Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 24

Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 ✝ Hrefna Björns- dóttir fæddist á Höfn í Hornafirði 2. desember 1930. Hún lést 14. desem- ber 2021 á Hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Höfða Akranesi. Hún var dóttir Björns Guðmunds- sonar forstjóra og Bergnýjar Katr- ínar Magnúsdóttur húsmóður og klæðskera. Hrefna giftist Kjartani Guð- jónssyni 1. desember 1956. Syn- ir þeirra eru: 1) Björn, f. 1954, giftur Dagbjörtu Önnu Ellerts- dóttur og eiga þau saman fjögur börn. 2) Guðjón, f. 1960, giftur Klöru Hreggviðsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. 3) Kjart- an, f. 1966, giftur Björk Elvu Jón- asdóttur og eiga þau saman þrjú börn. Hrefna vann lengi vel á Dval- arheimilinu Höfða. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 22. desem- ber 2021, klukkan 10.30. At- höfninni verður streymt frá Akraneskirkja.is. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Hún amma mín Hrefna Björns- dóttir hefur kvatt þessa jarðvist og er komin á betri stað með afa. Aðskilnaðurinn hefur aldrei verið svona langur, þau voru líka mjög samrýmd og gátu stutt verið hvort án annars, sönn ást, virðing og tillitssemi. Það gleður mig svo innilega að vita af þeim saman núna fyrir jólin og gefur það mér frið í hjartað og sátt. Hún amma mín var einstök kona, hún bar hag afkomenda sinna fyrir brjósti, óeigingirnin og dugnaðurinn einkenndi hennar góða líf. Eitt sinn þegar ég kom heim frá Danmörku veiktist ég illa, amma hafði samband við mig og vildi endilega fá að færa mér svo góða hálsbrjóstsykra sem hún hafði mikla trú á. Hún kom í leið- indaveðri og færði mér þá, vonaði að þetta mundi fara hratt úr mér. Tveimur dögum seinna frétti ég að hún væri mikið veik, með lungnabólgu. Húnvar þá sjálf veik þetta kvöld en hún hafði ekki áhyggjur af sér, heldur mér. Þetta lýsir henni svo vel, hugsaði alltaf fyrst um aðra. Mín sterkasta minning er heima hjá ömmu og afa á Voga- brautinni. Amma átti svo flotta skó í skápnum í anddyrinu, ég var oft að máta þá. Það var spegill í anddyrinu, áður en við fórum út þá man ég svo sterkt eftir ömmu skella á sig varalit í þessum spegli, henni var mikið í mun að líta vel út. Það voru ófáar stundirnar sem ég átti með ömmu og afa í sum- arbústaðnum á Snæfellsnesi. Ég man ekki eftir ömmu öðruvísi en að vera að gera eitthvað, elda mat, sjóða vatnið á kamínunni til að geta vaskað upp, og svo blöktu viskastykkin á girðingunni eftir að hún hafði klárað að ganga frá eftir matinn. Öll handavinnan hennar var óaðfinnanleg, allt þurfti að vera hundrað prósent. Ég held að engan hefði getað órað fyrir skóginum sem þau hjón komu upp í mýrinni og á melnum þar sem sumarbústaðurinn stend- ur. Sælureit köllum við hann, enda hvergi eins gott að vera, feg- urðin einstök. En það sem ég man var að þetta var allt ræktað frá grunni, kókflöskur, mjólkurfern- ur og það sem hægt var að nota til að koma litlu fræi upp, það voru allir gluggar fullir af þessum ílát- um heima hjá ömmu og afa, síðan hvern morgun meðan á þessu stóð bar amma öll þessi ílát út í garð og vökvaði. Síðan var trjánum komið fyrir í sælureitnum okkar, þar sem við elskum að vera. Amma mín var einstök kona, það hafa margir sagt mér svo fal- legar