Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Kjarasamningar
byrja að losna á síðari
hluta nýs árs. Verkefnið
verður sem fyrr
kunnuglegt, að stuðla
að áframhaldandi
stöðugleika og auka
kaupmátt. En hver
ættu nýársheit aðila
vinnumarkaðar að vera
fyrir árið 2022? Hvern-
ig sláum við bjartari tón
inn í nýtt ár?
Nýársheit verkalýðshreyfingar:
Að gleyma ekki bitrum
lærdómi sögunnar
„Ísland kemst í heimsmetahóp!“ er
fyrirsögnin sem prýddi forsíður blað-
anna í apríl 1983. Þá hafði verðbólgan
rofið 100% múrinn á ársgrundvelli.
Mín kynslóð, sem þá tók út ungling-
inn og steig sín fyrstu skref á vinnu-
markaði, fékk þennan óstöðugleika
beint í æð. Verðlag sextánfaldaðist á
áratugnum og stór verkföll 1984, 1987
og 1989 settu þjóðfélagið í uppnám.
Höfum jafnframt í huga að kaup-
máttur lágmarksdagvinnutaxta var
meiri í seinni heimsstyrjöldinni en
hann var árið 1994.
Um 32 ár eru síðan aðilar vinnu-
markaðar settu sér það markmið að
rjúfa vítahring víxlverkunar gengis-
fellinga, verðbólgu og launahækkana.
Stuðla skyldi að stöðugri og sjálf-
bærri hækkun kaupmáttar, auknum
stöðugleika verðlags og lægra vaxta-
stigi. Einhverjir eiga það til að tala
niður þjóðarsáttarsamningana, en
staðreyndin er sú að frá
gerð þeirra hefur kaup-
máttur launa tvöfaldast.
Aukið traust milli
verkalýðshreyfingar,
stjórnvalda og atvinnu-
rekenda – sameig-
inlegur skilningur á
hagrænum togkröftum
og bitur reynsla sög-
unnar skiptu öllu máli.
Rúmum 30 árum síð-
ar eru meðallaun á Ís-
landi, leiðrétt fyrir
kaupmætti, með þeim
hæstu í heimi og kaupmáttur þeirra
lægst launuðu hefur mest aukist um
tæplega 30% á síðustu tveimur árum,
mismikið eftir mörkuðum. Það er
stórkostlegur árangur! Þó eru til þau
sem leiða hjá sér slíka tölfræði og
gefa lítið fyrir lærdóm sögunnar. Þeg-
ar hefur verið stigið fram og sagt að
aukin verðbólga kalli á auknar launa-
kröfur í komandi kjarasamningum.
Sumir hafa lýst þeirri skoðun sinni að
hagsmunir launafólks og atvinnurek-
enda séu einatt ósamrýmanlegir og
sögur heyrast af því að verkalýðs-
hreyfingin og fulltrúar atvinnulífs tal-
ist ekki við. Vofur vantrausts níunda
áratugarins virðast komnar á kreik á
ný. Nýársheit verkalýðshreyfing-
arinnar ætti að vera að gera sitt til að
snúa af þessari braut fyrir þau sem
við vinnum fyrir – íslenskt launafólk.
Nýársheit stjórnvalda og at-
vinnurekenda: Að horfast í augu
við hið augljósa
Sé litið til tímabils nýrrar fjár-
málastefnu 2022-2026 er höggið á op-
inber fjármál eftir heimsfaraldur aug-
ljóst. Gert er ráð fyrir að skuldir hins
opinbera hafi vaxið um tvo þriðju
þegar áhrif heimsfaraldurs eru geng-
in yfir og hafa stjórnvöld boðað við-
brögð svo skuldasöfnunin haldi ekki
áfram. Núverandi halli á annars veg-
ar rætur að rekja til faraldursins og
hins vegar til ráðstafana í opinberum
fjármálum fyrir faraldur. Tekjuhliðin
hafði til að mynda verið veikt til lang-
frama fyrir faraldurinn með breyt-
ingum á tekjuskattskerfinu og nýlega
hefur frítekjumark fjármagns-
tekjuskatts verið hækkað sem og
skattfrelsismark erfðafjárskatts. Það
er þó huggun harmi gegn að rík-
issjóður hefur getað fjármagnað sig á
hagstæðari kjörum en áður og er-
lendar skuldir hafa dregist verulega
saman.
