Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Að sögn verslunarmanna munu landsmenn fá kósí jólapakka í ár. Kerti og kósíföt hafa notið sérstakra vinsælda, huggulegheitin allsráð- andi. Kringlan hefur iðað af lífi síðustu vikur. Framkvæmdastjóri hennar segir árið í ár vera á pari við jólin 2019. „Jólaverslunin hefur verið mjög góð. Hún er meiri en í fyrra og ef ég miða við árið 2019 þá virðist hún fram til þessa vera á pari við 2019. Aðsóknin er nokkuð jöfn yfir daginn og álagið dreifist vel,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, við Morgunblaðið. Sigurjón finnur mikið fyrir því að landsmenn vilji hafa notalegt heima hjá sér. „Við finnum mikið fyrir því að þessi kósí stemning er talsvert ráðandi hjá okkur og jogginggallinn er þar áberandi en svo er gjafavaran auðvitað alltaf vinsæl.“ „Þetta eru peysujólin miklu“ Blaðamaður Morgunblaðsins heyrði í nokkrum verslunarstjórum og spurði þá út í vinsælustu jólagjaf- irnar í ár. Í Herragarðinum hafa peysur selst eins og heitar lummur. „Þetta eru peysujólin miklu,“ segir Jón Víðir Þorsteinsson, verslunarstjóri Herrragarðsins í Smáralind. Póló- peysurnar hafa verið einstaklega vinsælar og segir Jón þær nánast uppseldar. Í Epal hefur selst mest af hlýlegum vörum að sögn Kjartans Páls Eyjólfssonar, framkvæmda- stjóra. Helst eru það kerti, sæng- urföt og LED-ljós. Að sögn Fjólu Heiðarsdóttur, verslunarstjóra BAST, eru ilmstangir vinsælastar hjá þeim í ár. Þá hefur sömuleiðis selst vel af ilmkertum, kokteil- hristurum og uppvöskunarsettum. Í Snúrunni hafa kertastjakar og kerti verið vinsælasta gjöfin segir Sigríð- ur Kjerúlf, verslunarstjóri Snúr- unnar í Ármúla. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólaverslun Annríki var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem fólk var að skoða og velja jólagjafir. Kósí jólapakkar þetta árið - Fólk flykkist í Kringluna - Pólópeysur og kerti vinsæl Kórónuveirufaraldurinn er farinn að taka sinn toll í framhaldsskólunum, að sögn Guðjóns Hreins Hauksson- ar, formanns Félags framhalds- skólakennara. „Faraldurinn stuðlar ekki að heilbrigðu námsumhverfi og við náum ekki sömu markmiðum og áður. Áhrif faraldursins eru að verða nemendum og kennurum erfið, bæði námslega og and- lega,“ segir Guð- jón. Truflanir á staðkennslu, álag og skortur á fé- lagslegum tengslum hafa haft neikvæð áhrif. „Það vantar áþreifanleg gögn þessu til sönnun- ar og enn byggist þetta mest á tilfinningu kennara,“ segir Guðjón. Þessi tilfinning er nokkuð útbreidd. Hann segir að um þetta leyti í fyrra og síðasta vor hafi verið skoðaðar tölur um brottfall úr námi og lokaeinkunnir í áföngum. Þau gögn gáfu ekki tilefni til sér- stakra ályktana. „Nú erum við komin með nemend- ur sem hafa verið meira en helming framhaldsskólagöngu sinnar í Cov- id-19-ástandi. Það hefur varað frá því í mars 2020 eða í eitt og hálft ár. Vorönn og haustönn 2020 og vorönn og haustönn 2021 voru allar undir miklum áhrifum af faraldrinum. Megnið af framhaldsskólagöngu nemenda sem hófu nám haustið 2019 hefur verið litað af Covid,“ segir Guðjón. Þau sem byrjuðu í fram- haldsskóla í haust áttu ekki heldur eðlilega skólagöngu í 10. bekk. „Við höfum gert okkar besta til að halda uppi eðlilegu skólastarfi eins og hægt er, en það er orðið verulega erfitt að halda dampi. Því hefur verið haldið fram að við séum að halda í horfinu, en ég held að það sé ekki raunhæft. Þetta er farið að segja til sín í andlegri heilsu kennara og ég hef áhyggjur af mínu félagsfólki. Ég óttast að við munum sjá aukna tíðni kulnunar kennara í starfi.