sögur af henni, þær hlýja mér. Amma mín er sú kona sem hefur haft mikil og góð áhrif á líf mitt, hún bar hag minn fyrir brjósti, vildi mér vel og umfram allt kenndi mér mikilvæg atriði til að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Í dag kveð ég konu sem mótaði líf mitt, vakti yfir mér og bar hag minn fyrir brjósti allt sitt líf. Hrefna litla var ég kölluð og þykir mér einstaklega vænt um nafn mitt því það bar kona sem mér þótti og þykir einstaklega vænt um því hún kenndi mér með sínu atlæti hvernig er að elska og að vera elskaður. Hvíl í friði, elsku amma mín, ég sé þig og afa fyrir mér sameinuð og glöð eins og þið voruð alla tíð. Þín Hrefna litla. Hrefna Björnsdóttir. Hrefna Björnsdóttir ✝ Guðfinna Kristín Krist- jánsdóttir (Ninna) fæddist á Suður- eyri við Súg- andafjörð 17. maí 1931. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans, í faðmi fjölskyldunnar, 15. desember 2021. Foreldrar henn- ar voru Helga Guðrún Þórðardóttir og Krist- ján Bergur Eiríksson. Systkin hennar eru Þórður Þórðar Kristjánsson, f. 18. júní 1924, d. 16. apríl 2018, Sturlína Vig- dís Kristjánsdóttir, f. 21. sept. 1927, d. 8. júlí 1936, Sigríður Þórðveig Kristjánsdóttir, f. 31. ágúst 1929, Eyrún Ósk Krist- jánsdóttir, f. 15. mars 1934, Ásdís Jóna Kristjánsdóttir, f. Helgadóttir, f. 28. júní 1968, börn þeirra eru: Ragna, f. 1992, Sigrún Ninna, f. 1996, Sigurður Sölvi, f. 2000, Ingvi, f. 2004. Ninna ólst upp á Suðureyri við gott atlæti. Hún fór í Hér- aðsskólann á Núpi 13 ára að aldri og útskrifaðist þaðan með landspróf árið 1947. Eftir það flutti hún til Reykjavíkur til frekara náms og útskrif- aðist frá Menntaskólanum í Reykjavík af málabraut árið 1952. Að loknu stúdentsprófi vann hún í bókabúð Menning- arsjóðs í nokkur ár en hóf síð- an nám við Kennaraskóla Ís- lands árið 1956 og lauk þar kennaraprófi árið 1957. Ninna starfaði sem kennari við Lang- holtsskóla á árunum 1957- 1977 og við Ölduselsskóla á árunum 1977-1997. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 22. des- ember 2021, og hefst kl. 11. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: https://streyma.is/streymi/ https://www.mbl.is/andlat 26. ágúst 1936. Ninna giftist Einari Ólafssyni íþróttakennara, f. 13. janúar 1928. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Ein- arsson, f. 1. des- ember 1963, maki Margrét Blöndal, f. 26. nóvember 1964, börn þeirra eru: Einar, f. 1991, barn Sonja Marey, f. 2020, Axel Pétur, f. 1995 og Ísak, f. 1999. 2) Kristján Börk- ur Einarsson, f. 2. júlí 1965, maki Helga Jóhanna Bjarna- dóttir, f. 19. júlí 1966, börn þeirra eru: Bjarki Viðar, f. 1995, Margrét Kristín, f. 1998, Arnar Ágúst, f. 2001. 3) Sig- urður Einarsson, f. 10. janúar 1968, maki Sigrún Ragna Elsku hjartans tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim. Samt er eins og ég finni fyrir henni og heyri í henni, þýða og róandi rödd hennar, hughreyst- andi, hvetjandi. Ég er full þakk- lætis að hafa fengið að vera sam- ferða henni, að njóta hennar leiðsagnar og styrks gegnum stærstu augnablik lífs míns, að fá að bera undir hana stórar ákvarðanir. Við áttum saman margar góðar stundir. Henni fannst gaman að koma í heim- sókn til okkar þegar við bjuggum í Bandaríkjunum, að fara saman í allar stóru búðirnar, versla föt og gardínur og rúmteppi fyrir nýja bústaðinn. Við vorum sammála í vali á veitingastöðum og pöntuð- um sama réttinn. Okkur fannst gott að fá okkur kaffi saman. Með kærleikann að leiðarljósi spurði hún alltaf frétta af öllum sem eru mér kærir. Í kortum á afmælisdögum voru gjarnan rit- aðar fallegar ljóðlínur. Hvíldu í friði, elsku Ninna, takk fyrir allt og allt. Sigrún Ragna Helgadóttir. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína. Ninna var mikil sómakona og einstök á svo margan hátt. Ég kynntist Ninnu á aðventunni fyrir 32 árum. Þeg- ar ég kom inn á heimili hennar sá ég strax að þar réð ríkjum mikil búkona og jólabarn. Jólaskreyt- ingar voru um allt húsið og hlað- borð kræsinga sem lagðar voru smekklega og huggulega á borð- ið. Viðmótið var líka einstaklega hlýtt og elskulegt. Ég fann strax að ég var velkomin í fjölskyld- una. Ætíð síðan höfum við átt ná- ið og gott samband og hefur Ninna verið mér sem móðir. Ninna ólst upp á Suðureyri og flutti ung til Reykjavíkur til að fara í menntaskóla þar sem hún útskrifaðist með stúdentspróf. Ekki er að undra að hún hafi val- ið þessa leið því hún var einstak- lega skörp og kraftmikil kona. Hún valdi sér kennslu sem ævi- starf og var útivinnandi í rúm 40 ár. Þannig ól hún sína drengi upp við jafnrétti og þá sjálfsögðu hugmynd sem við höfum í dag að konur og karlar skulu hafa sama rétt og taka sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna. Ninna var fróðleiksfús, las bækur og tímarit um ýmis mál- efni og hafði gaman af því að ferðast og heyra ferðasögur ann- arra. Við fjölskyldan eigum ljúf- ar minningar úr nokkrum Evr- ópuferðum með þeim Ninnu og Einari. Ninna undi sér vel í sum- arbústað þeirra hjóna í Laug- arási. Þar ræktuðu þau gulrætur og hafði Ninna sérstaklega gam- an af því að koma til ýmsum blómum og runnum. Samveru- stundirnar á sumrin í Laugarási með börnum, tengdabörnum og barnabörnum sköpuðu náin fjöl- skyldutengsl sem við öll búum að. Ninna var fyrirmyndaramma sem þekkti barnabörnin sín vel og lagði sig fram við að fylgjast með þeim og hjálpa til við upp- eldi þeirra. Stutt var í kennarann og var hún stolt af því þegar hún náði að kenna þeim að lesa. Henni var lagið að skapa hefðir sem styrktu samband hennar við barnabörnin. Þannig hlökkuðu krakkarnir okkar alltaf til föstu- daganna þegar þau voru á grunnskólaaldri og amma og afi komu í kaffitímanum með bakk- elsi. Þegar barnabörnin fullorðn- uðust átti hún stóran stað í hjarta þeirra og hefur verið gam- an að fylgjast með hvernig þau hafa endurgoldið henni um- hyggjuna með aðstoð við ýmis tæknimál eða útréttingar. Ninna fylgdist alla tíð vel með þjóðmálaumræðunni og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Áhugamálin voru af ýmsu tagi, hafði hún unun af því að ráða krossgátur og sudoku- þrautir, ættfræði var henni í blóð borin og fylgdist hún jafnan af áhuga með veðurfréttum og kunni utan að allar veðurstöðvar á Íslandi. Íslensku- og ljóða- áhuginn var skammt undan. Kortin eru mörg sem hún föndr- aði svo fallega og gaf okkur við ýmis tækifæri og innihéldu þau oftast einhver ljóð eða tilvitnan- ir. Eitt heilræði hennar sem er lýsandi fyrir jákvætt og hvetj- andi hugarfar hennar hef ég varðveitt í minningunni og er það þannig: „Snúðu andlitinu í átt til sólar og þá sérðu ekki skuggana.