Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 18
✝ Anna Laufey Gunnarsdóttir fæddist í Stykk- ishólmi 24. febrúar 1941. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 8. desem- ber 2021. Foreldrar henn- ar voru Hildur Vigfúsdóttir Hjal- talín og Gunnar Jónatansson. Bræður hennar voru Vigfús, f. 15.10. 1927, en hann lést árið 2003, og Óskar, f. 31.10. 1932 og lifir hann systur sína. Börn hans og Unnar Agnarsdóttur, f. 10.6. 1935, d. 3.6. 2006, eru Gunnhildur, f. 1959, maki Arn- ór Þórir Sigfússon, f. 1958, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn, og Agnar, f. 1963, maki Margrét Ásgeirsdóttir, f. 1966, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Anna ólst upp í Stykkishólmi við ástríki og um- hyggju foreldra og bræðra. Hún stundaði nám við grunnskól- ann í Stykkishólmi, við Héraðsskólann á Reykjum í Hrúta- firði og Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og starfaði meðal annars hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Samvinnu- bankanum og síðast í Háaleit- isútibúi Landsbankans í Aust- urveri. Útför hennar fór fram í kyrrþey, að hennar ósk, frá Fossvogskapellu 20. desember 2021. Anna, elskuleg föðursystir mín, er fallin frá eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hún skipaði stóran sess í lifi okkar Agnars bróður alla tíð. Hún passaði okkur oft þegar við vorum lítil og okkur fannst það alltaf svo gaman. Hún leyfði okkur nefnilega að gera ýmislegt sem foreldrunum fannst kannski ekki alveg við hæfi og alltaf lumaði hún á góð- gæti sem við máttum fá okkur þó við værum búin að bursta tennurnar. Anna var glæsileg kona, dökk yfirlitum, há og grönn og alltaf smekkleg til fara og smart. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, var mjög sjálfstæð og lagði mikla áherslu á að bjarga sér sjálf með alla hluti. Þegar ég var lítil fannst mér Anna vera langflottasta konan sem ég þekkti og ég var mjög stolt af því að þessi glæsilega kona væri frænka mín. Svo vann hún um tíma á kvöldin í sjoppu, Blaðasölusjoppu í Aust- urstræti þar sem inngangurinn í Eymundsson er núna. Það var toppurinn að fá að vera með henni í sjoppunni og stundum fékk ég meira að segja að af- greiða. Þegar hún fór til útlanda fengum við systkinin alltaf eitt- hvað sem hún hafði valið af kostgæfni handa okkur. Þegar afi og amma fluttu frá Stykkishólmi í bæinn þá flutti hún til þeirra, og hélt með þeim heimili þar til þau voru bæði fallin frá. Herbergið hennar á Laugateignum var stórt og flott og búið fallegum húsgögn- um. Meðal annars átti hún for- láta snyrtiborð sem var fullt af snyrtivörum og alls kyns skvísudóti. Ég fékk oft að sitja við snyrtiborðið þegar ég var stelpa og gera mig fína, setja á mig augnskugga, eyrnalokka og alls kyns skart. Samband hennar og Vigfúsar eldri bróður hennar var ein- stakt. Hún aðstoðaði hann á alla lund en hann var lítillega fatlaður, hafði fengið lömunar- veikina á barnsaldri. Síðustu árin hafa þau systk- inin, Óskar, pabbi minn og Anna, búið í sömu blokkinni í Sóltúni 5, hann á fimmtu hæð en hún á annarri. Ekki var síð- ur fallegt systkinasambandið þeirra. Þau aðstoðuðu hvort annað ef með þurfti og skiptust á að bjóða hvort öðru í mat á laugardagskvöldum. Seinni hluta starfsævinnar vann hún í Landsbankanum í Austurveri. Hún