Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 10

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið „Ársins sem er að líða gætu beðið þau örlög að komast ekki á spjöld sögunnar fyrir neitt annað en að vera millibilsástand áður en merki- legri tímar ganga í garð,“ segir Ein- ar Hreinsson, kontrekor Mennta- skólans í Reykjavík. „Árið 2020 helltist yfir mann- kynið Covid með tilheyrandi veik- indum, dauðsföllum, lokunum, ein- angrun, sóttvörnum, grímum og spritti. Þegar árið 2021 leit svo dagsins ljós fór aðeins að rofa til, bólusetningar voru yfirvofandi, hjarðónæmi rétt handan við hornið. En núna í desember, þegar árinu 2021 er að ljúka, erum við þegar allt kemur til alls nánast í sömu sporum. Samkomutakmarkanir hafa sjaldan verið meiri, smit í há- marki og hjarðofnæmið vandræða- lega lítið. Ef frá er talin mjög merk orðræða um að kynferðisofbeldi verði ekki lengur liðið, er þetta þá ekki árið sem verður minnst fyrir að allir fóru í stuttermabol, skoð- uðu eldgos minnst fjórum sinnum, fylgdust spenntir með því hvernig gengi að telja atkvæði í Borgarnesi og báru saman bækur sínar um hvaða tónlist var spiluð á meðan þau voru bólu- sett? Árið 2022 verður örugg- lega miklu meira spennandi.“ Úr sínu per- sónulega nefnir Einar að á þessu ári hafi fjölskyldan gert breytingar á bílaflota sínum. Skipt jeppanum út fyrir reiðhjól svo nú hjólar Einar alla daga til vinnu sinnar í Lækjar- götunni heiman frá sér í Selás- hverfi í Reykjavík. „Að fara á reiðhjólið voru virki- lega góð skipti á samgöngumátum og skemmtileg og margan hátt upp- lifi ég borgina alveg upp á nýtt með þessu. Leiðin er greið; héðan úr Selásnum eru fínir hjólreiðastígar um Elliðaárdalinn og þaðan svo samsíða Suðurlandsbraut og Laug- ardal alveg niður í Kvos. Með því að nota reiðhjól í stað jeppa sparast bæði eldsneyti og peningar. Þess utan er er líka fínt að byrja daginn á svona þrekæfingu – og fá loft í lungun.“ Millibilsástand í mannkynssögunni áður en merkilegri tímar ganga í garð Eitt samfellt æðruleysisnámskeið - Þrautseigja við þröngar aðstæður - Vísindaniðurstöður biti í stórt púsluspil - Uppljóstranir og afsagnir - Heimur að farast - Fjarvinna og varasöm vélmennaþróun - Veröld í deiglu um áramót AFP Framtíð Nýtt ár gengur fyrst í garð á eyjum í miðju Kyrrahafi. Svo heldur ferðalagið áfram í vesturátt og nýárs- sólin rís í hverju landinu á fætur öðru. Árinu 2022 er fagnað eins og gert var á Times Square í New York í vikunni. „Árið 2021 hefur í mínum huga ver- ið ár mikilla áskorana, þraut- seigju og lausna,“ segir Lilja Einars- dóttir, sveitar- stjóri í Rangár- þingi eystra. „Ég lít á þær áskoranir sem við höfum staðið frammi fyrir, sem aldrei fyrr, sem tímabil tækifæra til þróunar. Störf án staðsetningar koma strax upp í hugann, enda er ég landsbyggðar- manneskja, bý hér á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra og hef talað fyr- ir því í bráðum tuttugu ár, að afar mörg störf megi vinna hvar sem er. Þetta hefur árið 2021 sannað fyrir okkur. Rannsóknir hafa sýnt að um 40% starfa á Vesturlöndum sé hægt að vinna í fullri fjarvinnu. Þetta kemur fram í verkefni félaga míns sem er í meistaranámi í sjálfbærri byggðaþróun. Við þurfum einfald- lega að nýta okkur tæknina til hins ýtrasta. Hætta að líta á staðsetningu sem hindrum og hafa gæðabúsetu sem fyrsta valkostinn.