Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
reyndar fyrir að Torfi, sem sinnir
járnsmíðum og öðru slíku jafnhliða
búskap, ætti erindi norður á Strand-
ir með öxul undir bátakerru. Þangað
fór hann svo um verslunarmanna-
helgina en hafði þá áður spurt vini á
Ströndum um Olgu og hennar hagi.
„Mér fannst ekki fráleitt að kanna
hvort dæmið gengi upp og gagn-
kvæmur áhugi yrði til staðar. Að-
stæður okkar voru svipaðar; við á
líku reki og eigum bæði dætur á
sama aldri,“ segir Torfi.
Dansað í Trékyllisvík
Á laugardagskvöldi um verslunar-
mannahelgina, 5. ágúst á því herrans
ári 2013, var Olga skálavörður í
gömlu fjárhúsunum á Valgeirs-
stöðum þegar þar birtist maður sem
sagðist heita Torfi Guðlaugsson og
vildi bjóða henni á ball sem var þá
um kvöldið í Trékyllisvík.
„Ég var ekkert á leiðinni á ball og
vissi ekkert hvaða maður þetta var,
en úr því ég átti heimangengt þetta
kvöld ákvað ég að þekkjast boðið.
Hljómsveitin Blek og byttur spilaði,
Diddú söng og ég dansaði við nokkra
stráka, þar á meðal Torfa. Fór svo
aftur í Ferðafélagshúsið, þar sem
Torfi kom við daginn eftir og spurði
hvort hann mætti fá símanúmerið
mitt ef ég fengi sitt. Þá var ég líka
búin að fá meðmæli nokkurra kór-
félaga úr Söngfjelaginu, sem þarna
voru næturgestir, um að Torfi væri
vænn drengur. Sjálf gerði ég mér
grein fyrir að hér væri kominn
herramaður af gamla skólanum og
góð manneskja,“ segir Olga.
Ekki leið á löngu uns Torfi hringdi
í Olgu og nú fór boltinn að rúlla. Í
september fór hún í heimsókn í
Borgarfjörð til Torfa og var honum
þar til halds og trausts í smíðavinnu.
Allt gekk vel og fljótlega var þeim
tveimur orðið ljóst að ekki yrði aftur
snúið.
Ævintýrið á ábyrgð Moggans
„Ef viðtalið og myndin af Olgu og
Sædísi hefði ekki komið í Mogg-
anum hefði þetta ævintýri aldrei átt
sér stað. Ábyrgð þín í málinu er mik-
il,“ bætir Torfi við og beinir – hlæj-
andi – orðum sínum til blaðamanns.
Olga og Sædís Myst fluttu í sum-
arlok 2015 að Hvammi. Þar reka þau
Torfi kúabú og jafnframt vinnur
Olga við ferðaþjónustuna á Húsa-
felli. Dóttir Olgu, þrettán ára, er í
Grunnskóla Borgarfjarðar á Klepp-
járnsreykjum. Hekla, dóttir Torfa,
sem er fimmtán ára og býr í Garða-
bæ, kemur í Hvamm aðra hverja
helgi. Stúlkurnar ná vel saman og
eru góðar vinkonur.
„Ég ætlaði mér aldrei að flytja í
sveit, en þetta er niðurstaðan. Ég er
alsæl hér og núna í desember gekk
ég í Kvenfélag Hvítársíðu sem er
skemmtilegur félagsskapur,“ segir
Olga. Hún er hamingjusöm kona
Torfa í Hvammi sem sjálfur telur sig
líka vera sannkallaðan lukkunnar
pamfíl.
Mynd í Mogga leiddi til hjónabands
- Ótrúleg ástarsaga úr Árneshreppi á Ströndum - Torfi og Olga í Hvammi í Hvítársíðu í Borgarfirði
- Bóndinn bauð skálaverðinum á ball sem var örlagaríkt - Smullu saman - Gift á Gilsbakka í gær
Morgublaðið/Sigurður Bogi
Gifting Sr. Geir Waage fyrrverandi prestur í Reykholti gaf saman þau Olgu Zoëga Jóhannsdóttir og Torfa Guð-
laugsson, sem dró hring á fingur brúðarinnar. Athöfnin var mjög fámenn, en afar hátíðleg í öllu látleysi sínu.
