Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
Útsalan
hefst
3. janúar
Gleðilegt nýtt ár
kæru landsmenn
Þökkum
viðskiptin
á liðnu ári
LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Guð blessi ykkur öll
Fjölskylduhjálp Íslands hefur aðstoðað 2400 heimili
með matvæli og fl. í desember 2021 og er enn
að með ómetanlegum stuðningi landsmanna og
fyrirtækja í landinu. Stuðningur Kaupfélags
Skagfirðinga gerði gæfumuninn annað árið í röð.
Við þökkum ykkur af heilum hug
fyrir hönd samferðafólks okkar sem
minna mega sín í okkar þjóðfélagi.
Með kærleikskveðjum,
Stjórn og sjálfboðaliðar
Fjölskylduhjálpar Íslands
2400 heimili fengu mataraðstoð
í desember 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir að innvigtuð mjólk til
mjólkursamlaganna í ár verði liðlega
tveimur milljónum lítra minni en á
síðasta ári. Landbúnaðarráðherra
hefur ákveðið að heildargreiðslumark
fyrir næsta ár verði 146,5 milljónir
lítra. Þótt framleiðsla hafi minnkað
og sala mjólkurvara heldur aukist er
framleiðslan enn nokkuð yfir sölu á
innanlandsmarkaði.
Áætlað er að 149 milljónir lítra af
mjólk hafi borist til mjólkursamlag-
anna áður en árið 2021 er úti. Er það
2,1 milljón lítra meira en árið á und-
an. Gangi þessi áætlun eftir hefur
framleiðslan ekki verið minni frá
árinu 2015. Mest var framleiðslan á
árinu 2018, 3,5 milljónum lítra meiri
en útlit er fyrir að hún verði í ár.
Landbúnaðarráðherra gefur ár-
lega út reglugerð um heildar-
greiðslumark fyrir næsta ár, heild-
arkvóta fyrir mjólkurframleiðsluna.
Við ákvörðunina skal byggja á neyslu
innlendra mjólkurvara á undanförnu
ári, birgðastöðu og áætlun fyrir kom-
andi verðlagsár. Framkvæmdanefnd
búvörusamninga lagði til við ráð-
herra að heildargreiðslumark næsta
árs verði 146,5 milljónir lítra, 1,5
milljónum hærra en síðustu ár. Gert
er ráð fyrir svipaðri sölu og í ár.
Raunar hefur salan heldur aukist frá
fyrra ári. Hækkunin stafar af
breyttri samsetningu mjólkur á milli
fitu og próteins. Nú þarf fleiri lítra til
þess að framleiða sama magn mjólk-
urvara.
Svandís Svavarsdóttir landbún-
aðarráðherra féllst á tillöguna og hef-
ur reglugerðin verið send til birtingar
í Stjórnartíðindum. Beingreiðslur til
bænda aukast ekki, þær eru föst
krónutala skv. fjárlögum og deilast
því á fleiri lítra. Hins vegar þurfa af-
urðastöðvar að greiða fullt afurða-
stöðvaverð fyrir alla mjólk sem fram-
leidd er innan greiðslumarks.
Dregur úr framleiðslu
- Mjólkurkvóti aukinn vegna breyttrar efnasamsetningar
- Framleiðsla er enn umfram sölu á innanlandsmarkaði
Framleiðsla mjólkur minnkar
Innvegin mjólk og heildargreiðslumark, milljónir lítra
*Áætlun fyrir 2021
Heimild: SAM
150
140
130
120
110
100
Innvegin mjólk
Greiðslumark
125,1
122,9
133,5
146,0
150,2 151,1 152,5 151,6 151,2
149,0
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
114,5
116
123
140
136
144 145 145 145 145
*
146,5
Fundað var stíft í gær og undan-
farna daga hjá ríkissáttasemjara í
kjaradeilu grunnskólakennara og
Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Reykjavíkurborgar. Ellefu mál önn-
ur er nú á borði sáttasemjara, þar á
meðal kjaradeila fjögurra sjómanna-
félaga og Félags skipstjórnarmanna
og Sambands fyrirtækja í sjávar-
útvegi.
Að sögn Aðalsteins Leifssonar
ríkissáttasemjara hafa á þessu ári
verið haldnir 111 formlegir samn-
ingafundir í kjaradeilum auk 22
óformlegra vinnufunda og funda
vegna kjaramála sem ekki hefur ver-
ið vísað til ríkissáttasemjara með
formlegum hætti. Að auki hafa verið
haldnir fjölmargir fundir vegna ým-
issa mála þar sem óskað er eftir
verkstjórn eða fundastjórn ríkis-
sáttasemjara, til dæmis í stýrihópi
um betri vinnutíma vaktavinnufólks.
