Morgunblaðið - 22.12.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
Elsku Didda. Ein af bestu
manneskjum sem ég hef fengið
þann heiður að kynnast. Þetta
hyldýpi sem þú skilur eftir þig er
of stórt og ég er hræddur um að
ég sé ekki nógu sterkur til að
fylla það.
Hún var mér svo mikið meira
en bara móðir, hún var einn af
bestu vinum mínum. Fékk mig til
að hlæja þegar ég var við það að
gráta og fékk mig til að gráta
þegar ég vissi ekki að ég þyrfti
þess. Hún var sú sem fékk mig til
að brosa þegar hlutirnir virtust
erfiðir en hún er ekki hérna til að
hjálpa mér í gegnum það hyldýpi
sem þessi missir skilur eftir sig.
Innst inni veit ég að hluti af
henni er enn með mér, með okk-
ur öllum. Minningarnar sem við
deildum eru langflestar góðar og
þær slæmu virðast jafnvel nokk-
uð góðar þessa dagana. Hún vildi
að ég myndi sjá þetta sem nýja
byrjun fyrir hana en ekki enda-
lok, en það er ómögulegt að sitja
hérna og sakna hennar ekki.
Mér finnst eins og hjartað mitt
hafi molnað í hundrað litla mola
sem er svo erfitt að tína upp. Mér
finnst allt svo margfalt erfiðara
en það var, einfaldir hlutir erfiðir
og þeir erfiðu nærri ómögulegir.
Hægt og rólega set ég saman
þessi brot, læri að lifa með sorg-
inni og tárunum.
„Hvað geri ég núna?“ er
spurning sem ég hef spurt mig
svo oft undanfarnar vikur, ég
vona að ég finni svarið fljótlega.
Svona góðhjörtuð, indæl og
hlý manneskja átti svo mikið
meira en þetta skilið. Hún setti
alltaf aðra í forgang, sjaldan
sjálfa sig. Hún var loksins byrjuð
að lifa sínu lífi á sinn eigin máta
þegar hún greindist með krabba-
meinið sem tók hana frá okkur.
Það er fátt sem ég hefði viljað sjá
frekar en að hún hefði fengið
tækifæri til að eignast lítil barna-
börn, verða gömul, gráhærð og
alveg hrikalega hrukkótt. Hún
Sigrún Elín
Birgisdóttir
✝
Sigrún Elín
Birgisdóttir
fæddist í Reykja-
vík 3. október
1957. Hún lést 12.
desember 2021.
Hún var dóttir
hjónanna Birgis
Sigmundar Boga-
sonar (d.) og Svan-
hildar Ernu Jóns-
dóttur (d.).
Einkasonur henn-
ar var Birgir Sveinn. Systkini
Sigrúnar voru Kristján Einar,
Jón Gauti (d), Sigríður Ósk,
Bogi Örn og Albert.
Útför er í kyrrþey.
sagði mér alltaf
hversu stolt hún
væri af mér en ég
sagði henni ekki
nógu oft hversu
stoltur ég var af
henni, af því sem
hún hefur gert fyrir
mig, sjálfa sig og alla
fjölskylduna.
Ég sakna þín svo
ótrúlega mikið,
elsku mamma mín.
Þinn sonur að eilífu,
Birgir Sveinn Jakobsson.
Það sést ekki til lands í því hyl-
dýpi sem elsku hjartans stóra
systir mín skilur eftir í hjarta
mínu.
Það sem kemur upp í hugann
er góðsemin, kærleikurinn, skiln-
ingurinn og stuðningurinn sem
hún ávallt sýndi okkur yngri
systkinum sínum. Hún var klett-
urinn okkar. Svo ég tali nú ekki
um kímnigáfuna en það var alltaf
mikill hlátur í kringum elsku
Diddu.
