Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 14
örugg og að í faðmi Glódísar eru
rólegheit. Mér finnst yndislegt að
sjá þetta fullkomna traust milli
barns og dýrs. Glódís leggur sig
oft hjá hundunum okkar en við
erum vissulega mjög heppin
með geðslag hundanna og við
pössum líka að skamma Glódísi
ekki þótt hún geri einhverjar
gloríur í umgengni við þá. Við
leiðbeinum henni frekar og hrós-
um henni þegar hún gerir vel og
rétt. Mér finnst forréttindi fyrir
börn að alast upp í kringum dýr,
það er svo gefandi og þannig læra
þau að bera virðingu fyrir dýrum.
Þótt Glódís tengi mjög vel við dýr
þá hefur hún lítinn áhuga á að tala
við fólk sem hún þekkir ekki. Hún
er lokuð manngerð og það er erfitt
að komast að henni fyrir ókunna,
en ef hún fer með fólki í fjárhúsið
þá er hún á heimavelli og spjallar.
Þar er hennar griðastaður.“
Ekki hafa samskipti Glódísar
og kindanna þó alveg verið
snuðrulaus, því eitt sinn stangaði
hyrnd kind hana.
,,Hún var rosalega sár, henni
fannst þetta ekki rétt hegðun hjá
kindinni. Henni hefur ekki líkað
vel við þessa kind síðan.“
Þurftu pláss fyrir hundana
Agnes segir að þegar þau
Björgólfur hafi keypt Refsmýri að
sumri 2020, þá hafi kindurnar eðli
málsins samkvæmt verið enn á
fjalli.
,,Við vissum því ekki hvernig
væntanlegar kindur okkar litu út,
en þetta hefur gengið vel og við
höfum náð að hækka meðalvigtina
aðeins og bæta gæðin. Sextán
gimbrar hjá okkur voru með yfir
17,5 fyrir læri og við settum þær
á,“ segir Agnes sem sér meira um
búskapinn en Björgólfur, því hann
er sjómaður og er í burtu tvær
vikur í hverjum mánuði. Hún vinn-
ur auk þess á hjúkrunarheimili á
Egilsstöðum.
,,Við keyptum Refsmýri fyrst
og fremst vegna þess að okkur
vantaði meira pláss og næði fyrir
hundaræktunina okkar, Norður-
dals. Ég hef ræktað hunda frá
2009, ég byrjaði með síberíska
husky-hunda, en færði mig yfir í
samójed-hunda, sem mörgum
finnst líkjast litlum ísbjörnum.
Við erum líka með tvær tíkur,
franska bolabíta og litla smá-
hunda, pomeranian. Á Refsmýri
vantar því ekkert upp á líf og
fjör.“
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ö
ll dýr laðast að Glódísi
og hafa gert frá því hún
var lítill ungi. Hún var
aðeins mánaðargömul
þegar fæddust hvolpar hjá okkur,
svo hún hefur alist upp með hund-
um frá því hún var nýfædd. Hund-
arnir lögðu oft kjammann ofan á
hana þar sem hún lá á teppi á
gólfinu þegar hún var ungabarn,“
segir Agnes Klara Ben Jónsdóttir,
móðir Glódísar Teklu Björgólfs-
dóttur, þriggja ára stúlku sem er
mikill dýrahvíslari. Glódís býr
ásamt foreldrum sínum á bænum
Refsmýri í Fljótsdalshéraði, rétt
utan við Egilsstaði, en þangað
flutti fjölskyldan fyrir einu og
hálfu ári og tók við um fjögur
hundruð kinda sauðfjárbúi. Auk
þess eru þau með hundaræktun,
hesta og hænur.
,,Af öllum dýrunum er kindin
Gæla uppáhalds hjá Glódísi. Hún
kyssir hana og knúsar og elskar
hana mjög mikið. Hún situr stund-
um á bakinu á henni eins og á
hesti og Gæla lætur sér vel líka.
