Morgunblaðið - 22.12.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 22.12.2021, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Jólabíó: Office christmas party kl.13:30 - Kaffi og smákökur - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir velkomnir Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9- 16. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Kaffispjall og piparkökur kl. 11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Skák í Jónshúsi kl. 10:30. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik- fimi kl. 9:45. Framhaldssaga kl. 10:30. Handavinnuhópur 13:00-16:00. Bridge kl. 13:00. Styttri ganga ef veður leyfir kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30-12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9:45. Gönguhópur Korpúlfa leggur af stað kl. 10 frá Borgum og gengið inni í Egilshöll á sama tíma. Kaffi- spjall í Borgum. Keila í Egilshöll kl. 10:00. Hádegisverður kl. 11:30 til 12:30 og kaffimeðlæti frá 14:15 til 15:30. Þóra Halldórsdóttir verður með Qigong í Borgum kl. 16:30 í dag endurgjaldslaust og jólastemm- ing. Vonumst til að sjá sem flesta. Sóttvarnir í hávegum hafðar. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handavinnu- stofu 2. hæðar milli kl. 9-12. Bókband er í smiðju 1. hæðar milli kl. 9- 12:30, og eftir hádegi kl. 13-16:30. Kl. 12:45 verður jólamyndasýning í setustofu. Myndlist verður í handavinnustofu 2. hæðar milli kl. 13-16. Hlökkum til að sjá ykkur! Seltjarnarnes Kaffikrókur á skólabraut frá kl. 9.00 til 11.30. alla virka daga. Félags og tómstundastarf eldri bæjarbúa er komið í jólafrí fram yfir áramót. Byrjum aftur miðvikudaginn 5. janúar. Óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar og þökkum samveru og samstarf á liðnum árum. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun Trúlofunar og giftingarhringar fyrir jól Tökum enn við pöntunum og afgreið- um fyrir jól. Hagstætt verð. Kíkið á úrvalið á -www.erna.is- ERNA Skipholti 3. s. 552 0775 Bílar Nýr Ford Transit Custom Edition Trend sendibíll Sjálfskiptur. 8” skjár í mælaborði með bakkmyndavél. Dráttarkrókur. Metalic lakk. Sumar- og vetrardekk. Það er 8 mánaða bið eftir svona bíl en við eigum þennan til afhendingar strax. Nú er að vera snöggur ! Verð: 5.350.000 án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. með morgun- "&$#!% Ég minnist með trega vinkonu minnar, Sigrúnar Hlöðversdóttur, sem hefur kvatt okkur allt of snemma. Ég kynntist Sigrúnu fyrst Sigrún Hlöðversdóttir ✝ Sigrún Hlöð- versdóttir fæddist 7. október 1962. Hún lést 15. desember 2021. Út- förin fór fram 21. desember 2021. þegar þau Árni réðu mig í sumar- vinnu á Bíldsfell sumarið eftir ferm- inguna mína. Þá var ég fjórtán ára unglingur en Sig- rún tuttugu og eins árs að feta sín fyrstu spor sem húsmóðir á sveita- heimili, með Ásu Valdísi árs gamla. Þau bjuggu þá hjá Friðmey í gamla bænum á Bíldsfelli, en voru að byggja sér hús ásamt því að reka búið, svo verkefnin voru ærin. Þetta var ljúf dvöl og úr varð að ég var hjá þeim líka sumarið eftir, þá í nýja húsinu. Á þessum tíma fannst mér hún ótrúlega fullorðin en við hlógum stundum að því seinna hve ung hún í rauninni var og aldursmunurinn lítill á okkur. Þau Árni reyndust mér vel og hinar ýmsu uppákomur í sveit- inni endalaus tilefni til að hafa gaman af. Það voru ekki vanda- málin í kringum Sigrúnu, alltaf létt og kát, þó að vissulega væri alveg skap í minni konu. Kynni okkar endurnýjuðust svo mörgum árum seinna þegar hún kom að syngja hjá mér í Jórukórnum. Þar áttum við saman ótal góðar stundir í æf- ingabúðum og ferðalögum og kemur ferðin til Austurríkis og Þýskalands