Morgunblaðið - 22.12.2021, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
60 ÁRA Gunnlaugur er Reykvík-
ingur, ólst upp á Hverfisgötu og
Njálsgötu en býr í Efstasundi. Hann
er fasteignasali að mennt og vinnur
hjá Heimili fasteignasölu. Hann sér-
hæfir sig líka í fasteignaljósmyndun.
Áhugamál hans eru eru ljósmyndun,
fasteignasala og ferðalög, síðast á
Tenerife.
FJÖLSKYLDA Maki Gunnlaugs er
Jóhanna Sveinsdóttir, f. 1967, kenn-
ari í Hlíðaskóla. Börn Gunnlaugs eru
Sólveig Helga, f. 1989, og Björn Ari,
f. 1994. Foreldrar Gunnlaugs eru
Helga Ágústsdóttir, f. 1934, hús-
móðir, búsett í Reykjavík, og Björn
T. Gunnlaugsson, f. 1926, d. 2012,
húsgagnasmiður.
Gunnlaugur Auðunn Björnsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ert enn á báðum áttum en
vinnufélagar þínir eru búnir að taka afstöðu
og pressa þig stíft. Komdu þér þangað sem
þú getur verið í friði.
20. apríl - 20. maí +
Naut Vertu óhræddur við að segja hug
þinn því þá munu aðrir taka mark á þér. Þú
hefur þá dirfsku til að bera sem ætti að
duga til að ljúka metnaðarfullu verkefni.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert á réttri leið en þarft þó að
vera ákveðinn til að hlutirnir gangi hraðar
fyrir sig. Gleymdu þó ekki að vera til staðar
og aðstoða vini þína sem á því þurfa að
halda.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ekki láta hlutina koma þér úr jafn-
vægi í vinnunni í dag. Sýndu sjálfsöryggi og
þá munu aðrir sjá þig í jákvæðu ljósi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Skildu vinnuna eftir á sínum stað.
Náðu aftur sambandi við þá sem þú hefur
saknað. Efasemdir þínar og óöryggi gera
þig tortrygginn í garð annarra.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Láttu allar illdeilur á vinnustað sem
vind um eyru þjóta. Haltu ró og reyndu að
vinna skipulega því þannig nýtist tíminn
þér best.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Að gera það besta úr því sem þú hafð-
ir var einhvern veginn auðveldara þegar þú
áttir minna. Leggðu þig fram við vinnu þína
í dag og þá muntu ná árangri á morgun.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er engin ástæða fyrir þig
til þess að bera ábyrgð á öllum sem í kring-
um þig eru. Gættu þess að falla ekki fyrir
freistingum sem þú gætir iðrast síðar.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Dagurinn hentar sérlega vel til
að gera ferðaáætlanir. Þér þykir svo mikið
varið í fólk að þig langar til að slá því enda-
lausa gullhamra.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Eitthvað vill ekki ganga upp hjá
þér og þú kinokar þér við því að leita
ástæðu þess. Bakslagið er aðeins tíma-
bundið.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það kostar sitt að koma sér
áleiðis. Hafðu þitt á hreinu og fáðu fyrir-
skipanir skriflega ef með þarf.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er margt talað í kringum þig en
þér finnst vanta að öllum þessum orðum
fylgi einhverjar athafnir.
þar sem Ásta bjó með
fjölskyldunni til ársins
2010. „Það var frábært
að búa á Manhattan.
Við bjuggum á Upper
West Side rétt við
Central Park. Á þess-
um árum eignuðumst
við þriðja barnið okkar
og nutum fjölskyldu-
lífsins í þessu skemmti-
lega og barnvæna
hverfi með frábærum
skólum, flottum söfn-
um og leikvöllum fyrir
krakka á hverju strái.
Það var skemmtilegur
hópur Íslendinga sem
bjó í hverfinu en einnig
áttum við marga góða
bandaríska vini. Ég
sakna enn margs frá
þessari litríku borg
sem maður finnur ekki
annars staðar.“
Þegar Ásta kom heim réð hún sig
sem verkefnastjóra hjá Actavis.
Meðfram vinnu stundaði hún MBA-
þaðan sem Ásta útskrifaðist með
diplóma í stjórnun árið 2005.
Eftir tvö skemmtileg ár í Boston
lá leiðin til Manhattan í New York
Á
sta Sóllilja Guðmunds-
dóttir fæddist á Fæð-
ingarheimilinu í
Reykjavík á vetrar-
sólstöðum 22. desem-
ber árið 1971. „Pabbi var nýútskrif-
aður ljósmyndari og langaði að taka
myndir af fæðingu frumburðarins. Á
þeim tíma þótti alls ekki sjálfsagt að
feður væru viðstaddir fæðingar og
hvað þá að þeir skrásettu fæðinguna
í bak og fyrir með margar mynda-
vélar á lofti. Ljósmæðurnar voru
ekki á því að leyfa þessa vitleysu en
eftir smávegis stapp gaf yfirlæknir
loks samþykki sitt. Ég er því ábyggi-
lega með elstu Íslendingum sem
eiga ljósmyndir af fæðingunni
sinni.“
Ásta gekk í Vesturbæjarskóla og
Hagaskóla. Þá lá leiðin í MR þaðan
sem hún útskrifaðist árið 1991. Árið
1989 dvaldi hún sumarlangt í þýsku-
skóla, Goethe Institut í Schwäbisch
Hall í Þýskalandi. Veturinn eftir
stúdentspróf var Ásta barnfóstra í
Belluno í Dólómítunum á Ítalíu hjá
ítölskum hjónum.
