Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Samúðarkveðja
Ég sendi þer samúð mína
því sálin sem núna dó
svo lofsverð mun lengi sýna
ljósið sem þarna bjó.
Er lofum við ljósið bjarta
á leið sem er stundum myrk
þá þökkum við þessu hjarta
sem þráði að veita styrk.
Guðrún
Ásgeirsdóttir
✝
Guðrún Ásgeirsdóttir fæddist
21. júní 1946. Hún lést 3. desem-
ber 2021.
Hún vann mestan sinn starfsaldur
í Landsbanka Íslands. Í tómstundum
sínum lærði hún að mála á postulín.
Hún hafði einnig mikinn áhuga á
ferðalögum, fór meðal annars til
Kína, Indlands, Ísraels, Egypta-
lands, Bandaríkjanna og víða um
Evrópu.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Nú hjartað er hætt að tifa
en hlý eru okkar tár
því minningar munu lifa
í meira en þúsund ár.
(Kristján Hreinsson)
Blessuð sé minning þín, hvíl í
friði elsku systir.
Sigurður og
Anna Edda.
Kær vinur okkar
hjóna og reyndar
okkar allra í fjöl-
skyldunni er
kvaddur í dag. Okkur langar að
skrifa fáein kveðjuorð og þakka
fyrir alla samveru og góð kynni.
Við Jóhann, eða Kúddi eins
og við æskuvinir hans kölluðum
hann, þekktumst allt frá sex og
sjö ára aldri. Allt frá því að við
byrjuðum í barnaskóla saman
sem var farskóli í sveitinni okk-
ar fyrir vestan. Sveitin var
Múlasveit sem nú heitir Reyk-
hólahreppur. Kennarinn, sem
var föðursystir Kúdda, lagði all-
an sinn metnað í að kenna okk-
ur börnunum fræðin. Skólavin-
átta okkar Kúdda var til staðar
allt til hinsta dags. Við vonum
að nú sé bara hlé og að við hitt-
umst hjá góðum guði.
Kúddi var mjög ljúfur í lund
og átti mjög auðvelt með að um-
gangast fólk. Við munum ekki
Jóhann Gunnar
Jóhannesson
✝
Jóhann Gunnar
Jóhannesson
fæddist 15. ágúst
1938. Hann lést 14.
desember 2021.
Útför hans fór
fram 21. desember
2021.
eftir því að hafa
séð hann skeyta
skapi, hvorki á
æskuárum fyrir
vestan né sem ná-
grannar hér í
Hafnarfirði, en
Kúddi og Sóley eru
meðal bestu vina
okkar hjóna. Garð-
ar var í sveit á
næsta bæ við
Kúdda fyrir vestan
og áttu þeir alltaf góð sam-
skipti. Þeir fóru til að mynda
oft saman í göngur meðfram
sjávarsíðunni meðan hægt var,
en því miður hrakaði heilsu vin-
ar okkar allt of hratt.
Við eigum margar góðar
minningar um góða samveru og
hlýja vináttu milli okkar og
þeirra hjóna.
Við þökkum þér kæri vinur
fyrir öll árin sem við höfum
þekkst. Við vitum að þú hefur
átt góða heimkomu hjá guði,
eins góður maður og þú varst.
Við biðjum góðan guð að geyma
þig og vottum Sóleyju konu
þinni, börnum, barnabörnum og
öllum ættingjum okkar innileg-
ustu samúð.
Ásta Jónsdóttir,
Garðar Kristjánsson.
Við þökkum innilega fyrir hlýhug,
hluttekningu og vinarþel við andlát
hjartfólgins afa okkar og föður,
STYRMIS GUNNARSSONAR
Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hanna Guðrún Styrmisdóttir
Styrmir Hjalti Haraldsson
Ágúst Páll Haraldsson
Thurayn Harri Hönnuson Thant Myint-U
Jóhannes Árni Haraldsson
Okkar ástkæra,
GUÐNÝ BJARNVEIG
SIGVALDADÓTTIR,
Kveldúlfsgötu 3,
Borgarnesi,
lést á heimili sínu 20. desember.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 5. janúar
klukkan 14.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Vigdís Guðrún Sigvaldadóttir
Sigvaldi Arnar Hjaltason
Jónný Hekla Hjaltadóttir
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ANNA HJARTARDÓTTIR,
Þrastartjörn 10, Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þriðjudaginn 7. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðríður Hansdóttir
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
EYJA ÞORSTEINA HALLDÓRSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 21. desember á HSU í
Vestmannaeyjum í faðmi fjölskyldu.
