Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 26
væri rétt að búa sig undir allar sviðsmyndir. 126% aukning milli vikna Í Bandaríkjunum hefur fjöldi daglegra tilfella einnig slegið öll fyrri met, en samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskólans voru þau um 265.427 á dag í síðustu viku. Segja sérfræðingar þó líklegt að fjöldinn sé mun meiri, þar sem skortur hefur verið á skimunargetu að undanförnu. Dr. Anthony Fauci, sóttvarnaráð- gjafi Bandaríkjastjórnar, sagði að það væru jákvæð teikn, að þrátt fyrir að tilfellum hefði fjölgað um 126% milli vikna hefði innlögnum á sjúkrahús einungis fjölgað um 11%. Fauci sagði að það benti til að Ómí- kron-afbrigðið væri vægara en fyrri afbrigði, en engu að síður væri ekki ástæða til að sýna af sér kæruleysi. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rúmlega 7,3 milljónir nýrra tilfella af Covid-19 greindust á undan- gengnum sjö sólarhringum, sam- kvæmt talningu AFP-fréttastofunn- ar. Jafngildir það rétt rúmlega einni milljón nýrra tilfella á hverj- um degi, sem er það langhæsta sem sést hefur í heimsfaraldrinum til þessa. Nam aukningin um 44% milli vikna, en fyrra met var sett í apríl, þegar um 817.000 dagleg tilfelli voru skráð. Hinn mikli fjöldi nýrra tilfella hefur verið rakinn til Ómíkron-af- brigðisins, sem sagt er mun meira smitandi en fyrri afbrigði, en rann- sóknir benda til þess að því geti fylgt vægari einkenni en fyrri af- brigðum, sér í lagi ef viðkomandi hefur verið bólusettur gegn kór- ónuveirunni. Óttast er hins vegar að Ómíkron- afbrigðið geti, þrátt fyrir vægari einkenni, valdið miklum búsifjum, þar sem hinn stóraukni fjöldi smita geti leitt til þess að sjúkrahús fyll- ist og ekki verði hægt að sinna öll- um sem þurfi aðstoð. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar WHO, varaði þannig við því í fyrrinótt að Ómíkron-afbrigðið væri eins og flóðbylgja sem hótaði því að kaffæra heilbrigðiskerfi heimsins. „Þetta setur og mun áfram setja mikinn þrýsting á ör- þreytt heilbrigðisstarfsfólk og heil- brigðiskerfi sem ramba á barmi hruns,“ sagði Ghebreyesus. Dauðsföllum fækkar Aukningin var einna mest í Evr- ópu, þar sem rúmlega fjórar millj- ónir tilfella greindust á síðustu sjö dögum, og í Norður-Ameríku, þar sem tæplega 2,5 milljónir tilfella greindust. Hins vegar hefur dregið úr dauðsföllum af völdum kórónu- veirunnar, og voru skrásett dauðs- föll nú um 6.400 á dag. Hafa nú rúmlega 5,4 milljónir látist sam- kvæmt opinberum tölum af völdum kórónuveirunnar frá því að heims- faraldurinn hófst. Aukningin hefur leitt til þess að mörg af ríkjum heims hafa nú sett samkomutakmarkanir eða gripið til annarra sóttvarnaaðgerða til að koma í veg fyrir hópsmit þegar fólk kemur saman til að fagna nýju ári. Í Parísarborg verður öllum sem eldri eru en 11 ára skylt að ganga um með grímu utandyra frá og með deginum í dag, og öllum nætur- klúbbum borgarinnar hefur verið lokað fram í janúar. Á Spáni hefur flestum opinberum hátíðahöldum verið frestað, nema í höfuðborginni Madríd, þar sem 7.000 manns munu fá að koma sam- an, en nýársfögnuður borgarinnar dró að sér um 18.000 manns árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. Breska ríkisstjórnin ákvað að herða ekki aðgerðir sínar í Eng- landi í aðdraganda jóla eða nýárs, en Stephen Powis, forstjóri breska heilbrigðiskerfisins NHS, lýsti því yfir í gær að það hygðist opna ný tímabundin sjúkrahús til þess að halda utan um aukinn fjölda sjúk- linga. „Í ljósi mikils fjölda Covid-19- tilfella og fjölgandi innlagna á sjúkrahús er NHS nú á viðbún- aðarstigi stríðs,“ sagði Powis. Rúm- lega 10.000 manns liggja nú á sjúkrahúsum í Englandi vegna kór- ónuveirunnar, og hafa