“ (Helen Keller) Ég er óendanlega þakklát fyr- ir að hafa verið samferða Ninnu öll þessi ár og að fjölskylda mín hafi notið leiðsagnar hennar og hlýrrar nærveru. Helga Jóhanna Bjarnadóttir. Elsku amma Ninna. Það er svo ótrúlega erfitt að kveðja en við vitum að þú ert komin á góðan stað núna og að þér líður vel. Við systkinin erum ævinlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum með þér og að þú hafir náð að sjá okkur stækka og þroskast í öll þessi ár. Þú kenndir okkur svo ótal margt, t.d. að lesa áður en við byrjuðum í skóla, skrifa, prjóna, sauma og svo margt fleira. Þú varst svo hjálpsöm og því gátum við alltaf leitað til þín ef okkur vantaði einhverja aðstoð. Þú varst og ert svo mikil fyr- irmynd fyrir okkur systkinin, dugleg og vissir nákvæmlega hvað þú vildir. Þú sagðir okkur frá því að margar bekkjarsystur þínar úr barnaskóla stefndu að því að verða saumakonur. Aftur á móti hélst þú 16 ára gömul frá heimabænum þínum, Suðureyri í Súgandafirði, til höfuðborgarinn- ar til að hefja nám við Mennta- skólann í Reykjavík. Konur voru í miklum minnihluta þar og hvað þá konur utan af landi. Þú varst óhrædd og sjálfstæð og það eru einmitt eiginleikar sem okkur fannst mjög aðdáunarverðir í fari þínu. Þú tókst veikindunum þín- um með æðruleysi og neikvæðni og uppgjöf voru ekki til í þinni orðabók. Það var alltaf gaman þegar þú og afi pössuðuð okkur krakkana á okkar yngri árum. Það var mik- ið spilað, sérstaklega sjóræn- ingja-brids en það var uppá- haldsspilið ykkar afa. Þar að auki mætti nefna alla föstudagseftir- miðdagana sem þið afi komuð til okkar með mat úr bakaríinu og skutluðuð okkur og sóttuð á æf- ingar ef á þurfti að halda. Við átt- um okkur betur á því í dag að það var alls ekki sjálfsagt en þið neituðuð aldrei þegar við báðum ykkur um far. Við minnumst einnig allra sumranna sem við barnabörnin fengum að vera hjá ykkur afa í Laugarási. Við aðstoðuðum ykk- ur við að taka upp gulrætur og pakka þeim fyrri hluta dags en lékum okkur og spiluðum seinni hluta dags. Við getum ímyndað okkur að það hafi ekki verið auð- velt að sjá um sjö krakkaorma í tvær vikur en við höldum að ykk- ur hafi þótt það gaman, allavega hugsuðuð þið mjög vel um okkur. Þetta voru ómetanlegir tímar og það mætti segja að þið hafið sam- einað okkur barnabörnin þarna í Laugarási. Þú varst alltaf með puttann á púlsinum þegar kom að málefn- um líðandi stundar. Þú hafðir mikinn áhuga á veðri og ætt- fræði; skrifaðir niður veðrið á helstu stöðum landsins á hverj- um degi, gast talið upp allar veð- urathugunarstöðvar landsins og rakið heilu ættir vina eða vin- kvenna okkar. Einnig mundir þú alla afmælisdaga, m.a. hjá fólki sem þú þekktir lítið, sem sýnir hvað þú varst ótrúlega minnug. Þú vissir ætíð hvað við krakk- arnir vorum að gera í skólanum, íþróttum og tómstundum og vild- ir alltaf vita hvernig gengi hjá okkur. Við systkinin erum svo heppin með að hafa átt þig sem ömmu og erum mjög stolt af þér. Takk fyr- ir allar samverustundirnar og allt sem þú gerðir fyrir okkur í gegnum tíðina. Hvíldu í friði, elsku amma Ninna. Bjarki, Margrét og Arnar. Mig langar að minnast Guð- finnu, afar kærrar móðursystur minnar, í nokkrum orðum. Ninna, eins og hún var alltaf köll- uð, var skemmtileg og