Stjórnvöld hafa boðað að þau vilji
leysa afkomuvandann með því að
vaxa til velsældar. Það þýðir að eftir
því sem efnahagslífið jafnar sig eftir
faraldurinn aukast tekjur með aukn-
um umsvifum, en um leið þarf að
stilla í hóf aukningu útgjalda. Að
vinna bug á hallarekstrinum mun því
að óbreyttu kalla á aðhald, hugs-
anlega með niðurskurði í almanna-
þjónustu. Það verður erfitt verkefni,
ekki síst fyrir þá sök að öldrun þjóð-
arinnar kallar á aukningu í opinber-
um útgjöldum. Stjórnvöld og atvinnu-
líf verða að horfast í augu við hið
augljósa: fjármagn á Íslandi býr við
mun lægri skattlagningu en launafólk
og landið er ríkt að auðlindum. Þang-
að verður að sækja styrkingu tekju-
öflunarinnar því það verður ekki gert
með frekari skattlagningu launafólks.
Þess vegna er ljóst að verkalýðs-
hreyfingin verður að hafa aðkomu að
samtalinu um hvernig fjármál hins
opinbera verða rétt af með sann-
gjörnum hætti.
Nýársheit okkar allra: Að sóa
ekki tíma og fjármunum
Ómarkviss vinnubrögð kosta ís-
lenskt launafólk tugi milljarða í
hverri kjarasamningslotu. BHM
styður heilshugar markmið og ádrep-
ur ríkissáttasemjara um að allra leiða
verði leitað til að samningar taki við
af samningum. Á Norðurlöndunum
er almenna reglan sú að nýir kjara-
samningar taka gildi áður en eldri
samningar renna sitt skeið en á Ís-
landi eru aðeins örfá dæmi þess að
samningar taki við af samningum.
Við eigum að vera stolt af þeim ár-
angri sem verkalýðshreyfingin, at-
vinnurekendur og stjórnvöld hafa náð
í að bæta lífskjör launafólks á Íslandi
síðustu áratugi. Á því ber að byggja.
Afturhvarf til átakamenningar fyrri
tíma væri glapræði. Ég ber þá von að
senn renni upp tími aukinnar bjart-
sýni og aukins trausts á íslenskum
vinnumarkaði. Megi árið 2022 marka
upphafið á þeirri vegferð og varða
leið að nýrri þjóðarsátt. Gleðilegt nýtt
ár 2022.
Eftir Friðrik
Jónsson
» Formaður BHM
hvetur til nýrrar
þjóðarsáttar á vinnu-
markaði.
Friðrik Jónsson
Höfundur er formaður BHM.
Nýársheit verkalýðshreyfingar,
atvinnulífs og stjórnvalda
Morgunblaðið/RAX
Atvinnulífið Friðrik Jónsson: „Ég ber þá von að senn renni upp tími
aukinnar bjartsýni og aukins trausts á íslenskum vinnumarkaði.“
Þ
að eina sem fullyrða má
með vissu um komandi ár
er að við vitum ekki hvað
bíður. Við vissum það
heldur ekki í fyrra, né hitteðfyrra
eða þar áður.
Aldrei.
Aðalpersónan í nýju bókinni hans
Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af
kjaftshöggum heitir Gestur og ber
nafn sitt sem fulltrúi íslenskrar
þjóðarsálar því hér í þessu kalda
landi hefur í raun aldrei verið var-
anleg búseta. Þannig séð. Við höfum
alltaf fundið okkur sem gesti í land-
inu. Undrandi á veðurfari, birtuskil-
yrðum og almennu ástandi hokruðu
formæður okkar og -feður um aldir.
Gleggsta merki um jákvæðar
breytingar í hugarfari okkar hvað
þetta varðar eru að líkindum björg-
unarsveitirnar í landinu, þar sem
samtakamáttur hefur verið virkj-
aður og sú tilfinning tekið að skjóta
rótum að hugsanlega sé í lagi að
vera hérna eftir allt saman. Á sama
tíma hafa komið sundlaugar. Sund-
laug er staðfesting á að hérað sé
byggilegt. Hér viljum við vera segir
sundlaugin.
Mynd Halldórs Péturssonar af
Jesú og vinum hans með bítlahár og
Keili í baksýn prýðir gömlu Garða-
kirkju. Hún er mörgum kær. Í raun
segir þessi altaristafla það sama og
björgunarsveitirnar og sundlaug-
arnar. Þarna er meistarinn frá Nas-
aret í góðu spjalli við sína menn. Lá-
dauður sjór og gott skyggni á
vinafundi. Hér er heima segir alt-
aristaflan og vísar jafnt til rúms og
tíma, hitaveitusvæðisins á suðvest-
urhorninu og bítlatímans. Hér er
heima.