Nú verðum við að finna flöt á
því hvernig við högum samskipt-
um okkar án hennar. Hún var allt-
af sólin sem við dönsuðum í kring-
um. Ég, Bói, Bogi og auðvitað
augasteinninn hennar, Birgir
Sveinn. Hver á að lesa yfir þessa
minningargrein þegar ég hef
hana ekki lengur til þess að líta yf-
ir öxlina á mér? Bara þegar ég
bað um hjálp. Ég vissi alltaf af
henni en hún var aldrei að trana
sér fram eða koma með óumbeðn-
ar ráðleggingar. Það var líklegast
mín deild.
Að hafa átt svona yndislega
stóru systur hefur verið mér mik-
ilvægt alla mína ævi. Þegar ég var
lítil og hún táningur, en það voru
fjögur ár á milli okkar, þá heyrði
ég einu sinni að mamma var að
biðja hana um að leika við mig en
hún nennti því ekki, eðlilega.
Mamma talaði hana til og lék hún
þá við mig af heilum hug. Ann-
aðhvort í barbí, því við áttum sína
dúkkuna hvor, eða þá að við þætt-
umst vera fínar frúr á fínum veit-
ingastað. Við breiddum hand-
klæði á eldhúsborðið og lögðum á
borð og skárum svo með hnífi og
gaffli franskbrauð með Libby’s-
tómatsósu og drukkum mjólk úr
fínum glösum. Við töluðum líka
saman eins og við værum full-
orðnar konur, eða það sem við
héldum að fullorðnar konur
ræddu um sín á milli. Minningin
er sú að hafa átt skemmtilega
stund með ástkærri systur sem
hafði einstakt lag á því að koma
niður á plan lítillar stúlku sem
dáði stóru systur sína og vildi
gera allt eins og hún. Hún gerði
allt af heilum hug.
Skemmtilegri ferðafélaga er
ekki hægt að hugsa sér. Stöðug
gleði og hlátursköst yfir ein-
hverju. Ekki að það hafi endilega
gerst eitthvað stórkostlega fyndið
en henni tókst alltaf að gera allt
skemmtilegt. Einstakur eiginleiki
sem ekki öllum er gefinn.
Elsku hjartans stóra systir mín
veiktist í vor og var sumarið erfitt
fyrir hana en m.v. þær fréttir sem
við fengum í lok ágúst héldum við
að þetta væri eitthvað sem hún
gæti sigrast á eða a.m.k. lifað
með. En svo kom bakslag og varð
þá ekki aftur snúið. Síðustu
stundirnar með henni eru mér
ómetanlegar og trúi ég því að hún
hafi verið með mér og Angelunum
tveimur þó að hún hafi verið með
lokuð augun, því að hugurinn var
alveg skýr.
Elsku hjartans Didda mín, ég
trúi því einlæglega að þú sért hjá
fólki sem þykir hvað mest vænt
um þig hinum megin, hvar svo
sem það er.
Ég veit að þú tekur eins og allt-
af nýjum aðstæðum með opnum
huga og hjarta. Mamma, pabbi og
Nonni hafa örugglega tekið vel á
móti þér. Ég sé mömmu fyrir mér
þar sem hún er sýna þér nýtt um-
hverfi og kenna þér á allt, enda
nýkomin sjálf.
Með þakklæti, ást, virðingu og
ólýsanlegum söknuði kveð ég þig,
mín elsku hjartans Didda.
Þín litla systir,
Sigríður Ósk.
Það eru næstum 33 ár síðan ég
kom inn í fjölskylduna og eignað-
ist hana Sigrúnu sem mágkonu.
Reyndar tók það svolítinn tíma að
ég vissi að hún héti Sigrún en ekki
Didda eins og hún var alltaf köll-
uð. Svo margt sem ég hafði ekki
hugmynd um en það kom mjög
fljótt í ljós að ég hafði eignast ekki
bara mágkonu heldur líka yndis-
lega vinkonu sem gat frætt mig
um svo margt. Hún talaði meðal
annarra tungumála reiprennandi
þýsku, hafði búið og starfað í
Þýskalandi í nokkur ár. Þetta
bjargaði t.d. fyrstu heimsókn for-
eldra minna til Íslands þegar fjöl-
skyldur okkar hittust í fyrsta
skipti, einstakur hæfileiki sem
Didda hafði að geta miðlað á milli
fólks og gera stressandi aðstæður
léttar og skemmtilegar. Seinna,
eftir að við Kristján vorum flutt
norður og Didda hafði eignast
hann Bigga sinn, komu þau reglu-
lega í heimsókn til okkar, fyrst á
Blönduós og síðan í sveitina okk-
ar. Þetta voru alltaf notalegir dag-
ar, aldrei kvaðir eða tilætlunar-
semi heldur bara afslöppuð og
skemmtileg samvera. Árin sem
hún vann og bjó á Skagaströnd
gátum við notað til þess að hittast
miklu oftar og gera margt saman.
