Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 26
væri rétt að búa sig undir allar
sviðsmyndir.
126% aukning milli vikna
Í Bandaríkjunum hefur fjöldi
daglegra tilfella einnig slegið öll
fyrri met, en samkvæmt talningu
Johns Hopkins-háskólans voru þau
um 265.427 á dag í síðustu viku.
Segja sérfræðingar þó líklegt að
fjöldinn sé mun meiri, þar sem
skortur hefur verið á skimunargetu
að undanförnu.
Dr. Anthony Fauci, sóttvarnaráð-
gjafi Bandaríkjastjórnar, sagði að
það væru jákvæð teikn, að þrátt
fyrir að tilfellum hefði fjölgað um
126% milli vikna hefði innlögnum á
sjúkrahús einungis fjölgað um 11%.
Fauci sagði að það benti til að Ómí-
kron-afbrigðið væri vægara en fyrri
afbrigði, en engu að síður væri ekki
ástæða til að sýna af sér kæruleysi.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rúmlega 7,3 milljónir nýrra tilfella
af Covid-19 greindust á undan-
gengnum sjö sólarhringum, sam-
kvæmt talningu AFP-fréttastofunn-
ar. Jafngildir það rétt rúmlega
einni milljón nýrra tilfella á hverj-
um degi, sem er það langhæsta sem
sést hefur í heimsfaraldrinum til
þessa. Nam aukningin um 44% milli
vikna, en fyrra met var sett í apríl,
þegar um 817.000 dagleg tilfelli
voru skráð.
Hinn mikli fjöldi nýrra tilfella
hefur verið rakinn til Ómíkron-af-
brigðisins, sem sagt er mun meira
smitandi en fyrri afbrigði, en rann-
sóknir benda til þess að því geti
fylgt vægari einkenni en fyrri af-
brigðum, sér í lagi ef viðkomandi
hefur verið bólusettur gegn kór-
ónuveirunni.
Óttast er hins vegar að Ómíkron-
afbrigðið geti, þrátt fyrir vægari
einkenni, valdið miklum búsifjum,
þar sem hinn stóraukni fjöldi smita
geti leitt til þess að sjúkrahús fyll-
ist og ekki verði hægt að sinna öll-
um sem þurfi aðstoð.
Tedros Adhanom Ghebreyesus,
forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
arinnar WHO, varaði þannig við því
í fyrrinótt að Ómíkron-afbrigðið
væri eins og flóðbylgja sem hótaði
því að kaffæra heilbrigðiskerfi
heimsins. „Þetta setur og mun
áfram setja mikinn þrýsting á ör-
þreytt heilbrigðisstarfsfólk og heil-
brigðiskerfi sem ramba á barmi
hruns,“ sagði Ghebreyesus.
Dauðsföllum fækkar
Aukningin var einna mest í Evr-
ópu, þar sem rúmlega fjórar millj-
ónir tilfella greindust á síðustu sjö
dögum, og í Norður-Ameríku, þar
sem tæplega 2,5 milljónir tilfella
greindust. Hins vegar hefur dregið
úr dauðsföllum af völdum kórónu-
veirunnar, og voru skrásett dauðs-
föll nú um 6.400 á dag. Hafa nú
rúmlega 5,4 milljónir látist sam-
kvæmt opinberum tölum af völdum
kórónuveirunnar frá því að heims-
faraldurinn hófst.
Aukningin hefur leitt til þess að
mörg af ríkjum heims hafa nú sett
samkomutakmarkanir eða gripið til
annarra sóttvarnaaðgerða til að
koma í veg fyrir hópsmit þegar fólk
kemur saman til að fagna nýju ári.
Í Parísarborg verður öllum sem
eldri eru en 11 ára skylt að ganga
um með grímu utandyra frá og með
deginum í dag, og öllum nætur-
klúbbum borgarinnar hefur verið
lokað fram í janúar.
Á Spáni hefur flestum opinberum
hátíðahöldum verið frestað, nema í
höfuðborginni Madríd, þar sem
7.000 manns munu fá að koma sam-
an, en nýársfögnuður borgarinnar
dró að sér um 18.000 manns árið
2019, fyrir heimsfaraldurinn.
Breska ríkisstjórnin ákvað að
herða ekki aðgerðir sínar í Eng-
landi í aðdraganda jóla eða nýárs,
en Stephen Powis, forstjóri breska
heilbrigðiskerfisins NHS, lýsti því
yfir í gær að það hygðist opna ný
tímabundin sjúkrahús til þess að
halda utan um aukinn fjölda sjúk-
linga.
„Í ljósi mikils fjölda Covid-19-
tilfella og fjölgandi innlagna á
sjúkrahús er NHS nú á viðbún-
aðarstigi stríðs,“ sagði Powis. Rúm-
lega 10.000 manns liggja nú á
sjúkrahúsum í Englandi vegna kór-
ónuveirunnar, og hafa ekki verið
fleiri síðan í mars.
