Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 38
38 STJÓRNMÁL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Í
sland er frjálst og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti,
lýðræði og mannréttindi að hornsteinum, segir í að-
faraorðum nýrrar stjórnarskrár samkvæmt frumvarpi
Stjórnlagaráðs. Ætla má að flestir landsmenn geti fall-
ist á þessi orð hvað svo sem hverjum gæti þótt um drögin að
öðru leyti. Mannréttindi minna okkur á það sem skiptir okkur
mestu máli í samskiptum og samlífi mannfólksins. Það sem
aldrei má gleymast og það sem leiðir til mikilla hörmunga
fyrir mannkynið ef virt er að vettugi. Mannréttindi eru algild,
óafsalanleg, ódeilanleg og samtvinnuð.
Við búum við stórar áskoranir í heiminum í dag: Loftslags-
breytingar, heimsfaraldur smitsjúkdóma, vaxandi ójöfnuð,
stríðsátök og fólk á flótta undan þeim og örar tæknibreyt-
ingar sem bæði fela í sér tækifæri og skapa vandamál sem
flestar þjóðir eiga sameiginleg. Þessar áskoranir geta skapað
ákveðna ógn við grunngildin okkar og eru tilefni inngripa í
frelsi fólks og réttindi.
Það er við þessar aðstæður sem við þurfum að halda einna
fastast í grunngildin okkar, í mannréttindin, og minna okkur
á hvers vegna þau eru tilkomin. Það er við þessar aðstæður
sem hættan á því er sem mest, að við föllum í sömu gömlu
gildrurnar, gildrur sem hafa leitt slíkar hörmungar yfir
mannkynið að í hvert sinn finnum við nýja leið til þess að lofa
okkur sjálfum að þetta munum við aldrei láta gerast aftur.
Ein stærsta ógnin við grunngildin okkar í dag, sem oftar,
eru vaxandi þjóðernishyggja og vinsældir hugmynda um að
fólk sé ekki allt fólk. Við vissar aðstæður leiki vafi á um það
hvort öll eigi að njóta sama frelsis og sömu réttinda, þótt það
sé nú kannski sjaldnast orðað þannig beinlínis. En besta leið-
in til þess að standa vörð um grundvallargildin okkar er að
efla þau en ekki skerða.
Framtíðarlandið þýska
Það má með sanni segja að saga Þýskalands feli í sér þung-
bæran lærdóm fyrir mannkynið allt. Einn stærsti lærdómur
okkar um mikilvægi mannréttinda kemur þaðan. Í ofanálag
við þann tilgang mannréttinda að koma í veg fyrir hörmungar
og þjáningu fjölda fólks, virðist þýska þjóðin hafa lært mik-
ilvægi mannréttinda við að stuðla að friði og velsæld borg-
aranna til framtíðar. Að til þess að tryggja grunngildin okkar
um jöfn tækifæri, frið og velsæld þurfi að auka og tryggja
réttindi fólks, ekki skerða þau.
Þýskaland, líkt og mörg önnur Evrópuríki, er innflytjenda-
samfélag, þótt það hafi tekið sum langan tíma að venjast
þeirri tilhugsun og orða það upphátt, en um fjórðungur þjóð-
arinnar á rætur að rekja út fyrir landsteinana. Á síðustu ár-
um og misserum hafa stjórnvöld þar í landi tekið mikilvæg
skref sem fela í sér viðurkenningu á því að síauknir fólks-
flutningar á milli ríkja eru ekki tímabundið ástand heldur
veruleiki sem nútímalegt samfélag þarf að laga sig að til að
tryggja velsæld og frið fyrir alla sína borgara.
Við myndun nýrrar ríkisstjórnar hefur Þýskaland nú tekið
stór og mikilvæg skref í átt til framtíðar (eða nútíðar, öllu
heldur). Ný stefna í málefnum útlendinga ber titilinn „Þýska-
land sem nútímalegt innflytjendaríki“. Á meðal þeirra breyt-
inga sem gerðar verða nú eru veruleg stytting biðtíma eftir
búsetuleyfi og ríkisborgararétti, auknir möguleikar á tvöföldu
ríkisfangi fyrir þau sem það kjósa, liðkaðar reglur um fjöl-
skyldusameiningu, löglegar leiðir til landsins fyrir flóttafólk,
og fleira. Miða þessar breytingar að því fyrst og fremst að
tryggja borgaraleg réttindi fólks sem til landsins leitar, ein-
mitt til þess að gera því kleift að verða virkir og gegnir borg-
arar, öllu samfélaginu til hagsbóta.
