Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 22

Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 SVIÐSLJÓS Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Í Vestmannaeyjum eru á milli 20 og 30 manns í fjarvinnu og á hún sér langa hefð. Mikil fjölgun hefur orðið síðustu misseri, ekki síst eftir að kófið skall á með fullum þunga á fyrri hluta síðasta árs. Af illri nauðsyn opnuðust augu allra, fyrirtækja og starfsfólks, fyrir þessum möguleika sem á sér engin landamæri. Um leið hafa komið fram samskiptakerfi sem gera fjarvinnu auðveldrari. Morgunblaðið ræddi við fólk í Vestmannaeyjum sem flutti af höfuðborgarsvæðinu með fjölskylduna og tók vinnuna með sér. Nær þetta yfir langt tímabil, frá árinu 1998 til þessa árs. Fjölskyldur allra búa í Eyjum, sem er helsti segullinn, líka frjálsræðið og hvað lífið er einfald- ara og skemmtilegra, ekki síst fyrir börnin. Samt ekki gallalaust en kostirnir miklu fleiri en ókostirnir að þeirra mati. Flytja aftur heim með vinnuna í farteskinu „Fyrirtækið sem ég vinn hjá heitir Lucinity, tveggja ára gamalt og hefur vaxið mikið á þeim tíma. „Make Money Good“ er slagorðið en viðfangsefnið er að vinna gegn peningaþvætti, stoppa fjár- glæpamenn á þeim vettvangi,“ segir Bergur Páll Gylfason tölv- unarfræðingur sem unnið hefur í fjarvinnu í Eyjum í sex ár. „Þetta er einkafyrirtæki byggt á íslensku hugviti og við þjón- ustum banka, íslenska og erlenda, og banka sem eingöngu starfa á netinu. Þeir fá kerfi hjá okkur og láta okkur svo fá upplýsingar sem fara í gegnum kerfið. Út úr því koma möguleg fjársvik sem eru svo yfirfarin af starfsmönnum viðskiptavina. Þarna erum við brautryðjendur sem allir horfa til,“ segir hann. Hjónin Bergur og Sara Sjöfn Grettisdóttir eru fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, bjuggu í átta ár í Reykjavík áður en þau ákváðu að snúa aftur. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá HR og byrjaði strax að vinna hjá Voda- fone. Áttu íbúð og bíl og eldri sonurinn kominn í heiminn „Það var komið barn en engin fjölskylda til að leita til, ekkert bakland til að stóla á. Ég fæ þessa flugu í hausinn að flytja heim. Var mikið ein með peyjann og saknaði fjölskyldunnar,“ segir Sara Sjöfn og Bergur var til í slaginn. Bergur ræddi við Vodafone og stjórnendur þar voru til í að prófa og fjölskyldan flutti í janúar 2015. „Þetta hefur gengið mjög vel og miklu meiri friður til að vinna. Í dag er ég með skrifstofuaðstöðu ásamt öðrum sem vinna fjarvinnu og þar er gott að vera. Ég þarf að fara reglulega til Reykjavíkur og það hefur haldist eftir að ég byrj- aði hjá Lucinity fyrir ári. Það truflar að ekki er flogið til Eyja en það breytist vonandi,“ segir Bergur. Vinnan fer fram í gegnum tölvu, þannig að það skiptir engu máli hvar hann er staddur. „Ef ég þarf að spjalla við einhvern þarf ég bara að ýta á einn takka og er þá kominn í samband, síma- eða myndspjall.“ Og fjölskyldan er sátt. Peyj- arnir með ömmurnar og afana á kantinum. „Maður finnur bara hvað börnin eru frjáls, eldri strákurinn okkar getur æft allt sem hann langar til; handbolta, fótbolta, golf og skák. Hleypur á milli í flestallt og hérna er öll okkar fjölskylda og flestir vinir okkar,“ segir Sara Sjöfn, sem hefur starfað sem blaðamað- ur, ritstjóri og markaðsstjóri eftir að þau fluttu til Vestmannaeyja. Hún rekur í dag verslunina Póley. Sáttir með ömmur og afa á kantinum - Bergur Páll Gylfason starfar hjá Lucinity - Brautryðjendur í baráttu gegn peningaþvætti Ljósmynd/Guðbjörg Guðmannsdóttir Fjölskyldan Bergur Páll, Atli Dagur, Sara Sjöfn og Emil Aron eru ánægð í Eyjum. Brúðkaupið, sem þrisvar hafði þurft að fresta, var haldið í sumar. Lúðvík Jóhannesson, hugbún- aðarsérfræðingur í Vestmanna- eyjum, er í hópi þeirra fyrstu sem nýttu sér þann möguleika hér á landi að flytja vinnuna í Reykjavík með sér út á land. Hann og eiginkona hans, Ingi- björg Þorsteinsdóttir leikskóla- kennari, eru borin og barnfædd í Vestmannaeyjum. Hann útskrif- aðist sem kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla Verslunarskóla Ís- lands, forvera HR, árið 1994. Þá voru ekki mörg atvinnutækifæri fyrir kerfisfræðinga í Vestmanna- eyjum en hann fékk fljótt vinnu í Reykjavík en þegar fyrsta barnið af fjórum bankaði upp á árið 1998 leitaði hugurinn til Eyja. „Hugur hét fyrirtækið sem ég byrjaði hjá, sem síðar sameinaðist Advania þar sem ég vinn í dag,“ segir Lúðvík þar sem við sitjum á skrifstofu hans á þriðju hæð í húsi sem í áratugi hýsti Íslandsbanka og forvera hans. Þar eru þrír starfsmenn Advania með aðstöðu. Hugmyndin kviknaði 1998 Hugmyndin um að flytja til Eyja og taka vinnuna með sér varð til árið 1998. „Um sumarið fórum við að skoða þennan möguleika og var það auðsótt mál. Ég var sennilega með þeim fyrstu hér á landi sem þetta gerðu en var ótrúlega vel tekið. Þeir treystu mér og við komum til Eyja í sömu viku og há- hyrningurinn Keikó, í september 1998.