Bretar settu upp tímabundin
sjúkrahús þegar fyrsta bylgja veir-
unnar skall á vorið 2020, en ekki
þurfti að nota þau eins mikið og
óttast var. Sajid Javid, heilbrigð-
isráðherra Bretlands, sagðist vona
að sú yrði einnig raunin nú, en það
Milljón ný tilfelli á dag
- WHO varar við að Ómíkron geti leitt af sér Covid-flóðbylgju - Faraldurinn
setur strik í nýársfögnuði víða um heim - NHS sett á „viðbúnaðarstig fyrir stríð“
AFP
Faraldur Langar biðraðir eru nú á mörgum skimunarstöðvum í Bandaríkjunum, þar á meðal þessari í Miami.
26 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
STIGA
ST5266 P
40 ár
á Íslandi
Hágæða
snjóblásarar
Fjölbreytt úrval
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
VETRARSÓL er umboðsaðili
Gulltryggð gæði
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vla-
dimír Pútín Rússlandsforseti rædd-
ust við símleiðis í gærkvöldi til að
leita friðsamlegra lausna á þeirri
spennu sem nú ríkir í Úkra-
ínudeilunni.
Fulltrúar ríkjanna eiga að funda í
Genf hinn 12. janúar næstkomandi,
og lögðu báðir forsetar áherslu á að
mögulegt væri að komast að sam-
komulagi án þess að til vopna-
viðskipta kæmi. Ljóst var í gær að
aðstoðarutanríkisráðherrar beggja
ríkja, þau Sergei Ryabkov og
Wendy Sherman, myndu leiða
sendinefndir ríkjanna í Genf.
Embættismenn innan Banda-
ríkjastjórnar sögðu hins vegar fyrir
símtalið að Bandaríkin myndu
bregðast við ef Rússar réðust inn í
Úkraínu, og að enn væru þungar
áhyggjur af liðssafnaði Rússa við
landamærin að Úkraínu. Vilja
Bandaríkjamenn að hermennirnir
snúi aftur til sinna venjulegu her-
búða.
Pútín sendi Biden kveðju í tilefni
jólahátíðarinnar í gær og sagðist þar
vera „sannfærður“ um að ríkin tvö
gætu komið á fót skilvirku samtali
„sem byggði á gagnkvæmri virðingu
og íhugun á þjóðarhagsmunum
hvort annars.“
Þetta var í annað sinn í desember-
mánuði sem forsetarnir ræddu mál-
efni Úkraínu, en Biden varaði Pútín
þá við „mjög alvarlegum afleið-
ingum“ ef Rússar réðust inn í Úkra-
ínu.
Pútín hefur hins vegar sakað
Vesturveldin um að ýta undir
spennuna og að útþensla Atlants-
hafsbandalagsins í austurátt sé ógn
við öryggi Rússa. Hafa Rússar með-
al annars krafist þess að Úkraínu
verði meinað um aldur og ævi að
ganga til liðs við bandalagið.
AFP
Völd Forsetarnir Joe Biden og
Vladimír Pútín ræddust við í gær.
Ræddu Úkraínu-
deiluna símleiðis
- Lögðu áherslu á friðsamar lausnir
Breska konungs-
fjölskyldan var
treg til að sam-
þykkja að Elton
John ætti að spila
í jarðarför Díönu
prinsessu, sam-
kvæmt nýjum
skjölum sem
breska þjóð-
skjalasafnið af-
létti leynd af í vikunni.
Óttuðust háttsettir meðlimir fjöl-
skyldunnar að nýr texti lagsins
„Candle in the Wind“, sem saminn
var í tilefni af andláti Díönu, væri
of „væminn“ fyrir tilefnið.
Wesley Carr, þáverandi djákni af
Westminster Abbey, biðlaði þá til
konungsfjölskyldunnar og sagði að
það yrði talið til marks um „ímynd-
un og örlæti“ til þeirra milljóna
sem syrgðu prinsessuna að leyfa
John að spila. Varð það ofan á, og
reyndist lagið næstsöluhæsta smá-
skífa allra tíma.
BRETLAND
Vildu ekki fá Elton
John í útförina
Elton John
Ghislaine Max-
well, samstarfs-
kona auðkýf-
ingsins og
barnaníðingsins
Jeffreys Ep-
steins, var í
fyrrinótt fundin
sek um að hafa
tekið þátt í
glæpum hans
með því að tæla
ungar stúlkur til sín svo að Ep-
stein gæti brotið á þeim.
Það tók kviðdóm í málinu fimm
daga að komast að niðurstöðu, og
sakfelldi hann á endanum Maxwell
fyrir fimm af sex sakargiftum.
Hún kann að eiga yfir höfði sér
lífstíðarfangelsi vegna brota sinna,
ekki síst fyrir alvarlegasta brotið,
sem var kynferðislegt mansal á
barni undir lögaldri.
Bobbi Sternheim, lögfræðingur
Maxwell, sagði að þau hygðust
áfrýja málinu og hún hefði trú á
að Maxwell yrði fundin saklaus.
BANDARÍKIN
Maxwell sakfelld í
fimm ákæruliðum
Ghislaine
Maxwell
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?