Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
100% Merino
ullarnærföt
fyrir dömur og herra
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi
Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi
Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði
Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is
Tilvalin og
nytsöm jólagjöf
Þinn dagur, þín áskorun
Oddur Þórðarson
Logi Sigurðarson
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Ríkisstjórnin ákvað í gær að herða
sóttvarnaaðgerðir fyrir jól til þess að
sporna við útbreiðslu kórónuveir-
unnar. „Við vitum líka út frá fyrstu
gögnum að veikindi eru minni vegna
þessa afbrigðis en um leið er mikil
óvissa um nákvæma vörn bóluefna
gagnvart þessu nýja afbrigði,“ sagði
Katrín í samtali við mbl.is í gær.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra tók í sama streng og sagði í
samtali við mbl.is að viðurkenna
þyrfi óvissuna sem fylgi Ómíkron-af-
brigðinu.
„Tölurnar segja okkur að þessi
faraldur er kominn á ferðina og í
minnisblaðinu kemur fram að það sé
í veldisvexti. Þess vegna leggur sótt-
varnalæknir til að við beitum harðari
takmörkunum,“ sagði hann.
Katrín sagði þá að skiptar skoð-
anir hafi verið innan ríkisstjórnar-
innar um sóttvarnareglurnar en fyr-
ir liggi að ríkisstjórnin hafi ákveðið
að fara svokallaða temprunarleið,
sem snýst um að tempra fjölgun
smita.
„Ástæðan er sú að við erum með
vísbendingar um hvert innlagnar-
hlutfallið er, þ.e. þeirra sem veikjast
alvarlega. Í þessu tilfelli af Ómík-
ron,“ sagði hún en bætti við að Delta-
afbrigðið væri enn í gangi og ljóst
væri að hertari ráðstafanir þyrfti til
þess að tempra fjölgun smita.
Sóttvarnalæknir lagði þá til að
lengja skólafríin en ríkisstjórnin tók
þá stefnu að láta skólana halda sínu
striki en ráðherrar myndu taka sam-
talið við skólastjórnendur og meta
stöðuna.
Tuttugu mega nú koma saman í
stað 50 en 200 mega koma saman á
stærri viðburðum gegn notkun hrað-
prófa. Reglurnar taka gildi á mið-
nætti annað kvöld og munu gilda í
þrjár vikur.
Þó er hægt að sækja um undan-
þágu frá reglunum og munu til að
mynda Þorláksmessutónleikar
Bubba Morthens fara fram með
óbreyttu sniði í Hörpu þar sem und-
anþága fékkst frá stjórnvöldum. 500
manna sóttvarnahólf verða því notuð
á tónleikunum, af því er Bubbi Mort-
hens greindi frá í fréttatilkynningu í
gær.
Tuttugu manna sam-
komutakmörk um jólin
- Vita að veikindi eru minni vegna Ómíkron - Þó óvissa
50
Á öllum
skólastigum
miðast hámarksfjöldi
barna/nemenda við
50 einstaklinga í rými
Fjöldi innanlandssmita og innlagna á LSH
með Covid-19 frá áramótum
Hertar takmarkanir innanlands
200
175
150
125
100
75
50
25
0
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
206
286
12
24
32
Heimild:
Stjórn-
arráðið,
LSH og
covid.is
286
ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
Almennar fjöldatakmarkanir:
20
manns, börn ekki
undanskilin
Almenn nándarregla verður 2
metrar en á veitingastöðum og
á sitjandi viðburðum er nándar-
regla 1 metri, börn fædd 2016
og síðar eru undanþegin
22.00
Veitingahúsum og
öðrum stöðum þar
sem áfengisveitingar eru heimilar er
óheimilt að hleypa inn nýjum við-
skiptavinum eftir kl. 21.00 og allir gestir
eiga að vera farnir hið síðasta kl. 22.00
200
Með notkun
hraðprófa
er heimilt að halda
skipulagða viðburði fyrir
allt að 200manns en 50
manns á sitjandi viðburð-
um án hraðprófa
Grímuskylda er
í verslunum og
almennt er skylt að
nota grímu ef ekki er
hægt að virða 2 metra
regluna en börn fædd
2006 og síðar eru
undanþegin.
500
Verslanir og söfn
mega taka á móti 50
manns að börnummeðtöldum
og fyrir hverja 10 m² má bæta við
fimm viðskiptavinum en þó
að hámarki 500 manns
50%
Sund- og
bað-
stöðum og líkams-
ræktarstöðvum er
heimilt að taka
á móti 50% af
hámarksfjölda
gesta
Sviðslistir og sýningar
Heimilt er að gera hlé á sýningum en áhorfendur
skulu hvattir til að halda kyrru fyrir í sætum sínum.