Didda var mjög næm á fólk og
reyndar dýr líka sem hændust
strax að henni og við fengum hana
stundum til þess að passa
hundana okkar, alltaf gaman fyrir
þá þegar „Didda frænka“ var hjá
þeim. Næmnin kom sérstaklega
fram þegar hún lagði spil fyrir
mann og las úr þeim, þetta var al-
veg ótrúlegt hvað hún sá og fann
og upp úr því spunnust oft mjög
djúpar samræður og alltaf var
hægt að treysta því að trúnaðar
væri gætt. Síðustu árin fækkaði
heimsóknum hennar, alltaf svo
mikið að gera og alltaf svo þreytt.
Svo kom skýringin í maí sl. að um
alvarleg veikindi væri að ræða,
erfitt að trúa því og ennþá erf-
iðara núna að ímynda sér að við
munum ekki aftur sitja saman í
eldhúsinu við spil og spjall. En ég
veit að hún Didda okkar verður
alltaf nálæg og við sjáumst síðar.
Þín
Angela mágkona.
Elsku Didda mín er dáin. Sig-
rún Elín Birgisdóttir systurdóttir
mín fæddist 3. október 1957 og
var fyrsta barnabarn foreldra
minna. Svanhildur systir eða
Dedda eins og ég kallaði hana var
mín fyrirmynd og kennari, ég var
9 ára þegar Didda fæddist og hef
verið að rifja upp að ég fann aldrei
fyrir afbrýðisemi í garð barnsins.
Hún elsku elsta systir mín Svan-
hildur hafði mig með í öllu, baða,
skipta á og fékk að gera allt sem
níu ára barn gat. Síðan fékk ég að
taka þátt með systur minni þegar
hún átti Bóa, Nonna og Lillu, en
þá var það kannski ekki alveg jafn
spennandi eins og þegar Didda
fæddist. En ég var alltaf mikið
inni á heimili þeirra ýmist að
passa eða bara vera og reyna að
hjálpa til því mikið var að gera
með fjögur börn á fjórum árum.
Við Didda vorum alla tíð góðar
vinkonur. Hún átti það til þegar
hún var orðin unglingur og ég bú-
in að eiga börn að reka okkur
Hauk út því vinkonurnar ætluðu
að læra. Þær pössuðu fyrir mig
nánast þegar ég bað og jafnvel
oftar. Drengjunum mínum fannst
alltaf mjög spennandi að fá Diddu
í heimsókn, þolinmæði hennar
óendanleg við þá. Hún fór utan í
sendiráð að vinna og þegar hún
kom heim þá kom hún austur á
Hellu til okkar í heimsókn, sem
okkur þótti mjög vænt um. Við
fórum til hennar til London og
áttum góðar stundir þar. Síðan
fluttum við í bæinn og þá áttum
við margar góðar stundir saman.
Eftir að hún átti Birgi Svein kom
hún gjarnan til okkar og var
stráksi glaður með það. Æ, ef satt
skal segja gæti ég haldið áfram en
í stuttu máli var hún Didda mín
yndisleg manneskja og mjög gott
og gaman að vera nálægt henni.
Ég er svo ánægð með að þegar
hún flutti í Árskóga þá labbaði ég
til hennar og áttum við góða stund
saman. Hún var lasin en bjartsýn
því hún hafði fengið góðar fréttir
að meinið hefði minnkað, en svo
kom áfallið. Elsku stelpan mín
lést 12. desember. Blessuð sé
minning þín, elsku Didda mín.