„Mér þótti líffræðin skemmtileg-
asta fagið í menntaskóla og fékk
verðlaun úr minningarsjóði Þorvald-
ar Thoroddsen fyrir hæstu einkunn í
náttúrufræðum á stúdentsprófi.
Eitthvað hafði minningarsjóðurinn
rýrnað en verðlaunin voru 1.500 kr.
sem dugðu akkúrat fyrir einum kok-
teil á júbilantaballinu en heiðurinn
var þeim mun meiri. Líffræðin heill-
aði áfram og lá því beinast við að
skrá mig í líffræðinám við HÍ eftir
árið á Ítalíu.
Veturinn 1995-1996 lá leiðin aftur
til Ítalíu þegar við Kjartan, þá kær-
astinn minn og núverandi eigin-
maður, vorum í hópi fyrstu íslensku
Erasmusnemanna og stunduðum
nám í einn vetur í Háskólanum í
Genúa.“
Eftir BS-próf árið 1996 hóf Ásta
meistaranám í heilbrigðisvísindum
hjá Ingileif Jónsdóttur á rannsókn-
arstofu í ónæmisfræðum við Land-
spítalann og útskrifaðist árið 1999.
Eftir það starfaði Ásta sem verk-
efnastjóri hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu til ársins 2003 þegar leiðin lá í
Harvard-háskóla í Bandaríkjunum
nám við Háskólann í Reykjavík og
útskrifaðist þaðan árið 2014. „Mig
langaði að breyta til og takast á við
nýjar áskoranir í kjölfar MBA-
námsins.“ Ásta einhenti sér því í
vinnu á sviði viðskiptaþróunar og
fjárfestinga í sprotafyrirtækjum, hjá
fyrirtæki þeirra hjóna Volta ehf.
Meðal margra spennandi verkefna
sem Ásta kom að á þessum tíma var
uppbygging nýsköpunarfélagsins
Laki Power ehf., fyrst sem stjórn-
armaður og síðar sem stjórnar-
formaður á árunum 2017-2021.
Síðastliðin tvö ár hefur Ásta starf-
að hjá Auðnu tæknitorgi sem fjár-
mála- og viðskiptaþróunarstjóri. Til-
gangur Auðnu tæknitorgs er að
aðstoða vísindamenn við íslenska há-
skóla að hagnýta rannsóknir og vís-
indaniðurstöður sínar. „Í gegnum
tíðina hef ég safnað mér marg-
breytilegri reynslu í vísindum, ný-
sköpun og atvinnurekstri sem
gagnast mér vel í þessu starfi.“
Ásta hefur í gegnum tíðina verið
mjög virk í félagsstörfum, setið í
stjórnum ýmissa félagasamtaka og
frá 2011 hefur Ásta m.a. setið í
stjórn Listaverkasafns Valtýs
Péturssonar.
Ásta er forfallin útivistarmann-
eskja og miklar ekki fyrir sér að
skipuleggja ferðalögin. „Meðal fjöl-
margs skemmtilegs sem við gerðum
í sumar var að ganga á Hvannadals-
hnúk með frábærum hópi vina og
einnig héldum við á Hornstrandir og
nutum þar fjögurra daga í rjóma-
blíðu. Þangað væri ég til í að fara
aftur. Við höfum stundað skíði á vet-
urna bæði á Íslandi og erlendis. Ég
hef líka farið á gönguskíði og síðast-
liðinn vetur sótti ég fjallaskíða-
námskeið í Skíðadal og væri til í
stunda fjallaskíði áfram. Við förum í
laxveiði á sumrin og göngum til
rjúpna á veturna.“
Ásta hefur líka áhuga á tónlist. „Í
þónokkur ár höfum við hjónin þrætt
tónlistarhátíðir erlendis ásamt góð-
um vinahjónum okkar. Og svo syng
ég í kvennakórnum Hrynjandi.
Er ekki klassík að segjast hafa
gaman af vinum sínum og ferðalög-
um?“ spyr Ásta. „Skemmtilegasta
sem ég veit er að bjóða vinum í
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, fjármála- og viðskiptaþróunarstjóri Auðnu – 50 ára
Fjölskyldan Ásta, Valtýr, Ólafur, Kjartan og Elín við veiðar í Fljótaá 2020.
Fagnar tímamótunum á Kosta Ríka
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Afmælisbarnið
Ásta á heimili sínu.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Logi Egilsson fæddist 25.
febrúar 2021 kl. 23.30 á Landspítal-
anum við Hringbraut. Hann vó 3.580 g
og var 52 cm langur. Foreldrar hans
eru Kristín Georgsdóttir og Egill
Gylfason.
Nýr borgari
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Calia Pier
Ítalskt, gegnlitað nautsleður
Stakir sófar:
3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr.
2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr.
2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr.
Tungusófi
með rafmagni í sæti
615.000 kr.