var vel liðin bæði af samstarfsfólki og ekki síður af viðskiptavinum og stundum beið fólk lengur til að fá afgreiðslu hennar. Hún hafði einstaka þjónustulund og var greiðvikin og hlý og hafði góð- an húmor. Hún átti yndislegar og traustar vinkonur sem hafa haldið hópinn allt frá því þær voru ungar stúlkur. Þær hittust gjarnan oft í viku, fóru í göngu- túra, á kaffihús og nutu sam- vista. Nú er stórt skarð höggv- ið í þeirra góða vinahóp. Einnig munum við fjölskyld- an sakna hennar. Hún var allt- af boðin og búin og tilbúin til að aðstoða ef eitthvað var og vildi fá fréttir af krökkunum mínum og vita hvort það væri ekki allt í lagi hjá öllum. Við vorum ekki bara frænkur heldur líka góðar vinkonur og fyrir það er ég þakklát. Minn- ingin um Önnu lifir með okkur fjölskyldunni um ókomna tíð. Gunnhildur Óskarsdóttir. Það er erfitt til þess að hugsa að elsku Anna frænka sé farin og að heimsóknir til henn- ar í Sóltún og samtöl okkar um daginn og veginn heyri sögunni til. Ekki þorði ég að hugsa þá hugsun til enda að það væri komið að kveðjustund þegar ég heimsótti hana á Landspítalann í stuttu stoppi á Íslandi í októ- ber. Anna afasystir mín átti sérstakan stað í hjarta mér og ég leit á hana sem aukaömmu. Anna var einstök kona, harð- dugleg, falleg og fyndin. Hún var gjafmild og hugsaði mikið um velferð fólksins í kringum sig, en vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Ef maður hringdi í Önnu og sagðist ætla að reka inn nefið hjá henni og að hún ætti alls ekki að hafa neitt fyrir manni var hún samt búin að skella í pönnukökur eða taka saman góðgæti og sá til þess að maður færi aldrei svangur frá henni. Anna átti margar góðar vinkonur og ég hef alltaf dáðst að því hvað þær voru mikið saman og duglegar gera skemmtilega hluti, ekki síst á fullorðinsárum. Anna var alltaf með nýjustu tísku og strauma á hreinu þótt hún léti nú ekki oft eftir sér að kaupa Anna Laufey Gunnarsdóttir það sem hana langaði í. Oft hringdi hún í mig til að spyrja hvort ég væri búin sjá eða prófa hitt og þetta. Ég var svo heppin að græða oft á því sem hún keypti en notaði svo ekki þegar heim var komið. Anna var dugleg við að tileinka sér nýja tækni, átti smartsíma, spjaldtölvu og fartölvu, missti ekki af neinu og fylgdist vel með fjölskyldunni í gegnum samfélagsmiðla. Ég gat alltaf treyst á að Anna myndi læka það sem ég birti á Facebook og Instagram. Mikið á ég eftir að sakna elsku frænku minnar. Ég minnist hennar með hlýju og sorg í hjarta og er óendanlega þakklát fyrir allar góðu stund- irnar. Ragnhildur Erna Arnórsdóttir. Anna frænka var afasystir mín og ótrúlega stór hluti af litlu fjölskyldunni okkar. Fyrir mér var hún skemmtilega, fyndna og gjafmilda frænkan sem mér þótti afskaplega vænt um. Hún gat alveg látið mann gráta úr hlátri sem er það sem ég mun sakna mest, að hlæja með henni og grínast með það að við værum jafngamlar því það eru slétt 60 ár á milli okkar í aldri. Hún vildi allt fyrir alla gera og maður fór aldrei svang- ur úr heimsóknum til hennar, oftast fórum við bara rúllandi út í sykurvímu. Ég kann ótrú- lega mikið að meta allar minn- ingarnar sem hún hefur gefið mér í gegnum ævina. Elsku Anna frænka, takk fyrir að vera svona yndisleg, takk fyrir að gefa lífinu lit, takk fyrir mig. Unnur. Anna frænka mín var ein besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var stólpi, hún var alltaf til staðar og til í spjall. Ég hringdi oft í hana á leið- inni heim úr vinnu eða skóla og það voru frábær samtöl, í hverju einasta símtali spurði hún um allt og ekkert, var svo áhugasöm um allt sem var að gerast í mínu lífi og sagði setn- inguna „segðu mér eitthvað skemmtilegt!