Kveðja,
Guðrún Kristín (Gunna Stína)
og Haukur.
Sæl nafna mín. Þannig ávörp-
uðum við gjarnan hvor aðra.
Nafna B og nafna Ó sögðum við til
hátíðabrigða þegar Sigrún vin-
kona mín fann út að við þyrftum
að aðgreina okkur líkt og Spice
Girls gerðu á sínum tíma.
Minningar streyma fram með
tárunum þegar ég hugsa til nöfnu
minnar. Leiðir okkar lágu saman í
guðfræðideildinni á seinni hluta
níunda áratugar síðustu aldar.
Sigrún Elín setti fljótt mark sitt á
skrautlegan nemendahópinn.
Hún var aðeins eldri en mörg okk-
ar, heimsdama, með eldrautt
naglalakk og búin að starfa í utan-
ríkisþjónustunni um árabil. Það
var lögð áhersla á það í náminu að
varast spíritisma og hvers kyns
hindurvitni. Sigrún Elín kom úr
annarri átt og lét ekki hræða sig
til að beygja frá sinni sannfær-
ingu. Hún las í árur og spáði í spil
en hafði enga þörf fyrir að fara í
vörn eða sannfæra aðra um að
hennar leið væri sú rétta.
Íbúðin hennar í Árbænum varð
fljótt samkomustaður okkar vina
hennar í guðfræðideildinni. Þar
voru bestu partíin og stóðu stund-
um fram undir morgun. Þangað
var líka gott koma og kíkja í kaffi
og spjall um daginn og veginn.
Gestrisni var henni eðlislæg.
Meðal minnisstæðra lýsinga á
heimsborgaranum Sigrúnu Elínu
er ferð á vegum Félags guðfræði-
nema til Svíþjóðar á fund með
guðfræðinemum annarra Norður-
landaþjóða. Bjórþyrstur sveitav-
argurinn sem ekki komst í slíkar
veigar í heimalandinu pantaði öl í
stærstu mögulegu glösum. En
heimsborgarinn pantaði lítinn
bjór og espresso. Alltaf smart.
Við hittumst í törnum. Stund-
um mjög reglulega en svo gat liðið
langur tími á milli. Okkar tími var
í hádeginu og við fengum okkur
gjarnan kínverskt og auðvitað
kenndi hún mér að borða með
prjónum. Oft vorum við tvær en
stundum hóuðum við í vini og fé-
laga úr guðfræðideildinni.
Stolt hennar og stóra afrek var
einkasonurinn Birgir Sveinn. Það
kom alltaf sérstakt blik í augu
hennar þegar hún talaði um hann,
litla strákinn, sem heldur betur
átti eftir að vaxa mömmu sinni yf-
ir höfuð.
Við ætluðum að hittast í hádeg-
inu einhvern daginn í haust. Sá
fundur verður að bíða. Ég kveð
góða vinkonu með söknuði og
þakklæti.
Elsku Birgi Sveini, Sigríði Ósk,
Boga Erni, Kristjáni Einari og
fjölskyldunni allri votta ég inni-
lega samúð.
Blessuð elsku nafna mín. Hvíl í
friði, minning þín lifir.
Sigrún Margrétar
Óskarsdóttir.
Ætti ég hörpu hljómaþýða,
hreina, mjúka gígjustrengi,
til þín mundu lög mín líða,
leita þín, er einn ég gengi.
Viltu, þegar vorið blíða
vefur rósir kvölddögginni,
koma til mín, kvæði hlýða
kveðja mig í hinsta sinni.
Lífið allt má léttar falla,
ljósið vaka í hugsun minni,
ef ég má þig aðeins kalla
yndið mitt í fjarlægðinni.
Innsta þrá í óskahöllum
á svo margt í skauti sínu.
Ég vildi geta vafið öllum
vorylnum að hjarta þínu.
