Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Það eru almælt sann-
indi að fólk á að læra að
hlakka ekki til, því það
er upphaf þess að taka
öllu. Árangur þess
verður jafnaðargeð.
Á þeim tveimur árum
sem pest og padda hafa
hrjáð land og þjóð er
það umhugsunarvert að
efnahagur og samfélag
skuli ekki hafa lagst í
dvala og drepist í dróma. Það leiðir
hugann að því hvers vegna efnahags-
líf á Íslandi hefur lagst í kreppur.
Fyrir nokkrum áratugum vakti
forsíða Morgunblaðsins gjarna at-
hygli á því hvert væri verð á þorsk-
blokk í Bandaríkjunum. Á baksíðu
var greint frá aflabrögðum. Verð og
magn á þorski réð afar miklu um
gang efnahagsmála á Íslandi.
Stoðir, gull og silfur
Vissulega eru stoðir fyrir gangi
efnahagslífs orðnar fleiri en þorskur.
Síld, loðna og makríll hafa bæst í
hópinn. Magnbundin stjórn fiskveiða
gerir sjómannaverkföll marklaus, í
mesta lagi friðunarráð fyrir fiski-
stofna.
Nú skiptir mun meira máli hver
fjöldi ferðamanna er. Hin breyti-
stærðin er ígildi fisktegunda í komu-
tölum ferðamanna. Það er hvers kon-
ar ferðamaður. Er ferðamaðurinn
tannréttingasérfræðingur sem býr á
hóteli meðan á ráðstefnu stendur?
Eða er ferðamaðurinn gestur á al-
þjóðaþingi esperantista sem býr á
farfuglaheimili og eldar tros á prím-
us?
Vissulega eru hvorir tveggja þess-
ara ferðamanna að flytja með sér
verðmæti, eins og þorskur, sem er
gull hafsins, og síld, sem er silfur
hafsins.
Það að nota tækifæri er að efla al-
mannahag. Atvinnu-
frelsi með hliðarskilum
tryggir það.
Hví er ekki allt
komið fjandans til?
Það er kunnara en
frá þurfi að segja að
næsta efnahagsáfall
verður ekki eins og síð-
asta efnahagsáfall.
Efnahagsáfall áranna
2008 og 2009 kom til
vegna glæpavæðingar
bankakerfisins. Efnahagsáfall í lok
sjöunda áratugarins stafaði af verð-
falli og aflabresti á sjávarfangi. Efna-
hagslíf sjötta áratugarins mótaðist af
innlendri efnahagslegri óstjórn.
Efnahagslíf á áttunda áratugnum og
framan af þeim níunda tók mið af
hækkun olíuverðs, en forystumenn
íslenskrar verkalýðshreyfingar,
hetjur og mikilmenni þess tíma,
héldu að þeir færu með lýðræðislegt
umboð án nokkurrar ábyrgðar. Því
fór allt til fjandans til með þriggja
tölustafa verðbólgu.
Glæpavæðing og afturbati
Glæpavæðing bankakerfisins árið
2003, eða fyrr, leiddi fyrst og fremst
af sér gjaldeyrishöft. Frjálst flæði
fjármagns til fjárfestinga erlendis
var tímabundið afnumið, og einnig
voru eignir þrotabúa bankanna læst-
ar inni í gjaldeyrishöftunum. Meðal
þeirra eigna voru innlend ríkis-
skuldabréf. Gjaldeyrishöftin gagn-
vart þrotabúum hinna föllnu banka
komu fram með líkum hætti og um
greiðslufall ríkisins væri að ræða.
Stöðugleikaframlag hinna föllnu
banka, það er að innlendar eignir
þeirra voru afhentar íslenska ríkinu
með óafturkræfum hætti, er for-
senda þess að nú eru ekki gjaldeyr-
ishöft, vöruskortur og harðæri. Allt
annað er úrvinnsla.
Úrvinnsla þrotabúa gjaldföllnu
bankanna undir harðskeyttri ríkis-
stjórn, en ekki síst samningslipurð,
er forsenda ágætrar stöðu í ríkisfjár-
málum og peningamálum þegar pest
og padda héldu innreið.
Frelsi og almannahagur
Sá er þetta ritar hefur hugleitt
frelsið í full fimmtíu ár. Það kann að
vitna um barnaskap minn að lýsa því
yfir að einföld kennisetning Johns
Stuarts Mills um frelsið hefur orðið
mér veganesti þessa hálfu öld.