“ Tími tækifæra „Ársins 2021 verður minnst á Íslandi fyrir upp- gjör við fortíð- ina,“ segir Flosi Kristjánsson, leiðsögumaður og kennari. „Mikið fór fyrir slíkum uppljóstr- unum á samfélagsmiðlum og sum þeirra mála áttu greiða leið inn í út- breidda fjölmiðla með þeim afleið- ingum að margur maðurinn þurfti að taka pokann sinn. Einkum var þar um að ræða eina tegund af ávirðingum, þeirrar gerðar sem orðið hefur ríkum og áhrifamiklum mönnum erlendis að falli. Manni er næst að halda að þar hafi verið á ferðinni leifarnar af hugsunarhætti sjötta og sjöunda áratugarins og er lítil eftirsjá að slíku.“ Annað eftirtektarvert að mati Flosa er að upplýsingatæknin hefur fest sig svo rækilega í sessi að menn hreyfa sig ekki lengur án þess að nota tölvur á einhvern hátt. „Fjar- vinna gæti rutt sér til rúms í æ rík- ara mæli vegna áhrifa Covid-19.“ Ár uppgjörsins „Ársins 2021 mun ég örugglega minnast sem eins sam- fellds æðruleysisnámskeiðs. Hversu mörg héldum við að núna yrðum við laus veirudjöful sem hefur sett heil- brigðiskerfi á hliðina og mannfögnuði, menningar- viðburði og svo margt sem gefur lífinu lit og tilgang úr skorðum. Sjálf fylgdist ég barnalega andaktug með sjónvarpsútsendingu úr vöruskemmu í Hafnarfirði fyrir ári; fyrstu bóluefnaskammtarnir komnir til landsins og frelsið sem þeim fylgdi rétt handan við hornið. Ári síð- ar sit ég í sóttkví eins og um það bil helmingur þjóðar- innar og æfi mig í hinu stóra samhengi hlutanna,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburða- stjóri menningarmála hjá Kópavogsbæ. „Góðu fréttirnar felast í svigrúminu sem þetta súr- realíska ástand færir okkur. Við neyðumst til að nema staðar og víkja frá þeytingnum og mögulega ofmetnum dugnaðinum. Draga andann í mótsagnarkenndum heimi sem einkennist af ójöfnuði, náttúruhamförum af mannavöldum, falsfréttum og upplýsingaóreiðu en líka heimi mannréttindasigra og margbreytileika, hnignandi feðraveldis og ungs fólks með komp- ásinn í lagi!“ Um aðstæður á líðandi stundu segir Elísabet Indra einfaldlega að tímarnir séu magnaðir. „Um jólin sogaðist ég inn í nýjustu skáldsögu Sally Rooney, Beautiful World Where Are You. „Heimurinn er að farast og hér sit ég og skrifa enn eitt bréfið um vináttu og ást – því hvað annað gerir lífið þess virði að lifa því,“ svo vitnað sé eftir minni í eina persónuna í bókinni. Listin hjálpar okkur að skilja okkur sjálf og heiminn sem við búum í. Af öðrum áttavitum ársins læt ég mér nægja að nefna stórkostlega tónleikafernu Bjarkar í Hörpu og andsvar Íslandsstofu við Meta-sýndarveruleikaveröld Marks Zuckerbergs – sem minnti okkur á hversu þakklát við getum verið fyrir að búa í veröld þar sem mosinn ilm- ar, fuglar syngja, vatnið er blautt, við getum snert jörðina – og aðrar manneskjur.