(Friðrik Hansen)
Hún er farin í ferðina löngu,
elsku besta vinkona mín hún
Didda. Vinátta sem hefur staðið
frá því við vorum sjö ára gamlar.
Við hittumst fyrst í barnaskóla.
Það er margs að minnast, margs
að þakka og sakna. Allra stund-
anna í Laufási. Hvað Birgir pabbi
þinn var ólatur að keyra mig heim
þegar ég var búin að vera hjá ykk-
ur frá morgni til kvölds. Afmæl-
isdaganna þar sem við enduðum á
að fara í Háskólabíó til Boga afa
þíns. Unglingsárin, alltaf var farið
heim með Diddu eftir skóla. Þú að
vinna sumarvinnu á Bifröst, ég
þangað að heimsækja þig.
Ótrúlega skemmtilegt að heim-
sækja þig. Alveg sama hvar það
var. Innanlands sem utan.
Þrítugsafmælið þitt í London,
þar sem þú bjóst vegna vinnu
þinnar í sendiráðinu. Þá búin að
vera í Bonn og au pair í París. Al-
gjör heimsdama.
Símtölin okkar sem stóðu oft í
rúma tvo tíma oft með miklum
hláturköstum. Við þurftum mikið
að tala enda hægt að tala við þig
um allt. Þú dæmdir aldrei, fannst
nýja fleti á umræðunni, hægt að
rökræða endalaust við þig.
Skemmtilegri ferðafélagi er
vandfundinn. Ferðirnar okkar til
Kanarí, þær voru dásamlegar.
Takk.
Við sem ætluðum að gera svo
margt og fara í margar fleiri ferð-
ir saman. Vorum búnar að ráð-
gera letiferð í hitann. Drekka
saman rauðvín og reykja á elli-
heimilinu.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir dásamlega vináttu, enda-
lausan stuðning, hvatningu og það
sem þú varst fjölskyldunni minni.
Vona að þér líði vel á nýjum
slóðum, elsku vinkona. Votta
Birgi Sveini, Bóa og Angelu, Lillu,
Boga og fjölskyldu mínar dýpstu
samúð.
Þín vinkona,
Ásdís Gígja.
Elsku Siggi
frændi. Ég man
þegar ég var lítil
stelpa í Ólafsvík og þið fjölskyld-
an á leiðinni í heimsókn frá Kefla-
vík. Ég var auðvitað alltaf spennt
að fá ættingja í heimsókn í „sveit-
ina“ en þú varst ekki bara frændi
þú varst uppáhalds. Í mínum aug-
um varstu ofurhetja! Já ofur-
hetja, því að það er svo sterkt í
minningunni hjá mér að þegar þú
komst vestur þá var rosa sport
hjá mér þegar þú lyftir mér upp
og ég gat séð yfir allt þakið á hús-
inu mínu. Þú svona stór og sterk-
✝
Sigurjón
Helgason
fæddist 14. mars
1947. Hann lést
14. desember
2021.
Sigurjón var
jarðsunginn 21.
desember 2021.
ur og ég bara smá-
stelpa. Eflaust
hefur þú nú ekki lyft
mér upp þar sem
hæsti punktur þaks-
ins var, en í minn-
ingunni var það
þannig og verður
þannig. Þetta gerðir
þú margoft þegar
þú komst í heim-
sókn. Mér fannst þú
svo fyndinn,
skemmtilegur og þú hafðir enda-
lausa þolinmæði. Alltaf að fíflast í
manni.
Þegar dóttir mín hún Hólm-
fríður Lea var lítil þá sótti hún
alltaf í félagsskapinn þinn þegar
þú komst í heimsókn til mömmu
og pabba í Garðabæinn. Henni
fannst ljúft að sitja í kjöltu þinni,
alveg eins og mér þegar ég var
lítil. Því þar var hlýr faðmur, góð
nærvera og einstakur maður.
Einnig er það minnisstætt þegar
Elías eiginmaður minn kom á sitt
fyrsta ættarmót og þú dróst hann
upp á svið í alls konar fíflagang og
tókst strax á móti honum með
opnum örmum. Það var eins og
þú hefðir alltaf þekkt hann.