sérstaklega upp í hugann. Það var alltaf gaman að koma við hjá þeim Árna á Bíldsfelli þótt það væri allt of stopult. Mér til mikillar ánægju var það þó hve oft tilviljanirnar leiddu okkur saman á síðustu árum. Fyrir nokkrum árum áttum við, fyrir tilviljun, gott kvöld saman í útilegu í Stykkishólmi og á síð- ustu árum hef ég reglulega ver- ið að rekast á þau hjónin hér og þar og alltaf jafn gaman að hitta þau. Ég veit að missirinn er mikill fyrir Árna og fjölskylduna hennar og eiga þau alla mína samúð. Helena Káradóttir. ✝ Gestheiður Þuríður Þor- geirsdóttir, ávallt kölluð Dedda, fædd- ist í Hafnarfirði 27. febrúar 1931. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 23. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þor- geir Sigurðsson, f. 1902, d. 1972, og Katrín Markúsdóttir, f. 1900, d. 1967. Systkini Deddu voru Mark- ús Benjamín, f. 1924, d. 1984, Jó- hanna Sigríður, f. 1954, d. 2000, Bára og Heiðrún Harpa. Gestur átti einnig Jón Ólaf og Evu Rán. Gestur kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni Oddnýju Guð- mundsdóttur 2005. Esther, f. 24. febrúar 1952, maki Sigurður Bergsteinsson. Börn þeirra eru Kristín Berta, Alda Hrund og Bergsteinn. Dedda giftist Jóni Gíslasyni, f. 8. ágúst 1932, d. 23. apríl 2017, 27. september 1959. Börn þeirra eru Gísli Vagn, f. 23. maí 1959, maki Bryndís Garðarsdóttir. Börn þeirra eru Dagný Björk og Arnar Freyr. Óskírður Jónsson, f 16. maí 1966, d. 17. maí 1966. Dedda átti 24 langömmubörn og sex langalangömmubörn. Auk húsmóðurstarfsins starf- aði Dedda lengstum við versl- unarstörf og umönnunarstörf. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinfríður Alda, f. 1929, d. 1989, Ingi- björg Kristín, f. 1935, og Edda Kol- brún, f. 1942, d. 2020. Dedda giftist Kristni Steindórs- syni 1950. Þau skildu. Börn þeirra: Katrín, f. 11. sept- ember 1948, maki Hans Ankjær, Gest- ur, f. 26. júlí 1959, d. 10. mars 2018. Gestur kvæntist Þuríði Jónsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru Ágúst Þór, Hjördís Þann 23. nóvember sl. kvaddi mamma þessa jarðvist, orðin tæplega 91 árs. Hún hafði átt þá ósk að fá að ljúka sinni ævi sem næst sínum fæðingarstað í Hafnarfirði. Þá ósk fékk hún uppfyllta því hún bjó á Sólvangi síðustu misserin, með útsýni yfir Lækinn og sinn fæðingarstað á horni Öldugötu og Lækjargötu. Mamma var dóttir Þorgeirs Sigurðssonar sjómanns og Katr- ínar Markúsdóttur. Hún var ein sex systkina. Æskuárin við Lækinn og á Austurgötunni voru henni ætíð minnisstæð og ánægjuleg. Á barnsaldri kynnt- ist hún bestu vinkonu sinni, henni Gerði. Þeirra vinskapur hélst allt til enda og aldrei bar skugga á hann. Margar minningar koma upp í hugann nú þegar mamma hef- ur kvatt. Alltaf fékk ég að taka þátt í jólabakstrinum og var ég sérlegur yfirsmakkari á hinum ýmsum deigtegundum. Snemma var manni kennt að strauja allan þvott og pressa buxur. Grunn- atriði í eldamennsku skyldi mað- ur einnig kunna. Allt þetta kæmi til með að gagnast manni seinna meir. Grunnspor í samkvæmis- dönsum kenndi mamma mér heima í litlu stofunni í Goðatúni en þar bjuggum við lengstum meðan ég bjó í foreldrahúsum. Fyrir allt þetta er ég óendan- lega þakklátur. Sú ritningargrein sem mamma valdi sér fyrir fermingu sína var henni leiðarljós allt hennar líf og fór hún eftir henni. „Dæmið eigi og þér munuð ei dæmdir verða.