ra. Kristjánsson _ Verðbólga nú í desember mælist 5,1% og hefur ekki verið hærri frá því um mitt ár 2012. Í nóvember mældist hún 4,8%. Sem fyrr er það fasteignamarkaðurinn sem knýr hækkanir umfram annað en aðal- hagfræðingur Íslandsbanka segir þó að margt bendi til þess að meiri ró hafi færst yfir markaðinn í des- ember en undanfarin misseri. Hækkun á húsnæðislið vísitölunnar hafi ekki verið jafn lág síðan í febr- úar. Mjólkurvörur hækka talsvert í verði milli mánaða og þá hækkuðu flugfargjöld um ríflega 10% frá nóvembermánuði. Löng hefð er fyr- ir því að verð á þeim markaði hækki í desember þegar námsmenn og aðrir Íslendingar sem búa er- lendis leggja leið sína heim til ná- kominna yfir hátíðirnar. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Hari Bólga Matur og drykkjarvörur hækka. Verðbólgan ekki meiri í níu ár Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Óvissa sem fylgir Ómíkron-afbrigð- inu er á meðal áhrifaþátta í sótt- varnaaðgerðum en af þeim 11.000 sem greinst hafa með Ómíkron-af- brigðið í Danmörku hafa 0,7% þurft á spítalainnlögn að halda. Innlagnat- íðni er 1,5% vegna annarra afbrigða, að því er fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Embætti landlæknis gat ekki veitt upplýsingar um innlagnatíðni hér á landi vegna afbrigðisins en Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri með- ferðarsviðs Landspítala, segir að slíkt muni líklega skýrast á næstu dögum, þar sem smitum er nýlega farið að fjölga hratt. „Það má segja að þessi bylgja í Danmörku sé kannski tveimur vik- um á undan okkur. Það er ekki farið að reyna á þetta enn þá en það er lík- legt að það muni gerast á næstu dög- um,“ segir hann. Staðan sé þung á spítalanum nú þegar þar sem margir leiti þangað vegna annarra veikinda. „Það geta liðið nokkrir dagar frá því fólk sem greinist með smit fær vaxandi einkenni og kemur til okk- ar,“ segir hann. Takmarkanir hertar á miðnætti Sóttvarnalæknir lagði til að 20 manns mættu koma saman og féllst ríkisstjórnin á það ásamt fleiri tak- mörkunum, sem taka gildi á mið- nætti. Ríkisstjórnin ákvað þetta með hliðsjón af fjölgun smita og óvissu sem fylgir Ómíkron-afbrigðinu, sem sóttvarnalæknir fjallar ítarlega um í minnisblaði sínu en þar segir að þrátt fyrir að fyrstu tölur bendi til vægari einkenna vegna afbrigðisins sé ekki hægt að fullyrða um hvort það valdi alvarlegri eða vægari veik- indum. Rannsóknir síðustu vikna hafa sýnt fram á að smithæfni Ómíkron- afbriðgisins er í það minnsta helm- ingi meiri en smithæfni Delta-af- brigðisins, að því er fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í Dan- mörku höfðu um 80% þeirra sem greindust með Ómíkron-afbrigðið fengið tvær bólusetningar, um 10% fengið þrjár og voru 10% óbólusettir. Óvissa en innlagnatíðni lægri - Sóttvarnalæknir greinir frá lægri innlagnatíðni vegna Ómíkron-afbrigðis í Dan- mörku - Tekið mið af óvissu og fjölda smita - 20 manna fjöldatakmörk taka gildi MTuttugu manna … »4 & 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.