Einfaldleiki kennisetningar Mills
um frelsið er fegurðin ein. Frelsi ein-
staklingsins er algjört, svo fram-
arlega sem einstaklingurinn gengur
ekki á frelsi annarra. Það hefur vart
reynt á frelsishugmyndir Mills í sótt-
vörnum hér á landi í heila öld, það er
síðan í spænsku veikinni 1918. Vissu-
lega hafa gengið yfir farsóttir, frá
inflúensu til Akureyrarveiki. Áskor-
un um inflúensusprautu kann að vera
metin sem frelsisskerðing af frels-
ishetjum nútímans. Fyrir mig er
inflúensusprauta hluti af frelsiskenn-
ingu Mills og frelsis. Með því að
þiggja ónæmisaðgerðina kem ég í
veg fyrir að skaða aðra, mis-
viðkvæma fyrir inflúensu. Eins og
Mill býður!
Pest nútímans á nokkuð sameig-
inlegt með Akureyrarveikinni. Eðli
og hegðun veiru sem orsakar sjúk-
dómana er ekki að fullu þekkt. Í til-
felli Covid-19 er stökkbreyting veir-
unnar sennilega meiri en við var
búist í upphafi. Í báðum tilfellum var
tekist á við útbreiðslu með sóttkví
þeirra sem sýkjast.
Leikmenn verða vondir ráðunaut-
ar í veirufræðum. En vitað er að ver-
öldin er samsæri vangetunnar gegn
snilldarandanum. Ónæmisfræði Jen-
ners er hluti af snilldarandanum.
Löglærðir sem landlæknir
og sóttvarnalæknir
Ef leikmenn eru taldir góðir ráðu-
nautar, þá er það ráð mitt að heil-
brigðisráðherra leysi landlækni og
sóttvarnarlækni frá störfum og ráði
Arnar Þór Jónsson lögmann sem
landlækni og Vilhjálm Árnason, lög-
fræðing og alþingismann, sem sótt-
varnalækni. Hvorugur er lækn-
islærður, en báðir eru miklar
frelsishetjur og góðir skrifstofu-
menn.
Tekið skal fram að ein mesta frels-
isskerðing sem ég verð fyrir er þegar
ég er skyldaður til að spenna bílbelti
áður en ég ek af stað í bifreið minni,
sem ég hef verið skyldaður til að fara
með til skoðunar.
Frelsisher nútímans
Það hefur enginn óskað þess að
yfir gangi landfarsótt. Sóttvarnir eru
um margt áhugavert viðfangsefni og
prófsteinn á kenningar Johns Stu-
arts Mills um frelsi. Á sama hátt er
hegðun starfsmanna í fjármála-
fyrirtækjum, sem hegðuðu sér með
glæpsamlegum hætti í regluvæddum
fjármálafyrirtækjum, dæmi um
reglusniðgöngu með frelsi að leið-
arljósi.
Viðnámsþol ríkissjóðs á liðnum
tveimur árum stafar af frelsisskerð-
ingum frá árunum eftir hrun. Þær
frelsisskerðingar sköðuðu ekki al-
mannahag.
Sóttvarnalög eru angi af stjórn-
skipulegum neyðarrétti og með-
alhófi. Lögfræðilegar æfingar fyrir
dómstólum bæta ekki almannahag
og dómstólar eru ekki leiksvið.
Vera má að ekki sé jafnræði með
læknum og lögfræðingum í sam-
tölum um sóttvarnir. Læknar vita
meira um veirur og minna um lög-
fræði, enda þótt lögfræði sé lítið ann-
að en heilbrigð skynsemi og álykt-
unarhæfni. Lögfræðingar vita lítið
um veirur en eiga að hafa heilbrigða
skynsemi. Á það skortir stundum.
Árangur
Það er hægt að mæla árangur af
sóttvörnum og hegðun þeirra sem
eru þolendur sóttvarna. Með því að
bera saman hinn endanlega árangur,
sem eru dánartölur, fæst raunhæfur
samanburður.