Aðalsteinn segir að lokið sé um
325 samningum í þeirri lotu kjara-
samninga sem hófst í byrjun árs
2019. Af þeim samningum sem hafa
verið gerðir eru aðeins þrjú tilvik
þar sem samningur hefur tekið við af
samningi, þ.e. nýr samningur náðst
áður en sá fyrri rann út. Hlutfall
þess að samningur taki við af samn-
ingi er því undir 1%. Allir samning-
arnir á þessu ári voru undirritaðir
eftir að fyrri samningur rann út.
Kjaradeilum er vísað til ríkissátta-
semjara af einum eða fleiri samn-
ingsaðilum eftir að viðræður á milli
deiluaðila hafa reynst árangurslaus-
ar. Þetta átti við í rúmlega helmingi
tilfella í lotunni og um 55% allra
kjarasamninga voru undirrituð hjá
ríkissáttasemjara eftir að deilunni
var vísað þangað.
Aðalsteinn segir að lengsti fundur
hjá ríkissáttasemjara á árinu hafi
verið lokafundur í kjaradeilu flug-
umferðarstjóra en sá fundur stóð í 27
klukkustundir með fundarhléi frá
04:00 til 11:00 að morgni.
Stíft fundað í kjaradeilu
kennara og sveitarfélaga
- Aðeins þrjú dæmi um kjarasamning áður en fyrri rann út
Sáttastörf Nóg að gera hjá Aðal-
steini Leifssyni ríkissáttasemjara.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Veiruskita í kúm sem geisaði í fjós-
um Eyjafjarðar fyrr í vetur hefur
verið að stinga sér niður víðar á
Norðaustur- og Austurlandi. Nú
virðist hún mest vera á ferðinni í
Þingeyjarsýslum, samkvæmt upp-
lýsingum Matvælastofnunar.
Veiruskitu hefur orðið vart öðru
hvoru víða um land í þónokkur ár.
Ekki hefur verið staðfest um hvaða
veiru er að ræða en grunur beinst að
kórónuveiru, samkvæmt upplýsing-
um Sigurbjargar Ólafar Bergsdótt-
ur, sérgreinadýralæknis nautgripa-
og sauðfjársjúkdóma hjá Matvæla-
stofnun. Skitan kemur yfirleitt upp
svæðisbundið en misjafnt hvað hún
nær að breiðast mikið út.
Veiran er bráðsmitandi, að sögn
Sigurbjargar, og þegar hún kemur
upp á bæ fer hún eins og eldur í sinu
um fjósið og allir móttækilegir gripir
smitast. Kýrnar verða slappar, nyt
fellur og kemst í sumum tilvikum
ekki í fyrra horf fyrr en á nýju
mjaltaskeiði. Kýr sem eru nálægt
burði eru viðkvæmari fyrir doða og
öðrum efnaskiptasjúkdómum og
ónæmiskerfi gripanna laskast svo
þeir verða viðkvæmari fyrir sýking-
um, eins og til dæmis júgurbólgu.
Ekki alvarlegar afleiðingar
Sigurgeir B. Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, segir að veiruskitan sé
gengin yfir í Eyjafirði og hún hafi
ekki haft alvarlegar afleiðingar í
þetta skiptið, eftir því sem hann best
viti. Hann vitnar í einn bónda sem er
með margar kýr. Mjólkin minnkaði
um 100 lítra í eina viku en náði sér
síðan aftur á strik. Sigurgeir segir
að mikill dýralæknakostnaður geti
fylgt og hann hafði upplýsingar um
að á einum bæ hefði þurft að með-
höndla margar kýr. Annars séu
áhrifin nokkuð mismunandi á milli
bæja.
Sigurgeir er alinn upp í sveit og
starfaði lengi sem kúabóndi. Hann
segist muna óglöggt eftir veiruskitu
árið 1963. Hún hafi verið kölluð kól-
era. Á árinu 1974 hafi skæð veira
geisað og þá hafi margar kýr drepist
í Arnarneshreppi hinum forna. Veir-
an sem gekk yfir í Eyjafirði í nóv-
ember hafi verið miklu vægari.
Bændur verji bú sín
Matvælastofnun hvetur bændur
til að huga vel að sóttvörnum á bú-
um sínum og draga eins og hægt er
úr umgengni utanaðkomandi fólks
um búið sem og flutningi gripa og
tækja á milli bæja.
Bráðsmitandi veiruskita í kúm geisar
- Talið líklegt að kórónuveira valdi skitu sem herjar á kýr á Norðausturlandi og veldur veikindum
- Er gengin yfir í Eyjafirði og var ekki eins slæm og stundum - Stingur sér niður í Þingeyjarsýslum
Morgunblaðið/Eggert
Kýr Veiruskitan er bráðsmitandi og getur lagst þungt á mjólkurkýr.