“ Drögum andann í mótsagnarkenndum heimi „Hér á Íslandi ber það hæst frá árinu sem er að líða að nú eru fjölmennustu byggðir landsins hér við Faxafló- ann orðnar virkt jarðskjálftasvæði,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. „Héðan heiman frá mér á Seltjarnarnesi blasti eldgosið í Geldingadölum við og mun væntanlega gera aftur, fari aftur að gjósa á Reykjanesskaganum eins og nú er búist við. Fyrir dag- legt líf okkur hefur líka orðið stórfelld breyting sem er sú að vélar og tæki taka í mjög vaxandi mæli við af fólki í alls konar þjónustu. Íslandsbanki auglýsir nú að vélmenni sinni að mestu leyti allri þjónustu sem við- skiptavinir fá, eins og þetta séu dásamlegar fréttir fyr- ir viðskiptavini. Ég held að þessi vélmennaþróun sé ekki góð fyrir viðskiptavini kjörbúða, banka, trygg- ingafélaga og fleiri og geti ekki verið eini kosturinn.“ Í stjórnmálum segir Kristrún áhugavert að fylgjast með hvernig stjórnarandstöðunni hafi í kosningabar- áttunni síðastliðið haust ekki tekist að festa í sessi ný áherslumál eða viðhorf sem marki skil. Að því leyti sé ákveðin kyrrstaða í þjóðmál- unum. „Tveir heimsviðburðir eða mál á árinu eru sérstaklega mótandi. Inn- rásin í þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum í byrjun janúar, sem gerð var með samþykki og jafnvel að undirlagi þáverandi forseta, var vitnisburður um öfgafullar skoðanir og ólgu rétt undir sléttu yfirborði. Einnig nefni ég Covid-19 sem hefur mótað veröldina mjög síðustu tvö árin eða svo. Brestur hefur orðið á því að öll ríki heims fái bóluefni til dreifingar og fá- tækari þjóðir hafa setið eftir. Meðan svo er lýkur far- aldrinum ekki.“ Jarðskjálftar en kyrrstaða í þjóðmálunum „Ársins verður væntanlega minnst fyrir eldgosið á Reykjanesskaganum og heimsfaraldur,“ segir Ragn- hildur Helgadóttir sem í haust tók við starfi rektors Háskólans í Reykjavík. „Þrennt stendur annars upp úr í mínum huga þegar litið er yfir árið. Þar nefni ég fyrst þann ótrúlega sigur sem vísindamenn unnu með því að þróa bóluefni, prófa þau og koma þeim í dreif- ingu á rétt rúmu ári. Búið er að bólusetja með níu milljörðum skammta og bólusetningin dregur úr alvar- leika veikinda, jafnvel þegar hún kemur ekki í veg fyr- ir smit. Þetta er algert afrek. Í öðru lagi opnaðist allt í einu upp á gátt hvernig vinnustaðir og skólar eiga að vera. Við höfum öll þurft að hugsa upp á nýtt hvenær skiptir máli að fólk sé saman og hvað er hægt að gera ein. Rannsóknir leggja til bita í þetta stóra púsl, en myndin er ekki orðin skýr.“ Hið þriðja sem stendur upp úr eftir árið, segir Ragnhildur, er sú ástæða sem við höfum til að dást að seiglunni í fólki sem heldur bara áfram og gerir gott úr alls konar að- stæðum. „Við eigum og verðum að muna eftir þeim sem ekki hafa getað heimsótt ömmur á spítala því þau eru slöpp, háskólanemunum sem ýmist sátu heima því annað var ekki í boði eða mönnuðu sig upp í að koma í skólann þótt það væri nýtt og ógnvekjandi. Einnig skólakrökk- unum sem þurfa báðar hendur til að telja sóttkvíar og smitgátir og smábarnaforeldrunum sem fylgdu þeim. Þeim sem biðu eftir annarri heilbrigðisþjónustu, þeim sem börðust við veikindi og þeim sem hafa svo sem ekki trú á að Covid sé stórmál en fylgdu reglum engu að síður. Við erum farin að taka þessu æðruleysi sem sjálfgefnu, en þess verður nú sennilega minnst með vantrú og aðdáun þegar frá líður. “ Þróun bóluefnis er ótrúlegur sigur vísindanna Uppgjör á áramótum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.