Tími yfirráðanna
Í Segulvík Hallgríms ríkir gamli
tíminn þegar þjóðin var enn að
spyrja sig „föst á kúgunarstiginu
þar sem virðingarstiginn var kirkja,
krambúð, timburhús, torfbær, hund-
ur, köttur, mús, lús“. (3. kafli s. 16)
Enda er heimilisfólk Gests í Strand-
arbænum þungt á fætur þegar tekur
að grenja af degi inn um ljórann,
sem nú skartar þó gleri í stað líkn-
arbelgsins sem tíðkast hafði frá
landnámi. Þegar þarna er komið
sögu er raflýsingin, síminn og ýmsar
samgöngubætur í sjónmáli. Samt er
fólk ekki beinlínis gott hvað við ann-
að og sagan lýsir kerfisbundinni
beitingu alls konar yfirráðavalds.
Fjárhagslegs, félagslegs, kynferðis-
legs.
um engir and-
stæðingar. Við
erum öll saman í
þessu.
Þessi fleyga
staðhæfing Víðis
Reynissonar
sem rímar svo
vel við vitneskju
okkar varð að þjóðareign þegar veir-
an kom til skjalanna og sýndi okkur
fram á það með náttúruvís-
indalegum staðreyndum að við erum
saman tengd og hvert öðru háð
hvort sem við heitum Boris Johnson
eða Jóna Jóns. Við erum öll saman í
þessu vitandi ekkert hvað bíður.
Svo kom skjálftahrina einmitt á
Hundrað árum
síðar er komið al-
net og heilsu-
gæsla, björg-
unarsveit og
sundlaug í hvert
pláss. Rosinn er
samur við sig en
það sem hefur
breyst er tilfinningin fyrir því að
eiga raunverulega heima í landinu.
Við horfum hvert á annað hér á 21.
öld og sjáum heimamenn, samverka-
fólk. Og þegar okkur verður sundur-
orða svo að þjóðfélagið nötrar stafn-
anna milli finnum við til eigin mis-
þroska vitandi að sundurlyndið er
bara þreyttir varnarhættir. Við er-
Kirkjan til fólksins
Hér er heima
Eftir Jónu Hrönn
Bolladóttur og
Bjarna Karlsson
Jóna Hrönn er sóknarprestur.
Bjarni er siðfræðingur.
Bjarni Karlsson og
Jóna Hrönn Bolladóttir
Líkt og björgunarsveitin
og sundlaugin vill
kirkjan í hverri byggð
og hverfi segja hér er
heima, við erum öll
saman í þessu.
svæðinu sem við blasir í myndverki
Halldórs uns jarðeldar hófust við
Fagradalsfjall. Öll sú atburðarás
hefur minnt okkur á þá staðreynd að
við erum ekki bara samtengd líf-
fræðilega heldur er mannfólkið bæði
agnarsmátt og nýtilkomið í jarð-
fræðilegu og jarðsögulegu tilliti.
Tími samstarfsins
Í ljósi þess að veröldin er eins og
hún er – óskiljanlega stór, ævaforn,
innbyrðis tengd og á sífelldri hreyf-
ingu – er hugmyndin um yfirráð
manna mjög hlægileg, þótt ekki sé
hún fyndin. Stærstu ferlar hnattkúl-
unnar eru straumar lofts og vatns,
ekki manngerðar leiðslur eða veitur.
Hve smá eru mannvirki við hlið
fjalla? Trú mannanna á yfirráð og
söfnun hefur þó leitt til þess að nú
hóta vistkerfi jarðar að hrista okkur
af sér nema við skiptum um gír. Við
munum verða að iðka samráð í stað
yfirráða, samstarf í stað stjórnunar
og finna okkur heima í heiminum
eins og hann er án þess að beygja
allt og sveigja undir okkur. Tími
yfirráðanna er liðinn og tími sam-
starfsins runninn upp.
Nýr stjórnunarstíll ryður sér því
til rúms sem leggur áherslu á vald-
eflingu og virkan atbeina allra. Í
stað tiltals kemur samtal sem miðar
að því að allar raddir heyrist svo að
net þekkingarinnar þéttist og fram-
ganga okkar verði raunhæf og vist-
væn. Án ofbeldis og aðgreiningar.
Þarna vill og getur kristin kirkja
verið þátttakandi með þjóðinni í
landinu. Líkt og björgunarsveitin og
sundlaugin vill kirkjan í hverri
byggð og hverfi segja hér er heima,
við erum öll saman í þessu. Þegar
kristin kirkja fer að eðli sínu er hún
fjöldahreyfing samverkafólks þar
sem engin eru útilokuð eða þvinguð
en gert ráð fyrir öllum í gleði og
raun. Engum er þar skipað að trúa á
Guð en flutt sú góða fregn að Guð
hefur trú á fólki.
Garðakirkja Altaristaflan sýnir Jesú og vini hans með Keili í baksýn.