Gæla var fyrsta kindin sem Glódís
heillaðist af og þær urðu strax vin-
konur. Þetta er lífsreynd kind,
enda ekkert unglamb, hún er orðin
sex vetra og kom í heiminn hér
hjá Helgu Jónsdóttur, fyrrum eig-
anda hennar. Helga tók strax eftir
þessum næmleika Glódísar fyrir
dýrum og hafði orð á því. Hún
kynnti okkur fyrir þessari rólynd-
iskind með nafninu sem hún hefur
fengið að halda og Gæla er auð-
þekkjanleg, því hún er eina kindin
hjá okkur sem er með hnífla. Fyr-
ir vikið getur Glódís alltaf gengið
að henni vísri til að spjalla við
hana og klappa henni,“ segir
Agnes og bætir við að dóttir henn-
ar hafi náð að spekja margar fleiri
kindur á þeim stutta tíma sem lið-
inn er frá því þau fluttu að Refs-
mýri.
,,Glódís vinnur nú hörðum
höndum að því að spekja sína eigin
kind, hana Grímu, en það hefur
verið þó nokkur fyrirhöfn því hún
er ung og stygg. Hún þáði loksins
hjá henni brauð um daginn og það
gladdi Glódísi mikið. Við settum á
gimbur undan Grímu í haust, sem
Glódís gaf nafnið Stelpa.“
Var skíthrædd við kindur
Agnes segir að Glódís hafi
ekki verið svona elsk að kindum
þegar hún var yngri.
,,Þegar hún var ársgömul fór-
um við með hana í fjárhúsin hjá
systur minni sem býr á Þverhömr-
um í Breiðdal, bæ afa okkar og
ömmu, en þá var Glódís skít-
hrædd, henni leist ekkert á þessar
skepnur. Þegar við svo fluttum
hingað að Refsmýri, þá var þetta
ekkert mál fyrir hana, hún gekk til
kindanna og fór að spjalla,“ segir
Agnes og bætir við að nú séu þau
líka búin að gera alla hrútana sína
gæfa.
,,Glódís klappar stórum full-
orðnum hrútum um hornin eins og
ekkert sé. Sumir lambhrútarnir
elta Glódísi til að fá klapp hjá
henni, þeir fara að dilla dindlinum
um leið og hún kemur nálægt
þeim. Glódís hefur þessi góðu áhrif
á dýrin, þau verða róleg í návist
hennar. Við vorum ekki fyrr búin
að fá hesta en við komum að henni
sitjandi í fanginu á einum þeirra
sem lá í gerðinu. Ég varð logandi
hrædd, en allt fór vel,“ segir
Agnes og bætir við að persónuleiki
Glódísar hafi eflaust eitthvað að
gera með hvað nærvera hennar
hafi góð áhrif á skepnurnar.
,,Glódís er rólegt barn og eng-
in læti í henni í kringum dýrin.
Hún kemur ekki askvaðandi eftir
garðanum í fjárhúsinu, heldur
klifrar hún í rólegheitum upp í
gjafagrindur og spjallar við þessa
vini sína og stingur upp í þá hey-
tuggu.“
Leitar skjóls í fangi hennar
Glódís er langyngst í syst-
kinahópnum, systir hennar sem er
næst henni í aldri er að verða sex-
tán ára.
,,Glódís þekkir því ekkert ann-
að en að hafa dýrin ein til að leika
við og sækir eðlilega í félagsskap
þeirra. Nú bíður hún spennt eftir
næsta goti hjá einni tíkinni, sem
verður í janúar. Hún hlakkar mik-
ið til að fá hvolpa,“ segir Agnes og
bætir við að ein tíkin þeirra sé við-
kvæm og þegar einhver læti eru í
kringum hana þá hlaupi hún í
fangið á Glódísi, til að leita skjóls.
,,Hún veit að þar er hún
Hvíslað Glódís leggst upp að hrúti úti í gerði og spjallar.
Þriggja ára næmur dýrahvíslari
„Mér finnst yndislegt að
sjá þetta fullkomna
traust milli barns og dýrs.
Í fjárhúsinu er hún á
heimavelli og þar spjall-
ar hún. Þar er hennar
griðastaður,“ segir móðir
Glódísar sem hefur ein-
staklega róandi áhrif á
dýrin í kringum sig.
Jól 2021 Gæla fékk
jólahöfuðskraut hjá Glódísi.
Saman Glódís með einum af mörgum hundum heimilisins.Ró Glódís tveggja ára sofandi hjá tík og hvolpum.
Knús Glódís og Gæla
eru bestu vinkonur.
Óhrædd Glódís óttast stóru hrútana ekki þótt þeir séu næstum jafn háir og
hún. Hún klappar þeim um hornin og stundum gefur hún þeim tuggu.
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021