“ Guðjón segir að áhrif faraldursins séu áberandi í meirihluta framhalds- skóla, þeim sem byggja á stað- kennslu og því að nemendur og kennarar hittist. „Skóli byggist mik- ið á því að hittast í samfélagi, þrosk- ast saman, rekast á og takast á í hóp- verkefnum augliti til auglitis. Á þessum árum hittir fólk jafnvel lífs- förunautinn! Þetta er gríðarlega mikilvægt æviskeið. Félagslegt um- hverfi skólanna er bókstaflega í hættu vegna faraldursins,“ segir Guðjón. Hann segir að upphaf næstu annar líti hreint ekki vel út miðað við þær takmarkanir sem nú taka gildi. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Faraldurinn Þessir nemar í MR voru með grímu í skólanum. Áhrif faraldursins eru orðin erfið - Framhaldsskólakennarar að bugast Guðjón Hreinn Hauksson Rebekka Líf Ingadóttir Karítas Ríkharðsdóttir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greindist í gær smitaður af Covid-19. Birgir er annar þingmaður Sjálf- stæðisflokksins til þess að greinast með Covid-19 undanfarna daga og sá áttundi á Al- þingi sem er smit- aður sem stendur. Auk þess hafa fjórir starfsmenn þingflokka greinst með kór- ónuveiruna. Líneik Anna Sævarsdóttir, annar varaforseti Alþingis og þingmaður Framsóknar- flokksins, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær vera bjartsýn á að þingið nái að klára helstu mál fyrir þinglok. „Það gengur allt, það kannski gengur eitthvað aðeins hæg- ar en ég sé ekki annað en að það klár- ist allt sem þarf að klára fyrir ára- mót,“ sagði Líneik. Hún segist gera ráð fyrir að allir þingmenn verði skimaðir daglega en segist ekki hafa orðið vör við það að þingmenn séu smeykir að mæta til starfa vegna smitanna sem greinst hafa á Alþingi. Líneik segist þó halda að allir þing- menn og annað starfsfólk Alþingis fari varlega og segir engan hafa verið útsettan fyrir smiti í þingstörfum síð- an fyrir helgi. „Það eru fjáraukinn og fjárlögin sem er verið að gera áherslu á að klára aðra umræðuna um núna, eða það er verið að leggja áherslu á að klára fjáraukann í dag og aðra um- ræðuna um fjárlögin fyrir jól,“ sagði Líneik í gærkvöldi. „Svo eru einhver mál sem þarf að klára þá milli jóla og nýárs, þriðja umræðan um fjárlögin og svo einhver önnur mál.“ Óli Björn Kárason, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, greindist með Covid-19 á mánudag og vara- maður hans, Arnar Þór Jónsson, tók sæti í hans stað á Alþingi í gær í fyrsta sinn og undirritaði að því til- efni drengskaparheit við stjórnar- skránna. Óli Björn sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vona að allt gengi vel á Alþingi þrátt fyrir stöð- una. „Það auðvitað skiptir verulega miklu máli. Það eru mál sem verður að afgreiða og undan því verður ekki vikist. Það mun reyna á þingmenn og ekki síst sem nú koma nýir til verka að afgreiða málin í sæmilegri sátt og samstöðu, þó að jafnvel kunni að vera ágreiningur í einstaka málum.“ Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, var sjálfur að klára sóttkví þegar Morg- unblaðið náði tali af honum í gær og mun hann því taka við stjórn þing- flokksins í fjarveru Óla Björns. Vil- hjálmur segir að smit innan hópsins hafi ekki sett starf þingflokksins á hliðina þar sem Óli Björn hafi þegar verið í sóttkví þegar hann greindist. Allir þingmenn skim- aðir á hverjum degi Morgunblaðið/Eggert Covid-19 Alls hafa átta greinst smitaðir af kórónuveirunni á Alþingi en auk þeirra smita hafa fjórir starfsmenn þingflokka greinst smitaðir. - Forseti Alþingis með kórónuveiruna og sjö aðrir þingmenn Líneik Anna Sævarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.