hreinskil- in, með þægilega nærveru, vel að sér í mörgu og með báða fætur á jörðinni. Ninna og Einar eign- uðust þrjá syni og bjuggu þau fyrst í Ljósheimum en fluttu svo í Skógana í Breiðholti. Það kom sér vel því aðeins ein gata skildi okkur fjölskyldurnar að. Ég hljóp því margar ferðirnar heim til Ninnu og fjölskyldu enda kom okkur vel saman og ég fékk þann heiðurssess að vera í hálfgerðu hlutverki dóttur þegar henni þótti karlaskarinn helst til mikill á heimilinu en synir hennar voru mér sem bræður og uppáhalds- frændur. Ninna var kennari af lífi og sál og starfaði hún lengi í Ölduselsskóla og kenndi mér eitt árið sem mér fannst reyndar frekar óþægilegt á þeim aldri. Þekkingarleit Ninnu náði yfir víðan völl og hafði hún gaman af því að miðla þekkingu sinni og skoraði á mann að leita sífellt meiri þekkingar, hvort sem var að læra ljóð, fjallahringinn eða alla firðina á Vestfjörðum utan að og í réttri röð. Hún hafði sér- deilis fallega rithönd eins og allar systur hennar og var henni mikið kappsmál að halda henni full- kominni fram á það síðasta. Ninna var líka mikil prjónakona og prjónaði fallegar flíkur sem ég varð meðal annarra aðnjótandi. Það var sérstaklega mikill sam- gangur á milli systranna í Skóg- unum. Meðal viðburða hittumst við fjölskyldurnar og skárum út laufabrauð saman og fögnuðum saman áramótunum enda stutt á milli heimila. Ninna og Einar áttu sitt annað heimili fyrir aust- an fjall í Laugarási og dvöldu þar í lengri eða skemmri tíma yfir sumarmánuðina þar sem þau ræktuðu ýmsar tegundir græn- metis, aðallega gulrætur. Ninna hafði þó enn meiri unun af blómaræktun í kringum bústað- inn og vissi mikið um hinar ýmsu blómategundir og við hvaða skil- yrði þær þrifust best. Það var hrein paradís að koma í Laug- arás – oft heimsóttum við fjöl- skyldan þau í Laugarás og einnig kom fyrir að ég fékk að dvelja hjá þeim í nokkra daga í senn. Þetta voru skemmtilegir dagar og notalegt andrúmsloft að vera með Ninnu og fjölskyldu. Eftir að ég var sjálf komin með fjöl- skyldu bjuggum við í nágrenni við Ninnu og Einar og litum stundum inn hjá þeim eftir róló- og sleðaferðir þar sem Ninna var áhugasöm að heyra hvað krakk- arnir höfðu að segja á meðan hún gaukaði svolitlu sælgæti að þeim. Þau hjónin buðu okkur oft bú- staðinn í Laugarási á veturna þaðan sem börnin eiga yndisleg- ar minningar eins og ég. Ég þakka Ninnu fyrir margar eftirminnilegar stundir og kveð hana með dýrmætar minningar í farteskinu. Einari og allri fjöl- skyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, kæra frænka. Guðrún Valdimarsdóttir. Guðfinna Kristín Kristjánsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRMUNDAR SIGURBJARNASONAR rafeindavirkjameistara. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 2. hæð E Sóltúni fyrir frábæra umönnun og elskulegheit. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Kristín Filippusdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og okkar ástkæra KARLS ÁSGRÍMSSONAR, Strikinu 8, Garðabæ, sem lést miðvikudaginn 8. desember. Hjartans bestu þakkir til lækna og starfsfólks taugalækningadeildar B-2 Landspítala Fossvogi fyrir yndislega alúð og umhyggju á erfiðum tímum. Kristín Oddbjörg Júlíusdóttir og ástvinir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.