Frægt er orðið þegar Angela Merkel, þáverandi kanslari
Þýskalands, bauð flóttafólk velkomið árið 2015. Orð hennar
leiddu til stóraukins fjölda umsókna um vernd þar í landi, en
þrátt fyrir deildar meiningar um þýðingu yfirlýsingarinnar
virðist þýska þjóðin ekki hafa horfið af þeirri braut að bjóða
fólk velkomið. Spurð í lok ágúst sama ár um stöðuna sagði
hún af einstöku öryggi: Við höfum ráðið við svo margt – við
ráðum við þetta (þ. „Wir schaffen das“). Staðfærð þýðing á
þessum orðum hennar yfir á íslensku væri ef til vill „þetta
reddast“, sem það og gerði. Enn er Þýskaland land tækifæra,
þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og almenn lífskjör
eru með besta móti.
Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við
Það er sannfæring mín að í orðum Angelu hafi falist
áhersla á orðið „við“. Árið 2015 sótti um hálf milljón manna
um hæli í Þýskalandi, og um 750 þúsund árið á eftir, en í
Þýskalandi búa um 80 milljónir manna. Evrópusambandið allt
telur um hálfan milljarð einstaklinga. Til þess að varpa ljósi á
fáránleika fullyrðinga um að Evrópa ráði ekki við þann fjölda
sem til hennar leitar, þá jafnaðist fjöldi umsækjenda um
vernd árið 2015, þegar mest lét, ekki á við hálft prósent íbúa
álfunnar. Þó eru þá meðtaldir allir þeir einstaklingar sem
sóttu um, en ekki einungis það brotabrot sem á endanum
fékk leyfi til að vera.
Það er í eðli manneskjunnar að óttast breytingar. Flest
viljum við búa við öryggi; líkamlegt, efnislegt og félagslegt.
Það er öryggi fólgið í því að hlutirnir séu eins og áður, og það
er öryggi fólgið í vitneskjunni um það hvernig hlutirnir virka.
Það er öryggi fólgið í því að fá viðbrögð í samræmi við vænt-
ingar, í mannlegum samskiptum sem annars staðar. Óvissa,
skortur á upplýsingum og skilningi, veldur óöryggi. Veldur
ótta.
Hið ókunnuga og grunngildin
Það er því ekki að undra að fyrirsjáanlegar hugsanlegar
breytingar á samfélagsgerð okkar veki upp óöryggi og ótta,
jafnvel hjá skynsamasta fólki. Þannig sýnir reynslan okkur
að áhyggjur af auknu streymi innflytjenda snýst í raun alls
ekki um fólksfjöldann sem slíkan, eins og iðulega er haldið
fram, enda eru samfélög byggð upp af fólki, og það oftar en
ekki fjölda fólks. Hinn raunverulegi ótti við fjöldann lýtur að
samfélagslegum og menningarlegum breytingum sem fylgt
gæti í kjölfarið. Óttinn við hið ókunnuga og óöryggið sem
honum fylgir.
Þessum áskorunum er stundum lýst sem ógn við grunn-
gildin okkar. Fólk hræðist samfélagslegar breytingar sem við
erum ekki reiðubúin að sætta okkur við. En það eru ekki síst
breytingar sem við óttumst að vegið gætu að einmitt því sem
skiptir okkur mestu máli: Grunngildum okkar um frelsi, jafn-
rétti, lýðræði, og mannréttindi. Í klaufalegum tilraunum til
þess að bregðast við vandanum verða okkur hins vegar oftar
en ekki á þau mistök að skerða réttindi og takmarka þau, í
stað þess að festa þau í sessi.
Áskoranir á borð við þær sem við fáumst við í dag, svo sem
loftslagsbreytingar, átök og sjúkdómsfaraldrar, eiga stóran
þátt í auknum fólksflutningum nú sem fyrr, þótt gera megi
ráð fyrir að greiðari samskipti og samgöngur á milli ríkja ýti
þar enn frekar undir og muni gera um ókomna tíð. Forspár
um síaukna fólksflutninga á næstu áratugum er raunveruleiki
sem öll ríki heims þurfa að takast á við og laga sig að. Svara
þarf eðlilegum ótta og áhyggjum með skilningi, upplýsingu
og stöðugum gagnkvæmum lærdómi.
En ef áhyggjur okkar snúa að því að fyrirséðar samfélags-
breytingar ógni grunngildum okkar um frelsi, jafnrétti, lýð-
ræði og mannréttindi, þá segir það sig sjálft að leiðin til að
verja þau er varla sú að setja þeim skorður, heldur þvert á
móti að styrkja þau og efla sem víðast, sem oftast og sem
mest.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata
Morgunblaðið/Eggert
Stöndum vörð um gildin okkar
Besta leiðin til þess að standa vörð um grund-
vallargildin okkar er að efla þau en ekki skerða.