“ Á þetta lagði hún ríka áherslu í uppeldi okkar systkina sem og orðheldni og sannsögli. Á æskuárum mínum tíðkaðist það að sauma föt á fjölskylduna. Mamma ver einkar handlagin og galdraði fallegar flíkur úr litlu. Hún prjónaði, heklaði og saum- aði út. Allt var vandað og fúsk kunni hún ekki við. Mamma minntist oft á það við mig að það hefði verið hennar gæfa að kynnast pabba, Jóni Gíslasyni. Hann hefði komið eins og ljós inn í hennar líf og hálf- systkina minna. Þau giftu sig á skírnardegi mínum, 27. septem- ber 1959, vestur á Mýrum í Dýrafirði en þaðan var pabbi. Á Mýrum byggðu þau sér sinn sælureit, Stekk, og dvöldu þar langdvölum. Dýrafjörðurinn varð mömmu afar kær og þá ekki síður fólkið í sveitinni og vildi hún dvelja þar sem mest. Mér finnst þessi vísa sem pabbi orti til mömmu segja meira en mörg orð um þeirra hug til hvort annars því þetta var gagn- kvæmt. Af því ég ber ást til þín er hér lítil baga. Njóttu yndis elskan mín alla þína daga. (Jón Gíslason) Ég vil færa starfsfólki á deild- inni Hvaleyri á Sólvangi mínar innilegustu þakkir fyrir góða umönnun og viðmót við mömmu og okkur ættingjana. Sólvangur var vinnustaður mömmu í mörg ár og þar vildi hún fá að ljúka hringnum svo notuð séu hennar orð. Mamma var södd lífdaga þeg- ar hún lagði upp í sína síðustu ferð. Hún var sátt við Guð og menn. Að vera með henni við upphaf ferðar var friðsælt. Góða ferð mamma mín á þeirri veg- ferð sem þú nú hefur lagt út á. Megi hinn hæsti fylgja þér á þeirri leið. Gísli Vagn. Síðustu vikur hafa verið hálf- gerð þoka. Elsku ömmu minni hrakaði hratt og fór til sum- arlandsins þann 23. nóvember. Þetta var það sem hún vildi og hennar vegna er ég glöð. Ég er þakklát fyrir að hafa verið flutt aftur til Íslands og hafi get- að verið hjá henni hennar síð- ustu daga. Ég gæti skrifað heila bók um hana ömmu mína. Með hverju árinu sem líður kemst ég að meiru og meiru um ömmu og hvaða konu hún hafði að geyma. Ég fékk að hafa ömmu hjá mér í 36 ár. Hún fékk að kynn- ast börnunum mínum og manni og bara tveimur dögum áður en henni hrakaði sátum við krakk- arnir hjá henni og spjölluðum, hlógum og borðuðum ís. Ég mun aldrei geta þakkað henni allan stuðninginn sem hún hefur veitt mér í gegnum tíðina. Núna síðast að opna heimilið sitt og leyfa mér og fjölskyldunni að búa í íbúðinni hennar á meðan við klárum að byggja drauma- húsið okkar. Hún kenndi mér margt eins og t.d. að prjóna þó að ég muni aldrei öðlast hennar þolinmæði í að rekja upp heilu peysurnar af því að það kom í ljós villa í byrj- uninni (sem enginn sá nema hún). Fyrirgefðu amma, ef villan er of lítil eða illsjáanleg þá mun hún fá að standa. Ég mun sakna þess að þræta við hana um hvernig á að skilja prjóna- eða hekluppskrift rétt og komast svo að því mörgum mínútum seinna að við vorum í raun að skilja hana eins. Við vorum bara of óþolinmóðar til að hlusta og reyna að skilja hvor aðra. Þetta endaði yfirleitt þann- ig að við hlógum okkur mátt- lausar og héldum svo áfram með verkið. Ég mun sakna þess að finna hversu vænt henni þótti um mig. Ég get sagt að mér þykir ekkert minna vænt um hana. Ég á hafsjó af góðum minn- ingum sem munu ylja mér en gera mig leiða núna því við get- um ekki búið til fleiri. Að hún hafi nennt að dröslast með söngóða, talóða og athygl- issjúka mig vestur í Dýrafjörð á hverju sumri og eyða því með mér þar sýnir hversu sterk hún var. Ætli ég hefði ekki sent sjálfa mig heim með næstu rútu? Ég mun aldrei borða ís aftur án þess að hugsa til ömmu, ég mun aldrei fara vestur án þess að hugsa um hana. Ég mun aldr- ei pirra mig yfir illskiljanlegri handavinnuuppskrift án þess að hugsa til hennar og aldrei hugsa um annað en hana þegar ég sé falskar tennur. Ég mun aldrei gleyma þegar hún var að bölva yfir að geta ekki bitið í sundur þráð og uppgötvaði síðan að hún hefði gleymt að setja í sig tenn- urnar … það sem við hlógum. Takk fyrir allt elsku amma. Ég hlakka til að hitta þig einn daginn í sumarlandinu … en ekki alveg strax. Þín Dagný Björk. Andlát Gestheiðar mágkonu minnar kom mér dálítið á óvart því við Edda konan mín heim- sóttum hana á Sólvangi 23. okt. sl. Þá lét hún vel af sér, var ánægð með aðstæður og atlæti þarna og var hress að sjá. En enginn veit hvenær kallið kem- ur. Það eru nú meira en 60 ár síðan Jón bróðir minn og Gest- heiður hófu sambúð. Allan þann tíma höfum við Mýrafólk kallað hana Deddu. Jón og Dedda eignuðust soninn Gísla Vagn 23. maí 1959 og komu með hann vestur að Mýrum þá um sum- arið. Mun Guðrún móðir mín hafa hvatt þau til að gifta sig fyrr en seinna. Þau tóku þeim tilmælum vel og voru gefin sam- an 27. september þá um haustið. Eftir það komu þau vestur nær hvert vor og Jón aðstoðaði við gæslu æðarvarpsins og margt fleira. Þau reistu sér sumarbú- stað á Innri-Stekk í landi Mýra á níunda áratug seinustu aldar og stækkuðu hann svo síðar. Þar dvöldu þau hvert vor á varptíma og þegar Jón lét af störfum vegna aldurs dvöldu þau í bústaðnum sumarlangt meðan heilsa leyfði. Þaðan vökt- uðu þau varpið á vorin og var það mikill léttir heimafólki. Gísli Vagn sonur þeirra fór snemma að gefa gaum að refum og þegar hann eignaðist Bryndísi konu sína fór hún einnig að verða tíð- ur gestur á Stekknum og enn síðar börn þeirra, Dagný Björk og Arnar Freyr. Allt þetta fólk hefur lagt góðan skerf til varp- gæslunnar. Frá Stekk sér vel yfir varp- landið á Mýramel. Þar er mikil fuglaveröld á vorin, því auk æð- arfuglsins verpir þar fjöldi fugla af öðrum tegundum, og nokkrar hafa þar viðkomu en fara síðar á aðrar varpstöðvar. Í þessar krásir sækja svo vargfuglar, ref- ir og minkar. Það er því í mörg horn að líta hjá varpgæslufólki. En það er líka margt sem gleð- ur augu og eyru á björtum vor- nóttum. Sól fer ekki af tindum Vestfirsku Alpanna handan við Dýrafjörðinn og þegar hún kem- ur upp yfir Mýramelinn fer allt á hreyfingu eftir mikla kyrrð um lágnættið. Fuglar taka að syngja uns úr verður fjölradda kliður. Þar hefur lómurinn jafn- an hæst. Um fimmleytið kemur krummi svífandi niður yfir varp- ið og hugar að morgunverði. Mávar og svartbakar koma um svipað leyti og vilja hafa sitt. Tófan er á heimleið ef hún sleppur lifandi frá gæslumönn- um. Kannski er það svona sjón- arspil sem laðar fólk til varp- gæslu ár eftir ár. Dedda undi hag sínum vel á Stekknum og henni þótti vænt um staðinn. Það var gott og gaman að koma í heimsókn til hennar. Öll samskipti við Stekkjarfólkið hafa verið lífsfyll- ing og gleðivaki heimafólki á Mýrum. Að leiðarlokum þökkum við Deddu gefandi samfylgd og vottum afkomendum og öðru venslafólki innilega samúð. Valdimar H. Gíslason og fjölskylda Mýrum. Gestheiður Þuríður Þorgeirsdóttir Elsku stjúpi er frá okkur tekinn, allt of snemma finnst mér. Það er þó ekki svo að við viljum hafa ást- vini okkar til eilífðar, en við yljum okkur við minningarnar og ég á þær margar um þig. Man svo vel þegar þú áttir Oldsmobilinn fall- ega rauða og ég fékk að fara með þér í bíltúr. Þú sagðir að vegur- inn væri svo holóttur svo ég Guðjón Már Jónsson ✝ Guðjón Már Jónsson fædd- ist 19. maí 1936. Hann lést 10. des- ember 2021. Útför hans fór fram 20. desember 2021. spurði þig af hverju ég fyndi ekki fyrir því og þá varstu fljótur að svara „það er vegna þess að ég er sá eini sem er á bíl með fluggír“ og svo hlóstu. Elsku stjúpi minn, ég vildi svo gjarnan geta komið og kvatt þig en vegna aðstæðna gengur það ekki upp núna, ég í Danmörku og þú í Eyjum, svo ég kveð þig hérna og þakka þér fyrir allt og allt. Minningin um þig verður ávallt í hjarta geymd en aldrei gleymd. Þín dóttir, Anna Fanney.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.