“ að minnsta kosti fimm sinnum í hvert skipti. Það var eins þegar maður kom í heimsókn, en þá var allt- af eitthvert nammi, konfekt eða After Eight-súkkulaði á stofu- borðinu og hún vildi helst ekki sleppa manni út án þess að maður þæði bláber og rjóma með sykri út á. Takk fyrir að vera til staðar og takk fyrir öll bláberin og pönnukökurnar. Eiríkur. Anna frænka mín er látin. Ég minnist hennar nú þegar ég horfi á snjóinn falla út um gluggann á fögrum desem- berdegi sem hófst á að kveðja hana á líknardeildinni eftir stutt en talsvert erfitt stríð. Ég á góðar minningar um Önnu sem var hluti af lífi mínu alla tíð. Margar af þeim urðu mér aftur ljóslifandi á skemmtilegu kvöldi snemma í nóvember sem við mæðginin áttum yfir freyði- vínsflösku heima hjá mömmu. Hvernig það atvikaðist að við vorum tvö ein (og hvernig við sátum uppi með opna freyði- vínsflösku!) man ég ekki. En einhvern veginn var það þó þannig að ég spurði mömmu nokkurra spurninga um Önnu. Fyrr en varði vorum við búin að sitja ein í tvo klukkutíma og ræða lífshlaup Önnu sem mamma og aðrir kunna betur að segja frá en ég. Það sem ég kann þó frá að segja eru okkar persónulegu kynni. Anna var einstakur per- sónuleiki. Sérstakan lærdóm hef ég dregið af því hversu laus hún var við tilfinningasemi og væmni. Þetta kann að hljóma eins og hún hafi verið köld eða lokuð, en það var hún ekki. Það var frekar eins og hún kysi að taka lífinu, með öllum sínum gjöfum og tökum, með æðru- leysi í fylgd með glettni, sem gerði það að verkum að það var erfitt að ímynda sér að neitt al- varlegt gæti komið fyrir hana. Hún var einhvers konar eilíf kona, fram á hinsta dag, alltaf fyndin og skemmtileg. Hún var góð í að halda manni í símanum og það gerði hún sannarlega með því að spyrja um eitthvað nýtt, sem opnaði dyr yfir á nýja hluti sem hægt væri að segja frá eða spyrja út í. Hún var hluti af símhringingarútínunni á langri búsetutíð minni í út- löndum og skylduheimsókn (í besta skilningi þess orðs) bæði þegar heim var komið og áður en utan var farið. Undanfarið ár, á meðan ég hef búið á Ís- landi, höfum við síðan glætt kynnin með endurteknum heimsóknum í Sóltúnið, með eða án sonar míns. Alltaf sýndi hún mér og öllu mínu fólki þessa einstöku blöndu af húm- or, gleði og umhyggju án til- finningasemi. Anna frænka mín sýndi tilfinningar sínar helst með gjörðum sínum. Megi hún hvíla í friði. Óskar Örn Arnórsson. Elsku Anna er látin og miss- irinn er mikill. Ég kynntist Önnu þegar ég byrjaði með bróðursyni hennar, Agnari. Hún tók mér strax vel og ég gerði mér strax grein fyrir því hversu stór partur af þessari litlu fjölskyldu hún Anna var. Þau voru þrjú systkinin og ein- ungis tengdafaðir minn eign- aðist sína eigin fjölskyldu. Systkini hans, Vigfús og Anna, voru alltaf ómissandi partur af öllum okkar boðum og nú eru þau bæði farin. Börnin mín þekkja ekki fjölskylduboð án Önnu frænku og þeirra