Bandaríkin ráðstafa 15% af lands-
framleiðslu til heilbrigðismála en Ís-
land ráðstafar sem næst 9% til heil-
brigðismála. Þar sem Bandaríkja-
menn eru 1.000 sinnum fleiri en
Íslendingar er hægt að deila með
1.000 í dánartölur í Bandaríkjunum
til að fá væntar dánartölur á Íslandi
án þess að leiðrétt sé fyrir útgjöldum
og aldri. Samkvæmt þeim útreikn-
ingum ættu dánartölur á Íslandi
vegna Covid-19 að vera sem næst 800
en eru sem næst 40. Það er mælan-
legur árangur, langt fyrir utan
óvissubil. Það er þakkarvert.
Svo geta bubbar talað um hvursu
miklir gleðigjafar þeir eru.
Sennilega er þetta árangur af
frelsisskerðingum án lögfræði-
æfinga.
Áramót
Um áramót er rétt að horfa fram á
við. Séra Matthías orti:
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar jól,
hún flytur líf og líknarráð,
hún ljómar heit af Drottins náð.
Hæfileg tilhlökkun tryggir al-
mannageð. Það er von mín að drott-
ins náð flytji landsmönnum hagsælt
og farsælt ár.
Gleðileg ár! Ég óska lands-
mönnum farsældar.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason
» Leikmenn verða
vondir ráðunautar í
veirufræðum. En vitað
er að veröldin er sam-
særi vangetunnar gegn
snilldarandanum.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Efnahagur, almannahagur og frelsi um áramót
horfur í íslenskum
sjávarútvegi og fisk-
eldi var kynnt í vor.
Ritstjóri er Sveinn
Agnarsson prófessor
við Háskóla Íslands.
Í henni kemur meðal
annars fram að:
„Sjávarútvegur hef-
ur verið uppspretta
helstu tækni-
framfara og nýsköp-
unar í hinu íslenska
hagkerfi og sam-
vinna fyrirtækja í
sjávarútvegi, vís-
indasamfélagsins og yfirvalda hef-
ur verið mikil og öflug.“ Þarna er
ekkert ofsagt og benda má á, að
Nýsköpunarverðlaun Íslands hafa
á tímabilinu 2011-2020 sex sinnum
komið í hlut fyrirtækja sem með
einum eða öðrum hætti tengjast
sjávarútvegi.
Þetta er fært til bókar hér, því í
nýlegum sáttmála um ríkisstjórn-
arsamstarf kemur fram að skipa
skuli nefnd sem meðal annars er
falið að „… kortleggja áskoranir
og tækifæri í sjávarútvegi og
tengdum greinum …“ . Það er gott
og blessað að skjóta saman nefnd
um eina mikilvægustu efnahags-
legu stoð íslensks efnahagslífs.
Hvort sú nefnd kemst að einhverri
endanlegri niðurstöðu um sjávar-
útveginn sem allir geta sætt sig
við skal ósagt látið. En á hitt skal
bent, að sjávarútvegur er ekki ein-
göngu skip á sjó og vinnsla í landi.
Hann er margfalt umsvifameiri en
svo og það eru svo ótrúlega marg-
ir sem reiða sig á sterkan sjávar-
útveg sem er í efnum til að fjár-
festa. Og einmitt þarna verða til
mikil og arðbær tækifæri.
Vilji fólk sjá heildarsamhengið,
þá ætti að blasa við að hlúa beri að
Fyrirtækið Vélfag
var stofnað á Ólafs-
firði árið 1995. Nú,
rúmlega aldarfjórð-
ungi síðar, er það enn
starfandi og á góðri
siglinu. Megin-
starfsemi þess snýst
um þjónustu við sjáv-
arútveg með smíði á
margs konar fisk-
vinnsluvélum. Vélfag
er eitt dæmi af mörg-
um fyrirtækjum sem hafa lifibrauð
sitt af þjónustu við íslenskan sjáv-
arútveg. Ekki nóg með það, því
vörur fyrirtækisins, þekking og
tækni er flutt út í stórum stíl.
Fyrsta flökunarvél fyrirtækisins
sem fór um borð í skip var prófuð
í frystihúsi Samherja á Dalvík. Og
þá byrjaði boltinn að rúlla.
Sjávarútvegur er
uppspretta nýsköpunar
Eitt af því sem talsmenn
margra þjónustufyrirtækja sjáv-
arútvegsins hafa haft á orði er að
samspilið við íslensk útgerðar-
fyrirtæki hafi reynst afar gæfu-
ríkt. Og í raun hafi það verið for-
senda þess að hægt væri að selja
framleiðsluna í útlöndum. Fjöl-
mörg dæmi má taka af nýjustu
tækni um borð í skipum, land-
vinnslum og smíði nýrra skipa sem
öll byggjast á íslensku hugviti sem
náð hefur góðri fótfestu á erlend-
um vettvangi. Þessu til viðbótar
hafa sprottið upp fjölmörg fyrir-
tæki sem flokkast undir líftækni-
fyrirtæki og vinna verðmæti úr því
sem áður var jafnvel hent.