ekki verið fleiri síðan í mars. Bretar settu upp tímabundin sjúkrahús þegar fyrsta bylgja veir- unnar skall á vorið 2020, en ekki þurfti að nota þau eins mikið og óttast var. Sajid Javid, heilbrigð- isráðherra Bretlands, sagðist vona að sú yrði einnig raunin nú, en það Milljón ný tilfelli á dag - WHO varar við að Ómíkron geti leitt af sér Covid-flóðbylgju - Faraldurinn setur strik í nýársfögnuði víða um heim - NHS sett á „viðbúnaðarstig fyrir stríð“ AFP Faraldur Langar biðraðir eru nú á mörgum skimunarstöðvum í Bandaríkjunum, þar á meðal þessari í Miami. 26 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vla- dimír Pútín Rússlandsforseti rædd- ust við símleiðis í gærkvöldi til að leita friðsamlegra lausna á þeirri spennu sem nú ríkir í Úkra- ínudeilunni. Fulltrúar ríkjanna eiga að funda í Genf hinn 12. janúar næstkomandi, og lögðu báðir forsetar áherslu á að mögulegt væri að komast að sam- komulagi án þess að til vopna- viðskipta kæmi. Ljóst var í gær að aðstoðarutanríkisráðherrar beggja ríkja, þau Sergei Ryabkov og Wendy Sherman, myndu leiða sendinefndir ríkjanna í Genf. Embættismenn innan Banda- ríkjastjórnar sögðu hins vegar fyrir símtalið að Bandaríkin myndu bregðast við ef Rússar réðust inn í Úkraínu, og að enn væru þungar áhyggjur af liðssafnaði Rússa við landamærin að Úkraínu. Vilja Bandaríkjamenn að hermennirnir snúi aftur til sinna venjulegu her- búða. Pútín sendi Biden kveðju í tilefni jólahátíðarinnar í gær og sagðist þar vera „sannfærður“ um að ríkin tvö gætu komið á fót skilvirku samtali „sem byggði á gagnkvæmri virðingu og íhugun á þjóðarhagsmunum hvort annars.“ Þetta var í annað sinn í desember- mánuði sem forsetarnir ræddu mál- efni Úkraínu, en Biden varaði Pútín þá við „mjög alvarlegum afleið- ingum“ ef Rússar réðust inn í Úkra- ínu. Pútín hefur hins vegar sakað Vesturveldin um að ýta undir spennuna og að útþensla Atlants- hafsbandalagsins í austurátt sé ógn við öryggi Rússa. Hafa Rússar með- al annars krafist þess að Úkraínu verði meinað um aldur og ævi að ganga til liðs við bandalagið. AFP Völd Forsetarnir Joe Biden og Vladimír Pútín ræddust við í gær. Ræddu Úkraínu- deiluna símleiðis - Lögðu áherslu á friðsamar lausnir Breska konungs- fjölskyldan var treg til að sam- þykkja að Elton John ætti að spila í jarðarför Díönu prinsessu, sam- kvæmt nýjum skjölum sem breska þjóð- skjalasafnið af- létti leynd af í vikunni. Óttuðust háttsettir meðlimir fjöl- skyldunnar að nýr texti lagsins „Candle in the Wind“, sem saminn var í tilefni af andláti Díönu, væri of „væminn“ fyrir tilefnið. Wesley Carr, þáverandi djákni af Westminster Abbey, biðlaði þá til konungsfjölskyldunnar og sagði að það yrði talið til marks um „ímynd- un og örlæti“ til þeirra milljóna sem syrgðu prinsessuna að leyfa John að spila. Varð það ofan á, og reyndist lagið næstsöluhæsta smá- skífa allra tíma. BRETLAND Vildu ekki fá Elton John í útförina Elton John Ghislaine Max- well, samstarfs- kona auðkýf- ingsins og barnaníðingsins Jeffreys Ep- steins, var í fyrrinótt fundin sek um að hafa tekið þátt í glæpum hans með því að tæla ungar stúlkur til sín svo að Ep- stein gæti brotið á þeim. Það tók kviðdóm í málinu fimm daga að komast að niðurstöðu, og sakfelldi hann á endanum Maxwell fyrir fimm af sex sakargiftum. Hún kann að eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna brota sinna, ekki síst fyrir alvarlegasta brotið, sem var kynferðislegt mansal á barni undir lögaldri. Bobbi Sternheim, lögfræðingur Maxwell, sagði að þau hygðust áfrýja málinu og hún hefði trú á að Maxwell yrði fundin saklaus. BANDARÍKIN Maxwell sakfelld í fimm ákæruliðum Ghislaine Maxwell ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.