Útförin fer fram föstudaginn 7. janúar
klukkan 13 í Landakirkju. Í ljósi aðstæðna verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina en henni verður
streymt á vef Landakirkju, landakirkja.is.
Finnbogi Halldórsson
Halldór Jón Sævarsson Lilja Ólafsdóttir
Fjóla Finnbogadóttir
Fanney Finnbogadóttir Hannes Kristinn Sigurðsson
og barnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALDIMAR EIRÍKSSON,
Reykási 27,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 24. desember.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 3. janúar klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni
á streyma.is og þeir sem mæta verða að sýna neikvætt
hraðpróf.
Eiríkur Ari Valdimarsson Ragnheiður Á. Ólafsdóttir
Valva Valdimarsdóttir Sigurður Eggert Halldóruson
Þórdís Lísa Valdimarsdóttir Kristján Mar Þorsteinsson
Tómas Helgi Valdimarsson Telma Sif Guðmundsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
AUÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Litlakrika 2a, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum mánudaginn
27. desember. Útför hennar verður gerð
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. janúar klukkan 13.
Vegna samkomutakmarkana takmarkast fjöldi viðstaddra við
fjölskyldu, nána ættingja og vini. Streymt verður frá athöfninni á
www.vimeo.com/660972818.
Vigfús Þorsteinsson
Þráinn Vigfússon
Þórunn Vigfúsdóttir Reynir Sigurðsson
Eiríkur Vigfússon Telma Halldórsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn
27. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Eva Sigurbjörnsdóttir Ásbjörn Þorgilsson
Árni Sigurbjörnsson Andrea J. Ísólfsdóttir
Jón Ingi Sigurbjörnsson Harpa S. Höskuldsdóttir
Kristján Sigurbjörnsson Anna Lísa Gunnarsdóttir
Margrét Birna Sigurbjörnsd. Hermann Ó. Hermannsson
Anna Sigurbjörnsdóttir
Bjarney Sigvaldadóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG GARÐARSDÓTTIR,
Aðalgötu 6, Reykjanesbæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
laugardaginn 25. desember.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju
þriðjudaginn 4. janúar klukkan 13.
Jóhann Garðar Einarsson
Þorleifur Einarsson
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍN HELGADÓTTIR,
Aflagranda 40, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
26. desember.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 7. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim er vildu
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Útförinni verður streymt á Streyma.is.
Hans Kristinsson
Friðrik Þorbjörnsson Hulda Mjöll Hauksdóttir
Helgi Þorbjörnsson
ömmu- og langömmubörnin
Ástkær eiginkona, móðir og tengdamóðir,
INGIBJÖRG EGGERTSDÓTTIR
kennari,
Jörundarholti 230, Akranesi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans þriðjudaginn 28. desember.
Útför verður auglýst síðar.
Bestu þakkir til starfsfólks líknardeildar fyrir framúrskarandi
störf.
Stefán Skjaldarson
Birta Stefánsdóttir
Gréta Stefánsdóttir Rafn Kumar Bonifacius
Sambýlismaður minn og vinur,
GUNNAR ÞORSTEINSSON,
formaður og fararstjóri
fyrsta flugfélagsins,
lést fimmtudaginn 2. desember.
Útförin fór fram mánudaginn 13. desember.
Erna Margrét Laugdal Ottósdóttir
Hjartkær systir mín,
MARÍA AÐALHEIÐUR
SIGMUNDSDÓTTIR,
lést á sjúkrahúsi á Spáni 22. desember.
Sigfríður Ásbjörnsdóttir
og fjölskylda
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BENJAMÍN S. GUNNLAUGSSON,
lést á Landspítalanum 22. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 5. janúar klukkan 15.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir útför.
Kristín María Benjamínsd. Sturla Jónsson
Jónína Björg Benjamínsd. Fannar Óli Ólafsson
og barnabörn
Okkar ástkæra
MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur og leikkona,
lést þriðjudaginn 14. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 4. janúar klukkan 13.
Gestir eru beðnir um að framvísa neikvæðu hraðprófi.
Streymt verður frá útförinni á https://beint.is/streymi/mariag
Dóra G Wild Árni Árnason
Pétur Hauksson Sylvia Ingibergsdóttir
Þórður Hauksson Kristjana Fenger
Magnús Hauksson Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Gerður Sif Hauksdóttir
og fjölskyldur þeirra