Samtölin okkar þegar við hitt-
umst, skilaboðin okkar á Facebo-
ok, símahrekkirnir mínir til þín
er það sem ég mun alltaf eiga
með þér og það þykir mér vænt
um. Það tók á síðasta laugardag
að heyra í þér þótt þú hafir ekki
getað talað. En þá gat ég sagt þér
hversu mikið mér þykir vænt um
þig og þarna náði ég að kveðja
þig. Og þarna kom aftur í ljós að
þú ert ofurhetja … þrátt fyrir að
geta ekki talað þá heyrði ég þig
segja sömuleiðis Karen mín.
Þessu símtali mun ég aldrei
gleyma.
Þið pabbi voruð nánir bræður.
Samband ykkar var sérstakt og
fékk ég að njóta góðs af því. Þú
varst líka alltaf mikið uppáhald
hjá henni mömmu.
Missirinn er mikill … fyrir svo
marga á svo margan hátt. Ég
mun halda áfram að spila á nikk-
una þína í Kjósinni hjá Sævari
okkar og Guggu. Minning þín
mun lifa, það er engin spurning.
Ég votta Svandísi, strákunum
þínum, tengdadætrum, Rikka og
fjölskyldu, barnabörnum, systk-
inum þínum og mökum mína
dýpstu samúð.
Góða ferð elsku frændi og skil-
aðu faðmlagi til Sigrúnar.
Þín frænka
Karen.
Sigurjón Helgason, þessi mikli
meistari, er kominn í sumarland-
ið. Það er nú margs að minnast
frá því ég hóf störf hjá vélaleigu
S. Helgasonar fyrir 30 árum.
Þegar maður fer yfir þessi 30 ár
sem við áttum samleið þá er svo
margt sem upp kemur í hugann:
Allar árshátíðirnar á Sögu,
þorrablótin, jólahlaðborðin, og
bara allar góðu stundirnar sem
við áttum saman, hvort sem það
var í leik eða starfi. Þú með gít-
arinn og Sigrún að syngja með,
það er ógleymanlegt. Alltaf fjör
og gleði. Svo ekki sé minnst á ör-
lætið við okkur starfsmennina
þína, þessi stóri og mikli maður
svo ljúfur og góðhjartaður. Nú
ert þú með ermarnar uppbrettar,
kominn til Sigrúnar og búið þið
við Sumarlandsgötu 13. Það er
svo sem ekki mikið meira hægt að
segja annað en risastórt TAKK.
Sigurður Ragnar
(Siggi Ragnar),
Magnea og fjölskylda.
„Það er lítið hús út við lygnan
straum, þar sem laglegt fljóð átti
ljúfan draum.“ Þannig hófu þau
Siggi og Sigrún sinn söng á fjöl-
skyldumótum en við eigum öll
góðar minningar frá þeim sam-
verustundum. Siggi var hrókur
alls fagnaðar og lagði mikið upp
úr því að það væri gaman fyrir
börnin að koma saman og til að
það yrði stóð hann fyrir dagskrá
fyrir þau sem öll tóku þátt í. Hon-
um var líka kappsmál að það væri
gæðastund á kvöldin og stóð fyrir
sönghefti fyrir fjölskylduna og
samdi texta sem var tileinkaður
henni. Þetta fannst okkur ein-
kenna Sigga okkar, ávallt um-
hugað um að halda stórfjölskyld-
unni saman og lagði mikið upp úr
því með undirbúningi og tillögum
að samverustundum.
Sigga er sárt saknað af fjöl-
skyldunni þar sem hann var
gleðigjafi, bóngóður og dró ávallt
fram það góða í öllum sem með
honum voru. Siggi var einn af
þessum mönnum sem eru ávallt
tilbúnir að hjálpa öðrum.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku vinur, takk fyrir allt og
allt.
Fjölskyldan frá Eyrartúni,
Guðrún Guðnadóttir
Guðni, Árný, Pálína,
Sæmundur, Guðbjörg
og makar.
Sigurjón Helgason