Áfengisveitingar eru óheimilar í tengslum við
sýningar, hvort sem er fyrir, í hléi eða eftir
2.023
erumeð virkt smit
og í einangrun
3.028
einstaklingar
eru í sóttkví
12
einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af tveir á gjörgæslu, annar í öndunarvél
Staðfest smit 7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð staðfest Covid-19 smit
196
154
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðgerðir Katrín og Willum til-
kynntu hertar aðgerðir í gær.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rótarý-hreyfingin á Íslandi er að
hrinda af stað árvekniátaki gegn
járnofhleðslu í blóði (hemo-
chromatosis). Rótarý-klúbburinn
Þinghóll í Kópavogi átti frumkvæðið
að átakinu og annast er Sveinn Ósk-
ar Sigurðsson verkefnastjóri fram-
kvæmdina. Hann átti í gær fund með
Ölmu D. Möller landlækni og afhenti
henni nýjan fræðslubækling sem
Rótarý-hreyfingin gefur út.
„Við Alma erum bæði með þennan
sjúkdóm og hún hefur gefið mér
heimild til að geta þess,“ sagði
Sveinn. Talið er að um eða yfir tvö
þúsund Íslendingar hafi greinst með
sjúkdóminn. Hann sagði að þessi
sjúkdómur erfist og liggi í nokkrum
ættum hér á landi. Þess vegna er
mikilvægt að vekja athygli á honum.
Sjúkdómurinn er nokkuð út-
breiddur á Írlandi og er stundum
kallaður „keltneska bölvunin“. Ein-
kennin geta verið t.d. þreyta, slapp-
leiki, liðverkir, þyngdartap, kvið-
verkir eða breyting á húðlit. Þau eru
oftast væg til að byrja með en járn-
ofhleðsla getur mögulega valdið al-
varlegum sjúkdómum sé hún ekki
meðhöndluð. Meðferðin felst í því að
tappa blóði af viðkomandi og þannig
er hægt að koma í veg fyrir sjúkdóm
og líffæraskemmdir.
„Við mælum með því að fólk leiti
fyrst til síns heimilislæknis og biðji
hann að rannsaka hvort það sé með
of mikið járn í blóðinu. Stundum er
ekki þörf á meðferð en það er mis-
jafnt á milli einstaklinga. Ég þurfti
fyrst að fara á um þriggja mánaða
fresti í aftöppun og ég þekki einn
sem þurfti að fara vikulega. Það er
fylgst með ástandi blóðsins í hvert
skipti og meðhöndlunin miðuð við
það. Greiningin á þessu er auðveld
og meðhöndlunin mjög einföld,“
sagði Sveinn.
Unnið hefur verið að verkefninu í
um tvö ár. Skrifaður var fræðslu-
bæklingur um járnofhleðslu og hafa
sérfræðingar lesið hann yfir. Rót-
arý-klúbbarnir munu dreifa bækl-
ingnum í sínum umdæmum.
Ljósmynd/Markús Örn Antonsson
Járnfólk Sveinn Óskar Sigurðsson afhenti Ölmu D. Möller landlækni bækl-
inga. Þau eiga það sameiginlegt að hafa greinst með járnofhleðslu í blóði.
Margir vita ekki af
járnofhleðslu blóðs
- Rótarý-hreyfingin með árvekniátak
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita
20 milljónum króna af sameig-
inlegu ráðstöfunarfé sínu til end-
urbyggingar Miðgarðakirkju í
Grímsey. Kirkjan, sem brann til
grunna 22. september síðastliðinn,
var elsta bygging eyjarinnar en
hún var byggð úr rekavið árið
1867. Gagngerar endurbætur fóru
fram á kirkjunni árið 1956 og var
hún þá endurvígð. Kirkjan var svo
friðuð árið 1990. Áætlaður heild-
arkostnaður við byggingu nýrrar
kirkju er um 100 milljónir króna en
tryggingabætur nema um 30 millj-
ónum króna. Þá hefur sóknarnefnd
Miðgarðakirkju staðið fyrir fjár-
öflun þar sem þegar hafa safnast
um 12 milljónir króna. Vonir standa
til þess að framkvæmdir geti hafist
næsta sumar og að ný kirkja verði
tilbúin að utan í september þegar
ár verður liðið frá brunanum, að
því er fram kemur fram á vef
Stjórnarráðsins. Eins og fram hef-
ur komið í Morgunblaðinu mun
Hjörleifur Stefánsson arkitekt
teikna nýju kirkjuna.
Veita 20 milljónum til kirkjubyggingar