Borgarfjörður Mjög staðarlegt er að líta heim að Hvammi í Hvítársíðu, sem
margoft hefur fengið viðurkenningu sem snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð.
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á köldum vetrardegi mátti greina
heita ást þegar þau Torfi Guð-
laugsson og Olga Zoëga Jóhanns-
dóttir, sem búa í Hvammi í Hvítár-
síðu í Borgarfirði, voru í gær, á
næstsíðasta degi árs, gefin saman í
hjónaband við athöfn í Gilsbakka-
kirkju þar í sveit. Séra Geir Waage,
fv. sóknarprestur í Reykholti, ann-
aðist athöfnina sem var látlaus og
aðeins var allra nánasta fólk við-
statt. Einnig þó blaðamaður
Morgunblaðsins, af sérstökum
ástæðum og frásagnarverðum.
„Gæti verið áhugavert
að kynnast henni“
„Ég var ekkert að leita að ástinni,
sem hins vegar fann mig,“ segir hús-
freyjan í Hvammi sposk á svip. Upp-
haf málsins er að vorið 2013 réð Olga
sig til starfa sem skálavörður í húsi
Ferðafélags Íslands að Valgeirs-
stöðum í Norðurfirði á Ströndum.
Þær Olga og Sædís Myst, dóttir
hennar, fóru norður í Árneshepp í
júníbyrjun. Seinna í sama mánuði
var sá sem þetta skrifar á Ströndum.
Tók þá mynd og stutt viðtal við
Olgu, sem sagði frá sér og sínu í
samtali sem birtist í Morgunblaðinu
30. júní. Staðurinn grípur mig sterk-
um tökum, var yfirskrift viðtalsins
sem fylgdi mynd af mæðgunum með
hús FÍ á Valgeirsstöðum í bak-
grunni.
Næst segir af Torfa í Hvammi
sem las viðtalið við Olgu og fannst
áhugavert. „Og mér þótti þetta
myndarleg kona, sem ég hugsaði
með mér að gæti verið gaman að
kynnast,“ segir bóndinn í Borgar-
firði. Þegar hér var komið sögu lá
Fjölmiðlar endurspegla samfélag hvers tíma með frá-
sögnum, pistlum, myndum og slíku. Á sumrin eru
gjarnan birtar hér í Morgunblaðinu frásagnir af fólki
sem er á ferðum upp til fjalla og út til nesja, sem hefur
skemmtilegar sögur að segja. Spjallið við Olgu í Morg-
unblaðinu í júnílok 2013 var einmitt í þeim stílnum.
Nokkrum misserum eftir að greinin birtist barst svo
blaðamanni til eyrna að bóndi í Borgarfirði hefði eftir
að hann las greinina og sá myndina gert hosur sínar
grænar fyrir Olgu og dæmið hefði gengið upp. Þau
vildu þó ekki koma í viðtal þá – eins og vert hefði verið
– en lofuðu að segja mætti frá brúðkaupi þeirra þegar
og ef yrði. Þann 19. desember sl. lét Olga svo vita hvað
til stæði – og bauð blaðamanni til athafnar.
„Það er yndislegt að vera ástfangin og sú kennd get-
ur verið upphaf farsællar hamingju,“ sagði sr. Geir
Waage í Gilsbakkakirkju í gær.
Alls voru þrettán manns við athöfnina. Allir voru
sóttvarðir í bak og fyrir, samkvæmt sið tímans.
Gerði hosurnar grænar
- Viðtal sem hafði mikla eftirmála - Ástin er upphaf far-
sællar hamingju - Fólk var sóttvarið í sveitakirkjunni
Úrklippa Spjall við Olgu í Morgunblaðinu 30. júní 2013
sem varð upphaf ævintýris sem náði hápunkti í gær.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjölskylda Torfi í Hvammi og Hekla dóttir hans, þá
Steinunn Anna Guðmundsdóttir móðir Torfa. Lengst til
hægri er Olga, og við hlið hennar dóttirin Sædís Myst.