Skýrsla sem gerð var að beiðni
sjávarútvegsráðherra um stöðu og
þeim sprotum sem vaxa í kringum
sjávarútveg á Íslandi. Sumir hafa
náð miklum styrk og gert sig gild-
andi á erlendum markaði, aðrir
eru að skjóta rótum. Hug- og
handverki eru engin takmörk sett
og nú þegar nemur útflutningur
þeirra tugmilljörðum króna á ári
og í þessum fyrirtækjum starfar
vel menntað fólk í góðum og verð-
mætum störfum.
Forskoti þarf að viðhalda
Í áðurnefndri skýrslu kemur
einnig fram að: „Sú tækni og bún-
aður sem íslensk tækni- og þekk-
ingarfyrirtæki hafa þróað í sam-
vinnu við sjávarútvegsfyrirtæki
skapar forsendur fyrir því að til
verði samkeppnisforskot. Það get-
ur þó aldrei verið nema til
skamms tíma því slík tækni mun
þá ryðja sér fljótlega til rúms hjá
fyrirtækjum í samkeppnislöndum.
Til þess að viðhalda stöðu í
fremstu röð þurfa íslensk fyrir-
tæki því sífellt að sýna árvekni og
leita nýrra tækifæra til að auka
verðmætasköpun.“
Í þessum efnum hafa stjórnvöld
ákveðið val. Í mínum huga snýst
það einkum um hvort við viljum
viðhalda forskoti okkar í veiðum,
vinnslu og sölu á sjávarafurðum,
með öllum þeim efnahagslega
ávinningi sem því fylgir, eða ekki.
Ég tel einsýnt að velja fyrri kost-
inn, enda hefur sjávarútvegur sýnt
það og sannað, að á hann er hægt
að treysta þegar í bakseglin slær.
Og það er hægt að taka undir orð
núverandi seðlabankastjóra þegar
hann sagði á sínum tíma um sjáv-
arútveginn, að „… óhagkvæmni í
þeim geira mun rýra lífskjör þjóð-
arinnar allrar svo um munar“.
Þörf er á stefnu til framtíðar
Til þess að hámarka afrakstur
þjóðarinnar af auðlindinni þarf ís-
lenskur sjávarútvegur að halda
áfram að fjárfesta í nýsköpun og
nýrri tækni. Það hefur tryggt
samkeppnisstöðuna á undan-
förnum árum og af þeirri braut er
ekki hægt að víkja án kollsteypu.
Til þess að tryggja þessa stöðu
verður íslenskur sjávarútvegur að
búa við einhverja stefnu til fram-
tíðar, en ekki búa reglulega við
yfirvofandi hættu á kollsteypu.
Hún birtist einna helst í aðdrag-
anda kosninga. Það færir okkur
aftur að því sem segir í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar um
áskoranir og tækifæri. Helstu
áskoranir (fyrir utan hinar nátt-
úrulegu eins og loðnubrest) eru
þær sem birtast á degi hverjum á
alþjóðlegum markaði fyrir sjáv-
arafurðir. En hafa ber í huga að
um 98% af íslensku sjávarfangi
eru flutt út og seld þar. Tækifær-
um eru engin takmörk sett, eins
og sýnt hefur sig í samstarfi sjáv-
arútvegsfyrirtækja og þjónustu-
fyrirtækja á undanförnum árum.
Nefnd sú sem nýr sjávarútvegs-
ráðherra mun skipa til þess að
gaumgæfa íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfið á ærið verk fyrir hönd-
um. Því það veltur margt á ís-
lenskum sjávarútvegi.
Það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi
Eftir Heiðrúnu Lind
Marteinsdóttur
» Til þess að hámarka
afrakstur þjóðar-
innar af auðlindinni þarf
íslenskur sjávarútvegur
að halda áfram að fjár-
festa í nýsköpun og
nýrri tækni. Það hefur
tryggt samkeppnis-
stöðuna á undanförnum
árum.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
taka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atvinnulífið „Sjávarútvegur er ekki eingöngu skip á sjó og vinnsla í landi.“