missir er mikill. Anna var stór karakt- er sem skilur eftir sig stór og litrík spor. Þau minnast skemmtilegrar frænku sem víl- aði ekki fyrir sér að orða hlut- ina eins og þeir voru og krydd- aði allar frásagnir skemmti- lega. Anna fylgdist mjög vel með öllu sem við hin tókum okkur fyrir hendur og spurði af ein- skærum áhuga um allt sem tókumst á við. Hvort sem það var skólaganga, starfsframi, áhugamál eða félagsstörf þá skipti þetta allt hana miklu máli. Andlát elsku Önnu frænku er mikill missir fyrir elsku tengdapabba því þeirra sam- band var alla tíð mjög náið. Undanfarin 20 ár eða svo hafa þau búið í sama stigagangi og samgangurinn því mikill. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem seint verður fyllt. Önnu frænku verður sárt saknað en góðar og skemmti- legar minningar sitja eftir og þær eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Blessuð sé minning elsku Önnu frænku. Margrét Ásgeirsdóttir (Magga). 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 Nú hefur Guð- mundur Stefánsson lokið lífsgöngu sinni og þar er genginn góður maður. Guð- mund sá ég fyrst fyrir rúmlega 60 árum, er hann kom til þess að stilla píanó fyrir foreldra mína, Ólaf Beinteinsson verslunar- mann og Sigurveigu Hjaltested óperusöngkonu. Ég tók þá strax eftir því hversu Guðmundur heitinn hafði góða nærveru og geðþekka lund. Seinna kynntist ég Guðmundi betur, því við hjón- in vorum í nokkur ár nágrannar Sigríðar dóttur hans og hennar fjölskyldu í tvíbýlishúsinu Sam- túni 14 -16 í Reykjavík. Hitti ég Guðmund stundum á förnum vegi þar og fékk hann líka til þess að stilla píanóið á mínu heimili í Samtúninu. Margt bar á góma í samræðum okkar Guð- mundar á stundum sem þessum og hann var greinilega vel heima í tónlistarlífi þjóðarinnar ekki Guðmundur Stefánsson ✝ Guðmundur Stefánsson fæddist 5. október 1937. Hann lést 11. desember 2021. Útförin fór fram 21. desember 2021. síst hvað sígildan söng snertir. Eftir að Guðmundur flutti á Sléttuveg 17 hitti ég hann iðu- lega á skemmtun- um íbúanna þar, en ég hef verið nokk- urs konar hirðspil- ari um árabil á Sléttuveginum, t.d. á þorrablótum og ýmsum öðrum mannamótum. Guðmundur var við slík tækifæri alltaf í góðum gír og naut sín greinilega vel meðal íbúanna á Sléttuveginum og í þeim góða húsanda sem er ríkjandi þar. Með þessum orðum vil ég þakka Guðmundi Stefáns- syni einstaklega góð samskipti í gegnum árin og ég sendi börnum hans, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum samúðar- kveðjur. Drottinn blessi ykkur. Ólafur Beinteinn Ólafsson. Mig langar til að minnast starfsbróður míns, Guðmundar Stefánssonar, í örfáum orðum. Ég kynntist Guðmundi fyrst, þegar hann var nemi í iðn sinni á hljóðfæraverkstæði föður míns, Pálmars Ísólfssonar. Það var af- skaplega mildur og rólegur svip- ur yfir Guðmundi og hann með- höndlaði hluti, sem hann var að gera við, af nærgætni og alúð, eins og gera þarf, þegar um hljóðfæri er að ræða. Gott var að leita til Guðmund- ar, þegar ég þurfti að láta spinna bassastrengi í píanó eða flygil, en það gat komið fyrir, að strengir slitnuðu við stillingu. Þá var stundum talað saman á létt- um nótum. Ég man eftir því, hvað Guðmundur varð hissa, þegar ég hóf nám í píanósmíði hjá föður mínum. Hann spurði mig að því, hvort ekki væri allt í lagi með mig, að standa upp úr flugmannssætinu til þess að grafa mig niður á hljóðfæraverk- stæði! Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, en ég vil þakka Guðmundi fyrir góða viðkynningu og bið honum Guðs blessunar. Ísólfur Þór Pálmarsson. Látinn er Guðmundur Stef- ánsson hljóðfærasmíðameistari sem ég hef haft góð kynni af. Mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Þannig er að á mínum vinnustað til þrjátíu ára, Byggðasafni Árnesinga á Eyrar- bakka, er einn safngripur sem Guðmundur tók undir sinn verndarvæng. Þetta er píanóið gamla úr Húsinu á Eyrarbakka. Árið 1992 hófust okkar samskipti þegar hann kom í safnið til skrafs og ráðagerða. Safnið var þá á Selfossi og á sýningu safns- ins var píanóið sem þurfti yfir- halningar við. Þetta er píanó smíðað í janúar 1871 hjá fjöl- skyldufyrirtæki í Kaupmanna- höfn, Hornung & Möller, og var miðdepill tónlistarlífs um suður- ströndina á áratugunum sitt hvorum megin við 1900. Samdist okkur um að hann tæki píanóið til sín á verkstæði sitt og gerði við það þannig að hægt væri að spila á það. Árið 1995 var komið með píanóið í Húsið. Skömmu síðar kom Guðmundur og fín- stillti píanóið. Síðan þá hefur pí- anóið gamla verið miðdepill margra tónlistarviðburða í stáss- stofu Hússins og var Guðmund- ur oft fenginn til að stilla grip- inn. Við leiðarlok er margs að minnast eftir okkar fjölmörgu samskipti um gamalt píanó. Þeg- ar stillingar var þörf var hringt í Guðmund og aldrei brást það að nokkrum dögum síðar var hann kominn á Eyrarbakka í hið gamla faktorshús og farinn að huga að gripnum. Þegar hann leit upp frá verkinu sagði hann sögur. Gjarnan um forfeður sína á Eyrarbakka sem bjuggu í Eimu. Við röbbuðum eitt sinn um móður hans, Elínu Guðjóns- dóttur, sem ólst upp á Bakkan- um og var meir að segja vinnu- kona í Húsinu í upphafi 20. aldar. Í annað skiptið barst talið að öðrum forföður hans, Þorsteini Jónssyni bónda í Gröf í Ytri- hreppi, sem á sínum tíma á 19. öld vildi baða kindur sínar á meðan aðrir vildu skera. Þor- steinn varð undir í þessari deilu og kindur hans voru skornar. Þess vegna fór hann af jörðinni og gaf hreppnum, hætti búskap og gerðist tómthúsmaður. Svo sagði Guðmundur mér skemmti- lega sögu af því þegar hann á Kaupmannahafnarárum sínum hjá Hornung & Möller var send- ur út í konungssnekkjuna til að stilla þar píanó, jú þetta var á þeim tíma þegar tilhugalíf Mar- grétar Þórhildar prinsessu og Henriks hins franska var í blóma. Eitt sinn læsti Guðmund- ur píanóinu, stakk lyklinum á sig og geymdi milli píanóstillinga. Eitthvað annað en að spila á pí- anó þurftu prinsessan og greif- inn að bardúsa á meðan. Já sögurnar voru skemmtileg- ar og alltaf varð maður ríkari af sögum eftir heimsóknir Guð- mundar. Sumarið 2019 kom Guðmund- ur í síðasta sinn til að stilla pí- anóið en hvarf því miður frá því verki í miðju kafi vegna slæmrar heilsu. Okkar síðasta símtal var nokkrum vikum síðar. Þar lögð- um við á ráðin um arftaka hans og framtíð píanósins en þó Muggur sé allur þá lifir píanóið gamla sínu lífi áfram og mun þarfnast reglulega stillingar. Mér er ljúft að minnast þessa merka manns sem reyndist safn- inu vel. Votta ég afkomendum og frændliði samúð. Lýður Pálsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.