“ Mikil þróun í flutningi tölvu- gagna gerir fjarvinnu auðveldari og nokkur stökkin frá því að flytja þau í gegnum mótald eða um ljós- leiðara sem fljótlega verður tengd- ur á skrifstofu Advania í Eyjum. „Við erum með ljósnet sem geng- ur ágætlega en það verður frá- bært að fá ljósleiðarann.“ Frjálst samfélag Þegar Lúðvík er spurður hvað togaði þau helst til Vestmannaeyja nefnir hann fyrst upprunann. „Við erum bæði fædd og uppalin hérna og foreldrarnir bjuggu hér. Líka það frjálsa samfélag sem hér er og við þekktum. Nú eru börnin orðin fjögur, allt svo stutt að fara og þau miklu frjálsari. Þannig að við sjáum ekki eftir neinu.“ Reglulegum ferðum til Reykja- víkur fækkaði með árunum og kóf- ið hafði áhrif. „Í dag fer maður sjaldan. Það gerir kófið og eftir því sem tækninni fleygir fram minnkar þörfin. Nú eru bókhaldskerfin sem við erum að vinna með mikið að fara í skýin. Það er næsta bylting og gerir þetta enn auðveldara,“ segir Lúðvík að endingu. Hjá Advania á Íslandi vinna um 650 manns á mörgum starfs- stöðvum víða um landið. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Ánægður Lúðvík Jóhannesson hefur verið í fjarvinnu frá 1998 og líkar vel. Fluttu í sömu viku og Keikó - Lúðvík Jóhannesson vinnur hjá AdvaniaSveinn Á. Kristinsson og Tanja D. Guðjónsdóttir fluttu til Vest- mannaeyja á síðasta ári eftir fimm ár í Hafnarfirði og tóku vinnuna með sér, hún frá Hrafnistu og hann Marel. Þau segja kófið hafa opnað augu fyrirtækja fyrir þeim möguleika sem fjarvinna er. Hug- urinn stefndi alltaf á endanum heim og þau létu verða af því síð- asta sumar. Hæstánægð, en sakna auðvitað vinnufélaganna, en segja að allt sé svo miklu auðveldara í Eyjum með þrjú ung börn og tvo hunda. Ræturnar eru í Eyjum og þau Sveinn og Tanja hafa verið saman síðan þau voru unglingar. Hann stundaði sjóinn og hún var í fjar- námi í sjávarútvegsfræðum. Eftir alvarlegt bílslys varð Sveinn að hætta á sjónum og þegar honum bauðst vinna hjá Marel slógu þau til og ákváðu að prófa að flytja til Hafnarfjarðar. Tanja kláraði sitt nám og fékk vinnu á launadeild Hrafnistu sem launafulltrúi. „Það var í maí 2020 að ég fæ grænt ljós á að flytja til Vest- mannaeyja og taka með mér vinn- una hjá Hrafnistu. Ég ýtti á Svein, hann lét vaða og fékk já í lok ágúst.“ Þetta átti sér aðdraganda en niðurstaðan var að þrátt fyrir að þeim liði vel væru kostirnir mun fleiri en ókostirnir að flytja heim. „Þetta er ekki það sama, frjáls- ræði barnanna miklu meira og samgangur fólks líka meiri. Hér er bara bankað upp á og fengum við fleiri gesti fyrstu fimm dagana hér en á fimm árum í Hafnar- firði,“ segir Sveinn. Börnin þrýstu á Tanja segir að börnin hafi líka þrýst á. „Hér áttu þau vini, afa, ömmur og langömmu og hvað okk- ur varðar þá búa allir sem eru vin- ir okkar í dag í Vestmannaeyjum og sumir farið sömu leið og við. Það er greinilegt að kórónuveiru- faraldurinn hefur hefur opnað á þetta.“ „Það voru allir þvingaðir í þessa tilraun og þetta er ekkert vesen. Þetta gengur og mikið að gera í innkaupunum hjá mér, sem fara öll fram í gegnum síma og tölvur hvort sem er. Mest voru þetta er- lendir birgjar sem ég sá um en nú er þetta meira innanlands og eru tvö fyrirtæki í Eyjum, Eyjablikk og Háin, sem ég hef einnig verslað við fyrir Marel,“ segir Sveinn, sem hefur komið sér upp aðstöðu í bíl- skúrnum. Tanja byrjaði að vinna heima en nú stefnir hún á að fara í Þekking- arsetrið en þar er boðið upp á að- stöðu til fjarvinnu. Þvinguð í þessa tilraun en þetta er ekkert vesen - Sveinn Ágúst Kristinsson vinnur hjá Marel og Tanja Dögg Guðjónsdóttir reiknar út launin hjá Hrafnistu Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Alsæl Sveinn og Tanja eru alsæl í Eyjum eins og börnin þrjú og hundarnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.