Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 8

Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 BRAUÐBOX í jólapakkann Lítið verð 11.900,- Stórt verð 15.900,- Björn Bjarnason getur í pistli sínum greina Harðar Arnar- sonar hér í blaðinu og Tryggva Felixsonar í vefsíðu Kjarnans. Hörður forstjóri Lands- virkjunar undir- striki í sinni grein að „vaxandi orku- þörf samfélagsins sé staðreynd og fjarri öllum raun- veruleika að ætla sér að mæta aukinni orkuþörf með því að treysta á að einhverjir stórnot- endur orku loki og hverfi úr við- skiptum“. - - - Tryggvi, formaður Land- verndar, „boðar allt annað en forstjóri Landsvirkjunar. Formað- urinn mælir gegn þeirri víðtæku sátt sem ríkti hér áratugum saman að þjóðinni yrði til gagns og hags- bóta að nýta, af fullu tilliti til nátt- úrunnar, endurnýjanlega orku- gjafa í þágu verðmætasköpunar og aukinnar hagsældar. - - - Þetta var meira að segja áður en umræður hófust af fullum þunga um gildi þessara orkugjafa í þágu alþjóðlegra skuldbindinga í loftslagsmálum.“ - - - Björn segir að ekki eigi að banna Landvernd að viðra sínar skoðanir sínar frekar en and- stæðingum bólusetninga að halda fast í rétt sinn: Á hinn bóginn verður að búa þannig um hnúta að hvorugur minnihlutahópurinn taki völdin í sínar hendur og standi gegn þróun samfélagsins sem meirihlutinn telur æskilegasta. - - - Landvernd á ekki að ráða ferð- inni í orkumálum frekar [en] óbólusettir í veirumálum. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa þjóð- arinnar að sjá til þess að svo sé ekki.“ Björn Bjarnason Tjá sig fast, en virða niðurstöður STAKSTEINAR Við slipptöku varðskipsins Þórs nýlega hjá Vél- smiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði uppgötv- aðist vatnsleki í nokkrum strokkum beggja aðal- véla skipsins. Þessar upplýsingar fékk Morgun- blaðið hjá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Hann segir að í kjölfarið hafi verið ákveðið að yfirfara vélarnar og standsetja, en Þór er 10 ára gamalt skip. Viðeigandi varahlutir hafa verið pantaðir að utan. Um hefðbundið viðhald sé að ræða og ekki þurfi að fá sérfræðinga að utan til að vinna verkið. Kostnaður við umrætt viðhald er áætlaður 15-20 milljónir króna. Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að skipið fari til eftirlitsstarfa 12. janúar næst- komandi samkvæmt siglingaáætlun. Upphaflega var gert ráð fyrir því að Þór færi til eftirlitsstarfa fyrr í þessum mánuði en af því gat ekki orðið vegna bilunarinnar. Freyja, hið nýja varðskip Íslendinga, hefur því verið eitt á mið- unum við landið undanfarnar vikur og þurft að leysa margvísleg verkefni. Meðal annars að draga Þór frá Hafnarfirði til Reykjavíkur um síðustu helgi, þar sem viðgerðin fer nú fram. Varðskipið Freyja er samkvæmt áætlun út- kallsskip stofnunarinnar yfir jól og áramót. Freyja er nú í Siglufirði en áhöfnin er tilbúin ef til útkalls kemur. sisi@mbl.is Bilun fannst í aðalvélum Þórs Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipin Þór er bilaður þessa stundina en Freyja er útkallsskip Gæslunnar yfir hátíðirnar. Hlutdeild Ameríku í útflutningi á sjávarafurðum frá Íslandi fór í rúm 4% á árinu 2011. Frá þeim tíma hef- ur útflutningur til Ameríku nánast stöðugt verið á uppleið. Fyrstu 10 mánuði þessa árs var Ameríka með tæp 13% af verðmæti útfluttra sjáv- arafurða, það hæsta frá 2002. Um 97% af verðmætum íslenskra sjáv- arafurða sem flutt eru til Ameríku fara til Bandaríkjanna og Kanada, að því er fram kemur í fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Bandaríkin eru nú þriðja stærsta viðskiptaland Íslendinga með sjáv- arafurðir miðað við verðmæti, þriðja árið í röð. Árið 2011 voru þau í 12. sæti. Á þessari öld hefur útflutningur til Kanada aldrei verið meiri en í ár. Kanada er 11. stærsta viðskiptaland Íslendinga með sjávarafurðir í ár, en fyrir áratug var það í 27. sæti. Aukið rými í flugvélum Þorskurinn er fyrirferðarmestur í útflutningi til Ameríku, svo ýsan og þar ræður ferskleiki ríkjum í báðum tilvikum. Aukinn áhugi Bandaríkjamanna á Íslandi hefur leitt til þess að mikið rými hefur skapast í fraktflugi. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða til Ameríku var komið í rúma 30 milljarða króna fyrstu 10 mán- uði ársins, sem er um 19% aukning frá sama tímabili í fyrra í krónum talið. Sé leiðrétt fyrir gengi krón- unnar gagnvart dollar er aukningin talsvert meiri, eða 28%. aij@mbl.is Sókn með sjávar- afurðir vestur um haf Vægi Ameríku í útflutningi sjávarafurða* Fyrstu 10 mánuðir hvers árs, 2002 til 2021, % af heildarverðmæti 15% 10% 5% 0% Heimild: SFS/ Hagstofa Íslands '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 13,3% 12,6% 11,3% 11,7% 10,7% 9,7% 5,8% 5,8% 4,1% 6.8% 9.0% 10.4% *Bandaríkin, Kanada og önnur Ameríkulönd E X P O R T Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.